Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 23.07.1903, Blaðsíða 2

Reykjavík - 23.07.1903, Blaðsíða 2
2 Hér á hvorki að komast að pólitík ué trúmálaskoðanir (sem auk þess koma ekki fram nema hér og par í kvæðum Þorsteins). Hér á hitt að ráða, hvort menn kunna svo að meta gáfu hans og vilja, að þeir vilji sjá til þess, að honum verði auðið að neyta hennar til að lúka við þá dvergasmíð, sem hann hefir með höndum. Sú eina bæn, sem 'ég hefi þingið xim að biðja, er þessi: Eænið ekki bókmentir vorar gulli og gimsteinum með því að svelta hann Þorstein. Jcn Ólafsson. annars! I*eir fjórir njjn. Samkvæmt stjórnarskrár-frumvarpinu nýja a að bæta 4 nýjum alþingismönnum við tölu þingmanna, þá sem nú er. Stjómin lagði fram frumvarp til að koma þessum 4 nýju fyrir til bráða- birgða. Gerði ráð fyrir, að kjördæma- skipun allri verði senn breytt með nýjum Iögum, sem og er sjálfsagt, «n fór fram á að „setja" þá „niður" í bráð þannig: 2 í Eeykjavík, 1 í ísafjarðar-kaupstað, 1 í Akureyrar- kaupstað. Þetta var og sízt fjarri sanni, að minsta kosti ekki hvað Eeykjavík snertir. Það lætur nærri, þegar þjóðkjörnir þingmenn verða 28, að þá komi 1 þingmaður á hverja 2780 íbúa. Eeykja- vík hafði í fyrra haust 7600 íbúa; en síðustu árin vex fóikstalan hér í bænum um eitthvað 1000 á ári. Reykjavík hefir nú í dag fulla 8400 íbúa (það skal sannast í Október, er talið verður) og á því fylsta rétt á 3 þingmönnum alis, þ. e. 2 í viðbót. Sé metið eftir tölu kjósenda, verður réttur Eeykjavikur miklu hærri. Nefndin í efri deild hefir látið und- an þeirri hreppa-pólitik, sem vill mis- bjóða Eeykjavík, höfuðstað landsins ©g því lcjördæmi iandsins, sem rekur lang-fjölbreyttasta og auðugasta at- vinnuvegi, ■— misbjóða Eeykjavík af grunnhyggnum og skammsýnum smá- gálarskap, til að geta dregið hlutdræg- an taum sveitanna á kostnað kaup- staðanna, langt fjarri allri sanngirni «g jöfnuði. Það er sama stefnan, sem hér keinur fram, sem í annari viðleitni til að íþyngja kaupstaðabúum með tollum, sem lendi á þeirra baki einna eða aðailega, svo sem kartöílu-tolli ®g ost-tolli. En þó slept sé tilliti til réttlætis- ins, og að eins litið á liagsmunina, þá ætti það að íara að verða ber- sýnilegt úr þessu, að það er óhyggir iegt að misbjóða Eeykjavík. Hún er nú þegar orðin öflugast.a stoð landbúnaðarins, með þvi að veita hezian markað fyrir afurðir hans, og íiún verður það betur og betur með itri hverju, svo ótt sem hún vex. Það er sjórinn og sá lítilsvirti sjávar- útvegur, sem er að verða hér sá berg- risi, sem ber landbúnaðinn á herðum sér. Það er sjávarútvegurinn, sem er eina örugga framtíðarvon hans og stoð, hvað sem útlendum mörkuðum liður. Því eru og verða hagsmunir Eeykja- víkur ekki gagnstœðir, heidur sam- rœmir, hagsmunum sveitanna. Nefndin i e. d. vill láta „ömtin" [eru „fjórðungarnir" of íslenzkir?] kjósa sinn þingmann hvert. Því á að vera að kasta þeirri nýju bót á gamalt fat? Þegar kjördæmum á öllu landinu verður skipað á ný með nýjum lög- um, þá er ástæða til að skiíta öllu landinu í svo sem 7 kjördæmi og láta hvert kjósa 4 þingmenn, og þá með lilutfalls-kosnmgum. Það er hug- sjónarlega