Reykjavík - 03.09.1903, Qupperneq 3
3
ŒíTrabítfttr.
Bónorftið.
Mel.: Marschners brúðarmarch f „Hans Heíli»g.tt
Siggi Fífill:
Litla Sigga, lambið mitt L
Lát mig heyra svarið þitt.
Viltu nú
verða frú?
í vor ég ætla’ að reisa hú.
Konu verð þó fyrst að fá
fallega, sem lízt mér á,
fáar hér
finnast mér
fullkomnar, og ]>ví er ver.
Hún á að vera hæg og stilt,
hugsa’ ekki’ um neinn annan pilt,
• læs á prent;
lærdóms ment
lýðháskóla-frú er hent.
Helzt vil ég að hún sé frið,
hjartanleg og viðmóte-blíð,
nokkuð há
handasmá,
hárið jarpt, en augtsn blá,
að hún kunni að klastra’ í sokk,
kemha uU og stíga rokk,
rösk að slá,
raka ]já,
rista ttorf og garða sá,
þekki, hvernig bætt sé bót,
bylt úr hlassi’ og klofið grjót;
syngi hátt,
hlæi dátt.,
heímilið svo verði kátt.
Hún á að ganga’ á hvítum kjól,
hvíla sig í ruggustól,
vera frá
fætí á
flm sem önnur lipurtá,
ókeypis frá Ymbu Brands
útskrifuð í söng og dans,
hoppa á
hæli’ og tá,
hringsnúast og taktinn slá. —
Mór hefir sýnst að mundir þú
makleg þess að verða frú;
viltu ei,
yngismey,
að við tökum saman. —
Sigya Fjóla:
Nei!
Ég vil vera frí og frjáls,
fyr legg ég mér snöru’ um háls
en ég þann
eigi mann,
aldrei sem ég virða kann.
Búforkur ég ekki er,
óska helzt að leika mér;
hugsa’ um bú,
hreyta kú
hirðir engin kona nú;
hún á að ganga út og inn,
ekkert hugsa’ um manninn sinn.
Nei, nei, nei!
Svei, svei, svei!
Siggi fífl! Ég vil þig ei!
Flausor.
HeÍTnsendanna milU.
Cliioago, 111., 3. Ágúst. Um 20.
f. m. fengum við Chicago-búar þann
versta haglstorm, sem hór hefir kom-
ið aila þá tíð, sem ég hefi verið hér
(9 ár) og likl. miklu lengur. Höglin
vóru á stærð við hænu-egg og féllu yfir
alla borgina; verst þó á „norðurhlið-
inni“ og „norðvesturhliðinni", því að
i þeim hluta borgarinnar var tæplega
nokkurt hús, sem ekki brotnuðu
gluggar i. í sumum verksmiðjum
og stórhýsum vóru þetta 80 — 100
gluggar brotnir1). Yfir 200,000 kr.
virði af rúðugleri brotnaði. Eitthvað
0 klukkustundum eftir storminn,
sem ekki stóð nema 10 mínútur,
var rúðugler hér í bænum stigið í
verði um 200°/(> (komið í þrefalt
verð). Gler þraut fljótt í bænum og
urðu sumir að bíða 4—5 daga áður
en þeir fengi rúður settar í aftur. í
húsinu, sem ég bý í, brotnuðu ekki
nema þrír gluggar, en í næsta húsi
6. Þegar stóru, þykku rúðurnar vóru
brotnaðar, undu sumir niður kefla-
tjöldin fyrir gluggunum, til að varna
haglinu inn og regninu; en liöglin
komu inn um gluggatjöldin, og eins
inn í gegn um vírnet (flugnanet),
rétt eins og steinar gegn um gler-
rúður.
Hestar úti urðu óviðráðanlegir og
fældust og urðu mörg slys af. Fá-
einir menn stórmeiddust af haglinu.
í lystigörðunum urðu trén ‘nakin,
sum mistu greinarnar og nokkur reif
stormurinn upp með rótum. Eftir
storminn sáust fuglar hér og hvar urn
jörðina steindauðir — rotaðir af
haglinu. í>að vóru mikil verksum-
merki eftir svo stutta stund. — Und-
ir eins og élinu létti, fór fólk víða
út á stræti með skóflur og mokaði
upp haglinu, fylti með því ískassa
sína og sparaði sér þannig ískaup
nærri lnúla viku.
Joannos Patursson er kosinn
aftur þjóðþingismaður Færeyinga. —
Hann er einnig þingmaður á lögþingi
Færeyinga, svo að hann situráþingi
bæði sumar og vetur.
Ekkjufrú Sigríður Zimsen,
ekkja Edv. Zimsen fyrrum kaupm. hér í
bæ, andaðist fyrir skömmu í Slesvík á
Þýzkalandi. Eftiriifandi börn hennar hér
eru amtmannsfrú Karólína Jónassen, ekkju-
frú Kristin Guðmundssen, og fyrv. sýslu-
maður Eranz Zimsen. Frú Sigríður var
kominn yfir áttrætt.
1) Af þvi að hús standa þétt, hefir
haglið víða að eins náð til efstu glugg-
anna, hinir í skjóli af næsta húsi, og að
eins á veðurhliðinni.
‘Lartdshoraanna milli.
Seyftlsfjarftar-fréttir. — 14. Ág.
Túlin votviðrasöm þessa viku sem
að undanförnu, oftast þokur og rign-
ingar. Taða liggur enn á túnum
bæði í Héraði og Fjörðum og farin
að skemmast. Grasvöxtur í meðal
lagi. — 21. s. m.: Yeðráttan enn
stirð. Þó var fyrri part vikunnar
þurkur, er kom víða að gagni. Ann-
ars stöðug norðanátt og norðaustan
með kuldum og úrfelli. — 14. Agúst.
