Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 15.10.1903, Blaðsíða 3

Reykjavík - 15.10.1903, Blaðsíða 3
3 KanpiÖ svart silki! Áreiðenlega hatdgott. Biðjið usn sýnishorn af silkivörum yornm frá 90 aur. Og npp að 13 kr. pr. meter. _ Hreinustu fyrirtök eru nýustu silkiwðrur vorar í brúðarkjóla, veizlukjóla, og skemtigangukjóla, bæði mislitar og hvitar. Vér seljum til fslands málliliðalaust privatmönnum og sondum á gætar silkiyörur burðargjaldjsfrítt og tollfrítt heim á heimili manna. Schweizer & Co. Luzern (Schweiz) Silkivariiings-lítflytjendur. ? tf) 0 I I 4' heitir ný seglðóksteganð, sem búin er til í beztn seglðúkaverksmibju ^retlanðs. Þessi ágæti dúkur er mjög ódýr og fæst í verzluninni .EDINBÖRG' HAFNARSTRiETI 12. Mær í Iðgreglu-þjónustu. Sannar sögur eftir Miss Loveday Bbooke. III. Líknarsysturnar í Rcdhill. (Framh.). Það varð árangurslaust að Miss Loveday vakti fram á nótt. Hún sat í myrkrinu, og sat ]>annig, að eigi var auðið að sjá hana utan af strætinu. Hún hafði ekki augun af húsunum nr. 6 og 8 í PavedCourt; en hún varð einskis vör, ekki svo mikið að opnaðar væru dyr á hvor- ugu húsinu. Ljós sá hún að vóru borin til af og ti) í báðum húsunum frá lægsta gólfi til annars gólfs, og ýmist niður aftur. En kl. 9 til 10 bvarf ijósagangurinn og var þá siökt. Eftir það sá hún ekkert lifsmark í hvorugu húsinu. Allan þennan langa vökutíma var ein mynd, sem sífelt flögraði henni fyrir hugskotsaugum, rétt eins og hún væri Ijósmynduð á nethinnu augans. Það var myndin af yndis- fagra, sorgblíða andlitinu hennar sýstur Önnu. Hvernig á því stóð að þetta and- lit sveif henni þannig sífelt fyrir sjónum, var örðugt að segja. „Það er eins og á það andlit sé rituð sorgleg fortíð og sorgleg fram- tíð — alt eitt vonleysi," sagði hún við sjálfa sig. Það er Andromedu- andht1)! Það er eins og það seg- við menn: hér er ég bundin við stölpa, varnarlaus og vonlaus! “ Kyrkjuklukkurnar slógu 12 um miðnætti. Þá lagði Miss Lovedy á stað út á dimmu strætin og hélt út á hótelið utan við bæinn. í því hún gekk undir jarnbrautar- brúna og kom út á þjóðveginn hin- um megin, heyrði hún fótatak ekki all-fjarri sér. Þegar hún staðnæmd- ist, þá hætti hka fótatakið; og þegar hún hélt á fram, þá hélt það áfram líka. Hún var nú þess fullviss, að hér væri einnig njósnarmaður sam- ferða sér; en aldrei gat hún séð skuggan af þessum manni, sem lagði hana svona í einelti. Næsta morgun var hreinviðri og frost, en sárkalt. Lovedy var að grúska i korti sínu og skránni yfir hefðarbýlin í grendinni, meðan hún snæddi morgunverð sinn klukkan sjö. Síðan fór hún út og hé!t þjóð- veginn og gekk rösklega, því að kalt var. Hún þóttíst vita, að nú væri stræti og hús alt þoku hulið í Lund- unum; en hér var glaðasólskin og 1) Andromeda var dóttir Keseifa og Kassíópeu. Til að bjarga landinu undan sjóskrímsli og öðrum piágum, var hún ofurseld sjóskrímslinu eftir véfréttarráði; var hún bundin við stólpa niður við sjó. En þá kom Perseifur og syndi sjóskrímsl- inu Medúsu haus, svo að það varð að steini. Barg hann svo Andromedu og gekk að ciga liana. léku geislarnir um hrímstönglana á blaðlausum trjánum. Loveday stefndi burt frá bænum og hélt þjóðveginn, sem lá bugðótt yfir holtið" til þorpsins Northfield. En þótt hún væri snemma á ferð, var hún þó ekki ein á ferð. Þar var farið með sterka samokshesta, sem áttu að vinna um daginn í þófaramylnunum. Fram hjá henni þaut maður á reiðhjóli, og fór geist mjög, þegar þess er gætt að leiðin lá upp í móti. Hjólriddarinn starði fast á hana um leið og hann fór hjá, hægði svo ferðinni og sté af baki og beið eftir henni rétt á brekku-brún- inni. „Góðan daginn, Miss Broolce", sagði hann og tók ofan um leið og hún lrom. „Má ég tala við yður fá ein augnablik?" Inn ungi maður, sem ávarpaði hana þannig, leit. ekki út fyrir að vera „fínn“ maður. Það var snotur mað- ur, fjörlegur, á að gezka tvo um tví- tugt, og búinn venjulegum hjólreið- fötum. Hann hafði ýtt húfunni aft- ur í hnákkann, var með bjart hár hrokkið, ekki ósvipaður uugum manni í riddaraliðinu, sem er í þann veginn að veita óvinum árás. Hann kom svomeð reiðhjól sitt að gangstéttinni. „Nú, þér standið betur að vígi en ég,“ saði Miss Loveday, „því að ég hefi ekki hugmynd um, liver þér eruð.