Reykjavík

Útgáva

Reykjavík - 19.11.1903, Síða 3

Reykjavík - 19.11.1903, Síða 3
3 Kaupið Schweizer-silki! Áreiðanlega haldgatt. Biðjið um sýnishorn af inum nýju vörum vorum í svörtum, hvítum eða mislitum gerðum frá 90 aur og upp að 13 kr. pr. meter _ _ Hreiuustu fyrirtök eru silkitegundir worar í veizlukjóla hrúðar- kjóla, ballkjóla, skemtigöngukjóla, í treyjur, fóður o. s i'rv. Yér seljum til íslands milliliðalaust prívatmönnnm og sendum á- gætar silkivörur Burðargjaldsfrítt og tollfrtt heim á heimili manna. Schweizer & Co. Luzern (Schweiz) inn og segja þó ekki orð við hana — ekki svo mikið sem gefa henni neina bendingu." „Fór hún út með asna-kerrunni í dag?“ „Nei, hún iét börnin upp í vagn- inn og vafði ábreiðu utan um þau, og svo fór hún inn aftur í húsið. En tvær systur óku út með börnin, og þær vóru eins ljótar eins og erfða- syndin. Ég sá til þeirra úr gluggan- um þangað til þær vóru komnar góð- a-n spöl frá götuborninu; svo þaut. ég niður stigann, stökk á reiðhjólið mitt og hélt á eftir þeim. Mér tókst að hafa auga á þeim meir en hálfa aðra klukkustund." „Hvert fóru þær í dag?“ „Til YVooton Hall. “ „Já, einmitt eins og ég bjóst við.“ „Eins og þér lijuggust við?“ tók White upp eftír henni. „Já, það er satt, ég mundi ekki eftir, að þér vitið ekkert um þann grun, sem hvílir á þessum systrum, og skiljið því ekki þær ástæður, sem ég heíi til að ætla, að Wooton Hall muni hafa sérstakt aðdráttaraíl fyrir þær um þetta leyti árs.“ White starði á hana. „Miss Brooke,“ sagði hann svo í alt öðrum tón, „hvaða grun sem þér annars haflð á líknarsystrunum, þá þori ég að ábyrg- jast yður, að Annie mín heflr engan þátt átt í neinu misjöfnu, sem þær kunna að hafa aðhafst." „Það er alveg rótt; það er iang- liklegast, að Annie yðar hafi á einn eða annari hátt verið lokkuð til að ganga þessum systrum á hönd, að þær hafi svo að segja veitt hana, al- veg eins og þær hufa veitt blessuð börnin.“ „Já, svo er það; svo hlýtur það að vera!“ sagði hann; „það er ein- mitt það sem mér flaug í hug, þeg- ar þór mintust á þær við mig uppi á brekkunni í morgun.“ „Yar þeim nokkuð geflð af nokkru tæi í Wooton Hall?“ tók Miss Brooke fram í. „Já, önnur gamla kerlingar-herfan varð eftír hjá kerrunni fyrir utan dyra- varðar-hei bergið meðan hin gekk inn í húsið. Henni dvaldist þar inni á að ætla eina fjórð eða svo, og þegar hún kom út aftur, fylgdi henni þerna með böggul og körfu.“ „Þó það væri nú! En ég efa ekki, að þær systurnar hafa haft þaðan með sér annað meira vert en gömul föt og matleifar." White virti hana fyrir sér mjög nákvæmlega. „Miss Brooke/ sagði hann svo eftir litla stund, og svaraði þá röddin al- veg til svipsins, „hver haldið þér að verið hafi sanni tilgangur þessara kvenna með þessari heimsókn þeirra á Wooton Hall í morgun?“ „Hr. White, ef ég vildi hjálpa þjófa- félagi til að fremja innbrot í Wooton Hall í nótt, haldið þér þá ekki að mér mundi mjög umhugað um að láta þá vita, að húsbóndinn þar sé ekki heima; að nýlega hafi tveir þjónar verið reknir þaðan úr vist og engir nýir enn fengnir í þeirra stað; að hundarnir séu aldrei látnir vera lausir á nóttunni og að hundabyrgin sé ekki þeim megin við húsið þar sem her- bergið er, sem borðbúnaðurinn er geymdur? Að öllu þessu hefi ég komist hér, án þess að standa upp úr stólnum, sem ég sit í, og ég er nokkurneginn viss um, að þetta er rétc hermt. En væri innbrotsþjófnað- ur atvinna mín, þá léti ég mér ekki nægja skýrslur, sem ég væri noktcurn- eginn viss um, að sannar væru, held- ur mundi ég reyna að verða alreg áreiðanlega viss um, hvað satt væri, og því mundi ég senda hjálparlið mitt á sjálfan vettvangsstaðinn til njósna. Skiljið þér mig nú?“ Whitekrosslagði hendurnar á bijóst- inu og horfði á hana. „Hvað ætlið þér aðgera?" spurði hann stuttaralega. og snúðugt. „Miss Loveday Brooke horfði njósn- araugum á hann. „Senda lögregl- unni skeyti undireins,“ svaraðihún; „og ég skal kunna yður mikia þökk fyrir, ef þér viljið flytja bréf fyrir mig undir eins til Gunnings umsjón- armanns i Reigate.11 „Og hvað verður þá um Annie?