Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 23.07.1903, Blaðsíða 1

Reykjavík - 23.07.1903, Blaðsíða 1
títgefandi: hlutafélagib „Reykjavík11 Ábyrgðarmaður: Jón Olafsson. Gjaldkerí og afgreiðslumaður: Ben. S. Þóraiunsson. IRepkjavtk. Arg (60 tbl. minst) kostar með burðar- eyii 1 kr. (erlendis 1 kr. 50 au. — 2 sh. — 50 cts). Afgreiðsla: Laugavbgi 7. FRÉTTABLAÐ — VERZLUNARBLAÐ — SKEMTIBLAÐ — AUGLÝSINGABLAÐ. IV. árgangur. Fimtudaginn 23. Júlí 1903. 36. tölublað. ALT FÆST í THOMSENS MAGASÍNI. D selur jaa og elðavélar KRISTiÁN ÞORGRlMSSON. Embættismenn og alþingismenn i& hvergi jafn-góðan P A P P 1 R og jafn- ódýran eftir gæðum sem hjá mér. Jón Olafsson. j Qo-ctoinor ísl- nfnar "f? ELDAVÉLAR f'rá Bornholm ávait til sölu hjá Jul. i-tfgolcil lal „p, UMiai Schau. Sömuleiðis eldfastur leir, og Cement f smásölu. Godthaab Y erzlunin ö p N U CD cd tó -P ,rtí o Verzlunin GODTHAAB er ávalt birg af flestum nauðsynjavörum, flest öllu til liúsbygsinga, báta- os þilskipaút- gerðar, sem selst með venjulega lágu verði. Yandaðar vörur. L.ágt verð. ^vergi betra að verzla en í verzl. GODTHAAB Q o Pa pd p cr <! CD >~í N P umrqzje^ quuqq.po£) ♦o»o»o»o»o»o»o»o»o»o<»o»o»»o»o»o»o»o<»o»o»o»o»o»o-»o»o» J FYRIR ÞjÓÐHÁTÍÐINA nýkomin MARGS KONAR FATAEFNI: Hattar, Húfur, Regn- hlífar fyrir dömur og herra, Göngu- sta.fir, Hálsklútar, Vasaklútar, og loks mikið af nýmóðins BRJÓSTUM, FLIBBUM, MANSCHETTUM, <e in n i g DÖMUFLIBBA. Sérstakt úrval SLAUFUR og HUMBUG af öllum gerðum. 'ig^~ Hversi údýrara eða ketra úrval. Virðingarfylst 6u3m. Sigurðsson, klœðskeri. HÉR MEÐ læt ég alla þá, sem sent hafa ullarsendingar til „STRANDBY KLÆDEFABRIK", vita, að hér eftir afhendir hr. kaupm. Bencdikt Ste- fánsson, Laugavegi 11, öilum þeim, sem sent hafa, tauin, og tekur á móti ullarsendingum til ofannefndrar verk- smiðju. Reykjavik, 23. Júlí 1903. €gi!l 6yjiljsson. í sambandi við ofanritaða auglýs- ingu læt ég ina heiðruðu viðskifta- menn fabrikkunnar vita, að ég hefi tek- ið að mér alla afgreiðslu fyrir hennar hönd. Fabrikkan heíir rmnið sér al- mennings álit, og ég mun gera mér alt far um að öll viðskifti verði sem bezt. Reykjavík, 24. Júlí 1903 geneðikl Stejánsson. Forsteinn Erlingsson. Alþingi veitti eitt sinn Þorsteini lítillegan styrlc — sultar-upphæð þó. Þá komu út v,Þyrnar“ hans. Síðan heflr hann haft þrjú stór- virki með höndum, innan um tíma- kenslu og annað tilveru-basl og á- hyggjur. Nú eru tvö af þeim langt komin og ið þriðja vel á vegi. En þá kemur stjórnin (landshöfð- inginn?) og fellir styrk-ómyndina úr fjárlögunum. Og ég heyri sagt, að meiri hluti fjárlaganefndarinnar muni ekki ætla að taka hann upp aftur. Bjarni Jónsson frá Vogi sagði á sunnudaginn, sem leið, um þessi skáldrit. Þorsteins, á prenti: „„Eiðurinn" verðurmikið verk og fagurt. Fyrst á að vera inngangur. Er hann áður prentaður framan við það kvæðið, er nefnist kossinn, en verður aukinn og fluttur fram fyrir. Þá kemur 1. kafli, Kossinn. Má hann heita albúinn og er að stærð 2 — 3 arkir prentaðar. Er hann um ástir þeirra Ragnheiðar dóttur Bryn- jólfs byskups og Daða skólasveins í Skálholti. í þeim kafla eru Alfarnir, Arinar kaflinn heitir Eiðurinn. Eru þar í