Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 25.03.1905, Blaðsíða 3

Reykjavík - 25.03.1905, Blaðsíða 3
•3 Þinginu að gera samþykt um kon- súlamálið og leita staðfestingar kon- nngs á. En syniaði hann þess, skyldi fram haldið inu sama samt, svo að framgang fengi, hvað sem konungur segði. Af 117 þingmönnum vita menn víst að yflr 100 verða með tillögu nefndarinnar, en öll blöð allra flokka le&gja fast að þingmönnum, að sam- þyktin verði í einU hljóði með öllum atkvæðum. Telja konung þá eigi munu synjað geta. l-andshornanna tnilU. — :o: — Norskir sjómcnn uiir 200 kvað vera ráðnir til íslenskra útgerðar- manna á Austfjörðum ; heflr Þorsteinn kaupm. Jónsson í Borgarfirði ráðið þá, en Thor E. Tulinius stórkaupm. ætlaði, að því er sagt er, að senda skip með þá frá Noregi til Austfjarða. Oddrúnar-málið, sem svo heflr veríð nefnt, var dæmt í yfirrétti 13. þ. m. Eins og áður hefir verið frá skýrt í blöðunum, er mál þetta svo til orðið, að Oddrún, sú sem málið er við kent, bar þa,ð á tvo menn nafngreinda á Seyðisfirði, að þeir væru valdir að þjófnaði, sem fyrir kom þar á bæjarfógetaskrifstofunni fyrir nokk- rum árum, en þeir höfðuðu mál gegn henui fyrir áburðinn. Framburður hennar var dæmdur marklaus fyrir undirrétti, en hún til hegningar. Lands- yfirróttur sýknaði hana og telur sann- að, að hún só ekki og hafi ekki verið með öllum .mjalla. Afii. ] vikunni sem leið vóru sjóróðrar byrjaðir frá Eyrarbakka og Þorlákshöfn, og var þar töluverður afli, alt að 100 í hlut. í Vestmanna- eyjum hafði verið ágætis afli um sama leyti. Frauskar fiskiskútur tvær strönd- uðu nýlega á söndunum við Kúða- fljóts-ós. Menn vóru 25 á hvorri, en björguðust, og kom fyrri skipshöfnin hingað suður í fyrradag. TRe^^íavíK Oð Qrenfc. Leikfélagið. Það hefir nú sýnt Jeppa 4 Bjargi, eftir Holberg, 8 sinn- um, oftastnær fyrir fullu húsi. Nú er fél^gið byrjað á nýjum leik, „Hjálp- inni, “ eftir P. A. Rosenberg. Sunnanstormur var hér mjög hvass á Miðvikudaginn var og fram eftir næstu nótt. Hvassast var um morgunin fram undir hádegi. Þá sleit hér upp á höfninni flskiskútuna „Velocité," eign Þórðar í Ráðagerði, íak upp í Effersey, en náðist út aft- Ur ÞeSar veðrinu lægði, óskemd að öllu. „Ycsta kom 17. m< norðan um land frá útlöndum. Með henni hom frá Khöfn Sighv. - Bjarnason hankastjóri. Aðrir farþegar vóru: séra Eiríkur Gíslason á Prestsbakka, séra Matth. Eggertsson í Grímsey, Sigf. H. Bjarnason konsúll á ísafirði, írú Hemmert frá Skagaströnd o. fl. „Yesta“ hélt áleiðis til útlanda 20. þ. m. Stýrimaður drukknaði af flski- skútunni „Pollux," eign Brydes verzl- unar í Hafnarfirði, tók út í stórsjó á Sunnudaginn var. Maðurinn hét Sig- urður Bjarnason, ungur maður vest- firskur. Laudbúnaðarnefndiii, sem setið heflr hér aðjstörfum í vetur, hefir samið 12 lagafrumvörp, sem nú eru prentuð og komin út. “ Fátækramálancfndin hefir sam- ið lagabálk í 80 greinum; er hann einnig kominn út, ásamt skýringum nefndarinnar, og er stór bók. Gufusk. Marie, kapt. Aaset, kom hingað á Þriðjudaginn með timbur- farm til Völundar-félagsins. „Laura“ fór til útlanda 18 þ. m. Með henni fór Páll Stefánsson agent. Fiskigufuskip hafa þrír menn ný- lega keypt í Noregi: Ásgrímur Ein- arsson, Hannes Ólafsson og Hans Sig- urbjarnarson. Skipið heitir Leslie og er 113 tn. Það er ætlað bæði til þorskveiða og síldveiða og á að leggja upp aflann hér í Rvík. Hr. Pétur Hjaltested gullsmiður hafði í utanför