Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 07.01.1904, Blaðsíða 2

Reykjavík - 07.01.1904, Blaðsíða 2
2 margt smáskipið, og marga kross- relluna og margt annað leikfangið Ibjó hann alveg til og gaf börnum. l>ví að Pétur elskaði börn, og öli börn elskuðu Pétur. Já, Pétur var reglumaður, stakasti sparneytnismaður, eins og hér hefir verið lýst, sívinnandi frá morgni til kvölds, en græddi þó aldrei fé, og það var engin furða eftir því sem á stóð. Oftara hverju, þegar sparisjóður var opinn, kom Pétur þó þangað og lagði inn fáeina skildinga ; en það var tíðast lítið í hvert sinn, svo að þótt hann hefði aldrei tekið neitt út aft- ur, hefðí það þó seint orðið stórfé, sem hann átti þar inni. En það var örsjaldan, að Pétur tók neitt út úr sjóðnum, og nú orðið sjaldan nema lítilræði í einu. En í 15 ár hafði hann í hverjum Marzmánuði tekið út meginhlut þess, sem hann hafði lagt fyrir það ár. Nú var hann hættur þvi. Svo stóð á þessu, að Pétur hafði -trygt iíf sitt. Um þær mundir var enginn umboðsmaður hér á landi íyrir neitt liftryggingaríélag; en Thor- sen kaupmaðnr, sem var æskuvinur Péturs, annaðist fyrir hann að út- vega honum liftrygginguna og borg- aði iðgjaldið ár hvert fyrir hann er- lendis, en Pétur greiddi það hér til verzlunar hans. Með ráði Thorsens hafði hann kosið þá aðferð, sem hyggileg var fyrir hann, af því að hann var ungur, er hann byrjaði J>etta, — að greiða nokkuð há iðgjöld, en þurfa ekki að borga þau nema í 15 ár, vera svo gjaldfrí úr því, og eiga kost á að fá upphæðina’_alla út horgaða, er hann væri sextugur, eða þá breytt í ellistyrk. Eftir að þessi 15 ár vóru liðin, hefði mátt búast við, að inneign Pét- urs í sparisjóði yxi stórum ; en það varð þó ekki að því skapi, sem vænta mátti, því að þegar Pétur þóttist hafa séð sjálfum sér borgið, fann hann .jafnan hina og þessa, sem hann rétti hjálparhönd á ýmsa lund. Pétur var enginn fyrirtaks-gáfu- maður, en pi-ýðisvel náttúru- greindur og ekki illa að sér. Síkát- ur var hann og oft íyndínn. Hann gat gert vísur eins og allir íslend- ingar. Sjaldan var mikið við þær, en þær vóru jaínan hortittalausar og allvel rímaðar. Nafnspjöld á húsum eða auglýs- ingar í gluggum vóru óþekt í þá daga í Eeykjavík. En eitthvað ið fyrsta í þá átt var það, að Pétur hafði skrifað á miða og límt á úti- hurðina sína þessa stöku: Hér er brýnt og hér er dengt, heflað, borað, neglt og spengt. Við alt, á meðan getur glórt, gerir Pétur smátt og stórt. Þessi auglýsing hans á hurðinni varð víst í fyrstu tilefni til þess, að hann var kallaður Pétur Smátt-og-stórt. Hann þekti nafnið og tók því með venjulegu glaðlyndi, þegar það var sagt við hann af kunningjum hans. Heimsendanna milli. Nohel-verðlavinin fyrir 1903 voru veitt í f. m, —Friðarverðlaunin (144- 000 kr.) fékk friðarpostulmn enski Wm. R. Cremer, M. P., sem langa ævi hefir dyggilega unnið að eflingu alþjóðafriðar oginnleiðslu gerðardóma meðal þjóðanna. Fyrir lo árum gerði Frakkastjórn hann að riddara af heiðursfylkingunni, og var það í viðurkenningarskyni fyrir starí hans til friðareflingar. (Þessum verðlaun- um útbýtir stórþingið norska). Hin verðlaunin, 4 tals, eru hver 150000 kr. að upphæð. Verðlaun- unum í eðlisfræði var í þetta sinn skift í tvent. Helminginn fékk pró- fessor Henri Becquerel í París, en hinn helminginn fengu þau