Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 19.11.1903, Blaðsíða 1

Reykjavík - 19.11.1903, Blaðsíða 1
Útgefandi: hlutafélagib „Retkjavík1* Ábyrgðarmaður: Jón Ólafsson. Gjaldkeri og afgreiðslumaður: Ben. S. Þórarinsson. IRepkíavtk. Árg. (60 tbl. minst) kostar með burðar- ejii 1 kr. (erlendis 1 kr. 50 au. — 2 sh. — 60 cts). Afgreiðsla: Laugavegi 7. FRÉTTABLÁÐ — VERZLUSARBLAÐ — SKEMTIBLAÐ — AUGLÝSINGABLAÐ. IV. árgangur, Fimtudaginn 19. Nóvember 1903. 54. tölublað. BflF* ALT FÆST 1 THOMSENS MAGASiNI. 0|na og elðavélar selur KRISTJÁN ÞORGRlMSSON. I PO-QtpÍnar ísh nfnar °s LLDA\ ELAK frá Bornholm ávalt til sölu hjá Jul> LP^ðlClliai og umai Schau. Sömuleiðis eldfastur ioir, og Cemeut í smásölu. Godthaab Y erzlunin g r—i P Th CD |&sssseb: Verzlunin GODTHAAB er ávalt birg af flestum nauðsynjavörum, flest öllu til húsbygginga, báta- og Jilskipaút- gerðar, sem selst með venjulega lágu verði. Yandaðar vörur. Lágt verð. Ijvergi betra að verzla en i Q o c-e CÚ P P cr -P cd cd o CD i-i N >—‘ C P uiunjzie/^ quuqqpor) Hvar á að kaupa öl og vín? En í Thomsens magasín; . A LAUFIÁSVEGl 4 fást, cingöngu danskir rammalistar af beztu sort, jSpegilgler, Rúðugler, Veggjamyndir Líkkistumyndir. Ehn /remur smíðaðar Móbler, Speglar og Líkkistur úr vönduðu efni, o. fl., o. fl / íyv. ^rnason Snæbjörn Þorvaldsson Aðalstr. 6, tekur að sér Skriístofustorf; einnig að kenna á örstuttum tíitía að lesa og tala dðnsku og cnsku, alt fyrir sanngjarna borgun. Deir sem á þessum vetri ætla að smíða hurðir og glugga úr þurru og haganlegu efni ættu að kaupa það hjá jóni Þórðarsyni kaupm., sem þar að auki selur það mjög ódýrt. N ý p r c n t að: pkasafn aiþýðn 1903: lelcka Ervast: Framtíðar trúarbrögð. J. M. Bjarnason: Eirikur Hansson III. Fæst hjá ]—55. Arinbj. Sveinbjamarsyni. Ritstj. ,Fjallkonunnar‘ Og Landakotsspítalinn. Það er nokkur tími síðan að rit- sijóri „Fjallkonunnar" byrjaði á því í blaði sínu að amast við líknarstofn- uninni í Landakoti. Þar eð' hann virtist þá vera ókunnugur því sem hann skrifaði um og hóltfram, gerði ég nokkrar athugasemdir við fyrsta greinarstúf hans, til upplýsingar þessu spítalamáli. Síðan hefi ég við og við svarað ónotum hans, en alt af virðist ofstæki hans fara vaxandi. Hann veit nú orðið mikið vel, að það er aðgengilegra fyrir fátæklinga að liggjá á spítalanum í Landakoti, hvað kostnað yfir höfuð og húsnæði viðvíkur, heldur en það var á sj úkra- húsi Reykjavíkur, og eins aðgengi- legt eins og gerist á öðrum spítöl- um á landinu, bæði hvað kostnað fyrir ina fátæku og hjúkrun snertir, og þó heldur hann áfram að endur- taka það, að meginþorri manna geti ekki notið spítalavistar á St. Jósefs spítala sakir fátæktar. (Náttúrlega sakir þess að spítalinn í Landakoti só kaþólskur!!! eins og þá Jíklega svo margar fasteignir hér á landi, er ekki hefir verið getið um að skift hafi um trú!!!) „Ritstjórinn" veit, að spítalinn er innlendur, þó hann ekki vilji kann- ast við þ>5d. Hann gætir ekki að því að hér eru