Reykjavík - 16.09.1904, Blaðsíða 3
167
N° 10 ===== i^o 10 — No 10
REYNIÐ
og þér munuð eigi vilja aðra tegund.
Selt hjá öllum helztu kaupmönnum á Islandi
og um allan heim.
N" 10 ===== N° 10 ===== N° 10
Til neytenda ins ekta Kína-Lífs-Elixírs.
Mcð því að inar gömlu birgðir hafa um hríð verið útseldar, þá er nú nýjum
birgðum við aukið. Sakir ins mikla tollaulca hefi ég neyðst til að hækka verðið upp
í 2 kr. flöskuna. — A)t um það er elixírið ekki dýrara neytendum, heldur en áður,
með því að með nýjum vélum hefir það tekist að draga miklu sterkari lög úr jurtunum,
svo að nú endist eins vel úr einni flösku eins og áður úr tveimur. Um það getur
reynslan sannfært hvern mann.
Elixírið fæst í Reykjavík hjá
H. Th. A. Tliomsen, J. P. T. Bryde, Jes Zimsen, Jóni Þórðarsyni,
Bened. Stefánssyni, Guðm. Olsen.
Kaupmannahöfn V. í Ágúst 1904
Waldeinar Petersen, Nyrej 16.
en þar skyldi hann fá bréf frá henni
með vitneskju um, hvar hún væri
niður komin. — Undir eins og Miss
Monroe var komin um borð, virðist
hún hafa róið að því öllum árum að
ryðja úr vegi öllum tálmunum fyrir
fyrirætlun sinni, og þá lá næst að
reyna að losna við sínversku þernuna,
sem líklega iiefir verið trú föður henn-
ar og hefði getað orðið fyrirætiun
hennar til tálma. Ég efa ekki, að
þeman hafi þjáðst af sjóveiki — þetta
vai fyrsta sinn sem hún kom á sjó —;
en ég efa heldur ekld, að Miss Mon-
roe hafi gert alt til að auka lífhræðslu
hennar og róið öilum árum að því,
að hún færi af skipi við Malta og
og sneri aftur til Sínlands með fyrsta
póstskipi. Þá lá næst fyrir að reyna
að finna hentuga stúlku, sem fáan-
leg væri til fyrir góða borgun að lát-
ast vera Miss Monroe og leika þann-
ig á vini hennar í Englandi, meðan
Miss Monroe færi sjálf sinna ferða og
kæmi svo ár sinni fyrir borð sem
henni þætti bezt henta. Þessa stúlku
fann hún, þar sem Miss Mary 0’ Grady
var; hún var á þriðja farrými á „Co-
lombo“, skipinu, sem Miss Monroe var
á, og hafði hún komið um borð í
Ceylon ásamt móður sinni. Eftir því
sem ég hefi séð, hljóta þær mægður
að hafa verið að heiman frá ættjörðu
sinni í mörg ár. Þér vitið nú sjálfur,
hve vel sú stúlka hefir leikið sitt hlut-
verk á heimili yðar — hversu hún
hefir forðast alla kunningja Sir Ge-
orge Monroe, er þekt höfðu hann í
Sínlandi og hefðu kunnað að geta
ílækt hana inn í samtal, er hefði
komið ókunnugleik hennar upp um
hana. Þér vitið, hversu hún hefir
forðast að skrifa nokkuð, svo að ekki
U
„Já, já, kæra Miss Brooke,'1 tók
séra Hawke nú fram í, „en væri
ekki bezt að við færum bæði undir
eins til Charing Cross hótelsins og
reyndum að fá alla vitneskju, sem
við getum, um Miss 0’ Grady, og
hvað hún hefst nú að — annars kann
hún að fara þaðan, svo að við miss-
um af henni.“
„Ég held ekki sé nein hætta á því.
