Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 30.10.1904, Blaðsíða 2

Reykjavík - 30.10.1904, Blaðsíða 2
KR. KRISTJÁNSSON, Skólarorðustíg 4, smiðar manna bezt húsgögn og gerir við. Árás ' „framsóknar“flokksins á félög - í Reykjavík. 1. Fyrst byrjuðu öll „framsóknar"- flokksblöðin aö skýra frá því, að rit- stjóraskifti ættu að verða við „Reykja- vík“, og „Fjallkonan" undir sinni nýju ritstjórn komst það lengst í sann- söglinni, að gofa í skyn, að útgefend- ur blaðsins hefðu sagt ritstjóra upp af pólitiskum ástæðum. Sannleikinn var þó sá, að útgef- endurnir gerðu ekkert í þá átt að segja ritstjóra upp, hvorki af póli- tiskum ástæðum né nokkrum öðrum. En ritstjórinn hafði sagt upp skrif- lega starfi sínu frá næsta nýári; en jafnframt sagt félagsstjörninni muun- lega, að hann væri fáanlegurtil að vera kyiT við blaðið fyrir hærri borgun. fítóð svo á þessu, að þegar hann var falaður fyrir rítstjóra, fyrir nýár 1903, vildi hann fá 1200 kr. laun fyrir verk- ið; en honum var þá sagt, að blað- íð ætti að vera sömu stærðar, sem áður, svo að vinna hans við það yrði mjög lítil; félagið þyrði ekki að bjóða Irærra en 600 kr. fyrsta árið, en yrði óefað fúst að hækka, ef vel gengi. — í stað þess að halda sömu stærð og áðúr, varð blaðið nær helm- ingi stærra (þá er tölublaðafjölgun og stækkað brot er saman lagt). Um fiaustið eftir sagði ritstjóri ekki upp, pví að hann taldi víst, að ársfundur mundi hækka laun sín óbeðið. Það var þó ekki gert, þótt fyrirtækið gæfi yfir 50°/o í ársgróða. Hann sagði því eftir fundinn formanni fólagsins cg fleirum félagsmönnum frá, að liann mundi ekki gleyma að segja wpp í tæka tíð (í Sept.) næst. Blað- ið var 60 töluhlöð, og ritstj. varði til þess, er óhætt að segja, sjaldan eða ftldrei minna en' 2 dögum og hálfri eða heilli vökunótt í viku, eða þá 3 •lögum, og fyrir þetta hafði hann 600 kr. um árið, það er 10 kr fyrir tölu- fclað (60 tbl), og þar sem 4 kr. væri lítil borgun fyrir prófarkalestur ein- an, þá vóru ritstjórnarlaunin 6 kr. fyrir örkina, og í þeirri vinnu var l>ó innifalið að þýða útl. auglýsingar, um, að allar auglýsingar sé sett- ar með réttri stærð o. fl.f taka við Jeim auglýsingum, er honum bærust, taka við borgun fýrir smá-auglýsing- ar, er honum vóru borgaðar fyrir- iram. Um pólitík blaðsins hafði aldrei lallið eitt einasta ágreiningsorð milli lians og stjórnarnefndar blaðsins. £érstaklega hafði afgreiðslumaður blaðsins hr. Ben. S. Þórarinsson tjáð sig samdóma nálega hverri grein þess efnis í blaðinu, stöku sinnum fyrir fram, oftast á eftir, og aldrei látið í Ijósi ágreining um nokkra einustu grein, að því einu undanteknu, að hann hafði einu sinni látið sterlca misþyJckju sína í Ijósi yfir því, að rit- stjórinn hafði tekið upp leiðrétting eða svar frá hr. Haraldi Níelssyni gegn aðsendri Bakkusar-grein; en það taldi ritstj. siðferðislega skyldu sína að gera, þar sem um sómasamlegar og rökstuddar umræður um alment mál var að gera. Um þetta leyti báðust nokkrir menn eftir að fá keypt ný hlutabréf í félaginu. Eftir lögum þess mátti stjórnin selja þau, því að heimild var til að þau væru svo mörg seld. í stað þess að gera það — eins cg henni var