Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 18.03.1905, Blaðsíða 2

Reykjavík - 18.03.1905, Blaðsíða 2
58 KR. KRISTJÁRSSON, SkólaTÖrðustíg 4, smíðar manna bezt húsgögn og gerir við. Annaðhvort — eða. —:o:— Það er raunaleg búsvelta, sem hefir lýst sér nú í heilt missiri í tæringar- blOðunum: ísaf., Fj.konunni og Þjóðv. Alt þetta missiri, síðan í September í haust, hefir þessi horgemsa þrenn- ing lítið annað haft sér til munns að leggja en aðtalaum „Reykjavík" — eða réttara sagt spinna upp lyga- sögur um „Rvík,“ alls konar lygar um hagi blaðsins. Fyrst var því logið upp, að rilstjóra blaðsins hefði verið „sagt upp“ (auðvitað af stjórn hluta- félagsins, sem eftir lögum þess er ein- ráð um að ráða ritstjóra og ákveða laun hans) — af því að þeim líkaði ekki pólitísk stefna ritstjórans. Reynd- ar var það ritstjórinn, sem sagði upp sakir lágra launa. Sama stjórnin réð ritstjórann á ný fyrir tvöfalt hærri laun, og tók það fram sérstak- lega í samningnum, að hún fæli rit- stjóra að stýra pólitík blaðsins fram- vegís „í sömu óháðu stefnu sem hing- að til.“ Á fjölmennum ársfundi hlut- hafa bar formaður þá tillögu fram, að greiða ritstjóra af arði blaðs- ins 250 kr. uppbót fyrir síðast- liðið ár. Gat ritstjóri þess þar þá, að sér kæmi sú tillaga á óvart, þar sem hann hefði hvorki búist við neinni uppbót og heldur ekki sótt um hana. Þessi tillaga var þó samþykt með ölltim atkvæðum gegn 2 (eða 8?). Því næst byrjaði langur bálkur um það, að hluthafafundur seldi nokkur ný hlutabréf samkvœmt lögum félags- ins. Auðvitað var mikið af þessum sögubálki horblaða-þrenningarinnar einber skáldskapur. Og auðvitað var og er allt slíkt einkamál félags- manna, sem engum öðrum kom við. Og auðvitað munu heiðvirð blöð hver- vetna í heimi fyrirverða sig fyrir að gera slík einkamál að umtalsefni. — Ósannindin vóru hér ekki minni, en vandi er hjáþessum blöðum. „Rvík“ átti að vera „kúguð“ undan yfirráðum fyrri eigenda sinna (ýmsra kaup- manna); þeir réðu þessu sjálfir einir, og hafa því sjálfsagt sjálfir „kúgað“ sjálfa sig eftir því. Auðvitað var sannleikurinn sá, að inir upphaflegu eigendur (liðugra 70 hlutabréfa, er hvert er 25 kr.) eru langsamlega í meiri hluta eftir sem áður, þótt um 40 ný hlutabréf væru seld. Og við það bætist, að langflestir inir nýju hluthafar heyra einnig til verzlunar- stéttinni; að eins örfáir menn utan hennar eiga hlut í blaðinu. En þegar þetta rakst alt aftur, þá var byrjað á nýrri lygi — lygi um útbreiðslu blaðsins. Og þessi lygi var spunninn upp til þess, að reyna að tæla menn frá að auglýsa í blaðinu, í þeirri von, að eitthvað kynniþá að dragast til horblaðanna, sem minni höfðu útbreiðsluna. Nú fór að lýsa sér svo bert, að hvert mannsbarn skildi, að allur þessi missiris-leiðangur var ekkert annað en atvinnurógur. Þessi hlutsemi horblaðanna um út- breiðslu „Rvíkur“ lýsti sér á ýmsan undarlegan og hálf-kýmilegan hátt. T. d. tók þau einkar sárt til þess, hvað útgefendur „Rvíkur“ væru eftir- gangslinir við kaupendur um inn- heimtu á andvirði blaðsins. Þá gerðust þau horblöðin hugsjúk mjög yfir því, hve hörmulega lítið „Rvík“ ætti útistandandi af andvirði blaðsins. Það átti (eftir framlagðri „skrá“ yfir þær, sagði eitt þeirraj ekki að vera nema 200 kr.!!! Þegar þeim eru svo boðnar 1000 kr. út í hönd, ef þau sanni, að nokkur slík skrá liafi samin verið nokkru sinni eða fram lögð, þá er málgagn „ins hógværa blygðunarleysis" sent á stað og látið berja sér á brjóst segjandi, að engum hafi dottið í hug að nefna „skrá;“ það hafi að eins verið lögð fram á■ cetlun um, að útist. skuldir mundu nema 200 kr. Hvað þarf nú að bjóða málgagn- inu há verðlaun til að sanna, ab nokkur slík áætlun hafi verið gerð eða fram lögð yfir, hvað væri úti- standandi af andvirði blaðsins? Vill það ekki sjálft segja til? Það er bezt að taka gúlinn nógu fullan, því að áœtlunin er jafnmikil þjóðsaga, jafnmikill skáldskapur eins og skráin. Vér biðjum málgagnið að taka nú rótt eftir og skilja: hér er að ræða um áœtlun um það, hve milclu nemi útistandandi skuldir fyrir andvirði blaðsins — hve miklar þær séu — en ekki um hitt, hve mikið af þess- um skuldum muni greiðast á ein- hverjum tilteknum tíma. Nú skulum vór snúa blaðinu of- urlítið við. Það er ekkert leyndar- mál, að eftir að séra Ólafur tók við „Fjk.,“ átti hún aðal-kaupendafjölda sinn og mesta útbreiðslu í Árnes- sýslu. Vér veljum því það svæði, sem „Fjk,“ er langhagkvæmast á öllu landinu. Vill nú „eigandi“ hennar bjóða að greiða oss — segjum 250 kr., ef það sannreynist, að „Rvík“ hafi haft síðastl. ár, og hafi enn, fleiri kaupendur í Árnessýslu, en „Fjk.“? Þetta er auðvelt að sannprófa. Ef hann vill birta nöfn hvers útsölu- manns (með eintakatölu kaupenda) og hvers einstaks kaupanda, er fær blaðið beinleiðis, þá skulum vér einnig birta ið sama að því er „Rvík“ snert- ir. Þá getur hvor um sig prófað, hvort hinn segir rétt frá. En treysti hann sér ekki til þessa um þessa sýslu, sem hann hefir flesta kaupendur í, þá má geta nærri, hvernig útbreiðsla „Fjk.“ sé annarstaðar á landinu. Og þó dirfist „Fjk.“ að telja sig með beztu auglýsingablöðum(!!) á landinu. Slíkt er náttúrlega ekki að tæla menn með ósannindum? Næstu viku væntum vér svars „eiganda" „Fjk.“ upp á þetta. (Niðurl. næst.) Erfðafestuiöndin í Reykjavík. Eftir Halldór Jónsson. [Niðurl.] Þennan útvísunarrétt sinn, að taka af erfðafestulöndunum ýmsar spildur til bygg- inga eða gatna — án als endurgjalds, en einungis gegn lækkun á árgjaldinu eftir mati — hefir bæjarstjómin notað sér þrá- faldlega. Þannig voru húsa-lóðirnar í Þingholtsstræti, milli Amtmannsstígs og Bókhlöðu8tígs, svo og vegastæði beggja þessara vega tekin endurgjaldslaust úr erfðafestulandi Einars Jónssonar snikkara. Hið sama er að ségja um mikinn hluta Vesturgötu; vegarstæði og ýmsar lóðir hafa þar verið teknar úr erfðafestulöndunum endurgialdslaust. Fleiri dæmi mætti nefna. Þessi réttur bæjarstjóruarinnar