Hún bíður þar rólega eftir svari upp
á símskeyti, sem hiin sendi fyrir góð-
um tveim klukkustundum til móður
sinnar, Mrs. 0’ Grady, Woburn Place
nr. 14, Cork.“
wEn i hamingjunnar bænum! Hvenr
inn í dauðanum farið þér að því, að
geta vitað alt þetta?“
„O, þetta síðasta er nú ekki ann-
að en árangurinn af ofurlítilli breliu,
sem sá maður hefir leikið, sem ég
hefi sett til að hafa gætur á Mary
0. Grady í dag og öilu, sem hún ger-
ir. En það segi ég yður satt, að það
hefir verið talsvert örðugra að kom-
ast að hinum atvikunum í þessu
flókna máli. Að ég rataði á rétt
spor í fyrstu í þessu máii, það held
ég að ég megi þaltka tygilhnífunum,
sem þér vóruð hræddastur við.“
„Ó!“ sagði prestur og stundi þung-
an; „nú komum við að tygilhnífun-
um! Nú vona ég að þér getið sef-
að ótta minn við þá.“
„Það held ég. Þykir yður ekki
kynlegt að heyra, að það var ég, sem
sendi yður þrjá tygilhnífana í morgun ? “
„Þór! Getur það verið?“
„Já, ég sendi þá, og nú skal ég
segja yður ástæðuna. En það er bezt
að byrja á upphafinu. Tygilhnífar
þessir, sem vöktu hjá yður umhugs-
un um banaráð og blóðug morð,
eru mjög lauslega. dregnir með blý-
janti, og mér datt þegar í hug að
leggja í þá aðra miklu friðsamlegri
þýðingu, en þér gerðuð. Mér virtust
tygilhnífs-myndirnar miklu líkai i mynd
á skjaldmerki, heldur en rýtingum
þeim sem meðlimir leynifélaga ógna
óvinum sínum með, Ef þér viljið
líta á myndirnar aftur núna, þá vona
ég yður skiljist, við hvað ég á.“
Að svo mæltu tók hún upp úr
borðskúffu sinni umslögin með tygil-
hnífa-myndunum í, þeim sem sóra
Ha^’ke hafði orðið hræddastur við.
Svo hélt hún áfram:
„í fyrsta lagi er nú blaðið á al-
mennum rýtingi eða tygilhníf að
minsta kosti tveir þriðjungai af allri
lengdinni. En hór á myndunum ei
blaðið engu lengra en meðalkaflinn
eða skaftið. í annan stað sjáið þér,
að hér vantar haudbjörgina, sem nú
er á hverjum rýting; í þriðja lagi vil
ég benda yður á, að meðalkaflinn er
strendur, og minnti það mig á ímynd-
líkan krossfaranna. Engin manns-
hönd mundi halda um meðalkafla
þann, sem hér er dreginn. Eftir að
þér fóruð í gær, fór ég á Brezka safnið
(British Museum) og leitaði þar í
skjaldmerkjabók ágætri, sem oft hefir
mór að haldi komið. Þar fann ég
grun minn staðfostan, og það á þann
hátt, er furðu vakti. Meðal mynda
af ýmsum krossum á fornum skjald-
merkjum, fann ég einn kross, er Henri
d’Anvers hafði valið til að marka
á hjálm sinn, þá er hann réðst í lið
með krossförum undir Játvarði fyrsta.
Þetta merki hefir síðan orðið ætt-
gengt hjálmmerki afkomenda hans.
Þetta þóttu mér mikil tíðindi, því að
þetta krossmark var sama tygilhnífs
eða rýtings myndin, sem nú hafði
send verið yður tvívegis af einhverj-
um manni í Cork; og það virtist
örðugt að skilja þetta á annan hátt
en þann, að þetta merki ætti að vera
eins konar orðsending eða skeyti til
einhvers á yðar heimili. Með þetta
í huganum fór ég nú til útgerðar-
manna „Colombo’s“ og bað hann um
að fá að sjá skrá yfir farþegana, sem
með því skipi höfðu komið. Mér
þóttu þeir furðu-fáir, og lítur helzt
út fyrir að fáa fýsi að sigla Fetla-
fjörð (Biscaya-flóa) um jafndægraleyt-
ið. Einu farþegarnir, sem í land höfðu
farið í Plymouth, auk Miss Monroe,
vóru Miss og Mrs O'Grady, farþeg-
ar af öðru farrými, og höfðu þær
komið um borð í Ceylon, á heimferð
frá Ástralíu. Nafn þeirra var auðsjá-
anlega írskt, og bæði það og svo hitt,
að þær stigu af skipi í Plymouth,
benti á, að vel gæti verið, þær hefðu
ætlað til Cork. Ég bað því um að
fá að sjá skrána yfir farþegana með
skipi því er frá Sínlandi kom næst
á eftir „Colombo", og sagðist ég hafa
átt von á að vinur minn hefði verið
með skipinu. Á þessari skrá fann
óg fljótt nanfnið William Wentworth
Danvers. En það lá nærri að ætla,
að Danvers væri sama nafnið nú, sem
d’Anvers á krossfaratímunum“.