hjónin hr. og frú Curie i París (sem bæði jafnt ha-fa unnið að radium-rannsókn- um). Verðlaunin í efnafræði fékk Arrheníus prófessor í Stokkhólmi. Læknisfræðisverð'aunin fékk landi vor Niels Finsen í Kaupmannahöfn („rauða ljósið"), en bókmennta-verðlaunin skáldið Bjornstj. Bjoinson. Ilerhcrt Spencer, enski heim- spekingurinn frægi, andaðist í fyrra, hlut síðasta mánaðar og hafði þá þrjá um áttrætt (f. 27. Apr. 1820). Ófriðiir-aftdragaiidinn. Lund- úna-dagblað höfum vér séð frá 21. f. m. (tveim dögum fyrir Þorláks- messu). Ekki hafði Japan þá enn sagt Rúslandi stríð á hendur að vísu, en friðslit þá alveg óhjákvœmileg talin. „Reykjavík" gat þegar 13. Nóv. í haust í sérstakri ritstjórnargrein um herafla Rúsa á sjó og landi í Asíu og bar saman við Japana; þá var þess gctið, að tvö herskíp Rúsa stór væru á leið frá Norðurálfu austur í Kyrrahaf. Þess var og nýlega getið í bl. voru, að þing Japana ætti að koma saman 5. Desbr., og talið, að þá mundi Japans-stjórn verða að láta undan þjóðarviljanum og byrja ófrið- inn. Þingið kom saman sem til stóð, og var því lesinn boðskapur keisara; var þar lítt minst á misklíðina við Rúsa, en þess að eins getið, að ver- ið vært að semja við rúsnesku stjórn- ina. Þá er ræðunni skyldi svarað af þingsins hendi, bar forseti þess fram tillögu um, að þingið lýsti yflr van- trausti sinu á stjórninni fyrir óver- jandi áræðisleysi og skammsýni, að hún skyldi ekki fyrir löngu hafa sett Rúsum tvo kosti, að ganga að kröf- um Japana eða þola ófrið; í þess stað hefði stjórnin látið Rúsa teyma sig á trýninu og draga tímann með- an þeir vóru að búa sig út. Tillagan var samþykt með sam- róma lófaklappi og rak alla í roga- stans. Síðan var fundi slitið. Keisari rauf nú þingið' og boðaði til nýrra kosninga, er áttu að ganga sem hraðast; en lítil von er að stjórn- in græði neitt við það. Nú víkur sögunni til Rúsa. Jap- anar höfðu beiðst fullnaðar-svara upp á kröfur sínar, en höfðu orðið að bíða vikum saman og fengu ekki svör; fyrst var slegið við, að keisari væri við sóttarsæng drotningar og yrði eigi mættur máli; síðan kvaðst stjórn- in þurfa að kveðja Alexieff varakon- ung heim til Pétursborgar til ráða- neytis og væri hann ferðbúinn; yrðu svör því að bíða að sinni. En svo fyrir Jólin komu þau tvö herskip fram, er á ferð vöru austur, eins og fyr heflr verið getið. Alexieff var hvergi farinn, en nú stóð ekkiásvör- um Rúsastjórnar. Undir eins og skipin höfðu hafnað sig, sendi hún Japansstjórn það svar, að hún þver- neitaði hverju atriði í kröfum Jap- ana. Jafnframt þessu hafa Rúsar haldið herskipaflota allmiklum að Kóreu-ströndum, banna Kóreu-keisara. að opna hafnir þær, er hann hafði samið um við Japana, og hóta að setja her á land, ef út af sé brugð- ið. Lýsir það sér í öllu, að Rúsar ætla að fara með Kóreu alveg eins og þeir hafa farið með Mandsjúrí. „Daily Mail“, útbreiddasta blaðið í Lundúnum og fylgisblað stjórnar- innar, flytur 21. þ. m. all-langa grein eftir Demetrius C. Boulger, sem um síðasta aldar-fjórðung hefir verið tal- inn sá maður, er langbezt þekki til mála í Austur-Asíu, sé fróðastur um og þekki bezt til liðsafla Rúsa, Jap- ana og annara þjóða austur þar. Fyrirsögn greinarinnar er: „ Geta liúsar sigrað Japana ? — Nei. “ Greinin byrjar svo: „Þrátt íyrir allar friðar-fullyrðingar, þá er nú ekki nema ein