og bæjar- félagsins er svo skýr og tvímælalalaus, að hann verður ekki dreginn í efa, enda hafa túneigendurnir sjálfir viðurkent hann. Þeir skrifuðu sem sé bæjarstjórninui bréf dags. 30. Des. 1884 — 66 í hóp, með Dr. Jón- assen í broddi fylkingar — og sóttu um, að eignast erfðafestulönd sín með sama rétti sem lóðareigendur eiga lóðir sínar. En bæjarstjórnin gat ekki látið að beiðni þeirra. Þó veitti hún þeim rétt til að geta fengið endurgjald eftir mati óvilhallra manna fyrir missi erfðafestulandanna. Á- kvörðun bæjarstjórnarinnar er þannig orð- uð í gjörðarbókinni 15. Janúar 1885:“ For- maður stakk upp á, að „bæjarstjórnin rýmk- aði skilmálana á þann hátt, að túneigend- ur skyldu skyldir til að láta lóð af hondi úr túnum sínum, þegar bæjarstjórnin heimtaði, gegn endurgjaldi eftir óvilhallra manna mati (2. gr. skilmálanna) hjá þeim sem lóðina fá: En ef lóðin skyldi notuð beint í þarfir bæjarins sjálfs t. a. m. undir vegi o. s. frv. þá skyldi farið eftir gildandi reglum.“ Það sést ekki að leit.að hafi verið samþykkis stjórnarinnar (landshöfðingja) á þessari rýmkun erfðafestuskilmálanna, enda hæpið að stjórnin hefði getað stað- fest atriði, er virðist verabrot á því ákvæði tilskipunarinnar frá 1786, að „byggingar- stæðunum skuli gefins útskifta“ þá er um það land er að ræða, sem konungur gaf kaupstaðnum. í öllu falli var hugsanlegt, að endurgjaldið yrði að koma úr bæjar- sjóði, ef þeir sem Jóðirnar fengu neituðu að borga það, og bæjarstjórn hafði ekki heimild til að selja konungsgjafar-landið til þess að endurborga bæjarsjóði það aft- ur. Nú hefir Reykjavikurbær fengið með Jögum frá 3. Okt. 1903 heimild til að selja lóðir og er því bæjarsjóði innan handar að fá það aftur i ríkum mæli, sern hann kynni að endurborga erfðafestulandaeig- endum fyrir missi erfðafestuJandanna. En borgarar bæjarins hafa ekki á síðari árum notað þann rétt, sem 2. gr. erfðafestu- skilmálanna heimilar þeim, að fá bygging- arnefnd og bæjarstjórn til að útvísa sér byggingarstæði í erfðafestulöndum, og hafa orsakirnar ef til vill verið þær, að menn hafa getað fengið ó k e y p i s byggingar- lóðir hjá bænum á ýmsum stöðum, en hafa þózt vita eða álitið, að borga þyrfti fyrir byggingarlóðir í erfðafestulöndum. Ein- stiiku menn liafa og kosið þann kostinn, að snúa sér beint til erfðafestulandaeig- endanna, samið við þá um lóðakaup án milligöngu bæjarstjórnar, og bæjarstjórn hefir ekki amast við því fyrirkomulagi né bundið samþykki sitt neinu skilyrði um borgun i bæjarsjóð, — aðallega sakir þess, að hana vantaði heimild til að selja lóðir. En nú er bæði,’ að bæjarstjórn hefir öðlast lagaheimild til að selja lóðir, og eins hitt, að erfðafestulanda eigendur — sumir hverjir — eru orðnir svo frekir í kröfum sínum, að full ástæða væri til fyrir bæjarsfjórnina, að taka aftur upp oinvörðungu ina eldri venju, að útvísa sjálf byggingarstæðin, og láta óvilhalla menn meta — samkv. ákvörðuninni frá 1885 — endurgjald það, er