Reykjavík

Ataaseq assigiiaat ilaat

Reykjavík - 25.03.1905, Qupperneq 2

Reykjavík - 25.03.1905, Qupperneq 2
62 KR. KRISTJÁNSSQN, Skólavörðustíg 4, Smíðar manna bezt húsgögn og gerir yið. i mbé V iCim u'úM VuiuL Hothöggid! 100,000 Rúsar teknir til fanga. Rúsar hafa í orrustunni við Múkden mist ails 200,000 manns og ógrynni herfangs. Með eimsidpinu „Marie“, er kom í gærtil „ Völundar", bárust oss norsk blöð („Morgeubladet" o. fl.) til 14. þ. m. Síríöíö. Orrustan mikla við Múkden, sem getið var um síðast, vár onn okkí alveg á enda, að því leyti, að ekki var enn útséð um, að ÓRigur Rúsa kynni ekki að verða enn meiri, og er hann þó svo gifurlegur, að fádæmum sætir. Það er styzt af að segja, að her Jtúsa er sundraður allur, svo að segja tná, að þeir hafi engan teljandi víg- færan her í Mandsjúríi framar. Rúsar vissu ekki til, að þeir hefðu nema fjórum japönrkum meginher- jum að mæta í orrustu þessari: her Kurohi's að austan, her Noilzu’s að sunnan og Ohu’s og Nogi’s að vestan; en þeir komust að raun um, að enn var fimta herinn við að eiga, vestast, og kom það þeim alveg á óvart. Því síður vissu menn i Norðurálfu af þessu og kom það öllum á óvart, því að ekki kvis hafði af þeim her komið í neinu blaði. Þessi 5. her hafði riðið Rús- um alveg að fullu síðast. Kuro- patkin kvartar um það, að njósnir sínar sé ónýtar, en Japanarviti aftur alt um Rúsaher og hvað þar fer fram. Nú kemur „Times" (London) 9. þ. m. og segir svo frá! „Nú er oss ó- hætt, án þess að skaða bandamenn vora Japana, að skýra frá því, er hingað til hefir verið um þagað, að í lok síðasta árs buðu Japanar út úr öllum héruðum landsins nýjum her; það vóru meira en 6 herdeildir — hver herdeild (division) er 20 — 25 þús. hermenn —; var það einvalalið og var Kavímúra hershöfðingi yfir það skipaður. Fyrra hlut Janúars var her þessi fluttur til ófriðar-svæð- isins, en enginn kunni að segja, hvert hann skyldi fara, hvort heldur til Yladivostok eða til austurhers Japana, sem Kúróki stýrir. Þann dag í dag (9. Marz) hefir Oyama ekki enn þurft að hioyfa varalið sitt, sem enn er því óþreytt. En það, að Oku hefir haldið sér mest í víggirtum stöðvum og í þorpunum vestur af Múkden, meðan þeir Nogi og Kavímúra keppa norður eftir (Nogi hefir enda farið svo hratt norður með her sinn, að hann hefir farið 25 mílur enskar á sólar- hring, sem er óheyrður hraði fyrir her) — það bendir á, að Japanar ætla sér meira, en að heyja stórorr- ustu ; þeir ætla auðsjáanlega að reyna að kvía meira eða minna af her Rúsa af og helzt ná járnbrautinni fyrir norðan þá og neyða þá svo til að gefast upp.“ Japönum tókst að kljúfa austur- her Rúsa, þann er Kuropatkin stýrði sjálfur; hröklast nú eystri hlutinn á flótta norður og austur af Tjú sjún (sem er um 20 mílur enskar norðar en í háaustur frá Mukden). En sá herinn, er Kúropatkin stýrði, flýði undan norður og vestur áleiðis til Tie-líng. En nú hafa Japanar tekið Múkaen og hreinsað alt landið 25 mílur þar norður af, svo að þar er ekkert eftir af Rúsum. Norður hjá eðajafnvel norður fyrir Téfiing eru herflokkar japanskir kom- nir (Nogi’s lið?) og ekki ganga nú járnbrautarlestir frá Harbin lengra suður en á næstu