Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 28.11.1903, Blaðsíða 2

Reykjavík - 28.11.1903, Blaðsíða 2
2 *S'l I ...... Nú í öndverðum f. m. féll úrskurð- tir gerðarmanna, og urðu þar 4 a eitt sáttir: Bandaríkjamennirnir og Alverstone lávarður. Dómur féll svo, að landamæri þau, er Bandaríkin töldu sér, vóru stað- íest að wrsí-ollu ieyti, nema hvað Cauada foer Valaprinzey og Pearse ey fyrir mynni'Portiandsfjarðar ognokkra geira á tveim stöðum af óbyggileg- um fjallgörðum. Canada menn una xírsiitunum afar- illa, en um þau tjáir nú ei framar að deila. Bandarikjametin láta ið liezta yfir rettsýni Alverstones iávarðs, «g þótt þeir álíti tæpast réttan úr- sknrðinu um eyjarnar, J»á kalla þeir það vel vinnandi til að fá enda á þrætuna. J>eir segja, að nú sé áðal-þröskuld- urinn úr vegi fyrir þvi að almennur samningur takist við Bretland uit að leggja öil ágreiningsmál í gerðar- dóm (t. d. í Haag), og svo sé nú ♦ iíkara tií að Bandar. verði tillátsam- ari, tn þau hafa verið, um tollsam- ninga við Canada. Noregur. 21. f. m. lagði Blehrs- ráðaneytið niður völd sín. Konung- ur kvaddi Hagerup prófessor, forkólf hægri manna, til að mynda nýtt xáðaneyti, og gerði hann það sam- dægurs, svo að það var útnefnt af konungi næsta dag í ráðaneytinu eru 10 ráðgjafar, og eru nú 5 af þeim hægri menn (af yngri og frjáls- lyndari hægri mönnum) að forsætis- ráðherranum (Hagerup) meðtöldum; en 5 eru vinstri menn, úr flokki inna írjálslyndu vinstri manna; úr fiokki inna hóglátari vinstri manna („modfcrate V.“) er enginn, enda hafa þeir minst að segja. Vinst.ri blöð dll láta vel yfir val-inu og lofa Hage- rup mjög fyrir það, hve drengilega hann hafi efnt kosningaheit sín. Sum hægri bíöð (t. d. „Morgenbl.") láta sem óþarílegt hafi verið að gera báðum flokkum jafnt undir höfði; ráðaneytið hefði ekki átt að hafa íleiri en 3 úr vinstra flokki. Kveðst þó að svo komnu munu styðja ráða- neytið. l>ví fremur er það merkilegt, að Hagerup kaus svona, sem fulltrú- ar vinstri manna á þingi eru sárfá- ir að tölu. En athugavert er, að vinstri menn meðal kjósenda í land- inu munu vera sem næst jafnmargir «g hægri menn, eða vel það. En óá- nægjan með Blehrs-stjómina kom þeim til að styðja mótflokkinn hver-. vefna, þar sem þeir vóru ekki örugg- ir um að geta íelt fylgismenn Bl- hrs. Þessir eru ráðgjafarnir nýju: Rík- isráðherrar („Statsministre") eru: pröf. Hagerup og Dr. Sigurd Ibsen (hann á að vera við hönd konungs í Stokkhólmi); ráðgjafar („Statsraader") eru: séra Hans Nielsen-Hauge, Eið- angursprestur, hann stýrir kyrkju- málum og kenslumálum; Schenning, póstmeistari í Kristíaníu, stýrir verziunaí og atvinnu málum; Biiger Kildahl heildsali (grósséri) stýrirfjár- málum.og tollmálum; amts-vegfræð- ingur H. A. Hansen stýrir vinnu- málúm; óðalsbóndi Chr. Mathiesen akuryrkjumálum; ofursta-staðgengill Strugaard hermálum. skipa-útgerð- armaður í Björgvin Chr. Michelsen og yfirréttarmálflutningsmaður P. Benj. Vogt verða í Stokkhólmi með með Sig. Ibsen (þeir þrír myndarik- isráðsdeildína í Stokkhólmi). Sjálfur stýrir Hagerup dómsmálaráðaneytinu. Vinstri menn í ráðaneytinu eru þeir Ibsen, Kildahl, Michelsen, Schenning, Strugaard. Kíldahl kom hingað til lands á þjóðhátíð vorri og varð síðar ráð- gjafl í ráðaneyti Joh. Sverdrups. Um ráðgjafana, sem frá fóru, er nógu gaman að geta þess, að þrír sóttu um önnur embætti, þrír fá eftirlann, einn sækir hvorki um em- bætti né eftirlaun (hverfur aftur