úrlausn hugsanleg á ástand- inu í Austur-Asíu. Japan og Rúsland standa nú augliti til auglitis, og hvor- ugt þeirra getur nú snúið við úr þessu. Hér er ekkert undanfæri nema að grípa nú til vopnanna, og Japan má engan dag missa áður en það byrji ófriðinn." Eina vafamálið nú — segir hann —, er það, hvort Japan hafi ekki sýnt þolinmæði alt of lengi til þess að vera vist um þau úrslit, sem vóru því síðastliðinn Júlí nálega eins ó- yggjandi eins og einfalt reiknings- dæmi, Síðasta missirið hefir Rús- land aukið liðsafla sinn á landi um helming fullan, og nálega um helm- ing heraflann á sjó. Auðvitað gætu Rúsar ekki heimt- að liðsinni bandamanna sinnaFrakka gegn öðru eins „smá-“veldi semJap- an, enda vita Frakkar, að þá verða Bretar að skerast í leik með Japön- um samkvæmt samningi þeirra ríkja, En nú er mér þó sagt (þótt ég auð- vitað geti eigi ábyrgst, að það só satt), að Frakkar hafi sýnt bandavin um sínum þá greiðvikni að selja þeim nokkur af herskipum sínum í í austurhöfum, og só verið að gera gangskör að því að skift verði í snatri skipshöfnum á skipum þessum. Frá því er Rúsar sviku í fyrsta sinn Mandsjúrí-samninginn í Apríí í vor, er leið, og þangað til þeir sviku hann í a-nnað sinn í Okt- óber í haust, liðu þrír mánuðir, og þá notuðu Rúsar vel. Mikinn hlut a-f landher sínum og sjóliði, er* þeir geta til sóknar beitt, hafa þeir nú dregið saman millí Port Arthur og Yongampho f= Yang-tau-wo, s. v. a-f Port-Arthur?]. Ef Japanar byrja ekki ófriðinn nú þegar, áður enn inn nýi flota-auki, sem enn á ný er á ferðinni, nær austur, þá verða þeir sýnilega minni máttar á sjónum og hafa þá beðið of lengi. . . Japan hlýt- ur því að byrja stríðið, og byrja það áður en sá rúsneski floti, sem nú er áleiðis, kemst austur um Singapore- sund (við suðurtá Malaya-skaga). Ég- legg mikla áherzlu á þetta sund, sem er „hliðið að Kyrrahafinu, “ því að reynist Frakkar greiðviknir við sína svo kölluðu bandavini (Rúsa), þá gæt- vér (Bretar) ekki síður gert Japönum greiða, ef svo skyldi á standa, að þeir þyrftu þess með i því bili er herskip* Rúsa ætla þar gegn um sundið. En' væntanlega verður ófriðnum um það- leyti svo komið, að aðrirhvorir verða- orðnir ofan á eystra, svo að oss sem öðrum verður þá væntanlega ljóst,. hvort sá rúsneski flot-aauki, sem um sundið fer, muni verða til að styðja- unninn sígur Rúsa eða að eins til að auka herfang Japana. Sá maður, sem álítur, að ið mikla svíka-tildurhróf, sem kallað er Rúsa- veldi og er grautfúið alt í gegn frá hvirfli til ilja, eigi nú fyrir sér að> reka síg sig í fyrsta sinn óþirmilega á austræna þjóð, — hann mundi að líkindum verða talinn vitfirringur í flestum löndum á meginlandi Norð- urálfunnar, nema væntanlega ekkl hjá herforingjaráðinu í Berlín, sem ég býst við að bezt kunni að meta ástæður allar. . . Svo mikið er víst, að það verður á sjónum, að Rúsum og Japönum lendir saman, og að Japanar standa R,úsum jafnfætis að hreysti, herkunn- áttu og vopnabúnaði. ---- M • mm ---- Skrá yfir helztu tímarit sem haldin eru á Landsbókasafninu og- fást þar bæði til útláns og lestrar á staðnum. [Þeir sem vilja hagnýta bækur eða handrit síðari hlut dags, kl. 6—8, verða^að biðja um þær fyrri hlut dagsins]. M = mánaðarrit; SM = hálfsmán- aðarrit; — BM = annan hvern mán, 7

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.