heimilt — ákvað stjórnin, eftir ósk þeirra er hlutabréfin vildu kaupa, að bera þetta undir aukafund allra hluthafa. Áður en sá fundur var haldinn, höfðu sex kaupmenn og verzlunar- menn keypt af eldri hluthöfum, sem fleiri hluti áttu, hlutabréf. Og loks kom sá sjöundi (Björn Kristjánsson) kvöldið áður og keypti eitt. Birni Kr. hafði verið boðið að kaupa hluta bréf áður, en hann ekki viljað líta við þeim, og aldrei hafði hann aug- lýst einn staf í blaðinu. Er á fund kom, þá kom fram beiðni frá hr. B. Kr. um að fá að kaupa helminginn af þeim 48 hluta- bréfum, er annar maður (Tryggvi bankastjóri) hafði óskað að fá keypt fyrir sína hönd og nokkurra utan- fólagsmanna. Var upp borið, hvort samþykkja skyldi beiðni Tryggva og þar með haína beiðni Björns, og var það sam- þykt með 17 atkv. gegn 12 — elcki 13. Því að í lögum félagsins stend- ur, að engirin félagsmáður greiði at- kvæði um mál, sem varðar sjálfan hann. Samkvæmt því greiddi Tryggvi ekki atkvæði en Björn greiddi at- kvœði, og var það atkvæði ólöglegt og átti því ekki að teljast með. Þó að engin hlutabréf hefðu skift eig- endum á undan fundi, hefði salan samt veriö samþykt. Af þeim 7, sem keypt höfðu hlutabréf af öðrum hluthöfum (sem áttu fleiri hlutatréf) greiddi 1 (Tr. G.) ekki atkvæði, 1 (B. kr.) var ógilt, því að hann átti engan rétt á að greiða atkvæði, og þá vóru eftir 5 atkvæði, er féllu með sölunni. Sé þau dregin frá 17, eru 12 eftir. En þá hefðu atkv. orðið jöfn 12:12, og þá hefði atkvæði fundarstjóra skorið úr, en hann var með söl- unni — niðurstaðan hefði orðið al- veg söm. Þess má geta, að þeír sem söl- una samþyktu, vildu að „Reykjavík" héldi óbreytt sömu stefnu og áður, en stækkaðt ef til vill eitthvað. Allir, sem á móti sölunni töluðu, utan B. Kr. einn, létu í Ijósi, að þeir vildu ekki skifta um ritstjóra og gjarnan ganga að launaskilyrðum hans (1200 kr. með sömu stærð á bl.). B. Kr. einn kvaðst vilja fyrir hvérn mun fá annan ritstjóra, því að J. Ó. hefði alla ævi sýnt, að hann væri óhæfur riLstjóri. Það var skýrt tekið fram af ritstj. á fundinum, að í inngangsörðum út- gefandanna í 1. bl. hefði verið tekið fram, að „Reykjavík" yrði „óháð og óbundin þeim pólitisku flokk- um, sem nú eru hér“; „það sem „Rvík“ legði til almennra mála“ yrði „miðað við málefni, en ekki menn“; hún vildi „reyna að vera: ekki hlut- laus, en óhlutdrœg.“ Þessu hefði fylgt verið. Blaðið væri engum flokki háð. Það hefði sett sér fyrir mark og mið, að segja satt og rétt frá atvikum, sem sjaldan væri gert hér í flokksklöðunum, þegart. d. um funda- höld eða þvíuml. væri að ræða. Hún hefði reynt að vera málgagn sann- söglinnar. — Hún hefði verið kölluð „stjórnarhlað.u En hún hefði haft þau ein afskifti af stjórninni og henn- ar gerðum, að skýra rétt frá þeim, og leiðrétta ósannindi annara blaða um þau. Hún hefði að eins barist gegn ósannsöglinni, og ef það hefði komið niður á flokki hr. B. Kr. og blöðum hans, þá væri það ósann- sögli og lygum þeirra að kenna. Annars ætlaðist hann til, að „Rvík“ héldi sömu stefnu, og hún hefði frjálsar hendur til að vera á gagn- stæðri skoðun við stjórnina og víta hana, ef hún ynni til þess. Ýmsir tóku fram, að blað, er