Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 14.12.1904, Blaðsíða 3

Reykjavík - 14.12.1904, Blaðsíða 3
231 Konur, sem klæðast vilja eftir nýjustu tízku murni ekki vanrœkjs að biðja um sýnishorn nýjunga vorra. Áfbrögð: Silkidúkar í brúðar-, dans-, samkvæmis- og úti-bú- ninga, og blúzur, f ó ð u r o. s. frv., svartir hvítir og litaðir. Vér seljum beinleiðis einstaklingum og sendum umbeðnar silkivörur ótollaðar og buroargjaldslaust heim til inanna. Schweizer & Co., Luzern Y 6 (Schweiz), Silki-útflytjendur — Kgl. liirðsalar. í bókina, þá verður þess að gæta, að slíkt er óhjákvæmilegt eftir stærð bókarinnár og tilgángi. Auk þess var annað óhugsandi, meðan engin viðunanleg orðabók íslenzk var til að 'byggja á. Höf. hefir leyst verk sitt af hendi með mestu vandvirkni, og víða með snild. Bókin er þarfast.a bók, og hetri en við hefði mátt búast að fyrsta íslenzka orðabók ýrði, sem elcki var stærri en þetta. J. O. Þorsteinn Gíslason: Nokkur kvæði. 64 bls. 16me Rvík 1904. Þá er Þoist. Gislason fyrir nokkr- um árum gaf út kvæðasafn, var hann kornungur maður; enda var J>ar, eins gerist, misjafn sauður í mörgu fé. En sýnt var það þá þeg- ar, að þar óx upp skáld. Það var ein af þeim bókum, sem manni þykir enn þá vænna um fyrir þau framtíðar-loforð, sem hún felur í sér, heldur en einu sinni það sem í henni er. , Nú hefir Þ. C. gefið út nýtt safn af kvæðum, og það uppfyliir sem bezt má verða ailar þær vonir, sem hann hafði áður vakið. Auðvitað er það ekki nema 64 blaðsiður, þetta nýja safn, en þar er ekkert í, ékki nokkur lausavísa, sem ekki helgar sér rúm sitt -- ekkert, sem maður vildi missa. Lausavísurnar eru hver annari fallegri og betur kveðnar. Hvað segja inenn um ferhendu eins og þessa, kveðna á útsiglingu, um fjall- konuna ? Fellur kögur fjalls af brún, felur lögur hlíðir. Hverja sögu, er segir, hún, syngur í bögur víðir. Eða þá þessi „Þingvísa" („um lang- orðan þingmarm"): Mikið djásn er þvogli þinn; það veit guð á hæðum. Þú þurkar innan þingsalinn með þínum löngu ræðum. Náttúran íslenzka er uppáhalds- yrkisefni skáldsins, og þó einkum vorið. En hann kveður líka svo vel um það efni, að ekkert íslenzkt skáld hefir gert það betur •— fá eins vel. —: Þótt hann fari að yrkja um vor- ið suður í Kaupmannahöfn, þá flýg- ur andinn undir eins beim (6. bls.). •Ég verð enn að benda á „Fyrstu vordægur“ (11. bls.), og „Vor“ (24. bls.) og „Júní“ (62. bls.). Öll þekkjum við yndislega kvæðið hans Jónasar Haligrímssonar „Fífil- brekka, gróin grund.“ Þegar ég sá, að Þorsteinn hafði gerst svo áræð- inn að velja sér sama bragarhátt. fyrir kvæði sitt „Vorið" (24. bls.), þá hnykti mór við; því sami bragar- háttur og svipað yrkisefni freista til samanburðar. En hann hefir sloppið svo óskemdur frá þeirri dirfsku, að manni verður ósjálfrátt að spyrja sjálfan sig á éftir lestrinum : Stendur þetta kvæði í nokkru að baki kvæði Jónasar ? En hann á fleiri strengi á hörpu sinni, heldur en strengi náttúrufeg- urðarinnar. Dimmustu tilfinninga strengi sáiarinnar leikur hann á með list og snild í kvæðinu „Guðrún.