Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 07.03.1904, Blaðsíða 1

Reykjavík - 07.03.1904, Blaðsíða 1
Út.gefandi: hlutapélagi® „Retkjavík" Ábyrgðarmaður: Jón Ólafsson. Grjaldkerí og afgreiðslumaður: Ben. S. Þókakinsson. Arg. (60 tbl. minst) kostar með burðar- ejii 1 kr. (erlendis 1 kr. 50 au. — 2 sh. — 50 cts). Afgreiðsla: Laugaveoi 7. FRBTTABLA Ð — VERZLUN ASBLAÐ — SKBMTIBLAÐ — ADOLÝSINöABLAÐ. V. árgangur. Keisarynja Sínlands, sú arga norn, dáin! Hongkong, 17. Felr.: Keisaryn- jan er dáin. Embættis-tilkynning um það er engin gefln enn hvorki til þjóðarinnar né útlendra rlkja, og er þess heldur ekki að vænta, því að það er eldgamall sínverskur sið ur að dylja sem lengst lát þjóðhöfð- ingjans eða draga að gera það opin- berlega heyrinkunnugt [fyrr meir var það stundum dregið 1—2 ár]. Hins vegar fer það ekki dult, meðal hirð- manna og höfðingja þarlendra. — Allir embœttismenn í Canton full- yrða lát keisarynjunnar. Stríði ð. Eftir ensku vikublaði frá 21. f. m., er segir samfleytt tíðindi frá 15. til 20. Febr. og oss barst 4. þ. m. að kvöldi, setjum vér þessi atriði: Frá Tokio er símað 17. f. m., að Japanar hefðu sett talsvert riddara- lið á land í Wí-dsjú, sem er hafnar- borg á austurbakka mynnisins á Yalú-fijótinu. Næsta dag komu þang- að 2000 af her Rúsa; en eigi hafði enn slegið í orrustu. Nálægt Njú-tsjang má ráða af rús- Reskum fréttum að Japanar hafl og sett allmikinn her á land, og sé svo, þá eru Japanar byrjaðir að setja her á land beggja vegna nyrzt á Liao- tong-skaganum; en yzt á suðurtá hans stendur Port Arthur; og er þá svo að sjá sem þeir ætli að reyna að komast að að sækja þá borg frá landi og sjó í einu. Alexíeff varakonungur Rúsa hafði tilyknt, að. allir Japanar, sem í Mand- sjúrí ættu heima, skyldu mega fara ferða sinna frjálsir og óhindraðir úr landi. En þeir fyrstu 50, sem lögðu á stað í þessu trausti, vóru teknir höndum, er á járnbrautarstöð kom, og sendir í varðhald til Port Arthur. Konsúll Bandaríkja N. A. í New- tsjwang fór til og fékk lausar lát- Rar konur og börn þessara manna, en Ræsta dag vóru þær og þau tekin föst á ný og send á eftir mönnum sínum í varðhald. Konsúllinn mót- mælt þessari aðferð, er var þvert ofan í heitorð Alexíeffs og auglýs- ingu. — Kósakki í Njútsjwang tók fast- an ungverskan ferðamann nafnkunn- an og barði hann og meiddi; ferða- inaðurinn gat komið orðum ti< brezka konsúlsins og hann og Bandaríkja- konsúllinn, Mr. Miller, skárust í og fengu hann lausan, og ætlaði Kósakk- inn þá að berja Mr. Miller. Lög- reglustjórinn rúsneski bað auðvitað Mánudaginn 7. fyrirgefningar og hét að refsa Kó- sakkanurn harðlega. 400 Japanar vóru komnir til Muk- den, borgar við járnbrautina til Njú- tsjwang; Rúsar tóku þá fasta, rændu þá nesti, peningum og öilu fémæti (úrum, handhringum o. s. frv.), og og vóru þeir svo sendir í varðhald til Port Arthur. 