Reykjavík - 14.01.1904, Síða 3
7
sliólctpiHum verið stefnt til yfirheyrslu.
Auðvitað árangurslaust, af þeirri ein-
földu ástæðu, að um þetta tiltæki
vita piltar varla, sízt alment. Það
mun runnið frá burtreknu piltunum
einhverjum.
iSfú á Þriðjudagsmorgun, er bænir
slcyldi halda, kom í Ijós, að búið var
að stela öllum messusöngsbókum
og húslestrarbók skólans; en
um þær vissu menn, að þær
höfðu verið á sínum stað á hádegi
daginn fyrir. Auðvitað er hugsan-
legt, að reknu piltarnir hafi einnig
framið þetta, því fremur sem þeim
er liðið að vera að flækjast uppi í skóla
einlægt af og til. En örðugt er samt
að neita því, að líkur bendi fremur
til að beina hér gruninum að ein-
hverjum af skólapiltum sjálfum. Og
er það óneitanlega sárt fyrir skóla-
pilta að nemendur latínúskólans, allir
í heild sinni, skuli þurfa að liggja
undir þjöjnaðar-grun eða þjófsorði
sakir eins eða örfárra úr sínum hópi.
Svo að kvöldi sama dags var enn
á ný púðursprenging gerð í forstof-
unni kl. 8, 40 mín. síðd., mjög svæs-
in, svo að húsið lék alt á reiðiskjálfi,
en smellurinn heyrðist niður um bæ.
-- Þet.ta má örugt eigna þeim, sem
nú eru utan skóla. Piltar í skóla eru
yfirieitt sáigramir yfir þessum spreng-
ingum, sem gerðar eru í blóra við
þá.
Engum kunnugum getur leikið vafi
á því, að aít þetta uppþot á rót sfna
að rekja til óánægju margra pilta
yfir skólastjóra, sem mögnuð er og
æst af óvinum hans utan skóia og úr
annari átt, mögnuð af fíflslegum
óstjórnarkenningum annara, er utn-
hverfa öllum réttum hugmyndum
pilta um stöðu þeirra og köllun og tíl-
gang skólans.
Vér höfum in síðari árín enga á-
stæðu haft til að vera neinn vinur
rektors, öllu fremur, ef nokkuð væri,
tilefni til ins gagnstæða, En sann-
inælis viljum vér unna honum eins
og hverjum manni, eftir því sem vór
höfurn vit á. Og vór verðum að
játa það, að þó að það væri alt satt,
sem ekki állfáir lærisveinar hans fyrr
og nú gefa honum að sök (en margt
af því teljum vér ugglaust ýkt og
afvegafært) þá sjáum vér ékki, að það
gæfi ina miustu réttlœtingu á því at-
ferli, sem nú er í frammi haft. Oss
virðist hann lagður í eineiti af mjög
liilu (vér segjum ekki als engu) til-
éfni, og það að minsta kosti meðfram
fyrir undirróður utanskólamanna, sem
ekki sé allur af sem hreinustum hvöt-
um sprottinh.
Enginn ber rektor annað, en að
hann só fyrirtaks-kennari. Engum
dettur í hug að efa, að hann vilji
skóianum vel. Hitt kynni vera rótt
ara af honurn að haida ekkioftlang-
ar ræður fyrir piltum til að segja
þeim frá þvi, að hann viljí þeim vel.
Ef piltarnir finna það ekki, án þess
að hann segi það sjálfur, er hætt við
að slíkar tölur verði fremur til að
vekja athlátur. Enginn heyrði víst
nokkru sinni þá rektorana Bjarna,
Jens né Jón Þorkelsson vera að tjá
sig um það fyrir piitum, að þeir
vildu þeím vel. Og hver góður rekt,-
or á ávalt að geta gengið að því vísu,
að enginn efi það.
Það sem einna mest mun erta pilt-
ana, eru ýmsir smá-títuprjóna-sting-
ir, ef svo mætti segja, óþörf bönu á
ýmsu, sein í sjáifu sór er sajclaust,
smásmyglis reglur um einskisveiða
Yinntikona, þriíin og regltisiim,
óskast á gott heimili hér í bænum,
frá 14. Maí þ. á. Kitstj. ávísar.
u^--æa»<r:aTX!»siiiiji.'.iwgj—»jaa»cj3i □rcmamnBni' ■nmK»amMn
ALMANNARÓMUR ER ÞAÐ, nú
orðið, að BEZTU BRAUÐIN, FÍNUSTU
og FJÖLBREYTTUSTU KÖKURNAR
séu í bakaríinu hans B. S.
Vallarstræti 4.
Það er líka PENINGASPARNAÐUR
fyrir fólkið, að kaupa þar Rúgmjöls-
sekkinn, með bökunarlaunum á 18
kr. 40 aura.
fincsto vmðlarnsr,
sm fást í bænum,
og ódýrustu eftír gæðum, eru seldir í
BRAUÐABÚÐ og KAFFIHÚSINU í
Vallarstræti 4.
Þar er líka allan daginn seld NÝ-
MJÓLK á 18 aura pt.
góð og ódýr í
CtaiEir €inarssðn
selur vindla í stór- og smá-sölu, inn-
lendan iðnað af fremstu tegund.
steinolíutunnur
eru keyptar í
fiverpooL
f
fæst í
W. Fiseher’s verzlun.
af „kúttara" og margt fleira til-
heyrandi þilskipaútgerð: einnig ýms-
ir aðrir munir, verða seldir á opin-
beru uppboði þ. 22. þ. m. kl. 11 f.
in. við verzlunarhús mitt.
