Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 11.03.1904, Blaðsíða 4

Reykjavík - 11.03.1904, Blaðsíða 4
42 Leikfélag Reykjavíkur. Sunnudaginn 13. Marz verður leíkin Bjónleikur ■ 4 þáttum eftir LCMWia FULDA. Skotlands og með því var póstsend- ingum komið til Leith í veg fyrir „Ceres“, er væntanl. er hingað 11. þ. m. Landshornanna milli. --0 — Að norðan. Magnús Kristjánsson kaupm. á Akureyri ætlar að keppa um þing- mensKuna á Akureyri við Pál amt- mann Briem. Mannalát. Að Hallgilsstöðum í Pnjóskadal nýdánar Herdís Ingjálds- dóttir, ekkja Jóns Árnasonar frá Arn dísarstöðum, og Aðalbjörg dóttir henn- ar, kona Davíðs Sigurðssonar bónda á Hallgilsstöðum. Arndís lætur eftir sig 4 börn. Báðar dóu þær mæð gur úr tæringu. [„Gjallarh."]. — Yngi- bj'örg ungfr. Torfadóttir (frá Óiafs- dal) forstöðukona kvennaskólans á Akureyri, andaðist úr tæringu 6. f. m. Hún hafði verið prýðisvel ment- uð, og mesta atgervis og mannkosta mær. Á Akureyri vóru eftir nýsaminni kjörskrá 269 kjósendur; á næstu kjör- skrá áður 110. Þett.a hefir kjósend- um fjólgað þar við stjórnarskrárbreyt- inguna. (Nðl.). Sögunanuylna er sett upp á Húsa- vík og mölunarmylna í sambandi við hana. Önnur vatnsmylna var þar fyrir áður, og mala þær alt korn (eða mestalt), sem til kaupstaðarins kemur. (Nðl.) Snjór kominn allmikill, segir Nðl. 20. f. m., og hefir þessa viku verið snjókoma á hverjum degi. Oftast frostvægt, alt af logn, þar til er snjó- hríð kom í gær. Að austan komu engar fregnir með póstum og austurlandsblöðin ekki. Múlasýslu- póstur ókominn á Akureyri, er norð- anpóstur fór þaðan. En blaðamenn- irnir austfirsku ekki komnir upp á það enn, að senda blöð sín með sunnanpósti, og berast þau þó ávalt hingað nokkrum dögum fyr með honum. Seyðisfjörður varð nýtt kjördæmi í fyrra líka. Hvað ætli kjósendur sé J>ar margir? Einhver fyndinn mað- ur sagði í sumar, er leið, um Seyð- isfjörð: „Það var iika staður til að gera að sérstöku kjördæmi! í ár er Með s|s „Ceres“ nýkomið í verzl. V. Sttesen’s Epli, Appelsinur, Syltetau, margar teg. Crem-chocol. og marg fleira. þriðjungur fólksins fluttur þaðan norð- ur á Eyjafjörð; annar þriðjungurinn fluttur til Ameríku, og meginið af síðasta þriðjungnum kominn á sveit- ina.“ Hvað skyldu þá margir kjós- endur vera þar eftir? Seyðisfjarðar- blöðin leysa væntanlega úr þeirri spurningu. Tíðarfar á Austfjörðum hefir vei'- ið gott, hlákur og auð jörð. Afli lítili sem enginn síðan um jól. Ilvalveiðamaður (hr. Stixrud) var að setjast að í Reyðarfirðl (á Svínaskálastekk); var að byrja að reisa húsið. Að vestan. Fískafll góður, er á sjó gefur, segir „Vestri" 8. f. m. Mannalát. f 31. Jan. á ísafirði Slefán Jónsson, f. 1826 á Grýtu- bakka í Eyjaf — Nýdáinn létur Björnsson skipstj. í Hringsdal í nrn- arfirði. („ Vestri “). Eftirskrift. „Ceres" kom í morgun (11. Marz) og með henni engar fregnir af stríð- inu, aðrar en þær sem „Reykjavík" hafði þegar flutt í siðasta bl. 10. þ. mán. Af öðrum fregnum er þetta helzt: Séra Ólafur Hel gason dó af slagi á „Laura" á leiðinni út, og kom lík hans nú með „Ceres". íslamls-banki. Við hann verða auk bankastjóra Schou tveir íslenzkir bankastjórar, og er hr. bankabókari Sighv. Bjarnason skipaður inn fyrri af þeim; en in síðari staðan kvað vera boðin Páli amtmanni Briem með því skilyrði, segir náunginn, að hann afsverji næstu 9 ár