Reykjavík - 26.02.1904, Blaðsíða 2
30
Virðingarverð framtakssemi.
Yér lásum nýlega í norðlenzku
blöðunum, að menn á Akureyri væru
að mynda hJutafélag til að koma þar
upp reykingahúsi og hjúgnagerð
(’pelse-fabrikution) og var það talið
framfarafyrirtæki mikið fyrir bæinn
þar.
En það sama, sem Akureyringar
fá (með réttu) lof fyrir að œtJa að
gera með hlutafélagi, það er þegar
búið að gera hér í Reykjavík, og er
það ómaklegt að þess heflr ekki get-
ið verið. Því fremur sem það hefir
gert einn einstakur maður af eign-
um rammleik — hlutafélagslaust al-
veg —, og það maður, sem byrjaði
fyrir ekki allmörgum árum, efnalítill
mjög eða nær efnalaus, að reka hér
atvinnu.
Þessi maður er Jón Þórðarson
kaupmaður. Hann byrjaði hérfyrst-
ur allra manna á því, að kaupa sauð-
fé og slátra því og selja bæjarmönn-
um kjöt. • Síðar færði hann út kví-
arnar og íór að reka almenna kaup-
verzlun, og gerir það enn. Enhann
hefir jafnan latið sér sérstaklega um-
hugað um verzlunina með kjöt og
önnur innlend matvæli.
Svo lét hann fyrir nokkrum árum
fósturson sinn fara utan og nema
slátrara-iðn, en þar til heyrir vönduð
meðferð og hagnýting á öllum æti-
legum afurðum sláturgripa. Jafn-
framt lét Jón hann nema reykingog
bjúgnagerð hjá S. Johannesson, IToi-
broplads 13, sem er stærsta verzl-
unar- og iðnaðarfyrirtæki í þeirri
grein í Danmörku1.
Ina almennu verzlun sina hefir
Jón í steinhúsi miklu tvílyftu, er
hann reisti á horninu á Bankastræti
og Þingholtsstræti. En svo hefir
hann reist nýtt hús tvílyft við
Bankastræti rétt fyrir ofan hitt (sem
næst þar sem vindmylnan gamla
var). Þar er út að strætinu kjöt-
sölubúð hans, og er þar alt snyrti-
legt og þríflegt umhorfs, eins og í
þessleiðis búðum erlendis, marmara-
plötur á borðinu o. s. frv. Þar má
fá alla innJenda matvöru, sauðakjöt,
nýtt og reykt, nautakjöt, svínakjöt,
alls konar bjúgu, fugla, harðfisk, smjör
o. s. frv., o. s. frv.
Þar aftur af er bjúgnagerðin. Þar
eru búin til alis konar bjúgu („pyls-
ur“), sem tíðkast erlendis og annars
oru flutt hingað frá útlöndum. Þar
«ru húnar til fleiri tegundir bjúgna,
en vér kunnum að nefna; en vér höf-
um heyrt kvenfólkið tala um spegí-
pylsur, Hamborgar-pylsur, Vinar-pyls-
1) Það vita, ef til vill, færri af lesend-
nm vorum, að hr. S. Johannesson er ís-
lendingur ( JVfúlsýslungur úr Hjaltastaða-
þinghá), sem fór á ungum aldri bláfátæk-
nr til Hafnar, en hofir með dugnaði, f-or-
sjá og reglusemi orðið stórauðugur mað-
ur.
ur, Medister-pylsur og sitthvað fleira.
Það sem vér höfum reynt af bjúgum
hr. J. Þ. (og vér kaupum þar oft,
bjúgu), stendur í engu að baki þeim
allra beztu útJendum bjúgum sams
konar, sem hingað flytjast, taka út-
lendum bjúgum yfirleitt fram. Og
svo veit maður, hvað maður lætur
ofan í sig, er maður borðar bjúgu
frá Jóni. í þeim er hvorki kjöt af
útlifuðum sporvagnahrossum né ann-
að lakara, heldur gott íslenzJd kjöt.
Og það er ánægja að sjá verknaðinn
alJan og umgengnina, þar sem bjúg-
un eru búin til.
í herbergi þar fyrir aftan er kassi,
sem tekur 50 tunnur af vatni, og
er það leitt í pípum inn í bjúgna-
herbergið.
Reykingarofna hefir hann og sett
upp, svo að þar reykir hann alt,
sem reykja þarf. Annar ofninn er
til að hraðreykja <t. d. Vínar-bjúgu),
hinn til almennrar reykingar.
Jón hefir nú fengið sér enn tilað-
stoðar danskan mann, vel kunnandi
í sinni iðn.