“ — Og skáldlega séðar óg skýrt dregnar eru þær tvær myndir úr iífinu, sem lýst er í „Grafskrift“ (15. bls.) og „Eftirmæium“ (17. bls.). Biturt er háðið í „Gvendur og Glói.“ En ég get ekki verið að tína til öll fallegu kvæðin — frumsamin og þýdd — því að ég yrði þá að telja upp hvert einasta kvseði og visu í kver- inu. Það eina, sem ég get sagt hverjum þeim, sem elskar fallegan skáldskap, er þetta: Kauptu kverið ! Ef þú les eina vísu í því, þá geturðu ekki látið vera að lesa það alt — lesa það aftur og aftur. Með þessu kveri er Þorsteinn Gísia- son stiginn í tölu vorra beztu skálda, og þar situr hann öruggur úr þessu, þótt hann dæi á morgun. J. Ó. Bragi: Sýnisbók íslenzkrarljóða- gerðar á 19. öld. I. b. 1. og 2. h. Rvík 1904. Útgefandi: Jón Olafsson, Það er synd, að benda mönnum ekki á þessi kver, því þau eru jafn- eiguleg og hontug, hvort sem menn vilja kaupa sór sjálfum 'eitthvað til skemtunar eða til að gefa öðrum, og* svo mikið mun óhætt að segja, að þeir, sem gaman hafa af ljóðum og að kynnast ævi og lífskjörum skáldanna, munu hafa varanlegri og ynnilegri ánægju af að fá þessi kver en margt hvað, sem er í jólabúðun- um nú, og þó kostar hvort heftið ekki nema 50 aura, eða 1 kr. bæði og þó bundin í pappaband. Slík rit og þetta eru mjög vinsæl hjá alþýðu í öðrum löndum og flest- ar þjóðir eiga urmul af þeim. Sama mun vera á ísiandi, því annað safn Snótar vildi hver maður eiga og var valið þar þó mjög af handahófi og margt vitaónýtt og engin æviágrip skðldanna, en safnið var fjölskrúð ugt og í því mörg beztu kvæði ís- lenzk. Að sýnisbók Boga er ekki vinsæl, mun stafa af því, að hún er dýr, æviágripalaus og valið hryllilegt, þar sem höfundarnir hafa ekki valið sjálfir, og velja þeir þó mjög misvei, því höfundar eru ekki allír smekk- vísir. í safn, ekki stærra en þetta, er mikill vandi að veija, en sé iitið til þeirrar meginreglu, sem útgefandinn hefir fylgt, mnn tæplega verða fund- ið að vali hans með rökum, því þar mun ílest vera það bezta, sem hvert skáldið um sig hefir ort og því er einkennilegast, enda fer það oft eðli- lega mjög saman. í fyrsta heftinu eru þeir Jón Þorláksson* Sigarður Pétursson, gamli Gröndal, Pállskáldi og Níels sJcáldi, en í fjórða heftinu Jónus Ilallgrímsson. í 2. og 3. heftið koma svo skáldin, sem þar eiga heima, eftir röð1). Hér er ljóst og tiltölulega greinilegt æviágrip hvers skáldsins, svo að nægir, til að sjá hfskjör þeirra og tímann, sem þau yrkja á. Slík æviágrip heimtar nú hver hugsandi maður, til þess að geta skilið og metið rótt verk hvers höfundar. Það er engan veginn allra meðfæri að gefa út verk eins og þetta, ein- kum ekki stærra. Sumir vildu kann- ske bæta einhverju inn í eða skifta um eitt og eitt kvæðí, en það mun enginn segja, að hér só ekki að unn- ið bæði með vandvirkni og smekk. Það er og ágætis kostur á safninu, að menn geta með þessum heftum smámsaman fengið sér eigulegt og ágætt úrval alls íslenzks kveðskapar, og það svo kostnaðarlítið, að varla nokkur maður verður var við. Þetta er bezta sending hverjum ljóðavini. Þorstemn Erlingsson. 