fleiri félög — og hann mun sjálfur vera meðlimur í einu þeirra — sem likt stendur á með og systurnar í Landakoti, að þau (félög- in) hafa samband að einhverju leyti við félagssystkin sín í útlöndum. — Og dettur ritstjóranum þó víst ekki í hug ab kalla húseignir Goodtempl- ara hér útlendar. Það er ekki tilgangur minn í þetta sinn að fara að eltast við útúrsnún- inga „ritstjórans" eða fárast yfir þótt sálusoigaranum hætti til að halla réttu máli í grein sinni 3. þ. m. í „Fjallkonunni" viðkomandi spítala- málinu. Og heldur ekki ætla ég að svara, fyr en þá eftir lenyri tíma, þó hann ryðji úr sinni ofstækisskjóðu einhverju sælgæti(!) viðkomandi greindu máli í næstu númerum blaðsins. Ég vil einungis að 'þessu sinni, með fám orðum sýna fram á að maðurinn er fullur af ofstæki, en fremur snauður af ættjarðarást og kærleika til fátæklinganna, þó hann geti hræsnað fyrir einfeldningunum. Ritstjórinn mun naumast fá marga til að trúa því, að það sé af ættjarðarást sem hann er að reyna til að spilla fyrir hjúkrunarstarfi. líknarsystranna, sem hafa tekið sér bólfestu hér og óska að framkvæma hér lífsstarf sitt, sem er að vinna sem mest fyrir veika og fátæka. Því þótt hann tönnlist stöðugt á, að þær eða spitali þeiira sigli undir fölsku fiaggi(!), sé gróðafyrirtæki(!), trúboðs- stofnun(!) o. s. frv., þá er það ekki mjög sannfærandi. í Danmörku, þar sem systumar hafa nú unnið hartnær i 50 ár, hugsa menn öðruvísi en þessi rit- stjóri og sálusorgari. Bærinn Randers gaf systrunum stóra og dýra !óð undir spítala. Og í bænum Esbjerg, þar sem St. Josefs systurnar eru nú að byggja spítaia, var í hyrningarsteininn nýlega lagt skjal, sem byrjar á þessa leið: „Þar eð spítalamálið (Hospitals- væsenet) sókum ins mikla vaxtar Esbjergs-bæjar hefir ekki getað fylgt tímanum, og þar eð bæjarstjórnin, sem stendur, ekki þorir að taka upp á sig útgjöldin við að byggja spítala, snéri bæjarfulltrúinn, læknir Th. Brinck, sér í Nóv. 1902 til aðalfor- stöðukonu St. Jósefs systranna í Danmörku með beiðni um, að St. Jósefs-reglan vildi byggja spítala hér, sem gæti tekið á móti sjúklingum úr bænum og grendinni. Nefnd manna safnaði saman 10 þús. krónum, sem vóru gefnar St. Jósefs systrunum." Þannig breyta danskir föðurlands- vinir, sem ekki eru ofstækisfnllir. — Og alveg Oiis breyta sannir föður- landsvinir liér, eða hver vill efast um þeirra manna ættjarðarást, er létu setja þessa yfirskrift á bókhlöðu latínuskólans: „Hoc ædificium Bibliothecae con- servandae Cbarles Kelsall Anglus Scholae Islaudicae donavit. Laus benefacti saxo perennior." (o: Þessa bókhlöðu hefir Englend- ingurinn Chailes Kelsall gefið skóÞ anum á íslandi. Velgjörðarinnar lof lifir lengur en steinninn). En hvernig er svo kærleika þessa ritstjóra og sálusorgara til fátækling- anna farið ? Reikninga-eyðublöð, eru 6dJírust 1 Preat aniiáju Roykjavíkur ÚRSmíaA-VlllSMUSTOFA. Yönduð ÚR og KLUKKUR Bankastbæti 12. Helgi Kannesson.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.