viðskifti þeirra feðgina og eið- ur Ragnheiðar. Verður sá kafli um 3 arkir og er höf. langt kominn með hann. Þriðji kaflinn á að heita Reiðarslagið. Ætlar hann þar að lýsa sorgum og hugarstriði Ragn- heiðar og æfilokum. Úr þessum kafla eru til einstök kvæði. En mikið vantar hér í, því að þessi kaflinn verður lengstur og erfiðastur viðfangs, en vonandi fallegastur. Fjórði og síðasti kaflinn er Hrunið. Þar er lýst Brynjólfi, hversu örlög Ragnheið- ar verða hoimm þung. ^ Heldur höf., að sá kafli muni verða 2—3 arkir að stærð. Þorsteinn hefir 'og annað ’stórt kvæði með höndum, er hann nefnir Eden. Það er eins konar aldarhátt- ur, gamansamur og fyndinn og á- gætlega kveðinn. Telst það til þeirr- ar greinar skáldskapar, er kallast lmmor á útlendu máli; það gætum vér nefnt alvöru-gaman. “Því að sú stefna vítir galla mannlífsins* með gamansömum og góðlátlegum orð- um, eu sneyðir^hjá bituryrðumþeim og beiskju, sem háðkvæðum fylgir. Þetta kvæði verður búið til prent- unar innan skamms. Þar er einn kafli um íslenzku skáldin, og það er víst, að margur mun hafa ómengaða gleði af að lesa hann. f Og flestra stétta og fiokka er þar getið. Þriðja stórkvæðið,jj sem ’Þorsteinn he.'ir með höndum, er um Jón Ara- son, og er það mikið kvæði og fag- urt. Því er nú og langt komið. Eru þessar vísur úr lýsingu á fang- elsisvist Jóns Arasonar, þar sem draumur og svefn takast í hendur að mýkja böl ins aldraða mikil- mennis síðustu nóttina: Inn í húsið í þvi brá eins og ljósi a,f hæðum; dæmda mannsins hvílu hjá húminu dreifði ijóminn sá; þar var brúður björt á hvítum klæðum. Fanganum rétti hún faðminn sinn; fagurt nú þig dreymir, vænni skal þó, vinur minn, verða brúðkaupsskrúðinn þinn. Kristur sjálfur krónuna þína geymir. Hvernig á nú Þorsteinn, heilsu- laus, atvinnulaus og blásnauður mað- ur, að lúka við þessi verk sín eða gera önnur fegri og stærri? Það er honum ógerningur og er eigi ólík- legt að á honum sannist það sem hann kvað sjálfur um annan mann; Meinleg örlög margan hrjá mann og ræna dögum. Sá er jafnan endir á íslendinga-sögúm. Þó mætti alþingi íslendinga gera hér nokkuð að, ef það léti sér hugs- ast það snjallræði að fá nú Þorsteini sjálfum fé í hendur, til að gera yfir sig þann minnisvarða, er lengi megi standa óbrotgjarn í bragartúni. Þjóð- in kemst hvort sem er aldrei hjá að setja honum minnisearða. En þessi aðferðin er betii heldur en hin, að neyða hann til að taka helminginn. af verkum sínum og vonum með sér í gröfina, en kaupa síðan stein yfir hann". Svo segist Bjarna, og sé honum heiður fyrir. Og honum verða þessi ummæli sín til sæmdar lífs og liðn- um. Enginn maður yrkir nú, eins vei á íslandi eins og Þorstemn. Ég trúi því ekki, fyr en ég tek á því, að Alþingi veiti honum ekki styrk, því að enginn er þess verðari, ef litið á skáldskapinn. Það hafa áður heyrst raddir á móti honum úr kyrkjunnar átt; en, sem betur fer, hafa þó ýmsir af merkustu prestum vorum meira víð- sýni, en svo — þó að þeim mislíki eðlilega sumt í „Þyruum". Þeir meta, þrátt fyrir það, hans miklu og góðu gáfu. URSMIÐA-VINNUSTOFA. Yðnduð ÚR og KLUKKUR. Bankastræti IZm Helgi Fannesson.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.