1) 1 2. heftinu yerður: Bjarni Thor- arensen, Björn Gunnlaugsson, Svb. Egi]s- son, i 4. hefti: Sig. Breiðfjörð, Olafur Ind- riðason, Bólu-Hjálmar. — í 5.—12. hefti skáldin, sem yngri eru en Jónas Hall- srrímsson. Ritstj. o ♦ Stórt úrval a f 3öla og Cukkuóska kortum, og Silki-kven-slijsum komu með s/s „Vesta“ á Laufásveg 4, taiún á tölublöðum þessa árgangs Reykjavíkur hefir raskast svo, að 56. tbl. hefir hlotið töluna 57, en 57. tbl. töluna 58. Þetta éru menn beðnir að athuga og leiðrótta. 1Rev>HíavíH oð öveitö. „Ingi koiiungm*44 skip Thore- fólagsins (skipstj. F. Schiöttz) kom hingað að norðan og austan snemma i gærmorgun þ. 13. Des. Með skipinu voru um 20 farþ^gar, þar á meðal Konráð kaupm. Hjálm- arsson frá Mjóafirði. Skipið fór aft- ur í dag til Færeyja og Kaupm.- hafnar. „Ingi“ er nú uppdubbaður eftir strandið (í Bakkaf. í Marz sl.), sem nýr væri, og ekkert hefir verið spar- að til að útbúa hann að öllu leyti eftir kröfum nútímans, sem gerðar eru til lsta flokks farþegailutn. skipn. lsta farrými tekur um 40 maniH. Hingað til Rvíkur á skipið að koma aftur 15. Jan. n. k. og íara til Vest- urlandsins. „Vesta“ kom í gærmorgun frá útlöndum og Austfjörðum. Farþeg- ar með henni frá útlöndnm: frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir og kaupmennirnir Björn Guðmundsson og Benedikt Stefánsson. Frá Austfjörðnm kom fjöldi fólks, þar á meðal , alþingismað- ur Pétur Jónsson á Gautlöudum, á landbúnaðarnefndarfund. Mannalát. u/12 andaðist hér í bæn- um ekkjufrú íngibjövg Jóhannsdóttir Hansen, f. i Reykjavík 1817. Maður hennar var Rasmus M. Hansen, ætt- aður frá Óðinsey í Danmörk, verzl- unarmaður í Reykjavík og síðast for- stjóri Flensborgai verzlunar i Hafn- arfirði; hann andaðist 1855. Hún fluttist þá til Rvíkur og hefir dvalið hér síðan. Þau hjón lifðu 10 ár í ástúðlegasta hjónabandi og eignuðust 7 börn. Fimm dóu í æsku, en tvö lifa. Annað þeirra er Morten Han- sen skólastjóri; hitt er gift kona í Khöfn. r„Fjk.“] í dag andaðist hér í bænum frú Anna Hafiiðadóttir, húsfreyja Einars Gunnárssonar stúdents; sömul. Scend J. Hall, verzlunarmaður. Gruðjón Guðlaugsson alþm. kom í gærkvöidi til bæjarins með pósti. Hann mætir hór í fátækramálanefnd- inni (ásamt Pálí Briem og Jóni Magnússyni). Hermann Jónasson og Pétur Jónsson alþingismenn eru hér og mættir í landbúnaðarnefndinhi (ásamt séra Þórh. Bjarnarsyni). Páll Briem bankastjóri veiktist i fyrradag í lungnabólgu (þriðja sinn, sem hann fær hana); var fremur þungt haldinn í morgun. Sápugerð hefir cand. Edv. Moller byrjað hér. Handsápu hans höfum

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.