Reykjavík

Issue

Reykjavík - 28.04.1904, Page 3

Reykjavík - 28.04.1904, Page 3
7í> Þetta eru eftirtektarverð orð, af þvi að hér kemur fram eftirtektarverð kenning, sem er ný i landvarnarmanna munni, — sú kenning, að hver sú viðurkenning, sem gefin er „af-misskilningi“, sé ógild—mark- leysa, sem ekki skuldbindur neinn. Vór getum þá afsalað oss landsréttind- unum, myrt þjóðarsjálfstæðið svo oft sem vera skal — svo lengi sem vér gerum það „af misskilningi11, þá eru landsréttindin og þjóðarsjálfstœðið jafn-lifandi eftir sem áður. Það lítur helzt út fyrir að landsréttinda- kötturinn eigi 1000 líf! II. Hvert var annars þetta nýja banatilræði við vor „framliðnu11 landsréttindi, þessi sem alþingi gerði út af við í fyrra ? Það var í því fólgið, að þegar konungur kvaddi hr. Hannes Hafstein til að vera íslands- ráðherra sinn, þá lét hann forsætisráð- herra sinn rita með sér undir skipunar- bréf eða köllunarbréf hr. Hafsteins til að vera íslands-ráðherra sinn. Þetta er nú ódæðið, som unnið hefir verið. Og af hverju er þetta nú svo mikið ódæði r Af því, að mönnum í n. d. alþíngis sum- arið 1903 var vist ekki fullkunnugt um, hver föst og óbreytanleg tízka er um undirskrift á köllunarbréfi ráðgjafa, svo að er nefnd- aráiit n. d. var samið, fékst skotið inn þessum orðum: „Enda göngijm vér ab x>ví vfsu, að liann [o: ráðgj.] verði skipað- ur af konungi með undirskrift rábgjabans FVRIR ÍSLAND. „Að ganga að e-u vísu“ er sama sem „að telja e-ð víst“. Og „það má ganga að þvi vísu“, að nefndin í n. d. hefði ekki talið þetta víst, ef henni hefði verið það kunnugt, að það er stöbug regla, sem aldrei er irÁ vikib, að undir köllunarbréf allra ráðgjafa skrifar ávalt forsætisráðherr- ann, annaðhvort sá er frá fer, eða sá er við tekur, er ráðgjafaskifti verða. Þetta er auðvitað venja, en engin lög, en venja, sem ekki fæst vildð frá, enda stendur á engu, þvi að HEIMILT ER ÍSLAKDS RÁBHERRANUM AB rita líka undir, ef það þykir á nokkru standa. Sjálfsagt er venja þessi í fyrstu sprott- in af því, að í raun réttri snýr konungur sér, þá er hann þarf að skifta um ráðaneyti, að eins til eins manns, er hann leitar um við að mynda ráðaneytið ; sá maður verð- ur forsætisráðherra (og þarf ekki framar en hann vill að hafa stjórn neinna sér- stakra mála á hendi); hann kveður svo í rauninni alla hina ráðgjafana til með sér (með samþykki konungs auðvitað'. Eor- sætisráðgjatinn kveður því venjulega til með sér menn úr sinum stjórnmálaflokki; fari forsætisráðherrann frá, fer því venju- lega alt, ráðaneytið frá. En nú á þetta ekki heima um íslands- ráðherra; forsætisráðherrann ræður ekki kjöri lians ; hann fer ekki frá völdum þótt konungur annars skifti um ráðaneyti. Is- lands-ráðherra fer þá, og þá að eins, frá völdum, er hanu fær meiri hlut alþingis á móti sér, eða konungur neitar að fylgja ráðum hans. Annaðhvort bendir hann þá (en ekki forsætisráðherrann) konungi á eftirmann sinn, eða konungur snýr sér að forsprakka eða forsprökkum þess alþingis- flokks, er velt hofir ráðhcrranum úr völdum. Orsökin til að íors.ráðh. undirskrifar köll- unarbréf ísl.