Reykjavík - 17.09.1903, Page 3
3
in, ámóta búin, gekk viö hliðina á
litla vagninum, en í honum sátutvö
börn og litu veiklega út. Þær vóru
auðsjáanlega að koma heim úr einni
af þessum löngu dagferðum sínum,
©g hefðu J>ær ekki vilst eða neitt ó-
vænt seinkað ]>eirn, þá virtist óneit-
aniega nokkuð áliðið til að vera úti
með smá og lasburða börn.
Um leið og systumar fóru fram
bjá ljóskerinu á horninu á götunni,
gat Miss Loveday séð framan í þær.
Hún rnundi eftir lýsingu Gunnings,
og átti því ekki örðugt með að sjá,
að eldri og hærri konan var systir
Monica; og það varð hún að játa,
að hún hafði um langan aldur ekki
séð svo stórskoiið og ógeðslegt and-
lit. Yngri konan var aftur hinni að
öllu merkilega gagnstæð. Miss Love-
day gat auðvitað ekki séð hana nema
í svip; en það var nóg til þess, að
henni virtist þessi systir forkunnar-
fögur og raunaleg þó á svipinn. Asn-
inn staðnæmdist um stund á götuhorn-
inu, og heyrði Miss Loveday þá, að
annað barnið ávarpaði yngri konuna
og nefndi hana „systur Önnu“; bamið
spurði í bænarrómi, hvenær þau ættu
að fá nokkuð að borða.
„Nú undir eins,“ svaraði systir
Anna og tók barnið með vanið upp
úr vagninum og bar það í fanginu
niður götuna að dyrunum á húsinu
nr. 8, og var húsinu þegar lokið upp,
er þau vóru komin nær að dyrunum.
Hin systirin tók hitt barnið og bar
það líka heim í lnisið. Svo komu
systurnar aftur, tóku nokkra böggla
og körfur úr vagninum og báru heim
og teymdu svo asnann niður aðal-
strætið, að líkindum til einhvers hest-
húss, sem þær hafa fengið að hafa
hann í.
Meðan systurnnr vóru á horninu,
kom rnaður riðandi á reiðhjóli, sagði
eitthvað við systurnar um leið og
hann fór fram hjá, sté af hjólinu á
horninu og gekk með það niður göt-
una að húsinu nr. 7, lauk þar upp
dyrunum, ýtti reiðhjólinu inn með
sér og læsti svo á eftir sér.
Miss Loveday gekk að því vísu,
að þessi maður hlyti að vera John
MUrray, sem hún hefði heyrt minst
á. Hún gætti vel að honum, um
leið og hann fór þar hjá, og sá að
hann var maður dökkur yfirlitum og
eitthvað um fimtugt.
[Framh.j.
Kcgftjavíh otj (jrcnD.
Jiinbrotsjþóímiður. Aðfaranótt
Föstud. 11. þ. m. var brotin rúða í
glugga á norðurhlið sölubúðar G.
Zoéga kaupmanns, og hafði verið
farið inn um gatið inn á skrifstofu
hans. Búðin er mannlaus að nótt-
unni. Þar var púlt inni, og hafði
Þjófurinn skorið sundur lokið með
fiskihníf, unz læsingarjárnið var skorið
úr lokinu. Þar tók hann úr peninga-
kassa það sem í honum var, talsvert
á 7. hundrað króna.
Daginn etfir fréttist innan úr Laug-
um, að þar væri Færeyingur, Thom-
sen að nafni, fullur, og dreifði um
sig peningum eins og sandi, seðlum
og' guili. Fór þá Þorvaldur lögreglu-
þjónn að forvitnast urn manninn og
tók hann fastan. Hafði hann þá
enn á sér hátt á 5. hundrað krónur.
Maður þessi hafði verið rekinn af
skipi á ísafirði í vor (eða sumar) og
var þá tekinn fyrir háseta á eitt
fiskiskip Geirs,- er þar lá og þarfnað-
ist manns, og var svo á því í sum-
ar, og líkaði vel við hann. Hjá Geir
var hann í skuld kominn (um 45
kr.?) og gaf honum ávísun fyrir, er
síðar reyndist ónýt. Hann hafði ráðið
sér far til Noregs með skipi, er lá
inn við Klepp og var ferðbúið út.
Var hann á leið inn til skipsins, er
hann var tekinn. Talsvert hafði hann
keypt sér til ferðarinnar á Föstudagst
morguninn, en ekki mun lögreglan
hafa um það frétt fyrri en eftir að
maðurinn var handsamaður. Hann
hafði keypt ýmisl. í búð Ben. S.
Þórarinssonar (yfirfrakka, vindla, vín
o. fl.) alls upp á nær 30 kr., og í
Thomsens magasíni enn meira (al-
fatnað, stígvél o. fl. o. fl.), alls upp
á um 90 kr. Hann var hneptur í
hald, en þrætti fyrst; en á Mánudag-
inn meðgekk hann alt.
Ný triilofun: Björn Ólafsson
augnaiæknir og ungfr. Sigrnn Isleifs-
dóttir (prests Gíslasonar).