túneigendur eiga sanngjarnlega að fá fyrir tekjumissi af erfðafestulandinu með hliðsjón af rækt- unarkostnaði þeim, er þeir kunna að hafa í túnin lagt. Ef bæjarstjórnin viðhefði þessa aðferð, mundi að sjálfsögðu fjölga hyggingum í túnunum sunnan við mið- bæinn og vesturbæinn; bærinn fá samfeld- ara útlit og vaxa yfir þau svæði, sem hent- ugri eru fyrir vegagerðir, ræsing og vatns- pípur, heldur en klungurliolt það, sem bær- inn hefir þanist yfir nú á siðustu árum. M ótorYagns-félag er hr. St. B Jónsson kaupmaður að reyna að stofna hér, og lízt oss vænlega á fyrir- tækið, ef það tekst að koma því á. Hann hugsar til að fá stóran, aflmíkinn og sterkan vagn. Eftir því sem hann skýrði oss frá, er vér spurðum hann um þetta mál, þá kostar slíkur vagn með 12 hesta afli 11830 kr. og er 3900 77 á þyngd. Vagn- inn er þá yfirbygður og hefir sæti fyrir 14 menn auk 2 stýrimanna. Hann á að endast 10 ár og eyða 6—9 au. virði á danskri mílu; for þá 12 mílur (enskar) á klukkustund. Hann fer bratta 1: 10 án. þess að eyða meiru en 6—7 au. af oliu á klukkust. Hafi vagninn 24 hesta afl, kostar hann 16000 kr. og eyðir þá nokkuð meiru, onda fer þá hraðara og meiri bratta. — Stefán hefir hugsað sér að taka hcldur vagn með 25 hesta afli. Hann hefir gert lauslega áætlun um starfsemina á þessa leið t. d.: 50 dögum varið til Þingvalla-ferða (l1/^ ferð fram og aftur á dag) með 14 farþega á 2 kr. — 4200 kr. 50 dögum tiJ ferða til Miðdals og Læk- jarbotna, 5 ferðir á dag, hvcr á 3 klst. (fr. og a.), 14 farþ. á 50 au. = 3500 kr. 20 dögum til Hafnarfjarðar (eða Seltj.ness) — 2 klst. fr. og a. — 8 ferðir hvora leið. 14 farþ. á 40 au. (eða 1000 ® farmur, 30 au. á 100 77) = kr. 2752. 180 daga ársins sem strætisvagn í Rvík, 2 ferðir fr. og a. á klst., 8 farþ. á 10 au. og 200 ® vöruflutn. á 8 au. pr. 100 ® eða 5 au. pakkinn, 10 klst. á dag = kr. 6912. Þetta ætti að gefa alls ítekjur kr. 15,364. Útgjöld: 20% af 20,000 kr. höfuðstól, vextir og fyrning .... 4,000 lrr. O’ía til hrenslu og áburðar . . 1.00 — Árskaup vélstjóra og ilutn.stj. 2,200 — Óviss gjöld. . ...... 1,364 — Hreinn ágóði (35%) .... 7,000 — = 15,364 kr. Setjum nú að tekjurnar sé áætlaðar held- ur ríflega, þá má samt ætla gífurlóga fyrir vanhöldum svo að ekki verði stór gróði að fyrirtækinu. Útgjöldin hyggjum sé áætluð fyllilega næg. Eftir því sem hann skýrði oss frá, þá hafa menn enn ekki skrifað sig fyrir meiru en 4000 kr. í hlutum. Þetta er Jangt of lítið. Félagið má ekki hafa minna fé en um 20,000 kr. til að hyrja með. til að hafa nægt til atvinnunnar. Af þcssu þyrftu 12—14 þúsund kr. að vera innborgað hlutafé, þá mætti fá hitt að láni. Oss virðist fyrirtækið svo þarft og utn leið svo arðvænlegt, að menn ættu að taka upp þá hluti, sem vantar. Vór skulum minnast á þetta aftur betur. iRevkjavíh oq orení). Hafnarhr>yggjan, Á bæjarstjórnar- fundi 16. þ. m. var samþykt að breikka bryggj'ma um 9 álnir.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.