-ráðherra er því ekki in sama að þessu leyti, eins og til þess, að hann undirskrifar köllunarbréf danskra ráðgjafa. Að mostu leyti er orsökin án efa fast- heldni við gamla venju og form; en með- fram að líkindum einnig hitt, að forsætis- ráðherrann sem slikur er sem fulltrúi al- ríkisins, eini sambandsliður milli íslands- ráðherra og alrikisins. ísland”er að lögum einn hluti þess („óaðskiljanlegur hluti Danaveldis11), en með sérstökum*landsrétt,- indum. Það er ýmislegt, sem fer á milli fslands-ráðherra og alrikisvaldsins; því að þótt hann sé ráðherra íslands sérmála, þá verður hann eðlilega að koma fram sem fulltrúi íslands, þar sem vér þurfnm að eiga einhverja samvinnu við alríkisvaldið um þau sameiginleg alríkismál, er oss taka henda. 1 öllum slíkum málum á hann beint við forsætisráðherrann einan, en ekki við sérstarfa-ráðgjafana, nema þá fyrir hans milligöngu. Til dæmis að taka vilji lsl. ráðherra fara fram á, að alríkið kosti fé til landhelgisvarna hér, þá leitar hann ekki til danska flotamálráðgjafans né til innanrfkisráðgjafans, heldur til for- sætisráðherrans. Og veiti ríkisþing Dana fé til þessa, þá veitir það ekki féð á fjár- veitingabálki flotastjórnarinnar eða innan- rikisstjórnarinnar, heldur á 25. gr. fjárlag- anna. Þetta, eins og svo margt annað, sýnir nú fyllilega sérstöðu íslands-ráðherra og að hann er enginn grundvallarlaga-ráð- gjafi, eins og annars svo mörg önnur dæmi hafa verið til sýnd, og af engum beturen af hr. J. .T., þá er hann i samverki við hr. Einar Hjörleifsson ritaði í „ísaf.“ und- ir fangamarkinu Corpus juris. Anuars virðist svo fyrir einföldum leik- mannsaugum sem stöðulögin og stjórn- arskrá VOR sé ein út af fyrir sig næg sönnun þess og viðurkeuning frá allra hálfu, að grundvallarlög Danmerkur sé hér ekki gildandi, því að væri þau það, mundu téð lög koma í þvera mótsögn og bág við þau og þvi vera marklaus og ógild Hvað þýðir annars undirskrift ráðgjafa ásamt konungi undir skjal ? Hún þýðir það, að skjaíið sé gilt og ráð- gjafinn beri éhyrgð á þeirri athöfn, sem með skjalinu er gorð. Þetta þýðir hún Og EKKERT ANNAB. Hún þýðir meðal annars ekki það, að enginn annar geti og borið ábyrgð á inni sömu athöfu. Við kvaðningu nýs ráðgjafa (í Danmörku) eða ráðherra (á íslandi) ber auðvitað sÁ ábyrgð á kvaðningurmi gangvart sínum aðila, sem kvaddur er og tekur ab sér starfann, hvort sem hanu skrifar sjálfur undir köllunar-bréf sitt eða ekki, En þetta er víst, að ráðlierra íslands getur ritað sjálfur undir köllunarbréf sitt, efhann vill og þegar hann vill; og hvort sem hann ritar undir það eða ekki (hver veit nema hann hafi gert það ?), þá ber hann ábyrgðina af því alveg jafnt, hvort heldur er — ábyrgðiua af að hann er kvaddur til að vera ráðherra og hefir tek- ið það að sér. En svo rnunu landvarnarmenn vilja segja: íslands-ráðherra er ráðgjafi kon- ungs í sérmálum íslands, og því er kvað- nig hans til valda íslenzkt sérir.ál að eins og því ógild, nema köllunarskjalið sé und- irskrifað af íslands-ráðherra. En kvaðning íslands-ráðherra nú er alveg jafnmikið eða jafnlítið islenzkt sérmál sem kvaðning allra íslands-ráðgjafa hefir verið síðan 1874; allir íslands-ráðgjafar hafa, frá því vér fvrst fengmn stjórnarskrá, verið kvaddir til starfa samkvæmt stjórnarskrá Íslands — og köilutiarbréf livors eins og einasta Islands-ráðgýafa heftr til þessa verið undirskrifað af for- sæiisráðberranum ásamt kouuni i. Það þýðir ekkert, og væri hrein endi- leysa, að halda því fram, að öðru máli væri að gogna um ísl.