“ „Nei,“ svaraði hann; „þó að ég þekki yður, er óhugsandi að þér þekkið mig. Ég er norðan úr landi. Fyrir eitt.hvað mánuði var ég við staddur, er prófið var haldið yfir hon- um Craven gamla frá Troytes-hóli - ég va.r fregnriti þar fyrir eitt af biöð- unurn þar í grendinni. Ég tók svo nákvæmlega eftir yður, þegar þér vór- uð að bera vitni, að ég gæti þekt yður aftur innan um þúsundir af fólki. “ „Og þér heitið — ?“ „George 'VYliite frá Grenfell. Faðir minti er meðeigandi eins dagblaðs- ins í Newcastle. Sjálfur fæst ég dá- lítið við ritstörf, ski ifa stundum rit- stjórnargreinir eða tíni saman fréttir fyrir þetta blað.“ Um leið og hann sagði þet.ta, leit hann hann á vasa sinn, og stóð upp úr honum bindi af kvæðum Tenny- sons. Það var ekkert, sem svars þurfti með, í þessu, sem hann hafði sagt, svo að Miss Loveday sagði að eins: „Svo er það!“ Inn ungi maður veik nú aftur að því efni, sem honum bjó auðsjá- anlega í huga. „Ég hefi sérstaka á- stæðu til að gleðjast af því -að hafa hitt yður í dag, “ sagði hann og gekk samsíða henni og lét hjólið renna með sér. „Ég er í miklum vanda stadd- ur, og það er nú min trú, að þér einar,og enginn annar í víðri veröld getið hjálpað mér út úr honum.“ „Mjög efast ég um það, að ég sé fær um að hjálpa nokkrum manni úr vanda,“ svaraði hún; „eftir minni reynslu eru vandkvæði vor óað- skiljanleg frá sjálfum oss eins og bjórinn frá skrokknum.“ „Nei, því er ekki svo farið með mín vandkvæði," svaraði White ákaf- ur. Hann staðnæmdist dálitla stundl og tjáði henni með mikilli orðalengingu frá því, í hverju þessi sín vandræði væru fólgin. Þetta síðasta ár hafði hann verið trúlofaður ungri stúlku, sem verið hafði barnfóstra á st.óru heimili í grend við Redhill þangað til rétt nýlega. „Yiljið þér gera svo vel að segja mér nafnið á heimilinu?" tök Miss Loveday fram í. „Já, gjarnan; það heitir Wooton Hall, og unnusta mín heitir Annie Lee. Það má hver vita, sem vill.“ Hann kastaði kolli um leið eins og hann vildi að allur heimurinn skyldi heyra það. „Móðir Annie dó, meðan Annie- var í barnæsku, og við hugsuðum bæði, að faðir hennar væri dauður líka; en svo fyrir eitthvað hcilfum mánuði fengum við vitneskju um, að hann væri á lífi og sæti í betrunar- húsinu í Portland fyrir glæp, senr hann hafði drýgt fyrir mörgum árum.“ „Vitið þér, hvernig Annie komst að þessu ?“ „Nei; alt, sem ég veit,, er. að ég fékk alt í einu bréf frá henni; þar sagði hún mér frá þessu og sagðí mér upp jafnframt. Ég reif bréfið í þúsund snepla og skrifaði henni aftur, að ég vildi að alt stæði við það sama milli okkar, og ég væri fús að ganga að eiga hana, þó það væri næsta dag, ef hún að eins vildi hafa mig. Þessu bréfi svaraði hún. ekki; en í þess stað fékk ég bréf frá. frú Copeland, frúnni í Wooton Hall, og- skýrði hún mérfrá, að Annie væri farin úr vistinni frá sér og hefði gengið í flokk með einhverjum líknarsystrum,. og kvaðst frúinn hafa heitið henni því að segja engum frá nafni né heim- ili þessa systrafélags." „Og þér haldið nú líklega, að ég geti gert það sem frú Copeland heflr heitið að gera ekki?“ „Já, einmitt það, Miss Brooke!“ svaraði ungi maðurinn liiminglaður. „Það er alveg ótrúlegt, hverju þér getið til leiðar komið; það vita allir. Þegar eitthvað þarf að uppgötva, þá litur nærri því svo út sem ekki þurfi annars, en að þér komið á staðinn og skoðið yður um; þá verður alt deginum Ijósara." „Ekki get ég nú sjálf eignað mér slíka frábæra hæfileika. En í þessu tilfelli vill svo til, að ekki þarf neinn sérlegan dugnað til að komast að því, sem yður er hugur á að vita, því að ég held ég hafi þegar komist á snoðir um það, hvað af Annie Lie er orðið.“ „Hvað segið þér, Miss Brooke?“ „Auðvitað get ég ekki alveg full- yrt það enn þá, en þér getið nú sjálfur fengið færi á að skera úrþví, og það á þann hátt, að þér gerið mór stóran greiða um leið.“ „Gleðja skyldi mig það mjög, ef ég gæti gert yður nokkurn minsta greiða!“ sagði White himinglaður. „Þakka yður fyrir. Ég skal segja yður, hvernig á stendur. Ég er hing- að komin eingöngu til þess að halda njósnum fyrir um nokkrar líknar

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.