réttlátasta kosningaraðferð; allir torveldleikar verða að miklu leyti horfnir við það, að kosið er í hverjum hreppi, og — það sem ekki er minst um vert — þá mundi draga nokkuð úr allra-skammsýnustu hreppa- pólitíkinni. Ósómi. Gengur nú ekki bráðum langt fram af öllum réttsýnum mönn- um ofstækið og samviskuleysis-frelc- jan, sem nú um ekki all-skamt skeið heflr geisað í pólitikinni íslenzku? Því miður fer þessu ekki linnandi, heldur öllu fremur gagnstætt. Getur nokkuð hugsast ósæmilegra og meira siðspíllandi, en þessi læti? Það nægir ekki, að þegja um alt satt og rétt og gott, sem mótstöðu- mennirnir gera, og Ijúga upp orðum og ummælum eftir þeim á mann- fundum, sem þeim heflr aldrei í hug komið né þeir mælt. Og það eitt, að segja ósatt frá því sem fram fer, er þó stærsta siðferðislega synd, sem fréttablöð geta drýgt. Það er mann- skemmandi fyrir þá sem það gera, siðspillandi fyrir þjóðina og lýsir jafnt fyrirlitning fyrir henni, sem fyrir öll- um sannleik og réttvísi. En svo ófagurt sem þetta er, og svo ófagurt dæmi sem eitt blað hefir öllum öðruin fremur af sér gefið í þessu efni, þá er þó hitt sýnu verra, er menn fara að leggja í einelti einstaka menn, heiðvirða og nýta menn, og reyna til að rœgja af þeim drengshap og mannorð. Pessar persónulegu ofsóknir eru tiltölulega nýjar eða ekki mjög margra ára hér af hendi pólitíshra flolcha. Landstjórnar-atferlið gegn Skúla Thoroddsen á sinni tíð kom þó ekki fram af hendi neins flolchs. En of- sóknirnar gegn þrem sýslumönnum nú, Lárusi Bjarnasyni, Birni Bjarna- syni og jafnvel Hannesi Hafstein, eru hreinar og beinar flokks-ofsóknir. Lárus Bjarnason er án alls eía lang- frjálslyndasti, færasti og ötulasti þing- maður í sínum flokki, enda eru of- sóknirnar gegn honum að því skapi. Eftir Hannes liggur það, þótt aldrei væri annað, að búseta ráðgjafans var boðin oss af stjórninni. Sá sem þetta ritar, var vantrúaður á utanför hans, er hún var farin; en árangur- inn hefir sýnt sig. Því tjáir engum að neita. Saga landsins ber hennar menjar. Björn Bjarnarson er enginn þingskörungur; en samvizhusamur í því starfi sem öllu öðru. Enginn, sem nokkru sinni hefir þekt hann, mun nokkru sinni trúa á hann óráð- vendni, ekki einu sinni eigingirni, því hann hQfir aldrei eigingjarn mað- ur verið — á það ekki til í eðli sínu. Og dettur nokkrum í hug, að þeim sem eru að reyna að drótta alls konar óráðvendni að Lárusi sýslu- manni, detti í hug að trúa sjálfir á sakargiftir sínar? Örðugt er.að hugsa sér það, þegar maður les t. d. prívat- bréíið,. sem verið var að slægjast til að birta frá honum nýlega í blaði einu. Hann segir ekkert í því brófi, sem ekki samir vel hverjum samvizku- sömum og góðum dreng. Það er þó sannarlega ekkert ódæði, að benda mönnum á að gera ehld rangt með vitlausri aðferð við verðlagsskrár-samn- ingu. En þegar blað legst svo lágt, að reyna að telja fáfróðum eða hugs- unarlausúm mönnum (öðrum getur það naumast verið ætlað) trú um, að liér hafi maðurinn gert sig sek- an í glæpsamlegu atferli (þar sem hann gerir ekkert annað en það sem honum sem vönduðum manni ber að gera), þá má ætla, að þeir sem slíku fara