sinni í vetur hjáipað kaupendum skipsins til að leysa út eftirstöðvar verðsins og er því skipið nú sem stendur hans eign. Hann kom upp nú með „Laura“ siðast. Skipið fer 9 mílur á vöku og var 5 daga á leiðinni hingað frá Stafangri. Það er af eigendum talið 50 þús. kr. virði; er með nýrri vél, sem kost- aði 25 þús. kr. Fiskiskúturnar hata margar kom- ið inn þessa dagana vegna hvassviðra; afli frá 2—8 þús. Ný trúiofun. Ungfreyja Sólveig Stefánsdóttir og skipstjóri Guðmund- ur Kr. Bjarnason, bæði hér í bæ. Hvaöanæva. Akurcyri, 8. Marz 1905. — Héð- an úr bænum ekkert að frétta, nema stöðugt kosningastapp. Engar líkur hygg ég til að Guðm. Hannesson nái kosningu hér; að minsta kosti er þá fáum að trúa, ef annað yrði uppi. ^ „Leiðrétting." Herra ritstjóri! í 7. tbl. „Reykjavíkur“ þ. á. er það haft eftir dönskum manni í sýn- ingarnefndinni hér, að ég hafi komið fram með þá tillögu í nefndinni, að sýna íslenzkan torfbæ og íslenzka fjölskyldu í honum. Hver svo sem heimildarmaður yðar kann að vera, þá verð ég að lýsa þetta tilhæfulaust. Tillagan um að sýna íslenzkan bæ var framkomin áður en ég gekk í nefndina, og hefir prófessor Finnur Jónsson sagt mér, að fyrir sér hafi vakað, er rætt var um að skora á mig að ganga í nefndina, að ég mundi einna færastur hér til að sjá um, að inn fyrirhugaði bær yrði sæmilegur, og gæfi rétta hugmynd um íslenzk- ar bæjarbyggingar. En sjálfur hefi ég altaf verið fremur mótfallinn þess- ari bæjarsýning; þó ekki af því, að ég gæti álitið hann neitt niðrandi fýrir okkur, því sjálfur er ég fæddur og uppalinn í íslenzkum torfbæ, og skammast min ekkert fyrir það. En ég var hræddur um að bæjarbygg- ingin yrði of dýr, ef nokkur mynd ætti að vera á henni. Um að sýna íslenzka fjölskyldu í bænum hefi ég aldrei heyrt talað i nefndinni, og hefi því aldrei fengið á- stæðu til að láta álit mitt í Ijósi um það. Ég veit ekki betur en að það sé tómur tilbúningur úr blöðunum. Þetta hlýtur að vera sprottið af misskilningi hjá heimildarmanni yðar, sem ég renni grun í, hver vera muni, því hann er svo mikill heiðursmaður, að viljandi mundi hann ekki skýra rangt frá þessu. En honum heflr nú samt orðið það á, þótt óviljandi sé. Þessa leiðrétting vona ég, að mál- gagni sannsöglinnar sé Ijúft að flytja. K.höfn, 25. Febr. 1905. Yaliýr Ouðmundsson. * * * Algerlega mun Dr. V. G. vaða reyk, er hann þykist „renna grun í“, hver heimildarmaður vor sé í þessu máli — að minsta kosti ef hann ætlar það öðrum hvorum landa sínum (F. J. eða Th. E. T.), sem í nefndinni er. En samvizkusamur og réttorður heiðursmaður er heimildarmaður vor engu að síður. Ritstj. Ying-jarnleg orð. — [Fáein dönsk blöð urðu æf yfir því, að islenzkur nemandi á Askov-skóla dró þar upp fálka-flagg Og kallaði íslenzkt flagg og gaf lýðslcólanum það. Af því tilefni ritar „Extrabladet,11 sem e lc k i er kvöld- útgáfa af „Politiken11 lengur, heldur alveg sjálístætt blað, grein þá er hér fer á eftir. Ritstjóri blaðsins er Freylif Olsen, bróðir Cavlings, sem er nú ritstj. „Politiken11]. íslendingar. Heimsku-blað eitt — í þetta sinn þó ekki „Dannebrog,“ heldur „Nationaltidende11 — hefir reynt að koma af stað gremju og ó- róa, af því nokkrir íslendingar við alþýðu- háskólann í Askov hafa dregið upp nokk- uð, sém þeir nefna „merki íslands,11 og dregið það upp við hlið danska fánaus, Uppþot blaðsins er heimskan sjálf, þó ekki væri nema af þvi, að gamalt blað á aldrei að rjúka upp á nef sér yfir tiltæk- jum ungra manna, þegar þeir troða því þá ekki sjálfu um tær. En sérstök fíflska er það, af því þetta uppþot snertir við mál- efni, sem betra væri að láta óhreyft ennþá um stund. , . Þétta málefni er spurnmgm um stoðu íslands í inu danska ríki. Þetta er spurn- Myiida rammar fást áreiðanlega hvergi vandaðri, og þó ótrúlega ódýrir, en á Lanfás- vegi 37. [ah.