Reykjavík - 30.03.1904, Side 2
54
§
W
/Ts
ó'
/T\
W
0
/Tv
'si/
>*<
/Tv
*
/Ts
Si/
99
er harla nærri“ og hví er mönnum bráðnauðsynlegt að vita,
hvar þeir geti fengið heztar og ódýrastar vörur til páskanna.
Því vil ég mikillega ráða mönnum til þess að koma inn í
EDINBORG
og athuga vöru verð og gæði þar, því hvar halda menn að þeir geti
annarstaðar fengið t. d. HYEITI nr. 1 fyrir 11 aura
og alt eftir því?
%
*
>*<
%
*
>K
*
>k
*
*
'sL/
íí
í stað gufuskipsins „Scotland", sem félagið var svo óheppið að missa,
höfum vér keypt gufuskipið „Kong Tryggve", sem er 1. flokks farþegja og
farm-skip; hað fermir o: 900 Tons, og hefir sama hraða og „Scotland".
4. ferð áætlunarinnar fer gufuskipið „Jarl“, sem fer héðan samkvæmt
áætluninni þ. 20. þ. m., en „Kong Tryggve" heldur áætluninni frá 6. ferð
og fer héðan þ. 26. Apríl.
Ferðaáætluninni verður því haldið óbreyttri, og vonum vér að heiðr-
aðir viðskiftamenn félagsins sýni því ið sama traust sem hingað til, og
styrki það bæði hvað farþega og farm snertir.
Kaupmannahöfn þ. 18. Marz 1904
Yirðingarfylst
fyrir gufuskipafélagið „Thore“.
Thor E. Tulinius.
REIKJAVlKURBÚAR!
Þegar þér íarið að kaupa til
PÁSKAMA,
þá munið eftir búð
Til þeirra sem ætla að byggja.
Á næstkomandí vori frambýður Timbur- og Kolaverzlunin „Reykjavík"
alt, sem til byggingar þarf, nfl. Timbur, Járn, Cement, Múrstein, Saum,
Larnir, Farfa.
Reykjavík, 10. Febrúar 1904.
BJ. GUÐMUNDSSON.
Iroðið að láta flotann við Port Ar-
thur eigi liggja lengur inni i höfn,
heldur leggja honum út í víkina fyr-
ir utan höfnina og láta skipin liggja
har með vélar kyntar nótt og dag.
.Er auðsætt af því, að tilgangur hans
er, að halda til sjóorrustu ið fyrsta,
er færi gefst, (því að annars væri
Yolaeyðslan við þessa tilhögun til-
gangslaus), ella væri þáð mesta fá-
sinna, in sama sem henti Stark að-
mírál í fyrstu, að láta skipin liggja
úti á víkinni, þar sem tundurbátar
Japana geta náð til þeirra, ef eigi
væri flotinn allur viðbúinn að leggja
til orrustu.
Svo segja herfróðir menn, að þetta
sé alveg rétt aðferð af Makharoff,
því að. ef hann leggi ekki til höfuð-
orrustu á sjó, þá liggi ekki annað
lyrir rúsneska flotanum, en að Rúsar
verði sjálfir að sprengja skipin upp, þá
er Japanar taka Port Arthur, eða þá
að þau verði Japönum að herfangi.
Rúsar hafa þarna að líkindum altað
5 vígskip, meír og minna sjófæi;
svo hafa þeir eitt gott beitiskip bryn-
jað og tvö þilvarin beitiskip (Askold
og Kov’ik) og tíu tundurspilla1). Rúsar
geta engu hætt, við að leggja tilsjó-
orrustu; bíði þeir ósigur, þá væru
þeir þó farnir hvort sem er. En
takist nokkru af skipunum að sleppa
á braut, þá geta_ þau leitað hafnar í
tilutlausu landi. Að líkindum yrðu
þau þá að vera úr sögunni í þessu
stríði; en þeim væri þó bjargað sem
©ign Rúsa.
Japanar hafa sem stendur við
Port Arthur 5 vígskip, að minsta
kosti 4 bryn-beitiskip, allmörg smæni
beitiskip og tólf tundurspilla. Annar
floti þeirra mun nú mestailur vera
við Vladivostok,
íslands-banki. Upphaflega var
ætlað til, að bankinn heíði afgreiðslu-
deild í Kaupmannahöfn og yrði hr.
"Warburg forstöðumaður hennar (með
ca 5000 kr. launum?). Nú ei þeirri
lyrlrætlun breytt á þann hátt, að
Prívatbankinn hefir tekið að sér að
annast allar afgreiðslur í Höfn fyrir
ísl.-banka, og tekur íslending á skrif-
stofu sína lítinn tíma dags til að
lesa og þýða ísl. bróf, og verður hon-
um (einhverjum stúdent) borgað 60
—70 kr. fyrir um mánuðinn. ísl.-
banki sparar því allmikið fé við þetta.