brautarstöð fyrir norðan Tie-ling, enda hefir Kuropatkin ekkort lið fengið frá Harbin síðan 1. Marz. Ekki höfðu Japanar þó tekið sjálfa borgina (Tie-ling). Aðal-orrustu sína átti Oku við vesturher Rúsa 7. þ. m.; hafði hann lið miklu minna en þeir, en vann þó sigur á þeim. Enn var nokkuð af her Rúsa fyrir sunnan Múkden, suður við Sjafljót, en er nú ílúið norður á leið. Mannfall í orrustu þessari, er meiri er en nokkur orrusta fyrr 1 heimi, er ógurlegt, og þó miklu meira á Rúsa hlið. Alls hafa þeir, eftir því er þeir hafa sjálfir frá skýrt, mist 200,000 manna. Af því eru 100,000 teknar til fanga. 26500 lík fallinna Rúsa, segir Oyama 13. þ. m., að Japanar hafi talið á vígvelli þá rétt á undan. Fullum 50,000 sárra manna óvígra gátu Rúsar komið undan norður áður en Japanar náðu brautinni. Af þeim vóru 1200 yfirforingjar. Af herfangi, er Japanar náðu, er nefnt: 20 fánar, 500 fallbyssur, 60,000 byssur, 150 skotfæravagnar, 1000 járnbrautarvagnar, 200,000 kanónukúlur, 26 milíónir byssu-skeyti (hlaðnar patrónur), 3 milíónir lítra (potta) af korni, 55,000 „kókú“ af matvælum [1 kókú — liter eða potturj, 45 rnílna lengd af járn- brautarteinum, 2000 hestar, 1000 vagnar fermdir fatnaði, 1 milíón dag- verða af brauði, 70,000 tons af eldi- við, 60,000 tons af heyi, urmull af nautfé, tjöldum, símastólpum og alls konar verktólum áuk ótaí annara hluta. Hcrfloti Rúsa undir forustu Rosj- destvenski’ heldur sig við Madagask- ar. Nú er fullyrt, að hann verði kvaddur norður til Suez-skurðar til að bíða þar nánari skipana. Skaðabæturnar, sem Bretar heimtuðu fyrir árásina á fiskimenn sína í Englandshafi, hafa Rúsar greitt umsvifalaust, £ 65,000. Fiskimenn- irnir í Húll eru þó harla óánægðir; segja að tjón sitt sé £ 45,000 meira, og heimta nú, að Bretastjórn borgi mismuninn sjálf, fyrst hún hafi rekið réttar þeirra svo slælega. Búsncskur drcngskapur. Einn af yfirforingjum þeim, sem Japanar tóku til fanga í Port Arthur og létu lausa gegn drengskaparheiti þeirra um að taka ekki framar þátt i stríð- inu, hafa þeir nú tekið til fanga á ný í orrustu. Hann hafði farið til Sínlands, látist ætla heimleiðis, en haldið beint norðar til Rúsahers og brotið svo drengskaparorð sitt. — Mælt er að Kuropatkin hafi simað Rúsakeisara og beiðst leyfis til að selja yfirforustuna öðrum í hend- ur, því að sjálfur sé hann örmagna á sál og líkama. — Sífeldar sagnir berast um það frá Pétursborg, að Kuropatkin eigi heim að kveðja. En ekkert af því eru áreiðanlegar fregnir. Fyrst var sagt, að Nikolás stórfursti ætti að taka við forustunni eystra eftii hann. Svo er sagt, að ýmsir væru að herða á keisaranum, að taka sjálfur (!!!) forustuna. Síðast ertalað um, að Dragomíroff hershöfðingi, gam- all fauskur, sé liklegastur til þess. — Hart eiga Rúsar á flótta þess- um: 54 klukkustundir bragðaði einn herflokkur þeirra kvorki þurt né vott. — Nú er fullyrt frá Japan, að þar sé verið að búa út nýjan her, 100,000 manna, er senda eigi nú þegar í styrjöldina. Búsland. Heldur aukast en þverra uppþotin og óeirðirnar þar heima fyrir. í fylkjunum Saratoc, Samara, Orel og Kursk hafa bændur síðustu dag- ana rænt stórgózin, brent hús, en haft