-ráðgjafa fiá 1874 til 1904, sakir þess, að þá hefði enginn maður verið sérstakur íslandsráðgjafi ; þá hefði sarni n aður gegnt, bæði Isl. réðgjafa- störfum og öðrum ráðgjafastSrfum jafn- framt. — Nei, stjórnarskráin 1874 heimil- aði konungi að kveðja sér sérstakan ráð- herra fyrir ísland eða fela þau störf ein- hverjum af öðrum ráðgjöfum síuum. En starf Isl.-ráðgjafa var eins sérstakt starf fyrir þvi, þótt sá er þvi gegndi mætti jafnframt hafa önnur ráðgjafastörf á hendi. — Ef undirskrift þess köllunarbréfs, er kveður mann til að vera ísl.-ráðgjafi kon- ungs, er einvörðungu íslenzkt sérmál, þá var hún það alveg jafnt, hvort sem ísl.- ráðgjafinn gegndi fleirum ráðgjafastörfum eða ekki. Ef köllunarbréfið var að eins eitt fyrir hæði störfin, þá hefði bæði for- sætisráðherrann og ísl.-ráðgjafinn átt að undirskrifa það eftir áliti hr. J. J. En undir- skrift forsætisráðherrans var ávalt látin nægja ein. Enginn maður, hvorki Jón Sigurðsson, Bened. Sveinsson, Jón Jensson né nokk- ur annar maður, hefir nokkru sinni íyrri fundið ástæðu til að mótmæla þessari aðferð. En það er víst, að sé köllun hr. Haf- steins til að vera ráðherra konungs fyrir ísland ólög, marklf.ysa og ógild, þá á sér alveg sama stað um fyrirrennara hans alt frá hr. Klein til hr. Alberti og alla þar á millí. VÉR HÖFUM ÞÁ ENGAN LÖGLEGAN ís- LANDS-RÁBGJAFA HAFT FRÁ 1874 TIL ÞESSA DAGS. Herra Jón Jensson er þá meðal annars ekki löglegur dómari í yfirdómi landsins, því að veitingarbréf hans er þá ekki und- irskrifað af löglegum íslandsráðgjafa. Þetta minnir mig svo hnittilega á rök- leiðslu Benedikts heitins Sveinssonar, er hann hélt þvi fram, að með þvi að breyt- ing sú á ríkiserfðalögunum, sem gerði vorn nú verandi konung að ríkiserfingja Danaveldis, hefði aldrei verið lögð fyrir íslendinga til samþykkis og sérstaklega samþykt aí þeim, þá væri hann ekki lög- lega vor konungur; vér hefðum verið kon- ungslausir ab lögum síðan „sá hásæli kon- ungur“ Friðrik 7. dó. Og því væri, strangt tekið, engin lög né kgl. stjórnarathafnir, er orðið liefðu siðan dauða Friðriks 7., gild. Þegar rökleiðslur lögstirfninnar komast inn á landsvæði hlátursins, þá suýr alvar- an aftur við landamærin. III. Köllunarbréf berra Hafsteins er þvf al- veg jafn-löglegt eins og allra fyrirrennara lians; hann er eins löglegur ráðherra ís- lands eins og allir íslands-ráðgjafar hafa verið, alt irá hr. Klein til hr. Alberti. Að ýmsir þingmenn hafa ekki verið því fullkunnugir, hve föst og rík þessivenja er, að forsætisráðherrann undirskrifi köll- unarbréf allra ráðgjafa konungs, og þvi gert sér visa von um, að þessu yrði nú hag- að öðruvis en að sú von hefir brugðist, það getur engri breytingu valdið ágildi köllunar- bréfsins. ITndirskrift ísl.ráðgj. var hvergi að skilyrði gerð. Þvert á móti komu fram í efri deild mjög skýr ummæli um það, að alls engin trygging væri fyrir, að und- irskriftinni yrði hagað eftir þessari von og ósk þingsins. Það var Dr. Valtýr Guð- rounds8on, sena gaf þinginu þetta svo glögt í skyn, að það skyldi ekki reiða sig of mjög á þetta (Alþ-tíð 1903, A, 109. dlk.). Tilætlun nefndarinnar í n. d. með að láta í ljósi, að hún gangi að því vísu, að ráðgjafinn fyrir ísland (Alberti) ritaðimeð konungi undir köllunarbréfið, var auðvit- að sú, og sú ein, að skora á stjórnina að liaga þessu svo. Hr. Alberti, en ekki hr. Deuntzer, hafði skriflega kvatt hr. H. á konungs fund ; hr. Alberti, en ekki