Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 07.01.1904, Blaðsíða 4

Reykjavík - 07.01.1904, Blaðsíða 4
4 AUTO-KQPÍUBJEKUR hefi ég enn til sölu, 4to, 9 kr. 38 a. Jón Ólafsson. Landsbókasafaið verður framvegis opið hvern virkan dag frá kl. 12—3 og 6—8 síðdegis. Stjörnarnefndin. Ben. S. fórarinsson óskar öll- um sínum viðskiftavinum góðs og gleðilegs Nýárs; þakkar þeim fyrir gamla árið, og biður J»á að gleyma sér ekki. Mær í iögreglu-þjónustu/ Sannar sögur eftir Miss Lovedat Brooke. IV. Tygilhnífurinn. „Það verð ég ærlega að játa, að þ'essi tygilhnífa saga virðist mór nokkuð torskilin; en aftur það er til háJskeðjunnar kemur, sem horfin er, þá sýnist mér það hljóti að vera hverju barni auðskilið mál“, sagði Dyer og var dálítið önugur. „Þegar ung kona glatar dýrindis skrautgrip og reynir að þagga málið niður, þá er svo sem auðskilið, hvernig í öllu liggur". „Stundum“, svaraði Miss Brooke, „er sú skýringin, sem liggur i aug- um uppi, einmitt sú ranga, en ekki sú rétta". Þennan morgun höfðu þau herra Dyer og Miss Brooke verið að smá- kýta af og til. Það getur vel verið að austanvindurinn bitri hafi með- fram verið orsök til þess, því að hann hafði þeytt ódæmum af ryki í augun á Miss Brooke, þeg- ar hún var á leiðinni til Lynch €ourt, og nú kæfði hann niður í reykháfinn og blés reyknum frá arninum framan í herra Dyer. Svo mikið er víst, að bæði vóru þau úfin í skapi. Þau höfðu rætt um margvíslega hiuti um morguninn, og hvað sem þeim bar á góma, þá var það segin saga, að þau þurftu jafn- an að vera á gagnstæðum skoðun- um. Þolinmæði herra Dyers virtist vera á þrotum. „Nú, nú“, sagði hann og sló í skrifborðið, „ef þér víljið endilega ganga að þeirri reglu vísri, að jafnan beri að hafna því sem bersýnilegt er, en kjósa það óljósa, þá rekur brátt að því fyrir yður, að þór neyðist til að sanna, að tveir og tveir séu ekki fjórir. En ef þér viljið með engu móti líta á málin frá mínu sjónar- miði, þá er að minsta kosti engin ástæða fyrir yður til að vera með ónotum út af því“. „Hr. Hawke langaði til að fá að tala við yður, herra", sagði einn af skrifurunum, sem kom inn í þessari svipan. Þetta kom sér vel til að slíta taJi þeirra. Hve mjög sem þeim oft bar á milli, vóru'þau bæði nógu forsjál til þess að láta aldrei skiítavini sína vera þess vara. Geðvonzkan hvarf úr hr. Dyer á svipstundu. „Látið þér herrann koma inn“, sagði hann við skrifarann; svo sneri hann sér til Miss Loveday: „Það er séra Anthony Hawke; það er í hans húsi, að ég sagði yður að Miss Mon- roe dveldi um stundarsakir. Hann varprestur í ríkiskyrkjunni ensku, en sagði af sór embættinu fyrir eitthvað 20 árum, því að þá fékk hann auð- ugt kvonfang. Sir George Monroe er í Sínlandi og hefir sent dóttur sína hingað frá Peking og komið henni fyrir hjá' séra Hawke, til þess að fjarlæga hana frá áleitnum biðlum, sem honum þótti lítið manntak í“. Síðustu orðin mælti hr. Dyer í lág- um hljóðum og bar ótt á, því að séra Hawke kom inn í herbergið í þessum svifum. Séra Hawke var maður um sex tugt, gráhærður, alrakaður, breiðleit- ur og andlitið sællegt, en nefið í minsta lagi, og fyrir það fékk and- litið á sig dálítið barnalegan svip. Hann heilsaði kurteislega, en var þó dálítið órólegui og eins og ruglaður. Loveday leit svo á, sem hann mundi vera maður áhyggjulaus og ánægð- ur, en eitthvað hefði þá í svipinn raskað hugaró hans og jafnvægi. Hann leit hálf-vandræðalega til Miss Loveday; en hr. Dyer fiýtti sór að tjá honum, að hún væri konan, sem hann vonaðist til, að mundi hjálpa sér t.ií að ráða fram úr vanda- mrli því sem nú lægi fyrir. „Ef svo er, þá getur ekkert verið því til fyrirstöðu að ég sýni yður þetta", sagði séra Hawke; „það kom með póstinum í morgun. Þór sjáið, að óvinur minn ofsækir mig án af- láts“. Um leið og hann sagði þetta, tók hann upp úr vasa sínum stórt, breitt, ferhyrnt umslag og tók út úr því pappírsörk. Á örk þessa var með penna og bleki dregið eitthvað, er líktist tveim tygilhnífum; þeir voru svo sem sex þumlunga langir og óvenju oddhvass- ir. Dyer horfði á myndina með mestu athygli. „Við skulum bera þessa mynd og umslagið saman við myndina, sem þér fenguð áður, og umslagið um hana“, sagði hann og dró um leið út skúffu úr sktifborðinu sínu og tók upp úr henni umslag, sem var að öllu leyti eins og þetta síðara. En á pappírsörkina, sem var 1 því umslagi, var ekki dreginn nema einn tygilhnífur. [Frh.] TRe^íijavik oa örenð. —o— Veöráttan. Einlæg vonzku-veður, oftast suð-austan og sunnan með úr- komu; örsjaldan frost, og þá lítið, með norðurátt. Einatt all-hlýtt (alt að 6°—7°). 