Reykjavík

Útgáva

Reykjavík - 30.03.1904, Síða 4

Reykjavík - 30.03.1904, Síða 4
56 Mær í lögreglii-þjónustu, Sannar sögur eftir Í.Iiss Loveday Beooke. IY. Tygilhnífurinn, [Frh.]. Loveday þótti hlátur hennar vera glaðlegri en hún átti von á, eftirþví sem á stóð. í þessum svifum kom séra Hawke inn, og svo að segja í sama bili kom unga fólkið fram, það er verið hafði fyrir innan gula tjaldið. Gengu þau bæði áleiðis til dyranna. Ungi maðurinn var auðfejáanlega „Jack frændi“, hann var laglegur maður ungur, svarteygur og svartur á hár. Mærin var og ung, smá vexti veikbygð og björt yfirlitum. Það var auðséð, að hún var haudgengnari Jack frænda holdur en prestinum; því að undir eins og hún sá hann, varð hún fálátari og þurlegri. „ Við ætlum fram að leika á knatt- borði“, sagði Jack við séra Hawke og leit um leið forvitnisaugum á Loveday. „Jack,“ sagði gamli maðurinn; „hvað segðir þú til þess, ef ég segði þér, að ég hefði í huga að láta dubba upp alt húsið að innan, og að þessi mær væri komin til að leggja mór ráð í því efni?“ Nær því að skrökva, heldur en þetta, gat séra Hawke með engu móti fengið af sór ,að fara. „Ég mundi segja,“ svaraði Jack hiklaust, „að það skyldir þú ekki gera að sinni; það kostar töluvert." Svo gengu þau Jack út. Loveday tók þegar til starfa. „Ég ætla að byrja á að iitast um á fyrsta gólfi undir eins, “ mælti hún. „Yiljið þér gera svo vel að segja ein- hverri af vinnukonunum að sýna mér svefnherbergin. Ef hægt er, væri bezt að það væri stúlkan, sem þjón- ar Miss Monroe og konunni yðar.“ Séra Hawke kaliaði á stúlkuna og hún kom; hún samsvaraði húsinu að öllu leyti í sjón; en auk þess að hún var nokkuð gömul og sölnuð, leit hún undarlega fýlulega út, og yflr höfuð var á henni að sjá sem henni þætti séra Hawke gerast furðu- djarfur að vera að skipa sér nojckuð. Með þóttasvip og steinþegjandi sýndi hún Loveday svefnherbergi vinnuhjúanna, og setti upp merkileg- an svip, er hún sá, að Loveday var að smáskrifa eitthvað í vasabók sína. Með þóttasvip og steinþegjandi fór hún svo niður með hana og sýndi henni svefnherbergi hjónanna. Loks hratt hún upp hurðinni að einu svefnherbergi enn og mælti: „Þetta er herbergi Miss Monroe;“ og svo beit hún saman vörunum eins og þær ættu aldrei að opnast fram- ar. Þetta herbergi var, eins og liin herbergin þar í húsinu, húsgögnum Barnaföt eru lang-bezt og fjölbreyttasta úrval í THOMSENS MAGASÍN. Góða og gleðilega Páska, góðir vinir! Gleymið ekki, að 01ið og vínið er bezt, lang-bezt i verzlun Ben. S. Þórarinssonar. jUvuntueíni úr ull og silki í öUum litum, valin eftir nýjustu tízku, hanzkar, slipsi, Cachemeresjöl, SUMARSJÖL. SKRAUTSJÖL silkibróderuð, ákaf- lega falleg og fásóð. Dömuskór og stígvél og „Galoscher", og margt fleira fæst í Yefnaðar- vörudeildinni í Thomsens Magasín. V e r z 1 u n j)en. Stefánssonar, Laugavegi 12. Fókk með „Laura“ síðast ‘mikið af fallegu og fásóðu SIRZUNUM. Hvergi úr eins miklu að velja. Ennfr. Rekkjuvoðir, Rúmteppi hv. og misl., Borðdúkar hv., I.jereft, o. m. m. fl. Hálstau og Slaufur selst hvergi eins ódýrt, nú fyrir Páskaná. BARNAHATTAR og HÚFUR, nýkomið stórt úrval í Vefnaðarvörudeildina í Thomsens Magasín. Brent og malað K AFPI bezt í W. Fischer’s verzlun. búið á þann hátt, er tíðkast hafði á fyrstu stjórnarárum Victoríu drott- ningar. En það fanst Miss Loveday mest um, hve