Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 28.11.1903, Blaðsíða 1

Reykjavík - 28.11.1903, Blaðsíða 1
Útgefandi: nLUTAFÉr.AGrB „Reykjayík“ Ábyrgðarmaður: Jón Ólapsson. Gjalcikerí og afgreiðslumaður: Ben. S. Þóbakinsson. ♦ Arg. (60 tbl. minst) kostar með burðar- ejii 1 kr. (erlendis 1 kr.göO au. — 2 sh. — 50 cts). Afgreiðsla: Laugavfxu 7. PRÉTTABLAÐ — VEJtZLUNARBLAÐ — SKEMTIBLAÐ — AUGLÝSINGABLAÐ. Laugardaginn 28. Nóvember 1903. IV. árgangur. Hannes Hafstein Læj arfógeti og alþingismaður verður fyrsti íslands-ráðherra. Með ráðgjafabréfi 13. þ. m. er honum umboð gefið til að gera all- ar þær ráðstafanir, sem þörf er á, til þess að koma á þeirri breyting á embættaskipun, og gera þær ráðstsf- anir aðrar, sem þörf er á, til þess að undirbúa ið nýja stjórnarfyrir- komulag. En' í bréfinu er yfir því ]ýst, að konnngur ætli að kveðja hann sér til íslands-ráðherra í Febrú- ar-byrjun, er stjórnarskráin nýja öðl- •ast gildi. Að svo mundi verða, var öllum ijóst, eftir að menn vissu, að stjórn- :in hafði boðað hann út á sinn fund1, •en reyndar var það athugulum mönn- um auðvitað þegar í þinglok í sumar. Og vér sjáum ekki betur, en að allir — undantekningarlaust állir -sanngjarnir menn — megi vera mjög vel ánægðir með valið. Vér segjum allir, því að þótt ein- stöku menn úr andstæðingaflokki H. H. væru svo einfaldir (pólitískt ein- faldir) að ætla, að sér mundi takast að fá konung, sem hefir eintóma þingræðismenn í ráðaneyti sínu, til að byrja ið nýja stjórnarfar hér á landi með því, að brjóta þingræðis- regluna og taka mann úr minui liluta þingsins sér til ráðherra fyrir ísiand, þá er óhugsandi að hávaða minni- 'hlutamanna (Valtýinga, sem áður vóru, og nú nefna sig „framsóknar"- menn, en væru eiginlega réttast kendir við „ísafold", sem stjórnað hefir flokknum) — að hávaða þeirra hafi dottið þessi fásinna í hug fyrir alvöru. Það væri óskiljanlegt. En þegar þeim var það Ijóst, að ráðherrann hiyti að verða úr flokki „heimastjórnar“-manna, þá er ekki gott á að gezka, hvei n þeir hefðu átt að kjósa fremur. Að samflokksmönnum hr. II. H. líki valið sem bezt, má telja sjálf- sa gt. Og þeir fáu, sem ekki hafa talið sig ákveðna flokksmenn, af því að þeir liafa þózt. lítinn málefna-grund- völl sjá í flokkaskipuninni, einkum 1) „ísafold11 var í síðasta bl. að bera brigður á fullyrðing „Rvíkur“ um, að svo hefði verið, að stjórnin hefði boðað hr. H. H. á sinn fund. „Rvík“ fullyrbir aldrei með öruggri vissu annað en það, sem henni er fulikunnugt. „ísaf.“ hefði því mátt, spara sér efann. Annars getur liún nú séð í „Politiken“ degi áður en H. H. kom til Hafnar, að „Rvík“ sagðí satt. upp á síðkastið, þeir má einnig telja víst að séu vel ánægðir. Þvi að fyrst og fremst er hr. H. H. sá maður, sem öðrum fremur má þakka það, að ráðherrann á nú að sitja á íslandi, en ekki í Dan- mörku, og það er það mikilvæga at- riði, sem stjórnarskrárákvæðin nýju hafa fram yfir ísfyldinga-frumvörpin eldri. í annan stað er H. H. fyrir víts- muna og mannkosta sakir maður, sem allir mega bera gott traust til. Smjaður eitt væri það að halda því fram, að hann hefði yfirleitt sem þingmaður sýnt af sór þann þroska og irábæra stjórnmálahæfileika, að hann beri þar höfuð og herðar yfir alla aðra. Til þess hefir hann of stutt og of lítið verið við stjórn- mál riðinn, að til þess gæti verið von, því fremur sem vér ætlum að sérleqnr áhugi hans á stjórnrnálum sé ekki svo ýkja margra ára gamall. En hann er sá vitsmunamaður, að hann þarf miklu styttri tíma en meðalmenn, til að verða handgeng- inn og heima í hverjum þeim mál- um, sem hann á annað borð gerir sér að hugðmálum og beitir sínum ágætu hæfileikum við. Yitsmuna hæfiJeikana hefir náttur- an gefið honum í ríkum mæli; þeklc- ingu á landsmálum og reynslu tals- verða hofir lífið veitt honum, einkum in síðustu ár, síðan haun fór sérstak- lega að sinna þeim. Staða lians in nýja veitir honum bæði færi og hvöt til að auka þar við, og það færi er honurn manna bezt til treystandi að nota. Og svo hefir hann enn eirin kost, sem ekki er minst um verður, f hverri stöðu sem er 1 lífinu, lágri eða hárri, og það er drengskapurinn. Þeír sem hann hafa þekt alt frá ungum aldri, vita, að hann er hreitm og beinn, og það sem smátt er og óhreint og bogið á sér ekkert rúm í eðlisfari hans. Og ástin til ættjarðar sinnar, hún er gömul í brjósti hans. Sá sem