að fyrri atvinnu.) Um þrjá er ekkiget- ið; hafa þeir líkl. haldið óveittum fyrri embættum sínum, og hverfa aftur í þau. Bandaríkin. Kosningar fóru fram 4. þ. m. á bæjarstjóra og öðrum bæjar- embættismönnum í New-York. Tam- many-flokkurinn vildi ná aftur völd- um þar en fáir bjuggust við að það mundi takast, þar sem núverandi bæjarstjóri og hans fylgifið liafði reynst vel. Hvert einasta heiðarlegt blað af báðum flokkum var andvígt Tammany í kosningunum; en þó fór svo, að Tammany-menn unnu stóran sigur og kusu alla sína menn. Allir virtust forviða á þessu, og skýra menn þetta nú svo á eftir: sérveld- ismenn hafa ávalt meiri hluta í New- York, en Tammany er þeirra pólitíski félagsskapur. Þegar samveldismenn (Tammany) verða undir, þá er það af því, að þá er Tammany-bæjar- stjórn misbeitir valdi sínu, þá snúa beztu menn í flokknum baki við þeim og styðja ráðvönd fulltrúaefni við kos- uingar. En nú verða forseta-kosning- ar að ári í Bandar., og sé Tammany þá við völd í New York (borginni), er líklegt að sérveldismenn sigri í öllu rikinu (New-York). En sé samveldis- menn í bæjarembættum, er hættara við að eamveldismenn sigri í New- York ríki, en það hefir mikið að þýða við forsetakosningar. Það eru því fovsetakosningarnar að ári, sem hafa komið ýrnsum sérveldismönnum, er síðast greiddu atkvæði gegn Tam- many, ab hætta heldur á illa bæjar- stjórn uin tíma, en að verða sam- veldismönnum óbeinlinis að liði við forsetakosninguna að áii. Pauama. „Reykjavík11 hefir fyrir langa-löngu getið um uppreistina í Panama, sem virtist fara alveg fram- hjá öðrum hérlendum blöðum. Uppreistin hélt áfram og í það fór, sem vér spáðum í fyrstu, að Colum- bíu mundi erfitt verða að bæla hana niður. Hún sendi herskip til Panama, sem er viggirt borg við vesturenda járnbrautavinnar, og heimti að borg- in gæfist upp innan 3 stunda; en löngu áður en þær vóru liðnar tók skipið að skjóta á borgina. Því var þó svarað svo rækilega frá landi, að það lagði frá og kom eigi aftur. Colon, annar aðalbærinn á Panama- eiðinu, austan (norðan) megin, hefir hrakið burt her Columbiu. Og nú hefir Panama-fylkið lýst sig óháð ríki og sett sér stjórn. Þótt undarlegt megi virðast, varð ameríska útgáfan af „Review of Re- views“ (sem reyndar er Stead óháð) til þess að leggja sterklega að for- seta Bandar. að styðja Panama, og fyrst og fremst að viðurkenna ið nýja ríki og stjórn þess. Nálega öll heið- virðustu blöð Bandaríkjanna mæltu þó ákaft gegn þessu; mintu á, að Bandar. hefðu jafnan forðast að styðja nokkrar uppreisnir gegn löglegri stjórn fen á Havaií?] og mintu enn fremur á, hverjum augum þau hefðu litið á tilrauiir sumra manna á Bretlandi í seinni tíð, til að viðurkenna stjórn suðurríkjanna, er uppreisn hófu gegn Bandaríkjun- um. Kölluðu þau Bandaríkin ekki betri en almenna ránsmenn og spíll- virkja, ef þeir gerðu slíkt. Alt um það fór brátt svo, að Roosovelt forseti viðurkendi sjálfstœði Panama ríkis, sendi þangað sendiherra og tók við sendi- herra þaðan. Satt er þó bezt að segja, að Bandaríkja- stjórn mun alls enga hjálp liafa áður í té látið uppreistarmenn né stutt þá eða hvatt í neinu. Annað mál er hitt, að ýmsír efna- menn í Bandaríkjunum munu hafa efit þá að fé og stutt á allan hátt. En svo er og hitt satt, að Columbiu-stjórn var þcgar al- veg magnlaus til að sefa uppreistina. Bandaríkin hafa rétt til og s k y 1 d u, að sjá um, að ófriður á Panama-eiði tálmi eigi að neinu járnbrautarumferðinni