alla þingmensku, pólitík og aðra synd og óguðlegt athæfi (til að tala með orð- um gamla Balle). Thorc-félagið. — Sakir „Scot- lands“-strandsins var ferð „Mjölnis" til Rvíkur trestað um 4 daga, svo að hann lagði á stað frá Khöfn 4. (í stað 1.) þ. m. og er því væntan- legur hingað 18. (í stað 14.) þ. m. Gamla bíiðin í Thomsens Magasíni býður alls konar smáar járnvörur („Isenkram") og smíðatól, alls konar búsgögn úr blikki og emaileruð, lukt- ír, lampa og alt þeim tilheyrandi óheyit ódýrara en nokkur önnur verzlun í Reykjavik. í stað „Scotlands" sendir félagið annað fyrsta flokks skip hingað frá Höfn 20. þ. m., og svo áfram þær ferðir, er „Scotland" átti að fara. Reykjavík og- grend. „Ceres" kom í morgun og með henni yfir 70 farþegar. Af þeim höfum vér séð hr. D. Gstlund (al- fluttur hingað aftur með fjölskyidu sína og prentsmiðju); hr. Þorst. Gísla- son ritstj. með konu, alkominn hing- að líka. Hr. Kr. Hallgrímsson hótel haldari á Seyðisfirði (snögga ferð); hr. Sig. Gíslason (til augnlækninga), fjöldi fólks af Seyðisfirði kom hingað til að leita sér atvinnu. Óverðsknlduð árás. í vikunni sem leið, var hér í bæ- jarblöðunum minst á ina nýju dúk- vöru verzlun Th. Thorsteinssons kon- súls með maklegu lofsorði. En eitt blaðið notaði það tækifæri tii að ráð- ast með iilyrðum og bölbænum á Thomsens-verzlun, stærstu og mikil- fenglegustu verzlun landsins, og iang- hæsta gjaldanda til bæjarsjóðs og landssjóðs. Henni var líkt við Rúsa, og óskað að hún „fengi skell", o. s. frv. Það er því hneykslanlegra að sjá slíkt í heiðvirðu blaði, sem það er með öllu óverðskuldað. Thomsens- verzlun hefir, frá því hún fyrst varð til, verið orðlögð fyrir ráðvendni, og eigendur hennar hver fram af öðrum verið valmenni. Síðan núverandi eigandi tók við henni, hefir hún aukist svo stórkost- lega, að það er beztur vottur þess, svo mikil sem verzlunarkepnin er hér í bæ, að Thomsens-verzlun þyki við- skiftagóð. En af því að hún hefir fyrst hér á landi tekið að verzla í deildum, og sett upp vinnustofur eg verksmiðjur, þá hefir íslenzka öfundin lagt nag- tennurnar að henni, og er téð blað- grein einn vottur þessa lúalega hugs- unarháttar. Hersvæðis-kort „ReykjaYíkur“ er nú full-skorið, og verður væntan- lega tilbúið handa kaupendum biaðs- ins á Mánudaginn. Smáleturs auglýsingar borgist fyrir- fram, 3 au. orðið, eigi yfir ló bókstafi Minst augl. 25 au. LÍTILL, laglegur bókaskápur óskast keyptur. Ritstj. ávísar. GÖTUSTÍGYÉL til sölu, fyrir afarlágt verð Ritstj. ávísar. PÚFF og nokkur gluggafög til söluhjá Guðna Simonarsyni, Bergstaðastræti_ TIL LEIGU 14. Maí herbergi fyrir familíu. Upplýsingar gefur Þórður Magn- ússon. Húsi Hróbjartar skósmiðs.__ ORGEL nýtt og vandað, er til sölu fyrir rnjög lágt verð. Ritstj. ávísar. DUGLEG og þrifin stúlka og telpa fyrir innan fermingu geta fengið gott pláss eftir 14. Maí á Laugavegi 43. Ágúst Bene- diktsson. BARNAVAGN til sölu, með góðu verði. Ritstj ávísar. [—12. SÁÐKARTÖFLUR góðar til eölu. Klapp- arstíg 10. Wi t’eir sem enn hafa ekld borgað síð- asta árgang „Reykja- víkur“, eru beðnir að gera það sem fyrst. Allar auglýsingar, sem birtast eiga í „Reykjavík" Verða að afhendast í síðasta lagi áhád. hvers jtfiðkaðags. Prentsmiðja Reykjavíkur. Prontari: Þorv. Porvarðsson. Pappirinn frk J6ni ólafssyni.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.