flytti auglýsingar, næði bezt þeim til- gangi að vera auglýsingamálgagn, með því að vera svo ritað, að sem flestir vildu lesa það, og „Rvík“ hefði náð þeim tilgangi betur en nokkurt annað blað áður á íslandi — því að útbreiðsluna hefði hún lang-mesta. Þetta er sanna sagan um „Reyk- javik,“ Þar sem 120 hlutir eru í félaginu, sjá allir, að 48 af þeimeru hreinn minnihluti; enda er ekki ætl- ast til að „Bvík“ breyti stefnu að neinu leyti — og það gerir hún ekki með núverandi ritstjórn —, heldur haldi áfram að verða enn betra íréttablað, en áður, og að vera málgagn sannsöglinnar. Það er hr. B. Kr. einn, sem heflr gert tilraun til, að koma „Rvík“ undir umráð pólitísks flokks —„fram- sóknar" eða kjötkatla flokksins. En tilraunin mistókst. 2. Sumum mönnum feliur illa að- verða undir. Svo hefir þeim farið hr. B. Kr. og — Ben. S. Þórarins- syni, sem virðist nokkuð litföróttur í pólitík sinni. Til er félag hér í bæ, sem heitir „Kaupmannafólag", og á það ekkert slylt við hlutaíólagið „Reykjavík“. Það sést nú af eftirfarandi skýrsl- um um „samsærið í Kaupmanna- félaginu“, sem oss hefir verið góð- fúslega í té látin, að þeir herrar ætla að reyna að hertaka það félag og gera það pólitískt. Þeir hafa, fengið þar í lið með sér kappann Brynjólf H. Bjarnason, sem flæmdist við lítinn orðstír út úr hlutafél. „Rvík“ í fyrra og hr. Ben. S. Þór. þá lýsti ekki sem frægilegast (sjá greinar hans um „Mercator“ í „Rvik“.> Þar lauma þeir að á fámennum fundi (9 alls á fundi) ákæru gegn formanni þess fólags, hr. konsrl Thomsen, fyrir það, að hann haft brotið 2. gr. félagslaganna, sem svo- hljóðar: „Tilgangur félagsins er að efla, gott samkomulag og góða sam- vinnu meðal kaupmanna innbyrðis, og meðal kaupmannastéttarinnar og inna ýmsu stjórnarvalda, er hafa afskifti af málum, er varða verzlun og siglingar". Og í hverju halda menn að brot hr. Thomsens eigi að vera innifalið T í þvi, að hann greiddi atkvæði ásamt meirihluta félagsbræðra sinna, í hlutafól. „Reykjavík" fyrir þvír að selja hlutabréf í fólaginu, en 5- af meðstjórnendum hans i Kaup- mannafélaginu vóru einnig meðlimir í hlutafélagínu „Reykjavík" oggreiddir atkvæði þar gegn sölunni!!! Hver meðlimur í stjórn Kaup- mann afólagsins („ Kaupmannaráðinu “ > er eftir því skyldur til í hverju öðru- félagi, sem hann er í og ekkert kemur Kaupmannafólaginu við, að greiða atkvæði eins og einhverjir 2 — 3 aðrir úr Kaupmannaráðinin. vilja vera láta!! Til er hér í bænum þriðja félag,. sem heitir „Yerzlunarmannafélagið“^ Þeir eru þar meðlimir m. a.: Brynj- ólfur Bjarnason, Ben. S. Þórarinsson* og Ásgeir Sigurðsson. Setjum nú svo, að þar kæmi fram tillaga um,. að fólagið skyldi berjast á móti bind- indi; þeir Br. Bj. og Ben. S. Þór.. greiddu auðvitað atkvæðí með tillög- unni, en Asgeir, sem er Good-Temp- lar, á móti. Þá mætti kæra hanm í Kaupmannafélaginu fyrir brot á, 2. gr. laga þess, eins og þeir ,B. Kr., Br. Bj. og Ben. S. Þór. skilja hana.. Dæmið er ekki gripið úr lausu lofti, því að B. 3. Þ. hélt því frarm á fundi í „Rvíkur“-fél., að tilgangur þess félags og blaðsins ætti að verat, sá „að berjast móti bindindi."

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.