yfir eiðið; hafa því oft áður orðið að senda her þar á land til að verja brautina, er uppreistir hafa á ferðum verið. Forseti Bandar. kvað sér því bera skyldu tíl og rétt eftir samningum og í nafni mentunar og hagsinuua aiira þjóða, að halda friði um járnbrautina, og þar sem Panamaríkí, sýndi fult bolmagn til að halda uppi skipu- legri stjórn, en Columbía eigi megn til að sigrast á því, þá væri skylda sin auð- sæ að viðurkenna Panamaríki. Columbía hét nú á Yenezuela og önnur smærri ríki í Suður-Ameríku og Mið-Ameríku að veita sér iið t.il að sigrast á Panama. Roose- velt lýsti þá yfir því, að liann mundi með herliði banna öllum þjóðum vopnaviðskifti og umferð með heriið um járnbrautarbelt- ið, er nær um þyert eiðið — og efáþyrfti að halda, myndi hann breikka svo þetta friðlýsta belti, að það næði að norður- og suð u rt ak mörkum Panamaríkis. [Meira um þetta í n. bl.] flustur-Asís. Sérstakur sendiherra frá Rúsurn er að reyna samninga við ut- anríkisráðhei-ra .Tapans; en ekki vita menn geria, hvað gengur. Þó er nú auðheyrtá rúsneskum blöðum, að þau búast. við fiið- slítum innan fárra vikna. Blöð vor ná til 17. þ m. og eftir inum síðustu fréttum lítur ófriðlegar út en nokkru sinni fyrri. Sýnist mest á því standa, að hvorir eru að egna aðra og vilja láta hina byrja ófriðinn. Hér um daginn varnaði rúsneskur her sendi- herra Japansmanna til Sinlands landgöngu. og lá þá nærri friðslitum; en sendiherra Rúsa sendi þá þegar forlátsbón til Japans- stjórnar; kvað þet-ta án síns vilja orðið og bauð að greiða för sendihcrrans. Fáommseji, sagnfræðingurinn mikli þjóðverskí, er dáinn. þjóðverja^keisari fékk liálsmein, er læknar þóttust hafa þó numið alveg burt 9. þ. m., og segja þýzk tdöð það vera að gróa og hafi litils um vert verið („góðkyn- juð polypa í raddböndunum“). Verðihann alheill á fárra daga fresti. Er vonandi það rætist. En fregnriti N. Y. Herald's segir, að læknarnir sé alls ekki svo vissir, sem. þcir láti, og að það verði ekki útséð fyrri on cftir 5 —7 vikur um það;. hvort meinið sé krabba-kent cða ekki. (Báðir foroldrar keisara dóu úr krabbameini í hálsi). Það játa þýzk blöð, að keisariimuni jafnan upp frá þessu verða að varasti semi mezt ræðuhöld öll, og verður það afláuatí þungur kross inum málreifa keisara. [Meiri útl. fréttir næst]j. Landshornanna tnilU. -j- JóSjoínn Möller kaupm. á Blöndu— ósi andaðist lt. þ. m., bráðkvaddur. Yal- menni að allra rómi. IRe^Iijavíh oö fji'cní). ,,Laiira“ kom frá útl. 24. þ. m. Með henni ráðgjafaefnið H. Hafstein, Emil Schou bankastjóri og Olafur"Hjaltested. Uéðan fer „Laura“ á morgun snöggva ferð til ísafjarðar, til að flytja hr. H. Haf- ?tein heim. Hann væntanl. hingað aftur með „Kong Inge“ í Desbr. Með miðs- vetrarferð „Laura“ fer hann utan að taka við afhending skjalasafns ráðaneytisins o. s. frv. ■ Landriteri. Hr. H. Hafstein hefir sent hraðboða norður til Akureyrar til Kl. Jónssonnr fógeta, að bjóða honum landritaraembættið, en það er skilyrði sett,. að Kl. J. leggi þá niður þingmensku. — Þetta fyrsta spor hr. H. H. mælist ákaf- lega ILLA fyrir, jafnt alveg hjá flokks-■ mönnum sem andstæðingum, því að hvað> sem til kemur, mun enginn maður á þessu landi, er við stjórnmál hcfir kendur verið, njota minna trausts og álits hjá samflokks- mönnum jafnt sem andstæðingum, heldur- en hr. Kl. J.________________________ AUTO-KÓPÍUBÆKUR nægar komnar. Jón Ólafsson.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.