fram, hafi ekki miklu til að dreifa, sem honum gæti orðið til sannar- legs miska. Þa-ð skal fúslega játað, að óréttvis- leg og illgjarnleg ummæli hafa frá gagnstæðri hlið verið liöfð um heið- virða monn, svo sem Pál Biiem og Dr. Valtý Guðmundsson. En enginn hefir þó farið að reyna, að bendla þá við hegningarlögin. Það er að eins frá öðrum pólitíska flokknum, sem þess- um ófagra ósóma er beitt — og munu þó allir inir samvizkusamari menn í flokknum fyrirverða sig fyrir þá flokks- bræður sína, sem það iðka. En það mun fara, hér, sem oftar, að þegar ósóminn keyrir úr hófi, snýst hann höfundum sínum um háls og höfuð. Menn eru ekki svo blindir til lang- frama., að flesta fari ekki að ránia í, að það hljóti að vera eittlivað varið í þá menn, sem þörf þykir að leggja svo blygðunariaust í eineiti. Enginn niaftuv hefir hversdags- lega hugmynd um, hve auðugir vér íslendingar erum að liugviti og hœfl- leilcum. En annaðhvert ár í Júlí- byrjnn kemur þetta í ljós — á stöku árunum, þegar Alþingi er háð. Þeir menn, sem þá sifja í fjárlaganefnd, fá yfirlit yfir, Iive auðugir vér erum af verðleika-mönnum. Bara urmullinn af „ættfræðingum“ (sem hafa tekið upp á að titla sig- „fræðinga“, af því að ekki var elja eða handlag til að læra að reka „plukku" í skó) og „lýðháskólakenn- urum“ (sem hafa þann verðleik til að henna, að þeir hunna ekkert sjálfir) og öðrum „fræðingum“ og „ofvitum“ verði ekki svo þykkur, að nefndar- mennirriir missi sjónar á inum fáu sönnu verðleikamönnum! Þefill er heilbrigðisnefnd Eeykja- víkur. Aldrei liefir saurrennu-óþef- urinn í bænum meguari verið, en síðan vér fengum heilbrigðisnefnd^. Hamingjan gefi henni næmari þef- færi en hún hefir! Smávægis. Yinfengi. Einhverju sinni rit- aði Bjornstj. Bjornson öfluga með- mæla-grein með manni í blað. — Eitt andstætt blað sagði, að það væri minna að marka, hvað Bjornsonsegði um þennan mann, því að liann væri einhver bezti vinur hans. Bjornson svaraði og sagði á þá- leið: Satt er það, að við erum vin- ir; mér er betur við hann en flesta menn. En hví er ég vinur hans? — Af því að ég þehhi hann og hefl reynt hann. Er minna að marka orð mín fyrir það? Hvei'jum stend- ur nær að halda uppi málstað manns, heldur en vinum hans? Ilafi vinur- inn vit á að meta og dæma og sam- vizkusemi til að dæma rétt, þá er hánn bezti og trúverðasti dómai'inn. „RUWÐSSÍRIFT^-pennar, einfaldir og tvöfaldir, uglu-pennar (ekta), Waverley- pennar, lindarpennar, a 11 s k o n a r penn- ar; pennaliöld, digur og mjórri, blýant- ar, „afmánir“ (vidskelœdor) o. li. ritföng. Jón Óiaisson. Myndir. Kort. Slipsi mjög miklar bii-gðir, margbreyttar, fallegar, ódýrar, eru nú komnar. Sojjía ^eilœann. Laufásveg 4. JCassar ór jánu', sem eru óyggjandi í eldsvoða (eld- trustir), nauðsynlegir fyrir embættis- rnenn og „forretningsmenn" til að' geyma í peninga, bækur og verö- mæt skjöl, eru til, sölu. Þeir, sem til eru nú, eru að inn- anmáli: iengd 1(3 þml., breidd 10 Þmh, dýpt, 13 þml., og kosta þeir 90 krónur. Stærri kassar fást pantaðir, en þeir eru tiltölulega dýrari eftir stærð. Sigfús Eymundsson. i

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.