þetta ritar, man enn glögt eftir því, er ég sá Hannes Hafstein í fyrsta sinn á samkomu íslendinga í Höfn. Hann var þá 19 ára og mér varð eins starsýnt á hann eins og Bjorn- son segir sér hafi orðið á Kjelland, er hann sá hann í París. Þetta var veturinn 1880 — 81. Frá þeim tíma er einkennilega fallega kvæðið hans „Til íslands" („Nanna“ III, Kh. 1881, 40. bls.1) Það endar á þessum gull- 1) Þótt undarlegt só, hcfir iianu ekki tekið það upp í kvæðabók síua. fallegu erindum, sem einmitt nú er ástæða til að minnast: „Ég óska þess næstum, að óvinaher þú ættir í hættu að verjast, svo ég gæti sýnt þér og sannað þér, hvort sveinninn þinn þyrði’ ei að beijast, og hvort hann hefði til hug og móð og hvort hann sparaði líf og' blóð. Og verði ég maður, og veiti það sá, sem vaid hefir tíða og þjóða, sem fjöllin þín háu lótfæðast úr sjá og faðir er jafnan ins góða — af alhug sver ég við sjálfan mig að sýsla af almegni fyrir þig. Nú hefir „sá, sem faðir er tíða og þjóða,“ veitt honum færið, öilum öðrum fremur, til að efna nú sinn dýra og fagra æsku-eið. Af alhuga óskum vér að honum megi takast það svo, að sjálfum hon- um verði til sóma, fósturjörðinni til gagns, og hans og hennar sönnum vinum til ánægju. tteimsendanna milli. Alaskaþrætan saett. í mörg ár hefir verið ágreiningur milli Breta og Bandaríkjanna út af landamærum Alaska og Canada að sunnan. — Að vestan eru takmörkin ótvíræð, þvi að þar falla þau saman við 141. mæli- stigs-linu vesturlengdar frá Grenwich, alt norður frá íshafi og suður á Elías- tind (Mt. St'. Elias) 30 sæmílum ensk- um í norður trá fjöruborðinu beint suður af. En að sunnan á Alaska landræmu fram með sjónum suð- austur. Svo segir í Alaska-bók Jóns Ólafssonar: „Alaska nær svo langt suður að austan, sem nemur til syðsta tanga Valaprinz-eyjar (Pr. of YVales Isl.) en það er á 54. st. 40. m. norðurbreiddar og nær 132. st. vesturl. (frá Gr.); felli svo beina línu til austurs í mynni Poitlandsfjarðar (P. Channel), en svo norður á við þaðan inn eftir miðjum firði mið- munda milli beggja landa og áfram til 56. st. n.br; en þaðan skal línu draga ti! norðurs og vesturs samfara (parallel) ströndinni, svo að hvergi sé skemra né lengra en 30 sœmílur til sjávar og mælt frá fjarðabotnum; skal þessari línu fram halda unz hún kemur á Elias-tind“. 55. tölublað A. Þannig voru landamerkin ákveðin. í afsalsbréfi Rúsa fyrir landinu, er þeir seldu Bandaríkjunum það, og Englendingar hafa aldrei véfengtþað, fyr en fyrir nokkrum árum, er Canada fór að gera tilkall tii meira lands og vildi leggja nýjan skiining í sam- ninginn, þvert ofan í orðhljóðun hans. Þeir vildu mæla samfara- línuna frá annesjum í stað fjarða- botna. Það er orðið „fjarðabotnar," sem ágreiningur reis um. í frum- ritinu er eiginlega sagt: „samfara ströndinni, svo að öllum bugðum hennar sé fylgt.“ Canadingar vildu skilja þetta svo sem að eins væri að ræða um aðal- bugður strandarinnar, en firðir ekki með taldir. En línan inn eftir Port- landsfirði bendi Ijóst á hinn skiln- inginn. Enda var það fyrst. er gull- fundirnir miklu urðu í Yúkonfylki, að Canadingar fóru að herða á málinu, því að þeir höfðu þá hvergi leið til sjá- var nema yfir Bandaríkja landeign. Ágreiningur þessi hefir því staðið í mörg ár og sifelt harðnað. Banda- ríkin, sem annars eru allra ríkja fús- ust til að leggja ágreiningsmál við aðrar þjóðir í gerð, neituðu alveg að leggja þetta undir gerð útlend- inga, því að það væri sú fjarstæða, er engu tali tæki. Þessi spenningur, er af þessu leiddi, hafði meinb'g áhrif á ýmisleg viðskiffi Canada o: Bandaríkja og hindraði ýmsa friðsamlega samninga um önn- ur mál, er ella hefðu getað á komist. Loks varð það því niðurstaðan, að Bandaríkin og Bretland komu sér saman um, að leggja málið í 6 manna gerð, þeirra er hvort ríkið tilnefndi 3 þeirra, og skyldi úrskurður þeirra gildur og bindandi, ef meiri hluti (fjórir minst) vrði á einu málL En. yrði eigi svo margir á eitt sáttir, skyldi enginn úrskurður verða. En satt að segja inunu báðar þjóðimar hafa gert þetta mest til að fá hlé um stund á deilunni, því að allir gengu að því vísu, að gerðarmenn mundu skiftast í tvo* jafna hluti. Bandaríkjamenn skipuðu þrjá menn í gerðina, og Bretar aðra þrjá: einn Englending (Alverstone lávarð) og tvo Canadinga, er Canadastjórn til nefndL

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.