Bókmentir.
Nýprentað er: „Litli Barnavin-
urinn 1“ (sama hefti, sem kom út í
fyrra), 2. útg. óhreytt. — í prentun
er „Bergh: Ferðin á heimsenda.
Saga handa börnum. Moð myndum
eftir Aug. Berg. Jón Ólafsson ís-
lenzkaði'“ í stóru broti eins og
„Skíriiir,“ með inörgum myndum,
er fylla heila síðu hver. Þessi bók
kemur út í þ. m.
I.A. Brockliausinn frægi Leipzigar-
bóksali, gefur árlega út mikla bóka-
skrá yfir bækur, eldri og yngri, sem
eru enn til sölu, og tekur sú skrá
yfir bókmentir allra helztu þjóða í
heimi. íslenzkar bækur hafa þó
aldrei verið taldar þar fyrri. En nú
er í ráði að ísl. bækur verði teknar
með í skrá þá, sein út kemur við
nýárið.
Smávægis.
Lausavísur.
jFela — Stela.
Þetta kostar engin orð,
eg mun 'reyna’ að fela,
ef að þú á annað borð
áræðir að stela.
[Norðan úr Eyjafirði].
Himin óg jörð.
Hugsað get ég um himin og jörð,
en hvorugt smíðað —-
vantar líka efnið í ðað.
[G. Þorl. lærði af Konr. Gíslasyni, er liafði
mætnr á vísunni].
Olafur stúdent
[fór suður til vigslu og var á blám
frakka, er Jón Espólín hafði gefið lionum.
Samferða honum var séra Björn Halldórs-
son í Laufási. Fyrir sunnan fékk Olafur
svartan klæðnað, og kom svo búinn að
Hnausum. Þar stóð á hlaði Ámi nokkur
hagyrðingur, og sagði:]
Hann íór suður himinblár,
heim kom aftur svartur.
[Séra Björn botnaði:]
Þessi herrans húðarklár
á himnurn verður bjartur.
Porravísa.
[1823 eða ’24 var Þorri umhleypinga-
samur; 19 blotur hafði gert á lionum, en
þótti lítil veðurbót i. Séra 01. Indriðason
stóð á hlaði á Ketilsstöðum á Völlum, er
tílrætt varð um veðráttu Þorra; mælti
hann þetta af munni frarn.]
Þorri, þú varst leiður,
þóttist aldrei reiður,
til góðverkanna gleiður
gekst, en lézt þó vera
nokkuð gott að gera.
:,: Þú varst grey, grey, giæy
þú varst grey, en ætlaðir ei
að á því skyldi bera.
Við kyrlcju.
Til að heyra heimsku vott
hingað margur kemur,
situr hér við synda-þvott
sápu-lítill fremur.
[G.]
Lyga-skráin.
Kölski lá og las í skrá
lyga-syndir manna;
sagt er frá, hann fyndi þá
flestar ritstjóranna.
[G*]
Útflulningur á sméri segir Fjallk.
verði mnn meiri nú en í fyn-a. —
Nú (13. sept.) er hér í íshúsið: komið til geymslu
Frá Arnarbælisrjómabúi 48 kvartél.
— Yxnalækjar — 40 —
— Hjalla — 34 —
— Torfastaða — 68
— Birtingarholts — 78 -
— Áslækjar — 100 -
— Framness — 60 -
— Kálfár — 40 -
— Rauðalækjar — 162 -
— Bakkakots — 33 —
— Deildarár — 44 —
— Brautarholts — 21 -
= 728 kvartéí.
Úr Árness- og Bangárvallasýslum
er suður komin 630 kvartél. Varla
verður með sannindum sagt, að fé
því sé á glæ kastað, sem varið er
til samgöngubóta í þessum héruðum.
[ HvalveiSistöð segir Fjallk. sé ísmíð-
um á Suðurlandi. Á. G. Ásgeirsson
kaupmaður, einn af stjórnendum
hvalveíðafélags þess ins danska, sem
hefir bækistöðu sína á Uppsalaeyri
við ísafjarðardjúp, hefir lagt fölur á
land í svonefndri Straumsvík suður í
Hraunum, skamt fyrir utan Hafnar-
fjarðarkaupstað. Er í ráði, að setja
þar hvalveiðistöð á laggirnar.
„Reykjavík"
á að koma út á
funtuðögmn.
Þeir sem vilja ltoma
auglýsingum í liana,
eru ámintir um, að
næsta bl. kemur út
á Fimtudags-morgun.
Auglýsingar verðaþví
að koma inn á
Þriðjudag
— í allra síðasta lagi
á Miðvikudags-morgnn.
Munið eftír að
b o r g a
„REYKJAVÍK“;
þetta er litilræði; en þeir sem ekki
borga hana, geta ekki búist við að
sér verði send hún áfram.
Vanskil. Hver sem verður fyrir
vanskilum á blaðinu, er beðinn
að segja a f g r e i ð s I u man n i
(Ben. S. Þórarinssyni kaupm.)
frá því. Þá verður reynt að
bæta úr því.