Aflabrögö. Fiskveiðar á báta þessa
viku fremur tregar. Rekneitaveiðarn-
ar ganga vel; í gær komu inn þrjú
af síldveiðarskipunum: Yikingur með
um 70 tn., Sprut með um 170, og
Elín með á 3. hundrað (alt, sem 1
hana komst) eftir eina nótt að. eins.
— 21. Ag.: Fiskafli góður, er á sjó
gefur. Sild veiðist mikil í reknet
hér úti fyrir, en gefur sig síður í
lagnet hér í firðinum, líkl. meðfram
sakir rosans í veðrinu. („Bjarki“).
Ycstur-Skaftafellssj'slu (úr brófl
úr Álítaveri 20. f. m.): Tíðin þurka-
söm, graxvöxtur í meðallagi, nýting
ágæt.
IRepkjavífc oö örenð.
t Jónas Hclgason prganisti varð
bráðkvaddur í fyrri nótt, einni fjórð
eftir miðnætti. Hann var 65 ára
gamall. Jónas gerði á sinni tíð
mikið til að efla söngmentun í land-
inu, bæði með bókum, sem hann
gaf út, með kensiu og með því að
beitast fyrir söngfélagsskap. Hann
var gæddur mikilli náttúrugáfu og
var óþreytandi eljumaður, en skorti
mentun, smekk og andríki.
Skipaferftir. „Kong Inge“ og
„Laura“ fóru bæði til útlanda 29. f.
m., en „Ceres“ 27. „Laura“ fór
norður um land og með henni marg-
ir alþingismenn og aðrir; bankastj.
Tr. Gunnarsson fór með henni til
Hafnar. Með „Ceres“ fór m. a. séra
Friðrik Hallgrímsson með konu sinni,
2 börnum og tengdamóður alfara til
Manitoba í Canada. Til Hafnar fór
Dr. Valtýr Guðmundsson, Bogi Mel-
steð, Ásgeir kaupm. Ásgeirsson, séra
Magnús Magnússon o. fl. Með „Kong
Inge“ margir stúdentar o. fl.
„Hólar“ komu 31. f. m. og með
þeim talsvert af farþegum.
Húnaftar])ii]gift hefir setið á rök-
stólum hér síðan alþingi lauk. Því
var slitið í gær.
Nýtrúlofuft eru Gísli Sveinsson,
stúdent (frá Ásum), og ungfrú Guð-
laug O. Y. Guðlaugsdóttir, sýslum.
frá Kirkjubæjarklaustri; — Guðmund-
ur Ólafsson, stúdent (frá Arnarbæli),
og ungfrú Anna S. Guðjohnsen (Ein-
arsdóttir frá Yopnafirði).
Smávægis.
Yel svaraft. Piltur ofan úr Hér-
aði var í kaupstað á Seyðisfirði;
hann hitti þar fyrir kaupstaðardreng,
sem ætlaði að slá sig til riddara á
sveitastráknum og spyr hann því
heldur hreykinn:
„Hvar átt þú heima?“
„Ég er frá Breiðavaði."
„Breiðavaði? — Er það ekki næsti
bær við Helvíti?"
„Nei — Seyðisfjörður er á milli. “
(Eftir „Bjarka1').
S T A N D A R D-líftryggingarfél.
Aðalumboðsm. á íslandi
JÓN ÓLAFSSON, bóksali.
Auðugasta, áreiðanlegasta, viðskiftaþægasta
líftryggingar-félag, sem starfarhér á landi.
Ekkert áreiðanlegt félag gefur betri kjör.
1 þessu félagi hafa menn eins og Jón
Magnússon landritari, Halldór Jóns-
son bankagjaldkeri, Magn. Einarsson
dýralæknir, Júl. Jörgensen gestgjafir
Guðni Eyjóifsson póstassistent, o. fl.’o.
fl. trygt lif sitt
Áreiðanleglegir menn út um land,
sem vilja taka að sér UMBOÐ fyrir fél.,
geta sótt um það til aðalskrifstofunnar f
Reykjavík.
Á LAUFiÁSVEGl 4
fást eingöngu danskir rammalistar af beztu
sort, Spegilgler, Rúðugler, Yeggjamyndir.
Likkistumyndir.
Enn fremur smíðaðar M0bler, Speglar
og Líkkistur úr vönduðu efni, o. fl., o. fl.
€yv. /rnason
Nú! Nú! Nú!
Núbyrjarín. bl. siutt, en ákaflega-
spennandi saga.
Nú er timinn til að gerast nýr
áskrifandi að „Reykjavík". Hver
sem nú sendir Ben. S. Þórarinssynr
kaupmanni 1 kr. fyrirfram borgun
fyrir næsta ár, fær ókeypis blaðið til
Nýárs-. — Hver sem sendir borgun
fyrir 4 eintök, fær það fimta ókeypis.
Nú er tími til kominn fyrir þá,
sem enn hafa ekki borgað árgang-
inn, að senda borgunina til afgreiðslu-
manns (Ben. S. Þórarinssonar,
Laugav. 7).
Nú er gott að minnast þess, að
„Reykjavík" er réttorðasta og bezta
fréttablað landsins, kemur út að
minsta kosti 1 sinni á viku, ogkost-
ai 1 kr. árg., frítt send með hverri
póstferð.
NÚ er gott fyrir auglýsendur að
minnast þess, að „Reykjavík" er
ían^f-útbreiddasta blað landsins bæði
í bænum og út um land. Það er
arðsamara að auglýsa í henni einni
en öllnm liinum blöðunum til sam-
ans. Auglýsingar fyrir bæjarmenn
er þýðingarlaust að birta neinstaðar
nema í „Reykjavík".