búpening burt með sér. Svo breidd- ist þetta út til fylkjanna Tsjernikóv og Sjíevak. Þar heflr herlið bælt niður óeirðirnar í svip. — I Varsjá er ókyrt mjög, og um alt Rúsland má búast við að óspektirnar fari nú fyrst að vaxa fyrir alvöru eftir ófar- irnar síðustu og mestu eystra. Stjórn- in harðbannar að birta nokkrar fregn- ir um ósigra Rúsa framar, en fregn- irnar berast ótrúlega út samt, og ef til vill ýktar, er ekkert sést í blöð- unum. Lánstraustið þrýtur. Svo ersagt, að inir frakknesku og þýzku banka- menn, sem Rúsastjórn leitaði til um lán, hefði tjáð henni 11. þ. m., að lán það er Rúsar vildu fá í Apríl, sé engin tiltök að þeir fái í Frakklandi eða Þýzkalandi, nema þeir verði farn- ir að leita friðar áður. Þá er nú í flest skjól fokið, enda kvað þetta hafa fengið mjög á Rúsa-keisara og þann flokk manna, er stríðinu vill fram halda. Aftur er sagt um þetta og ófarir Rúsa eystra, að frelsisflokkurinn í Rúslandi eigi örðugt með að dylja gleði sína yfir öllum þessum óförum. Segja, að þá fyrst sé umbóta von heima í Rússlandi, er Rúsar liggi al- veg ílatir í ófriðnum. —50,000 fleira lið en Japanar segj- ast Rúsar sjálfir hafa haft við Múk- den. [Vafasamt mun þó, hvort þeir hafa vitað rétt töluna á her Kaví- múra; og gæti því verið, að liðsmun- ur hafi verið minni]. — Svo segja þýzkir herforingjar, að aldrei hafi í heimi eins stór orr- usta verið háð sem þessi við Múk- den, og aldrei jafn-mikill sigur unn- inn í einni orrustu. —- Múkden verður nú fyrst um sinn aðsetur Oyama og aðal-birgða- stöð hers hans. Þaðan og frá Tie- ling verður svo aðsókninni beint að Harbin, segir hermálastjórn Japana. Frakklaml. Dreyfus-málinu er nú lokið, og þó á annan veg, en menn bjuggust við. Ógildingardóm- stóllinn hefir ekki vísað málinu fyrir nýjan herrétt, heldur komist að þeirri niðurstöðu, að málið hafi verið rang- lega höfðað í öndverðu: fyrir land- ráð. Það sem Dr. hafi verið gefið að sök, hafi ekki verið þess eðlis, að það ætti að teljast landráð, heldur njósnarmenska, og því sé dómarnir yfir honum ógildir. En þetta er tek- ið sem vottur þess, að ógildingardóm- stóllinn telji Dr. saklausan, en treysti ekki réttvísi herdóms til að sýkna hann. Noregur. Það hefir ræzt, sem „Rvík“ spáði síðast, að Michelsen yrði stjórnarforseti þar. Hann er ríkisráðherra og dómsmála; Lovland er ríkisráðherra í Stokkhólmi (hann hefir fyrr verið ráðgjafi og er manna harðastur gegn Svíum); Knudsen pró- fastur (kyrkju og kenslu mál); Gunn- ar Knudsen (fjármál); Arctander (verzlunarmál); Olssen (landvarnir); Lemkuhl (kaupm. frá Björgvin, al- mannastörf); Vinje (landbúnaðarmál); Hagerup-Bull og Botnher (ráðherrar í Stokkhólmi). 5 af þessum eru hægri menn, 4 vinstri, en 1 (Vinje) af meðalflokkL Þeir Michelsen og Arctander hafa verið hatursmenn í prívatlífi langa tíð. En Michelsen bað hann að gleyma nú öllu slíku og ganga í ráðaneytið með sér, er velferð ættjarðarinnar væri í veði. Arctander neitaði fyrst, en lét þó tilleiðast fyrir tilmæli flolcks- manna sinna. Stórþingið setti 19 manna nefnd í konsúla-málið og komst hún sam- hljóða að þeirri niðurstöðu, að ráða

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.