—25. <3onas ét. ctónasson. ing, sem hefir legið kyrr í margar aldir af því einu, að íslendingar eru fáir, fá- tækir og lítilsmáttar, en rísa mun upp, þegar sem þeir sjá, að þeir eru fjölmenn- ari, auðugri og aflmeiri. Þeir hafa ekki nefnt þetta á nafn öld- um saman, en þeir hafa fundið það og vitað, að þeir eru ekki danskir, þó þeir lúti dönskum yfirráðum. Þeir eru önnur þjóð en Danir, og þeir hafa ekki getað lif- að lífi sjálfstæðrar þjóðar á yfirborðinu af því einu, að þeir eru fáir og fátækir. Þeir eru ekki Danir og vilja ekki vera það. Þeir eru íslendingar og vilja ekki vera annað. Þeir eiga sitt eigið allsherjar þing, sína eigin dómstóla og hafa fengið sinn sérstaka ráðherra. Maturinn örvar lystina hjá þeim: því meiri réttindi sem þeir hafa náð í, því meiri vilja þeir fá — nú vilja þeir fá sérstakt merki fyrir sig. 011 heimsku-blöð í Danmörku munu vera sammála um, að þetta sé sú græðgi, sem nálgist það að vera hneyksli. Ekki nema það! Er ekki Dannebrog frá himnum komið nógu gott handa íslendingum? Þetta eru, Ijótu vanþakklætis kvikindin! — Þetta er ræðutexti Nationaltiðinda. En slik prédikun er heimskuleg. Danne- brog er dýrindis merki — fyrir oss Dani. Hverjum af oss, sem finnur að hann er danskur og vil! ekki vera annað en dansk- ur, er málefni merkisins hjartans málefni. En það er og satt, að oss verður það tæp- lega jafn hjartfólgið, ef vér vitum, að til sé 70 eða 80 þúsundir manna, þó ekki sé nema íslendingar, sem finst það vera lítil- lækkun eða kúgun að láta þetta sama merki blakta yfir sér. Þeir menn sem skilja ekki það, finna það heldur ekki eins og það er, hvað landar vorir á Suður-Jót- landi verða að þola, þar sem útlent merki blaktir yfir. Heimsku-blaðið segir, að íslendingar eigi alls engan rétt á að hafa annað merki en Dannebrog. Já, var það ekki satt? Það er auðvitað jaín satt eins og að hálfpund sé mörk. En hvílíkt asnaspark er það ekki lika! Því hver er að spyrja hér um laga- greinir eða réttarsetningar? Það merki sem einhverri þjóð er i nöp við, það verð- ur aldrei hennar merki, hvern skýlausan rétt sem það styðst við. Það eina sem veitir merkinu rétt, það er velvild hjartn- anna, ást þjóðarinnar á því, og sá sómi, sem henni finst að því. Fylgi ekkert þetta merkinu, þá gagnar því enginn lagaréttur í veröldinni. En einmitt vér, sem ejgum landa, sem verða að búa undir útlendu merki, vér skulum verða síðastir manna til þess, að kúga nokkra þjóð undir Dannebrog. Yér virðum það of mikils og erum of hróðugir yfir því til þess, að vér viljum vita, að það sé hatað og fyrirlitið af þjóð, sem lifir undir ríkisvernd vorri og er oss náskyld að þjóðerni. Komi sá dagur, að in íslenzka þjóð heimti í alvöru eigið merki sitt, eins og hún hefir fengið þing sitt og ráðherra sinn — þá gefum vérhenni merkið og höld- um okkar merki handa okkur sjálfum. :uumt‘ú!________ Margt cr skrítið í „Harinoníu.“ Ég keypti mér nýlega nýja bók, sem heitir „Bæjarskrá Reykjavíkur" 1905. Ég sló upp bókinni og blaðaði. Ég

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.