Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 26.05.1904, Blaðsíða 2

Reykjavík - 26.05.1904, Blaðsíða 2
94 Port Arthur virðast Rúsar hafa náð samgöngum við aftur snöggvast. Japanar höfðu, að pví er séð verður, haldið mestu af liði sínu norður í átt til Njú tsjang, fullöruggir þess, að ^þeir hefðu gert járnhrautina öfæra; en Rúsar þykjast hafa bætt hana aft- ur og komið einni járnbrautarlest suður til Port Arthur hlaðinni nieð púðri, og komist svo til baka aftur. En er Japanar urðu þessa varir, tóku Jteir þegar aftur brautina og haía sett þar nægt heriið til að gæta hennar, svo að Port Arthur er aftur af skor- ið öllum samgöngum. Svo er að sjá, sem Japönum sé ekki um að sprengja mikið upp at brautinni eða skemma; munu ætla sér að nota hana sjálfir sem fyrst. Japanar missa tundursJcip. Rúsar höfðu fylt alt með sprengivélum haf- ið með landi fram norður af Talien- wan og var af því háski búinn öll- um skipum, er þar þurftu að landi að leggja, hvort heldur verzlunar- skipum eða herskipum. Japanar hafa því verið önnum kafnir að íiska upp sprengivélarnar og hreinsa þannig skipaleiðina. En við þetta urðu þeir fyrir því slysi, að ein vól sprakk, áð- ur þeir næði henni upp, og sprengdi hún tundurskip, sem var að vinna að þessu, og fórust þar sjö menn, en aðrir sjö urðu sárir eða meiddust.— Þetta er fyrsta herskip, sem Japan- nr hafa mist í stríðinu. Liðflutningar Japana. Símskeyti frá Seoul 9. þ. m. segir, að nýlagður sé þaðan á stað 83 flutningsskipa- floti með 70,000 hermenn um borð, og átti ein herdeild af því liði að fara á land á Ljá-tung-skaga, en hinn herinn allur til Takúsjan (vestur af Antung). Síðari fregn segir alt það lið á land komið heilu og höldnu. Fregnriti Chicago-blaðsins „Daily News“ er á vakki á eimskipi, sem „Fawan" heitir og blaðið hefir leigt. Hann símar 12. þ. m. til blaðs síns: Japanar bönnuðu oss að nálgast Iand austan á Ljá-tung-skaga, sögðu þar væri alt fult af sprengivélum enn með ströndum fram. Japanskur for- ingi, sem kom um borð til vor, sagði Rúsar væru að reyna að veita mót- spymu hvervetna á skaganum, en það kæmi fyrir lítið; „þeir hrökkva hvervetna undan oss. Vér erum al- veg hlessa á Rúsum annars; þeir eru engu hraustari viðureignar í orrustu heldur en Sínverjar". Fregn- riti þessi segir, að búast megi við, að ráðist verði á Port Arthur bæði frá sjó og landi um 16. þ. m. Bréf frá einum foringja í stórskota- liðinu í Port Arthur segir svo frá: Port Arthur er óvinnandi að kalla má; þreföld röð skotvirkja umkringir hæinn; fram af hverri skotvirkjaröð er höll brekka („glacis) og neðan við hana víggröf og gaddavírs-girðing innan við gröfina. Vér höfum nóg skotfæri og vistir til 9 mánaða. — Japanar segja, að bærinn verði þrot- inn að vistum innan missiris. Þeir (Japanar) eru nú að flytja stórar fall- byssur að til umsátursins. T ladivostok. Þaðan er þess að geta, að Japanar hafa tekið á sitt vald Port Lazareff, höfn skamt frá Vladivostok, og hafa þar fasta stöð fyrir flotadeild sína, þá er varðkvíar Vladivostok; en flotadeild Rúsa þar verður að halda sér inni á höfn í Vladivostok og þorir ekki sig að hreyfa þaðan. Eiga nú Rúsar enga fleytu lengur í Asíu-höfum, er geti á haf út haldið. Onýt tilraun. Rúsar höfðu sent berdeild nokkra austur yfir Yalú nyrzt, eitthvað á fjórða þúsund manns, eða fullar fjórar þúsundir. Þetta lið hefir brotist þar suður