„Nei, en sú ósvífni! Að hann
skyldi vera svo djarfur — og breytti
ekki einu sinni nafninu!"
„Nei, hann gat auðvitað alt af bor-
ið eitthvað fyrir um heimferð sína,
sagt að annaðhvort foreldra sinna væri
veikt eða annað því um líkt. Og
hvernig sem var, þá gat Sir George
Monroe aldrei heft för hans, hve illa
sem honum féll að hann færi svona
rétt á eftir á hælana á dóttur sinni.
— Hann fór líka af skipi í Ply-
mouth.
„Lengra en þetta var ég nú ekki
komin með eftirgrenslanir mínar, þeg-
ar ég kom til yðar síðdegis í gær,
En meðan ég beið fáein augnablik í
í herbergi yðar, fékk ég nýja og mik-
ilsverða vitneskju. Ég heyrði fáein
orð, sem fóru milli Miss Monroe, sem
þóttist vera, og frænda yðar, og af
einu orði, sem óg heyrði til hennar,
gekk ég úr skugga um þjóðerni henn-
ar. Þetta var einsatkvæðis-orðið
„hush“ [á íslenzku: þey!].“
„Nei, nú gengur alveg yfir mig!“
„Hafið þér aldrei tekið eftir mun-
inum á, hvernig Englendingar og ír-
ar bera þötta orð fram? Sérhver
Englendingur segir ávalt hush með
skýru /i-hljóði í upphafi; en sérhver
íri hefir ávall w-hljóð í upphafi —
segir whush. Og Miss Monroe, sem
þóttist vera, eða róttara sagt Miss 0’
Grady, sem ég veit nú hún er, sagði
svo alveg greinilega whush. Það gat
ekki skýrara verið.“
Til fiskimanna á íslandi.
Á hafrannsóknarskipinu „Thor“
hefir í sumar verið merkt og slept
aftur allmiklu af þorski á ýmissi
stærð (mest þyrsklingi og stútungi).
Merkið er hvítur beinhnappur og
látúnsplata með stöfunum Da og
númeri (eins og á kolunum í fyrra).
Merkið er fest (með silfurvír) á
tálknlok (kjálkabarð) fisksins.
Ef nú fiskimenn á íslandi skyldu
veiða þannig merkta fiska, eða skar-
kola þá, er merktir voru í fyrra, þá
er það vinsamleg bón mín til þeirra,
að þeir vilji senda merkið, ásamt
skriflegri skýrslu urn, hvar, hvaða
dag mánaðar og á hvaða dýpi fisk-
urinn veiðist, og nákvœmt mál á
lengd fisksins (í þumlungum eða
sentimetrum) frá snjáldri til enda
sporðuggans, til Bjarna Sœmunds-
sonar, fiskifræðings í Reykjavík.
Borgar hann fyrir mína hönd 1 krónu
fyrir hvert merki (ásamt ineðfylg-
jandi skýrslu) og burðargjald, er á
kann að falla.
Ég vil einnig biðja alla málsmet-
andi menn, er áhuga hafa á þessu
málefni, að hvetja almenning til að
hafa góðar gætur á hinum merktu
fiskum og vanrækja eigi að gefa
skýrslu um þá, og halda merkjunum
til skila, ef þeir veiðast.
Þess skal geta, að merking þessi
er gerð til þess að komast eftir þvií