Reykjavík

Issue

Reykjavík - 30.10.1903, Page 2

Reykjavík - 30.10.1903, Page 2
2 Ástandið í Makedóníu. Svo mikið berst nú i blöðurn vor- um um uppreistina í Makedóníu og grimdaratferli Tyrkja bar, að lesend- um blaðanna, sem fæstir munu vita ciasvleg deili á, hvernig á þessum ó- sköpum stendur og hvernig l>ar hag- ar til, má vera forvitni á að fá nokkra vitneskju um ástandið. Þá verður l>eim og skiijanlegra, hversu því vík- ur við, að aðrar þjóðir hika við að skerast í leikinn; því að vita má, að ekki er það mannvonzkan eineða a-æfilsskapur einvörðungu, er heldur ölium öðrum þjóðum frá að skakka leikinn. Hitt á þar sinn hlut í, að vandhæfi mun á, að skerast þar svo í leik, að ekki verði siðari villan argari inni fyrri, eða jafn-örg að minsta kosti. Public Opinion (í New York — f'lclci enska blaðið samnefnda) segir um þetta mál á þessa leið: Hvers þjóðemis er fólkið í Make- doníu ? Land þetta byggja að minsta kosti 4 eða 5 þjóðir, hver annari al- gerlega ólíkar, og hata allar hver aðra. Hver sá þjóðflokkur þar, er yfirhönd fengi yflr hinum, mætti bú- s$t við sífeldum ófrfði af hendi hinna, því að allir hínir þjóðflokkarnir mundu irísa upp á móti honum. Þetta er það sem erflðast gerir að ráða frið- samlega fram úr vandræðunum í Makedöníu. Bolgarar þykjast vera þar fremstir, segjast vera fjölmenn- ari en öll önnur þjóðerni þarílandi; »n þessu neíta Gríkkir, og virðast Þera góð rök fyrir sig. Mesnager fTAthens hefir nýlega birt nokkrar skýrslur, er skýra þetta mál. Salonica lieitir helzta héraðið í Makedóníu, eg skýrir blaðið frá, að Tyrkir hafi þar 917 skóla með 36,843 börnum, Grikkir 412 skóla með 34,044 börn- wn, Bolgarar 294 skóla með 16,647 liöroum, Gyðingar 67 skóla með 7,584 bömum, rómkaþólskir menn 12 skóla með 693 bömum, og Rúmen ar og Serbar 13 og 17 skóla með 606 ®g 798 börnum. Barnafjóldirm þessi í skólunum má heita að standi í Ixnífréttu hlutfalli við mannfjölda þjóð- fiokkanna, og er auðsætt af því, að því fer fjarri, að Bolgarar sé þar öll- um öðrum þjóðfiokkum fjölmennari, þar sem Bolgara-börn eru að eins sjóundi hluti allra skólabarnanna. Á óöld þeirri, sem nú geisar yflr Makedóníu, er mikils um vert um af- stöðu Grikkja; því að sú þjóð er að verða æ fastráðnari í því, að reyna að komast friðsamlega af við Tyrki og bindast, samtökum við þá til að sporna við uppgangi slafnesku þjóðanna. Yrði nú Makedóníu veitt sjálfstjórn «g Bolgarar látnir hafa yfirhöndina, Þá mundu Grikkir og Rúmenar þegar vekja ina grimmustu uppreisn í land- inu. Vilja þeir af illu til helduruna við yfirráð Tyrkja, ef nokkur bót yrði 3-áðin á fjármálastjórninni, svo að endir yrði á ger misferlum þeim, sem á fjármála-meðferðinni er, en þau misferli eru undirrótin að öllu því böli, er Makedónar hafa átt við að stríða. Af þessum ástæðum er talið víst, að stórveldin muni hugsa sig vel um áður en þau trúi Bolgur- um fyrir stjórn landsins, enda eru þeir þar ekki í meiri hluta, eru engu betur fræddir né siðaðir en Tyrkir og varla ógrimmari eða mannúðlegri. Uppreisnin nú í Makedóníu er hafin af Bolgurum einum. Grikkir þar í landi sneiða sig alveg hjá henni. Uppreisnarmenn gefa út blað, sem er málgagn þeirra og heitir Antono- mie (o: „Sjálfstjórn“). í því setja þeir fram þessar kröfur: 1) Landinu verði skift í 4 fylki: Albaníu, Makedóníu, Forn-Serbíu og Þrakíu; þau skulu hafa sjálfstjórn að því er til umboðssjórnar kemur, en lúta yfirráðum soldáns. 