yfir fjöllin og inn í Norður-Kóreu, og ætlaði það að reyna að slíta 3amgöngu linu Jap- ana milli Andsjú og Widsju. Flokk- ur af þessu liði, um 1000 manns, réðst á Andsjú; vóru Japanar þar fámennir fyrir, en vörðust vel; þó segjast þeir ekki hefði getað haldið bænum til lengdar, ef sér hefði ekki komið liðsauki frá Fong-yang. En er þeim kom hjálp þaðan, hröktu þeir Rúsa af höndum sér. Svo hólt nokk- uð af riddaraliði Japana, er hafðist við í bæjunum milli Andsjú og Wíd- sjú, norður í land, til að reyna að komast norður fyrir herflokk þann, er réðst á Andsjú, og varna honum að komast burt aftur. Segir síðasta fregn, að þeim hafi tekist að króa af 200 Rúsa af því liði, og muni þeir verða að gefast upp von bráðara. Japanar setja lier á land nærri Njú-tsjang. Á Þriðjudaginn fyrir Hvítasunnu, þ. 17. þ. m., símar fregn- riti „Daily Telegraph" (London), að morguninn áður (Mánud. 16.. þ. m.) hafi mikill floti flutningaskipa og nokk- ur herskip Japana haldið að landi til Kai-tsjá, sem er jprnbrautarstöð (og höfn) 20 mílur enskar suður og aust- ur af Njú-tsjang. (Þessi litli bær er sýndur á herkorti voru og markaður sem lítið o í járnbrautinni rétt upp af stafnum M. í nafninu MANDSJÚRÍ, en nafnið stendur þar ekki, og getur hver maður skrifað það við). Lið nokkurt rúsneskt með fallbyssur var fyrir til varnar; en fallbyssurnar frá herskipum Japana létu kúlur sínar syngja þeim um höfuð, Rúsunum, svo lystilegan rammaslag, að fallbyssur Rúsa þögnuðu, en Rúsar tóku þegar að dansa eftir lagi Japana og döns- uðu sem fætur toguðu út úr bænum Og upp í járnbratarvagnana og þeystu norður í land stundu eftir nón. Er þar styzt frá að segja, að Japanar settu þar 20,000 hermanna á land. Næsta dag héldu Japanar þegar á eft- ir gangandi norður eftir, og er mælt að von væri á meiru landgönguliði þegar á eftir. Rúsar kváðust ætla að halda undan til Hai-tsjeng, sem er járnbrautarstöð 15 mílur (enskar) norður af Njú-tsjang. Þangað ætluðu Japanar að elta þá. Á Mánudagskvöldið, er þessi tíð- indi fróttust til Njú-tsjang, héldu Rúsar burt síðasta herflokki sínum, er þeir höfðu haldið þar, og héldu þeir með járnbrautinni norður til Hai-Tsjeng. Þar kvað lið þeirra ætla. að veita viðnám„ en verði þeir hrakt- ir þaðan, ætla þeir að halda undan noi'ður til Ljá-tsjang; þar segjast þeir hafa 70,000 manns til varnar. — Aftur segja síðustu símskeyti 17. þ. m., að Kuropatkin sé að búast brott úr Ljá-tsjang með alt sitt lið, og ætli ekki einu sinnni að stað- næmast í Múkden, heldur halda beint norður til Tsjarbin; það muni taka Japana 6 vikur að elta sig þangað, en þá geti hann mætt þeim þar með 225,000 manns. Hversu sem þetta fer (en það fregnast nú innan fárra daga), þá er hitt víst, að Japanar eru komnir með meginher sinn að austan rétt að Múkdrn, og er herinn í þrem deildum. Ein kem- ur sunnan og austan að, önnur að austan, en þriðja er komin norður fyrir Múkden, og getur ráðist á að norðaustan. Er það lið komið svo nærri, að því er Rúsar segja, að Japanar geta lagt til orr- ustu þá er þeir vilja. Og svo eltir nú þessi ný-lenti her frá Hai-tsjá flóttann að sunnan, og verð- ur þá sótt að Rúsum frá þrem hlið- um í senn við Múkden. Kúrópatlán og Alexieff eru nú komnir í hár saman; sýnist sitt hvorum um varnirnar. Kúropatkín kennir Alexieff' ósigurinn við Yalú; segir þar hafi verið farið eftir hans fyrirskipunum, er