Sturla Jónsson.
hluti, óþörf alvörurekistefna út úr
lítiisverðum smámunum. Vé? skul-
um rétt til dæmis nefna þessa þrjá
söngva, sem sórstakiega var bannað
í fyrra að syngja í skólanum, en nú
í vetur einnig bannað að syngja fyr-
ir utan skólahúsið, á skólans lóð, og
loks að síðustu bannað að syngja
niðri á tjörn eða úti í bæ. Þessir
hryllilega glæpsamlegu sðngvar eru:
íslendingabragur, Malakoffsbragu rinn
(sem rektor hefir sjálfur ort) ogmein-
lausá húsgangsbagan : „Aldrei skal
ég eiga flösku, aldrei drekka brenni-
vín“. Að banna piltum að syngja
klám eða annað þvílíkt siðspill mdi,
er sjálfsagt. En ekkert at þe^su er
það — ekki einu sinni Malakoffsbragur-
inn. Og að banna þeim að syngja
kvæði fyrir það, að einhver braglýti
séu sé á því, eða að það hafi lítið
eða ekkert skáldskapargildi, er hó-
gómi. Og ekkert af þessum ómerki-
legu kvæðum hefir neitt.það við sig,
er geri það líldegt, að þau mundu
verða neinir uppáhaldssöngvar pilta,
ef ekki hefði þeim verið með bann-
inu gefinn freistingar-sætleikur for-
boðna eplisins. Ef piltum væri ekki
bannað að syngja þau, erumvérfull-
vissir um, að þeir yrðu þreyttir á
þeim eftir 3 — 4 daga.
Ef nú aftur ósvífin orð og ósvífið
atferli er þolað stundum óátaliö (af
misskildri miskunn), þá er ekki mót
von, þótt það deyfi meðvitund pilta
um munimi á verulegu og óveru-
legu.
Og rektor má aldrei láta sjá sig
reiðan, sízt yfir smámunum. Iín oft
er betra að leiða hjá sér og látast
ekki sjá sitthvað smálegt.
En um frarn alt verður hann að
forðast að láta sjá þess nokkurn mun
í framkomu sinni við pilta, hvort
honum er vel eða illa við aðstand-
endur þeirra; og það erum vér viss
um að Dr. B. M. Ó. gerir. En það
er ekki nóg. Hann verður að forð-
ast að gefa tileíni til að svo líti út.
Og það getur verið, að hann gæti
þess ekki ávalt.
En hvað sem um þetta er; hvort
sem rektor kann að vera eitthvað
áfátt eða ekki í geðstilling og lagni.
þá vei ðum ver að minnast þess, að
alfullkominn er enginn, og smámun-
ir þeir, sem piltar telja að, eru þó í
raun réttri litils virði. Yér sjáum
ekki annað, en að hver piltur, sem
vill vanda framferði sitt, og skilur
það, að hann er í skólanum til að
læra og hagnýta sér það ærna hag-
ræði, sém landið með miklum kost-
naði lætur honum í te, -geti stundað
nám sitt og náð tilgangi sínum með
skólaveru sinni, ef hann hefir þerm
an tilgang fyrir augum og lætur sór
annara urn að ná honum, en að vera
að brjóta heilann um, hvernig skóla-
stjórn ætti að vera eftir. hans hng-
myndum. Siíkt er betra fyrir nem-
endur að geyma þroskaðri árunum.
Og eitt ætt.u piltarnir að hugsa ut
í. Það er til þess ætlað, að þeir ungu
menn, sem landið leggur meira i söl-
urnar fyrir en nokkra aðra, sóu, þrátt
fyrir ungæðisskap og æskubrek, ó-
spiltír unglingar, upp vaxandi dreng-
skaparmenn (gentlemen). Þeim er
það ekki samboðið, að skemma eign-
ir landsins og stela þeim.
Og svo ættu þeir ungu menn að
gæta þess. hverjar afleiðingar annað
eins athæfi, og það sem í vetur hef-
ir komið fram i skólanum, er líJclegt
að hafa, að vér ekki segjum, htýtur
að hafa, fyrir skólann og þá „sem í
hann ganga næstu árin, fleiri eða
færri.
Það má nefnilega ganga að því ná-
lega vísu, að haldi svona fram, og
verði ekki bráð bót á óknyttum í
skólanum, þá mun næst.a alþingi svifta
skólann ölhim námsstyrk til nem-
enda. Það gerir fátækum piltum,
hve efnilegir sem eru, ókleift að fara
í skóla. En þingið getur varla ann-
að gert.
Vitaskuld bitnar þá sök þeirra, sem
nú fremja óknyt.tina, á saklausuin,
sem eftir þeim koma. En slíkt er
nú lífsins gangur og verður ekki við
gert.
En þgJdr piltum eJdá þessi ábyrgð-
arJiluti þungur ?
í lilutafélagimi
„Rcykjavfk44
verður á Mánudagiim
18. þ. m. kl. 9 síðd. á
Hotel ísland.
Stjórnin.
Gusnaí
€!sai
;son
seluv:
Nýlenduvörur,
Álnavöi ur,
Smærri Járnvörur,
Leikföng,
Ofna stærri og smærri,
Alfa skilvindurnar,
o. fl. o. fl.
ALT GÖÐAR VÖRUR
með mjðg
sanngjörnu verði.
Með ,.Laura“ fæ ég eins og að
undanfórnu talsvert af ýmsu græn-
meti.
Heppilegast er fyrir kaupendur að
panta það af því, sem þeim þóknast,
áður en skipið kemur.
Jes Zimsen.
hkpappi
og
LEIRRÖR
í
J'ischers vcrzitm.