En hr. Warburg verður þá ekkert
við bankann riðinri.
Bandaríki N.-A. Senator Hanna
dó þar 15. f. m. Hann var sá maður,
®r gerði gjaldþrota-manninn McKinley
að forseta Bandaríkjanna á sinni tíð,
1) Bryn-beitiskip (armoured cruiser), eru
stálvarin á brjósti og hlíðum og stálþiljur
að auk; þilvarin beitiskip (protected cr.)
eru ekki stálvarin að utan, en hafa stál-
þrynju á þiljum örskamt yfir sjó. Tund-
urspillar eru ákaflega hraðskreið herskip
vmá, gerð tii að elta tundurbáta og ná
þeim.
og var Hanna forseti að 'öllu nema
nafninu, meðan McKinley var í því
embætti. , Síðan hefir hann verið
einna áhrifamestur maður í flokki
samveldismanna.
Margir í þeim fiokki, sem þótti
Roosevelt ekki að öllu að sínu skapi,
vildu halda Hanna fram sem for-
setaefni af hendi samveldisflokksins
við næstu kosningar. Hanna lézt
taka því fjarri, og sagðist „hafa skrif-
að yfir 1500 bréf“ í ýmsar áttir til
að lýsa yflr því, að hann taki eigi
kosningu. En margir töldu orð hans
um það efni tvíræð, og höfðu það
til marks, að nánustu vinir hans og
nákomnustu blöð honum héldu hon-
um sífelt fram, og grunuðu hann því;
margir, að hann reri undir gegn Roose-
velt, undir niðri, þótt hann létist ,
fylgja honum á mannfundum, og
mundi hann ætla að steypa honum
frá kosningu í síðasta augnabliki, er
á tilnefningarfund kæmi, og koma,
sér að; en maðurinn talinn alt at
óheill. Nú hefir dauðinn skorið úr...
— Nú er staðfestur af Bandaþings-
málstofunni efri samningurinn við •
nýja Panama-þjóðveldið, svo að nú;
eru þeir samningar svo fullgerðir af :
allra hálfu, að eigi verður riftað.
Nefnd manna á að sjá um skurð-
gröftinn af hendi Bandaríkja-stjórnar,.
og verður Walker aðmíráll formaður
hennar. Hann hefir, samkv. New-
York-blaði frá 3. þ. m., er vór höf-
um í höndum, skýrt svo frá, að það-
muni taka alt að tveim árum að
gera þau mannvirki á eiðinu til und-
irbúnings, er nauðsynleg sé til þess.
að verkafólk og aðrir, er við skurð-
inn verða riðnir, mæti engri óholl-
ustu; höfnina í Colon (vestan á eið-
inu) þurfi að dýpka; borgin sjálf
(Colon) liggi í mýri, og verði því að
Jiœkka allan bœinn. í Panama-borg
(austan á eiðinu) þurfl að grafasorp-
ræsi og leiða vatn inn í bæinn;.
smábæina eða þorpin fram með,.
skurðinum þurfi líka að bæta stór-
um og reisa 2000 hús af ýmsri stærð
fram með honum. En sé 30,000—
40,000 manns settír í vinnu við
skurðgröftinn, þá telur hann mega,..
ef ekkert óvænt komi fyrir, hafa
skurðinn albúinn og opinn til siglinga .
innan 8 ára.
Antlré, loftfarinn sænski, er nú
„dauður að iögum“ eftir dómi, með
því að nú var liðinn sá tími frá
hvarfl hans, er til þarf eítir sænsk-
urn lögum (André fór frá Spitzbergen.
11. Júlí 1897).
Waldersee greifl og marskálkur,
sem stýrði þýzka hernum og hafði
yfirforustu bandaherjanna á Sínlandi
1900, dó 5. þ. m. í Hannóver. Hann
var fæddur 8. Apr. 1832 og hafði,
því næiri fulla tvo um sjötugt.
Dreyfus. Frumprófunum nýju r
máli hans fyrir sakamáladeild ógild-
ingardómsins í París var lokið 5. þ..
m. Málaflutningsmaður hans M. Mor-
nard kvað svo að orði, að ný rann-
sókn væri nauðsynleg eigi að eins,
fyrir róttlætis sakir við Dreyfus,
heldur engu síður sakir sóma og-
velferðar hersins franska,til að hreinsa
úr honum nokkra þá foringja, er
væru alls óverðir þess að bera ein-
kennisbúning hermanna.
Eftir 70 mínútna íhugun kvað
dómurinn upp þann úrskurð, að
málið bæri að taka upp á ný, og
skyldi gera ýtarlegri rannsóknir, er
dómstóllinn mundi sjálfur annast um
að gerðar yrðu.