2) Stórveldin sex skulu skipa nefnd Norðurálfumanna, er halda skal friði í fylkjunum næstu 3 ár. 3) Hverju fyiki stýri landstjóri, er soldán nefnir til 5 ára með samþykki stórveldanna. 4) Nefnd Norðurálfumanna skal með aðstoð þjóðkjörinna innlendra fulltrúa koma skipulagi á stjórnar- fyrirkomulagið. 5) Þessi nefnd hafi á hendi sjálf- stjórn fylkjanna þangað til ið fyrir- hugaða sjálfstjórnarfyrirkomulag er á komið. 6) Stórveldin haldi í landinu her- liði, 45000 manna, meðan stendur á störfum nefndarinnar; eftir það sé liðinu fækkað um helming, og sá helmingur, sem eftir verður, sé lög- reglulið undir stjórn nefndarmanna. Stj órnartíðindi. Stjórnarskrárfrv. síðasta alþing- ís var staðfest 3. þ. m. af konungi. S. d. kom út konungsúrskurftur um, að afnema skuli úr ríkismerkinu danska flatta þorskinn, er þar hefir til þessa jartegnað ísland, en í þess stað skuli taka upp í ríkismerkið lnvitan vál á hlám grunni sem merki íslands. Ekki mun þetta hafa gert verið eftir tillögum landshöfðingja, heldur hafði Alberti ráðgjafi vor tekið það upp hjá sjálfum sér. Þótt þetta sé ekki mikilvægt atriði í sjálfu sér, þá sýnir það þó velvikl og hlýtt þel í íslands garð. Staftfost liig af konungi 3. þ. m.: 7. Lög um breyting á stjórnar- skrá um in sérstaklegu málefni íslands 5. Jan. 1874. 8. Lög um aðra skipun á æðstu umboðsstjórn íslands. 9. Lög um kosningar til alþingis. 10. Lög um viðauka við lög 8. Nóv. 1895 um hagíræðisskýrslur. 11. Lög um hafnsöguskyldu í ísa- fjarðarkaupstað. 12. Lög um eftirlit með þilskipum, sem notuð eru til fiskiveiða eða vöruflutninga. Landshornanna tnilU. Heyhlafta brann nýlega á Svarf- hóli í Stafholtstungum og mælt þar hafi farist um 1000 hestar, en um 4 kýrfóðrum bjargað. Bóndinn þar, Björn, átti. Góftur afli hefir verið að jafnaði í Garðinum í haust og er enn. Kváðu vera komnir þar 400 hlutir af þorski. Nýdáin er ekkjan Ingibjörg Ólafs- dóttir á Laugarbökkum í Ölfusi. Hún var komin nm 70 og var ekkja eftir Magnús heitinn Ólafsson, sem bjó á Laugarbökkum í fjöldamörg ár og and- aðist í fyrra sumar. (,,Fjallk.“) IRc^híavík oð Qt*ent>. Skipaferftir. „Kong Inge“ kom hingað á Sunnudagsmorguninn og með honum: Tr. Gunnarsson banka- stjóri, Þorvaldur Pálsson cand. med. & chir., ljósmyndari Pétur Brynjólfs- son. „Kong Inge“ fór á Þriðjud. til Vesturlands og með honum kaupm. L. A. Snorrason til ísafjarðar; skipið kemur þaðan aftur ogferhéðan til útl. 10. —12. n:m. — „Laura“ fór héðan á Laugard.kvöld og með henni: Hannes Hafstein bæjarf. til Hafnar; til Ameríku: Eiín Sigurðardóttir og Kristján bróðir hennar stud. med. & chir. og nokkrir fleiri, þar á meðal tveir strokumenn: Jósafat ættfræð- ingur og Asm. Ásmundsson stýri- maður og skipasmiður frá konu og börnum allslausum, en hafði sjálfur ha.ft góða atvinnu. Víxilfölsuil. Ungúr og efnilegur stýrimaður, Ólafur Ólafsson hér úr Rvík, seldi