29. f. m. varð hér um 2^/s þml. regnfall á sólarhring. Kvef illkynjað gengur víða hér í bænum. Landsbankinn hefir gert þá breyt- ingu á, að bankastjórann er nú að hitta þar alla virka daga kl. 11 — 2. Bankastjórnin er viðstödd eins og áð- ur að eins frá kl. 12 — 1. Á afgreiðslustofu bankans var ver- ið að gera breyting nú um hátíð- arnar, snúa afgreiðsluborðinu frá norðri til suðurs, í stað þess, að áð- ur sneri frá austri til vesturs. Við það verður miklu meira afgreiðslu- rúm við borðið, og mun það vera tilgangnrinn, að sparisjóðsdeildin fái sérstakt afgreiðslusvæði fyrir sig og sórstaka afgreiðslumenn. Aftur á móti heyrist ekkert um, að skift verði afgreiðslutímanum, svo að víxlakaup fari fram á sérstökum tíma og fasteignalán og sjálfskuldar- ábyrgðarlán sér. Væri þó full ástæða til þess. tslandsbanki mun ekki taka til starfa hér fyrri en í Marz. Að minsta kosti hefir hann leigt sér hús- rúm frá 1. Marz. Það er á neðsta gólfi í austurendanum á inu nýja húsi Guðjóns úrsmiðs Sigurðssonar. Vesturendann á sama húsi leigir Thor- steinsson konsúll, og mun ætla að hafa þar eitthvað af veizlnn sinni. Hr. Hannes Hafstein hefir leigt 2. gólf alt í þessu sama húsi. Þar verður bústaður ráðherrans. C. Ziinscn konsúll hefir leigt 3. gólfrými sama húss frá 14. Maí n. k. Hús Guðjóns Sigurðssonar er ið stærsta og vandaðasta hús í einstaks manns eigu hér í bæ. Það stendur audspænis pósthúsinu á horni Póst- hússtrætis og Hafnarstrætis. J. Gr. Ilalberghóteleigandi hafði 30. f. m. verið borgari hér í bænum 25 ár. Þann dag fyrir fjórðungi aldar tók hann borgarabréf sem veitingamaður. Þá stóð á horni Austurstr. og Aðalstr. lítið og óálitlegt hús. Nú stend- ur þar Hotel ísland, reisulegasta hó- tel á landinu, og fyllir út ferhyrning- inn milli fjögra stræta (Aðalstr., Aust- urstr., Veltusunas og Vallarstrætis). Munu aðkomumenn, er að garði ber, óvíða geta fengið sélegri híbýli og betri beina í bæ, sem ekki er stærri en Reykjavík. Leikhúsiö. Þar hefir nú undan- farið verið leikið „Gjaldþrotið“ [sem er alveg eins rótt mál í eintölu eins og fleirtölu] eftir Bjernstj. Bjern- son, inn langmerkasti og áhrifamesti sjónleikur, sem nokkru sinni hefir verið reynt við á ísl. leiksviði. Og stærra hrós er eigi auðið að segja um leikfélagið, en að því tekst leik- urinn svo, að menn njóta ins mikla og fagra efnis leiksins með ánægju. Rúmsins vegna verður það að bíða næsta blaðs, að minnast frek- ara á leikinn. En það teljum vér víst, að þenn- an leik geti félagið sýnt fleiri kvöld en nokkurn annan hingáð til, svo hrifið er fólk yfir honum. VERZLUN EINARS ÁRNASONAR óskar ölluin Yiðskiþtavíiium sínum Sleðilegs nýárs meö ]>akklæti fyrir gamla áriö og von um góð viðskifti á þessu nýja. Sjóvettlingar, órónir, keyptir háu verði í LIYERPOOL. 2 járnrúni, alveg ný, til sölu. Gjafverð. Rit- stjóri ávísar. VOTTORÐ. Konan mín hefir í 10 ár þjáðst af taugagikt og taugaveiklun og leitað ýmsra lækna, en engan bata fengið. Síðan hún fór að taka inn Kína-lífs elixír WaldemarsP etersens, hefir henni liðið mjög vel og hefir hún því í hyggju að halda því áfram. Stenmagle á Sjálandi 7. júlí 1903. J. Pedersen. timburmaður. Kína-lífs-elixírinn fæst hjtflest- um kaupmönnum á íslandi, ántoll- hækkunar, svo að verðið er eins og áður, að eins 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel eftir því, að-Á—V. standi á flöskunni í grænu lakki, og eins eftir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi og firmanafnið Valdemar Pet- ersen, Fredrikshavn, Danma-ik. Smáleturs-auglýsingar borgist fyrir- fram, 3 au. orðið, eigi yfir 15 bókstafi Minst augl. 25 au. SÍÐASTLIÐIÐ sumar fanst poki um borð í Hólar með hvítu lérefti o. f. Rétt- ur eigandi getur vitjað hans til Jóhann- esar Guðmundssonar, Laugavegi 47. Tapaðist 3. Jóladag hárprjónn (gran- atfiðrildi) á leið úr Aðalstræti upp að Skólavörðu. Fumlarlaun. Ritstj. ávisar eiganda. IV* Jfæsta blað kemnr út árðegis á fimtnðag. Prentsmibja ItEYKJAVl'KUIt. 0 Frentarl PQRV, PQRVARÐSSOM. Pappirizm frá J6oi_0laf»nyui

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.