13 konur vóru í þeim hóp, og tókst Mr. Miller að fá þær lausar látnar og gat sent þær úr landi heimleiðis. Bæði lögreglustjórnin í Njútsjwang og rúsneskir hermenn þar hafa alls konar illvirki i frammi við útlend- inga í borginni (sem er ein af þeim hafnarborgum í Mandsjúríi, er nýlega heflr verið opnuð öllum þjóðum). Þannig er þar hótel, er þýzkur mað- ur hefir reist, og höfðu þrír heldri menn japanskir, er vóru á heimleið að flytja sig úr landi, tekið sér þar bústað. Yfirmaður í lögregluliðinu brauzt þar inn með 10 lögregluþjóna, mölbraut og skemdi alt, sem þar var innanstokks á hóteiinu og tóku Jap- ana og börðu þá og misþyrmdu þeim og rændu þá peningum og gripum. Mr. Miller bjargaði þeim að lokum og þrem konum, er á hótelinu höfðu búið, og hafði lögreglustjórnin rétt áður, en á þetta fólk var ráðist, heit- ið því sérsaklega friði og vermd. Þetta eru að eins örfá dæmi af mörgum, því að blöðin eru dálkafull af svona sögnm um ódrengskap og siðleysi Rúsa. 100,000 hermenn á mánuði sögð ust Rúsar hér á dögunum geta sent austur til vígvallar; nú segja þeir 3000 á dag, en það verða 90,000 á mánuði. En enskir verkfræðingar, er séð hafa brautina og áhöld öll, segja það muni sönnu nær, að þeir geti sent 30,000 að eins á mánuði. En það segja báðir, að 36 daga só verið á leiðinni. En hvað sem um það er, þá ganga liðsendingarnar mjögilla. Hermerm- irnir eru sendir í opnum vögnum, og illa kiæddir, en margir þeirra koma sunnan af Suður-Rúslandi úr hlýju iandi. Frostið er um þessar mund- ir 45^/a stig á Celsius (Sö1/^ st. á Réaumur) og frjósa hermennirnir í hel á vögnunum hundruðum saman, en hinir, er lifa, verða ófærir af frost- bólgu, kali og sárum. Svo er vi'sta- laust í flestum forðabúrunum með brautinni fram, og svelta þessir vesa- lingar svo ofan á alt saman. Það er því ekki kyn, að nú eru megnir sjúk- dómar að koma upp í hernum. Þessi fregn má ætla, að elcki segi ófegurra af, en er, þvi að hún kem- ur frá Pétursborg til Berlinar. Marz 1904, Þrjú beitiskip Rúsa af Yladivostok- flotanum hafa Japanar sprengt upp. Aftur sýndu Rúsar rögg af sér ný- verið við Port-Arthur; fram undan virkjunum þar úti fyrir sást til þrigg- ja tundurbáta rétt undir fallbyssu- kjöftum virkjanna og skutu virkja- menn þegar á þá og hæfðu, aldrei þessu vanir, svo að þeir söktu bát- unum með allri áhöfn og þóttust nú vel hafa lumbrað á Japönum. En þá kom það upp úr kafinu, að þetta höfðu verið rúsneskir bátar, en ekki japanskir. Svo hér er alt á eina bók lært. Þegar árásin var gerð á Port-Arthur 14. f. m., var blind-snjóbylur, svo að varla sá handa skil. Kóreu-keisari hefir sent Japans-liði vín og tóbak að gjöf. Enskur sjóforingi var staddur í Port Arthur, er fyrsta árásin var gerð, og tók hann á eftir bát og reri alt umhverfis Rátvisan og Cæzarewitsj. Segir hann, að þau hafi fengið þá útreið, að við þau verði ekki gert framar; þau sé alveg úr sögunni. Að öðru feyti segir hann, að við ekkert af inum stærr'i vígskipum, er óvíg sé orðin í Port Arthur, sé auð- ið að gera, af því að eina skipakvíin þurra í Port Arthur, sem auðið sé að gera við skip í, sé