Jón selur kaupmönnum bjúgu með
heildsölu- (en yros-) verði, og þykir
oss líklegt og æskilegt, að þeir kaupi
heldur varning þann frá honum, en
frá útlöndum, þar sem vara hans er
fult svo góð og útgengileg.
Að endingu skulum vér gefa þeim,
sem ekki eru því kunnugir, þessa fá-
orðu bending um, hvernig helzt á að
borða nokkrar bjúgna-tegundir:
Hamborgar-bjúgu má sneiða niður
eins og þau koma fyrir og hafa ofan
á brauð. En líka má brúna þau og
borða heit.
Medister-bjúgu á að sjóða 5 mín-
útur og brúna síðan á pönnu.
Vínar-bjúgu á að sjoða 4 til 5
mínútur og borða þau svo heit,
sem hægt er.
Deilda-verzlun
er nú mjög að aukast hér í höfuð-
staðnum, og eru það skynsamlegar
framfarir frá gamla hoi-finu. — Fyrst
er sundurgreining ósamkynja starfa
nytsöm af því, að hver maður verð-
ur verldagnari og betur kunnandi að
starfi sínu, ef hann vinnur að jafnaði
að sama eða samkynja verki, en
það verður aftur þeim hagur, sem
unnið er fyrir. — í annan stað er
það í verzlun allri þægindi fyrir kaup-
anda, að samltynja vörur sé sér í
deildum. Það er miklu yfirlitsbetra
að sjá, hverju úr er að veJja, og öll
afgreiðsla verður greiðari.
Sex —sjö stærstu verzlanirnar hér
í bænum hafa nú tekið þá aðferð
upp, að skifta, verzJuninni í deildir,
og mun það án efa fara í vöxt. Nú eftir
Nýárið hefir enn ein af heldri verzl-
ununum hér tekið upp inn nýja sið.
Það er verzlun hr. Th. Thorsteiusons
konsúls. Hann hefir hingað til rekið
alla sína verzlun í eignarhúsi sínu
„Liverpool" og jafnframt haft þar
afgreiðslu skipa sinna og útgerðar,
því að hann er einna stærstur þil-
skipa-útgerðarmaður, ekki að eins hér
við flóann, heldur á öllu íslandi.
Nú hefir hann leigt hálft neðsta
gólf og hálfan kjallarann í inu nýja
stórhýsi hr. Guðjóns úrsmiðs Sigui ðs
sonar. Vér komum nýverið niður í
Hafnarstræti og varð starsýnt á
gluggana í vefnaðarvöru-deild hr.
Thorsteinsons, því að þeir vóru ó-
venjulega vel skreyttir og útbúnir.
Rétt meðan vér stóðum og dáðumst
að gluggunum, bar eigandann þar að,
og bauð hann oss að líta inn. Búðin
er ekki ýkja-stór, en öllu einkar-
smekklega fyrir komið þar inni, og
verðlag virtist þar vera óvenju-lágt
eftir gæðum. Það er auðvitað kven-
þjóðin, sem aðallega sækir að þessari
búð, eins og yfir höfuð að vefnaðar-
vöru-búðum. En karlmennirnir munu
og eiga þangað erindi líka; þeir verða
þó að kaupa svo margt af því sem
þar fæst: vasaklúta, axlabönd, nær-
fatnað, milliskyrtur o. s. frv., o. s. frv.
Og þeim skulum vér trúa fyrir því,
að þeir sjá ekki í annari búð sam-
valdar geðslegri afgreiðslumeyjar. —
(Vér hvíslum því rétt svona að þeim,
svo enginn heyri).
Þegar vér gengum íít aftur, varð
oss litið á stórt, nýreist skiðgarðs-
þil norðan við strætið rétt fyrir
vestan. Þar var máluð á með stóru
letri auglýsing, há-amerísk að sniði:
„Merkisviðburður ársins!“ o. s. frv.
Það var um 12 daga sölu með nið-
ursettu verði i Edinborg.
„Þessa auglýsing hefir Ásgeir verið
búinn að semja aður en hann frétti
um stríðicsögðum vér við yngis-
mey, sem með ossgekk; „eðaskyldi
hann treysta sér að etja kappi við
Kúsa og Japana um, að vekja meiri
athygli? Ekki fyrir það: Ásgeir
er aldrei deigur í samkepninni. -
En hvor þeirra skyldi nú selja ódýr-
ara varninginn þessa daga, Ásgeir
eða Thorsteinsson ?“ — „Ja, ég hefi
nú komið í báðar buðirnar“, svaiaði
hún, „og skoðað vörurnar og verð-
lagið, og ég get sagt þér það, að . .