í þessari viku bankanum víxil, en nöfn tveggja ábekinga á honum vóru fölsuð. Hann ætlaðiað fara að kvongast í næstu viku. — Hann var tekinn fastur næsta dag og er nú í haldi; hafði eytt 80 kr. af peningunum (er vóru 200 kr.). Leiktelag lteykjavíkur byrjar að leika um næstu helgi. Það fyrsta, sem leikið verður, eru Hermanna- gletturnar, eftir J. 0. Hostrup, og Apinn, eftir frú J. L. Heiberg. Félagið heflr nú þegar ákveðið, að leika þessi þrjú leikrit í vetur: Lavender, eftir Arthur W. Pinero, Þrotahúiö, eftir Björnson, og Amháttina, eftir Fulda. Strokinn! Jósafat ættfræðingur strýkur til Ameríku eftir ófögur fjárglæfrabrögð. Þeir sem veitt höfðu eftirtekt Jósafat þessum og öllu framferði hans, uiðu forviða í vor, er land- stjórnin hafði fengið konung til að setja Jósafat inn á fjárlaga-frumvarp- ið með föstum árslaunum. Aðgætn- ir menn höfðu veitt eftirtekt ýmsu i fari hans, er til þess benti, að> hann mundi ekki „fljóta" til lang'- frama, heldur síga niður í botn- leðjuna aftur, þar sem hann svo sýni- lega átti heima. Hann keypti hér hálft hús (sá helmingur líkl. seljandi í hæsta lagi á 5000 kr.); hann fékk af því til- efni 9 menn til að ganga í ábyrgð> fyiir sig við landsbankann, og hvíkt nú 7000 kr. á þessari eign I Hann hafði lengi legið á því lúa- sagi, að fá menn til að ábekja fyr- ir sig vixla, og varð einatt að „mót- mæla“ þeim, því að ekki borgaði Jósafat. í sumar heyrðum vér, að á vikutíma hefði bankinn orðið að láta mótmæla tveim víxlum á hann, og prívatmaður einum víxli sömu vik- una. Veðsett hafði liann 1000 kr. virði af frímerkjum manni hér upp í skuld_ En á Laugardaginn kom hann tií mannsins og vildi fá frímerkin stutta. stund, kvaðst hafa kaupanda, mann austan úr Flóa, er ætlaði að borga. þau út. Veðhafi sagði honum, að- koma með manninn og peningana kl. 4 — 5 til sín og fá frímerkin. Á til teknum tíma kom Jósafat, en kvað- manninn ekki hafa tíma til að koma j vildi enn fá frímerkin og kvaðst skyldu koma aftur með peningana um kvöldið. Hann fékk þau þó ekki.. En kl. 5—6 fór hann um borð i „Laura“ og með henni áleiðis til Ameríku. Bækur átti hann talsverðar og hafði veðsett þær, en seldi síðan það er hann gat af þeim. Kaupmönnum tveim hér hafði hann svikið út úr lán til rnuna. Skósmiður einn hér stendur í 600 kr. ábyrgð fyrir hann„ fátækur maður er tapar því öllu.. Hjá bókbindara hér skuldaði hann rífar 80 kr. fyrir bókband oghjáein- um bóksala 60 kr. eða vel það, mál- ara 60 kr. o. s. frv. En hve mörgum öðrum hann hefir skuldað, er oss ókunnugt um. En fróðlegt væri að fá að vita það, því að það er rétt að svona pejar fái vegabróf með í blöðunum vestur um hafið, svo að landar vorir vestra sjái,. hvaða gemsa þeir fá þar í hópinn^ og vari sig á þeim. Bankar í Bandaríkjunum. 14. Marz 1900 komu út í Banda- ríkjunum lög, er heimiluðu að stoína þjóðbanka með $25,000 höfuðstól mínst. Síðan hafa þar stofnaðir ver- ið 1677 þjóðbankar; af þeim vóru 36 stofnaðir í Ágúst síðastliðnuirn Alls vóru 31. Ágúst þ. á. í Banda- rikjunum 5070 þjóðbankar með hlutafé samtals $759,277,094. („PubL Opin.“, N. Y.).

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.