svo lítil, að ekkert af inum stærri vígskipum sé auðið að taka inn í hana. Ymisleg tíðindi. Höfða-lj'ðlenda í Afríku. Þarvarð sá endir á kosningum til þings, að „framsóknarflokkurinn" (þ. e. enski kúgunarflokkurinn) varð ofan á og stýrir 5 atkv. meiri hluta á þingi. Sir Gordon Sprigg hefir því lagt nið- ur völd, en Dr. Jameson (óbótamað- urinn, sem réðst á Búa saklausa áð- ur en Búastríðið hófst) tekst nú ráða- neytisforstöðu á hendur. Baltiinore, Md. Þrem dögum eft- ir að eldurinn varð slöktur, tóku þrír af bönkunum í borginni til starfa aft- ur á nýjum stöðum í bænum. — Fjög- ui vátryggingarfélög fyrir eldsvoða í Baltimore hafa orðið að stöðva út- borganir. [Af því leiðir alls ekki, að þau verði endilega gjaldþrota öll]. Berlin, 19. Febr. Alkunnurbank- ari hór fyrirfór sér í dag. Hann hafði á fám dögum tapað aleigu sinni (400- 000 ríkismörkum) við verðfall það er varð á rúsneskum skuldabréfum. 10. tölublað. Roykjavík 7. Marz. Hvað flytur „Ceres“ nýtt af stríðinu, þegar hún kemur í vikulokin ? Ekki neittí — Því að „Reykjavík“ flytur það alt í dag. Fregnir frá 21.—29. f. m. í gærmorgun bárust oss blöð, er taka yfir 21.—29. f. m. samfleytt, svo að vér höfum nú tíðindi alt til þessa mánaðar byrjunar, [en „Ceres“ átti að fara frá Leith 1. þ. m.]. Setjum vér hér fyrst dálitla Dagbók yflr stríðið: 21. f. m. Japanar ráðast á Port Arthur á ný á sjó. 22. „ Japana-keisari fiytnr þakkir þeim brezku sjóforingjum, sem stýrðu beitiskipunum aðkeyptu frá Ítalíu til Japan. s. d. Verður vart við rúsneskt ridd- aralið við Andsjú í Norður-Kóreu. 23. „ Japanar reyna að reka tappa í stútinn á Port Arthúr-höfninni. 24. „ Rússar skora ritsímann milli Andsjú og Ping (Phong) Yang i Norður-Kóreu. 25. „ Japanar setja her á land í Possiet Bay OPossiet-vik) um 50 enskar milur suður ef Vladivostok. 26. „ Mr. Burleigh skýrir frá að 200,- 000 Japana sé að ráðast inn í Mandsjúri. s. d. Rúsar flýja úr Dalny. 29. „ Simskeyti frá Tokío segir tveir flutnings-flotar sé á ieiðinni, annar með landgöngulið til Port Arthur, hin með landgönguher til Vladivostok, 40,000 manns. Japariar hafa til þessa leynt svo meistaralega öllum flutningi og hreyf- ingum landhers síns, að enginn hefir til þessa neitt með vissu um það vitað. En nú er það að byrja að koma í ljós, hvað þeir hafa aðhafst. Mr. Bennett Burleigh, inn nafn- kunni fregnriti Lundúnabl. Daily Telegraph í Tokio, hefir sent blaði sínu fróðlegt símskeyti, og getur þess, að flutningsskip Japana hafi þegar flutt og sé enn í óða önn að flytja örmul af landher til vígvalla. Sumt af þessu liði — segir hann -, ef til vill 100,000, hefir verið flutt „eitthvað í námunda við Dalny.“ Hvert hitt hefir átt að fara, kveðst hann ekki vita með vissu enn (26. f. m.). Fjöldi stórra flutningsskipa er nú nýkomið aftur til Udsjína og er verið að flytja um borð í þau enn meiri landher til Dalny. Rúsar flýja og gefa upp Dalny. Sjanghai. 26, Fébr. Rúsar hafa

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.