“ „Ég held ekki þer þurfið að vera hræddur um hana. Ég hefi engan efa á því, að þegar það verður rann- sakað, hvernig hún komst í tæri við þessar hknarsystur, þá verður það sannað, að hún hefir verið lokkuð og tæld, alveg eins og John Murray, sem var svo óforsjáll að leigja þessum kvensviftum húsið sitt. Munið eftir því, að Annie hefir vitnisburð Mrs. Copelands um ráðvendni sína.“ White þagði litla hríð. „Hvers konar bréf á þetta að vera, sem þér viljið láta míg færa umsjón- armanninum?* spurði hann svo. Ef yður er nokkur forvitni á, þá megið þér gjarnan lesa það meðan ég skrifa það,“ svaraði Miss l.oveday. Svo tók hún spjaldbréf úr rit-veski sínu og skrifaði með bleki þessi orð á það: „Það er hætt við að reynt verði að brjótast inn í Wooton Hall í nótt — verið við því búnir. L. B.“ White las úr pennanum, meðan hún var að skrifa, og kom undarieg- ur svipur á hans fríða andlit. „Jæja,“ sagði hann stuttur i spuna eins og áður; „bréfinu skal ég koma til skila fyrir yður; því heit égyður t við drengskap minn; en ég tek ekk- ert svar aftur til yðar. Ég vil ekki njósna fyrir yðnr lengur; það er 1 starfi, sem ekki á við mig. Það eru i til drengilegir vegir t.il að ná drengi- ] legu takmarki — slíkavegi, og enga aðra, vil ég nota til að ná Annie minni út úr þessu ræningjabæli." Hún hafði nú lagt bréfið í umslag, : innsiglað það og ritað utan á. Hann tók það og fór með það. Miss Loveday horfði á eftir honum út um gluggann og sá hannstökkva á bak reiðhjólinu. En var það í myndun ein, eða sá hún það rétt, að hann og maðurinn við limgerðið gerðu hvor öðrum bendingu um leið og White reið á braut. Það leit svo út sem hún ætlaði að létta manninum við gerðið njósn- arstarfið. Skammdegisdagurinn var nú að þrotum kominn; það var orð- ið svo skuggsýnt í herbergi hennar, að örðugt hlaut að vera orðið að sjá þangað inn að utan. Hún kveikti þá á ljósahjálminum, sem hékk nið- ur úr loftinu, lét birtuskýlurnar og gluggatjöldin vera dregin frá glugg- anum sem áður, settist svo aftur við borðið úti við gluggann, tók fram ritföngin og fór að skrifa skýrslu til yfirboðara síns, hr. Dyer í Lynch Court. Eitthvað hálfri stundu síðar varð henni litið út um gluggann yfir göt- una; varð hún þá þess vör, að mað- urinn, sem verið hafði að klippa lím- gerðið, var horfinn, en aftur sátu tveir ófélegir flækingar bak við gerð ið og vóru að éta smurt brauð. — Hinn maðurinn hafði sáriítið gert við gerðið um dagínn. Það var auðsætt á öllu, að tilgangurinn var að missa ekki sjónar af henni meðan hún væri í Redhill. Á meðan hafði White skilað bréf- inu til Gunnings umsjónarmanns í Reigate og riðið svo burt aflur það- an á hjóli sínu. Gunning las nú bréfið og lét sér hvergi bregða; gekk síðan að arnin- um og hélt bréfinu svo fast að eld- inum sem framast var auðið aðgera án þess að svíða það eða brenna. „Ég fékk símskeyti frá henni í morgun “, sagði hann við aðstoðar- matin sinn; „hún sagði mér þar að reiða mig að eins á efnafræði og kol í dag, og það þýddi auðvitað, að hún ætlaði að skrifa mér með ó- sýnilegu bleki. Þetta, sem hún skrif- ar urn Wooton Hall, hefir því auð- vitað ekkert að þýða —“ „Hvað er nú þetta?“ sagði hann svo alt í einu. Hann hafði tekið bréfið frá eidinum aftur, og nú var ósýnilega biekið orðið sýnilegt við hitann. Nú stóð skýrt og greini- lega á blaðinu, milla hinna línanna og fyrir ofan þær eg neðan, sú orð- sending, sem matk skyldi á taka. Hún var svona: „í nótt verður brotist inn í North Cape — harðsnúnir bófar — búist þA' við harðri baráttu. Um fram alt, gætið rafmagnsvélanna! Fyrir alla muni, gerið enga tilraun til að koma orðum til min; um mig er svo vand- lega setið, að hver slík tilraun frá yðar hálfu getur spilt alveg fyrir yður færinu til að ná í fantana. L. B.“ En næstu nótt meðan nábleikur máninn rann til viðar bak við Rei- gate-hæð, var harður og tvísýnn hildarleikur háður í North Cape.

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.