óvenju-snyrtileg öll umgengni var þar í herberginu; alt bar vott um svo glögt auga fyrir hægð og þægindum, að auðsætt virt- ist, að hór hefði fyrirtaks herbergis- þerna frá öllu gengið. Öllu var svo snoturlega fyrir komið. Sloppurinn lá breiddur yflr stólbak; frammi fyr- ir stólnum stóð skemillinn og gólf- skórnir þar við hliðina. Frammi fyrir búningsborðinu stóð stóll, og á japönsku smáborði við hliðina á því var hárgreiða, bursti, hárnála-askja og standspegill. „Það verður dýrt að skreyta þetta herbergi," sagði Miss Loveday og skimaði í allar áttir. „En mikil fyr- irtaks-herbergisþerna má það vera, sem Miss Monroe hefir! Ég hefl aldr- ei séð svefnherbergi, þar sem öllu er svo reglulega fyrir komið og jafn- framt svo þægilega og geðslega." Þernan fýlulega gat ekki vel hjá því komist að svara, er svo beint var á hana yrt, „Ég á nú að heita herbergisþerna Miss Monroe sem stendur,“ -svaraði hún stuttaralega; „en satt að segja þarf hún naumast á neinni þernu að halda. Ég hefl aldrei á ævi minni átt við neina hefðarmey, sem hefir verið eins og liún.“ „Þér eigið við, að hún geri svo mikið sjálf — afþakki svo mjög alla hjálp?" „Hún er svo, að óg hefi aldrei þekt hennar líka,“ svaraði þernan, enn úfnari í geði. „Það er ekki nóg með það, að hún vill ekkert láta hjálpa sér til að klæða sig, en hún býr um rúmið og kemur öllu í lag í herberginu sínu á hverjum degi, áður en hún fer út úr því, og setur meira að segja sjálf stólinn fyrir framan borðið." „Já, og tekur lokið af liárnála- öskjunni, svo að hárnálarnar sóu til taks,“ bætti Loveday við oglautum leið nokkur augnablik niður yfir jap- anska borðið. Húsgögn. Skrifborð fyrir karla og konur. Matborð. Stofuborð. Smáborð af ýmsri gerð. Þvottaborð. Chaiselonguer. Sófar. Etagerar þrens konar. — STÓLAR, stórt úrval og ódýrt. Barnavöggur. „Konsol“-speglar. Te- borð (Anretningsborð). Blómstur- borð. Náttborð. Rúmstæði úr járni með hálmdýnum. Trérúm. Barna- rúm. Dragkistur. Borðbúnaðar-skáp- ar o. m. fl. fæst í Zhomsens jVlagasin. kjólar, hattar, slipsi, kragar og alt sem þarf til þess að skreyta með kjöla, fæst í Dömufatadeildinni í Oiomsens jKagasín. Flestar vorur sem menn þarfnast til Páskanna, eru beztar og ódýr- astar i W. fischer’s verzlun. £ u n ð n r heitir inn nýi bústaður, sem hr. Stef- án B. Jónsson (frá Ameríku) hefir reist sér austan við Rauðarárlækinn hér í bænum. Davið ðstlunð heldur fyrirlestur í ILírufélagshúsiuu á Föstudaginnlanga kl 4 e. hád. Allir velkomnir SPORTFESTI týndist frft Iðnaðar- mannahúsinu til húss M. Benjamínssonar. TIL LEIGU, stofa með forstofu-inn- gangí, fyrir einhleyya lijá Guðm. Egilssyni trésmið. KVEN-ÚR fundið í Austurstræti. Páll Arnason lögregluþjónn. MADRESSUR til sölu, Skólavörðustíg 8. Hentugar hvalskurðarmönnum HERBERGI óskast til leigu handa skólapilti í Maí og Júní. Menn snúi sér til amtm. J. Havsteen, Ingólfsstr. 9. [—15. KYEN-ÚR týndist á Laugardagskvöld- ið, frá Aðalstræti upp á mó'ts við Vitastíg. Finnandi skili á afgreiðs'u þassa blaðs mót fundarlaunum. 2 ÍBÚÐARHERBERGI til leigu frá 14. Maí við Hverfisgötu 42. [—14. Allar auglýsingar, sem birtast eiga í „Reykjavík“ Verða að alTiendast í síðasta lagi áhád. hvers jííiðkuðags. Pbentsmibja Reykjavíkub. Prentari: Porv. Porvarðsson. Papi.lrinn frá, Jóni Ólafssyni.

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.