hr. D., hafði geugið með honum á konungs fund; lir. Alberti, en ekki hr. D., hafði skriflega tilkynt hr. H., að konungur ætlaði að kveðja hann til ráðherra, og hr. A. hafði shrifað undir umboð hr. H. til að undirbúa stjórnar- skiftin hér, og ritað landshöfðingja um þetta efni. Hr. H. hafði því enga ástæðu til annars en að ganga að þvi"visu,? að hr. A. mundi einnig undirskrifa með konungi köllunarbréf sitt. ,*.J En er hann kom til Hafnar aftur, var köllunarbréf hans út gefið og undirskrifað af konungi og forsætisráðherra. O g þ e s s var enginn kostur að fáþessu b r e y 1.1. Hvað átti hann að gera? Vafalaust átti hann að gera það sem hann var viss um að væri vilji meiri hluta þings og þjóðar. Ef hann hefði þá lagt þegar niður emb- ætti sitt, þá s k i 1 d i stjórnin það svo, og hlaut að skilja svo, að hann afsalaði sér fyrir sína hönd sjálfs o g m e i r a h 1 u t a a 1 þ i u g i s, að nokkur maðurTúr þeim flokki tækist ráðherrastarf á hendur, ef köllunarbréf hans væri nndirskrifað][af forsætisráf herranum; en öðru vildi stjórn- in ekki að ganga og var þá neydd til að snúa sér til manns úr hinum ílokknum (minni hlutanum). Og sá maður ^ar við hendina. Dr. Val- týr Guðmundsson beið með óþreyju eftir, að hr. Hafstein kynni að segja af sér. — H a n n (Dr. G. V.) var fús til að takast ráðherrastarfið á hendur með undirskrift forsætisráðherrans. Hann gat vel gert það fyrir þá sök, að hann var engum umiuæ’.- um bundinu um að bann gengi að iiðru. fyrirkomulagi vísu. Þet.ta fyrirkomulag var víst ekkert á móti hans skoðnn eða því sem liaun hjóst við. — Hér hefði því ið sama orðið ofan á, hvort sem hr. Haf- stein hefði afsalað sór ráðherrastarfinu eða ekki. Það hefði engin önnur afleiðing oi'ðið af því en sú, að vor fyrsti ráðherra hefði orðið minnihlut a-maður, og þingræðið moð því brotið á bak aftur í fyrsta spori, Þ a ð hefði verið „laglega riðið úr hlaði“. Hvort s ú aðíerð hefði verið samkvæm ósk meiri hluta þingsins, því getur hver maður getið nærri. En tæplega verður álitið„ að málgagn m i n n i h 1 u t a n s sé bærast til þess að segja hér til um vilja meiri- h 1 u t a n s. IV. Þegar hr. II. Hafstein fór utan í þinglok 1901 og fékk stjórnina til að koma fram með nýtt frumvarp í stjskr.-málinu, þar sem ákveðið væri að ráðherrann yrði búsettur á íslandi, þá fór hann ekki fram á, og þá kom ekki til tals, að sett yrðu inn í frv. orðin „í ríkisráðinu". En það er alment haft fyrir satt, að Dr. V. G. hafl komið því til leiðar um vetur- inn, að þessi orð vóru sett inn. Og það er hætt við, að það verði haft fyrir satt, þangað til Dr. V. G. kem- ur með skýlaust vottorð stjórnarinnar um ið gagnstæða. Þetta var houum ekki láandi, frá hans sjónarrniði, þar sem það -mun lengst um hafa verið hans skoðun, að þetta ætti svo að vera. Og því síður var það tiltökumál, þótt það hefði vakað fyrir honum jafnframt, að þessi orð yrðu þyrnir [sá í augum manna, sem aftraði þeirn frá að þiggja boð stjórnarinnar, búsetu- frumvarpið, sem nú er að lögum orðið, en leiddi menn heldur til að að- hyllast Hafnarstjórnarfrumvarp hans, sem hann og „ísaf.“ og „Þjóðv.“ á- líta, að oss hefði verið miklu hag- feldara. 1902 hefur Dr. V. G. landvarnar- stefnuna með ritgerðum sínum í „ísaf.“ (30. Júlí og 2. Ágúst) undir gervinöfnunum „Hávarðui höggvandi"

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.