hann hafi gert þvert ofan í sínar fyrirskipanir. — Kúrópatkin vill sprengja upp rús- nesku skipin i Port Arthur og ekki láta verja þann hæ; vill reyna að halda her suður á við og reyna að bjarga setuliðinu í Port Arthur, er hann vill láta flýja þaðan, og halda svo öllu liðinu norður til Tsjarbin nú þegar. Alexieff segir Rúsland megi ekki missa skipin, og ef þeir gefi upp Port Arthur, verði það svo nnkill virðingar-hnekkir, að þeir megi ekki við því. Rúsakeisari og hans ráðunautar í Pétursborg eru sam- dóma Alexieff um þetta. Mannúð Japana. Rúsnesku fang- arnir særðu í Antung una vel sín- um hag. Kuroki hershöfðingi Jap- ana heimsótti þá og gaf öllum stór- gjafir, 90 krrónu virði hverjum. Lofa Rúsar hann mjög fyrir. Antung unnin fyrir Sinverja. Jap- anar hafa tilkynt yfirhershöfðingja Sínverja í Mandsjúrí, Seng-Tsjá, Tart- ara-höfðingja, að það sé Sínverjum til handa að þeir hafi unnið Antung, og skora á hann að senda þangað sínversk yfirvöld til að taka, við stjórn- inni, og biðja hann að skora á sín- verska kaupmenn, er þaðan höfðu allir flúið, að hverfa nú heim aftur og reka í friði atvinnu sína. — Þetta hefir vakið inn mesta fögnuð meðal Sínverja um alt Mandsjúrí. Frakkar borga brúsann? Rúsar hafa nú samið um lántöku á 32 milíónum punda (567 mil. króna) og ætla franskir auðmenn eða bankar að fleyta því láni (fyrir 5°/o), hversu sem það gengur. — Þá er fram vórui lögð skuldabréfin fyrir inu nýja láni; Japana, er vér gátum um nýlega, L Lundúnum og boðin til kaups þar,. þá var svo mikið framboð peninga,. að boðin var tvítugföld sú upphæð,. er á þurfti að halda. Okyrrist í Bústandi. Frá Yínar- borg kemur sú fregn 11. þ. m., að; byltingamenn í Rúslandi sé farnir að hreyfa sig. Stjórnin rúsneska hefir- nýlega komist að uppreistarsamsæri, og var tiigangur þess, að sprengja upp virki öll og herforðabúr, er til næðist í Rúslandi, en myrða keisara. og Plehve innanríkis-ráðgjafa. Eru sterkir verðir nú settir um öll virki. og herforðabúr, og lífvörður keisaræ. aukinn mjög. Einn af samsæris- mönnunum Ijóstaði öllu upp fyrir 180,000 króna mútu frá lögreglulið- inu. Tilraun, er vartvarð við um dag- inn, til að sprengja upp herforðabúr- in í Kronstadt, og jafnvel bæinn all- ann, vár ein grein afþessu samsæri,. en átti ekkert skylt við Japana. Scrbía. Pétur konungur er nær örvita orðinn af svefnleysi; nær sem hann festir blund, dreymir hann þeg- ar, að Mílan heitinn Serba-konungur- æði vopnaður um alla höllina og hrópi á hefnd yfir morðingjum Alex- anders sonar síns. England. 8. þ. m. andaðist Jór- víkur-Páll (York-Powell) „regius pro- fessor" í sagnafræði við Öxnafurðu- háskóla. Hvað kostar vatnið úr brunnunum? Auðvcldnr reikningur. Það kom í Ijós 1902, þá er rann- sökuð var vatnseyðsla í bænum, að teknir eru úr brunnum bæjarins að meðaltali 17 pottar á mann á dag; fátækt fólk tekur minna, sem sé tæpa 6 potta á mann á dag, en efn- að fólk meira, sem sé 21 pott á mann á dag. Hver vill sœkja einar vatnsfötur, það er að segja 30 potta eða 60 pund af vatni, úr brunni, góðan götu- spöl og jnn í hús, fyrir 4 aura? 4 aurar eru boðnir fyrir vatnsföt- urnar! Hver vill sækja vatn úr bæ- jarbrunnunum allan ársins hring fyr- ir þetta verð? Ég ætla að gera ráð fyrir því, að- þetta þyki ekki vel boðið, þyki slæm og illa borguð vinna, og munu flest--

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.