„Ja, Jivað hún sagði um það —
það fer eins dult. eins og það sem
Óðinn hvísJaði í eyra BaJdri. Það
skal enginn hafa það upp úr oss. —
Það er ekki vort að fara. að gera
upp á milli stórverzlananna í bænum.
Til þess skortir öss bæði vit og vilja.
En vér ráðurn frúnum og meyjunum
til að leggja sjálfar á stað og skoða,
meta og dæma. En engum göngum
vér of nærri, þó að vér segjum, að
engin sú sem leggur upp í vöru-
könnunarferð um Hafnarstræti, mun
fara fram hjá vefnaðarvöru-deild Thor-
steinssons án þess að koma þar inn.
Nú varð mér litið niður í steinrið-
ið, sem liggur niður í kjallarann, og
um um leið og ég Jagði niður þrep-
in, bölvaði ég bæjarstjórninni í þús-
undasta og fyrsta skifti fyrir bygg-
ingarsamþyktina. Ég átti ekki ann-
að erindi í vínlrjallaiann, en að sjá,
hvernig þar væri útlits. Þar var alt
rúmgott og snoturt,; hitunarhólkar á
veggjunum til upphitunar, því að
miðstöðvarhitun er í húsinu. Hita-
mælar sýndu hitann, og er þar sífelt
haldið jöfnum hita á vínunum, eins
og vera ber, ef þau eiga að njóta sín
sem bezt, og mun það ekki vera
gert annarstaðar hér.
Fyrir innan borðið var útsölumað-
urinn; þar þektum ver gamlan kunn-
ingja, sterkan bindindismann og gall-
liarðan góð-templara. Undarleg eru
örlög lífsins, hugsuðum vér, og und-
arlegt hugsunar-lögmál mannanna.
Hver templar telur alla vínsölu sví-
virðilegan atvinnuveg og vínveitinga-
menn og vínsala djöfulsins erindreka;
en sjálfir hafa íslenzJcir templarar
ekkert á móti að þjóna djöflinum
svona „upp á kaup“ með því að
vera útsölumenn áfengra drykkja.
Eftir að vér höfðum séð þessar
tvær deiJdir, datt oss í hug, að gam-
an væri að sjá, hvernig nú liti út í
gömlu Liverpool. Þar lögðum vór
fyrst niður í kjallarann; þarerverzl-
un með alis konar nýlendu-varning-
(kaffi, sykur, tóbak, kornvöru o. fl.,
o. fl.) og flest það er sjómenn þarf-
nast. í búðinni þar uppi yfir er alls.
konar karlmannafatnaður og lrari-
mannafataefni; en innar af er þar
skraddaraherbergi, þar sem tekið er
mál af mönnum og sniðið, og þar
inn af saumastofan.
Þar sem gamla búðin var (inn-
gangur á horninu) er nú afgreiðsla
-kipaút.gerða.rinnar. Þar inn af eru
svo skrifstofur.
Tigulsteinsgerð og móhnoð.
[Lesendur „Rvíliur11 munu minnast þess„
að hr. Peeben Langf, i Vébjörgum, sem
sérstaklega fæst við að koma upp tigul-
steins-verksmiðjum og móhnoðunar-verk-
smiðjum í Danmörku, ritaði i fyrra einkar
fi’óðlegagrein um tígulsteinsgerð á landi hér.
Það er nú tízka hjá oss, að íesta trölla-
trú á íslenzka „—fræðinga11 í ýmsum grein-
um, sem koma til vor hrákaraðir í'rá próf-
borðinu með bóklærdóminn hálfmeJtan
eða ómeltan og semja endileysu-áætlanir
um hitt og þetta, sem í framkvæmdinni
reynast lokleysur einar, er hvergi koma
rét.tu nærri. Oss hættir til að gleyma þvi,
að í verklcgum efnum meltist bóklærdóm-
urinn eldci nema við reynslu framkvæmd-
anna, og að próf-maðurinn, sem aldrei
hefir handtak unnið eða séð unnið í sinni
grein undir handleiðslu annara, sem reynslu
hafa, gerir stundum meira ógagn en gagn.
Hr. ingeniör Preben Lange er að visu út-
lendingur, sem aldrei hefir land þetta litið;
en auk þess lofsverða áhuga fyrir að vinna
oss gagn, sem lýsti sér í grein hans i fyrra
(Rvík V, 14. tbl.) og aftur í grein þeirri,
sem hann hefir á ný ritað fyrir blað vort
og hér kemur á eftir, þá ber oss að minn-