Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 25.03.1905, Blaðsíða 4

Reykjavík - 25.03.1905, Blaðsíða 4
64 rakst á skrá yflr helztu atvinnurek- endur í bænum, leit eftir prentsmið- junum — nei, engin prentsmiðja til í bænum! „ Hvernig stendur á þessu ?“ sagði ég. „Þar eru víst engir teknir upp, nema þeir sem óska þess — eða svo var það fyrstu árin,“ svaraði Þórður. „Jú, hér erég — og hefi ekki ósk- að þess“, svaraði Jón. „Það er þó aldrei til að forðast, að nefna Öiífenier^s-prentsmiðjuna ?“ sagði Pétur. „Ertu galinn?" svaraði Páll. „Sláum upp hlutafélögunum," sagði ég. Við gerðum það. Engin Guten- ier^s-prentsmiðja nefnd þar. „Hún er svo ný,“ sagði Jón. „Hér er þó hlutafélagið “Steinar," stofnað 28. Janúar þ. á., löngu eftir að Gutenbergs-prentsm. var tekin til starfa og firmað var auglýst í „Þjóðólfi," sagði Þórður. „Og hér eru bakararnir, sem tóku við af Frederiksens-ekkju í Febrúar þ. á.“, sagði Pétur. „Nei, Gutenbrg er víst ekki að finna í bókinni,“ sagði Páll. „Skoðum nafnaskrána," sagði ég. Við flettum henni upp. Nei, Guten- bergs nafn fanst þar ekki. „Það lítur út sem Gutenb. sé útilok- aður úr þessari lífsins bók. Svona er að vera keppinautur útgefandans í atvinnu; þá verður maður afmáður úr tilverunni," sagði Jón. „Ónei,“ sagði ég; „þið gerið eiganda ísafoldar-prentsmiðju rangt. Slíkan barnaskap þarf enginn að ætla hon- um. Þetta er að eins tilviljun. Við skulum fara í heimila skrána — húsa- röðina á strætunum. Par finst þó Gutenbergs-nafn — eitt mesta stór- hýsið í strætinn. Vér sláum nú upp Þinglioltsstrceti. Þar vóru húsnúmerin: 1, 2, 3, 4, 5 — — 7. Hvað er þetta? Hvar er Nr. 6? — Það finst ekki. Alveg hlaupið yfir það. En það er ÖMfe/i&er^s-prentsmiðju- húsið. Ég varð að gefast upp. Það er þó varla „tilviljun“ alt þetta — einnig að húsin verða ósýnileg á strætunum. Verax. Mótor-félagið. Ilr. ritstjóri. — Kæri vin. — Ég þakka þér fyrir frásögnina um inót- orvagns-fyrirtækis tilraun mína 1 síð- asta blaði. En af því að þar er ekki nákvæmlega sagt frá einstöku atrið- urn —og getur verið að það, að minsta kosti sumt, af því, sé ógáti mínu að kenna — þá má ég til með að biðja þig um rúm fyiir þessar fáu línur til leiðréttingar: Vagninn á að eyða 6—7 aurum á enska mílu (en ekki danska mílu) fyr- ir 12 hesta afl., en 6—9 aurum. á e. mílu fyrir 24 hesta afl (ekki 6—7 eða 6 — 9 au. á klukkustund). Hugsað er til að taka vagn þann, sem hefir 24 hesta afl (ekki 25 h. a.) fremur en þann erhefir 12 hestaafl. Fargjald tll Þingvalla er áæt.lað 2 kr. fyrir manninn hvora leið (4 kr. túrinn.) Til Hafnarfjarðar eru áætlaðar 8 ferðir áfram og 8 til baka á dag, og 1000 % vöruflutningur að auki hvora leið. Fargjald með vagninum í Rvík (sem strætisvagni) er áætlað 10 aur- ar hvora leið (en ekki fram og aftur), og að auki 200 ® vöruflutningur hvora leið einnig. Þetta bið ég menn að lesa saman við fregngreinina um fyrirtækið í „Rvík“ 18. þ. m. Má vera, að tekjurnar séu áætlað- ar of háar. — En eftir líkum varð að gera áætlun. Til þess að laga það, má vel fella þær niður um 25% eða meira, svo að þó verði eftir yfir 3 þús. kr. netto, auk allra áætlaðra útgjalda, þar með 20% af 20 þús. kr. höfuðstól og 1364 kr. til óvissra út- gjalda. Og svo má líka áætla ýmsar tekjur, sem ég hefi ekki talið, til frek- ari uppbótar. Rvík 2% 05. S. B. Jónsson. Japan í Reykjavík. Um þessar mundir líta allir hugar- augum til Japans — til innar stór- gáfuðu, hámentuðu og hraustu þjóðar. Það er því mjög vel fallið að Th. Thorsteinssons verzlun hér (að Ing ólfshvoli) hefir flutt hingað heilmikið af japönskum varningi — því betur fallið, sem varningurinn er inn smekk- legasti og fegursti, svo að prýðilegri vingjafir er ekki auðið að velja hér á landi fyrir líkt verð, auk þess sem mörgum mun kært að eiga minja gripi, tíl gagns og prýði, um ina hugðnæmu þjóð. Listfengi austurlandabúa er mikil, en einkum er við brugðið listfengi Japana. Eru munir þeirra gerðir af einkennilegum hagleik og smekk, og þó feikna-ódýrir, þar sem vinnulaun- in eru afar lág. í búð Thorsteinsons eru svo marg- ir hlutir, að ég kann fæst að nefna. En geta má um skýli (skærme) smá og stór, alls konar skrautker (vaser), sólhlífar; körfur, smáar og stórar; mottur, gólfteppi; veggtjöld o. fl. o. fl. Öllum, sem hafa fegurðarsmekk, ræð ég að ganga ofan í búð hr. Thorsteinssons, hvort sem hann eða hún ætlar að kaupa nokkuð í svip eða ekki. Það veitir þeim ókeypis ánægjustund og getur komið hver- jum manni vel, að vita, hvað þar er til. Slikum austurlenzkum varningi hefir lítið sem ekkkert sést hér af áður, og aldrei neitt líkt þessu. Undirritaður umboðsmaður sjóvátryggingarfélagsins „De private Assur- andeurer" í Kaupmannahöfn tekur í ábyrgð fyrir sjóskaða gegn lægsta ið- gjaldi allar innlendar og útlendar vörur, er fluttar eru hafna á milli hér á landi eður til útlanda. pjetur íjjaltestecl Suðurg. 7. [ah. 18. Margra alcla idnaður. Vörur frá aiiNfnrlöndiiin. t. d. Postulíusvarniiigur, flíttaðar mottur, fcörfur, ýmsir lilutir úr pappír, út- §aumuð og ináluö sfcermbrctti (skjólhlífar), lafcfccradir Iilutir og ýmsar fleiri vörur, sem aldrei hafa komið hingað til landsins fyrr, eru nú til sýnis í veíhaðarvöru-búðinni 1 „Ing-ólf@hvoli“. INotiÖ tsekifæriÖ og lítið á þessar smekklegu vörur, áður en þær verða uppseldar. ( ,Vestri‘ flytur greinar almenns efnis, gcðar fréttir og ágaetar sögur; tekur aug- lýsingar með góðum lrjörum. Kost- ar 3 kr. 50 au. árg., gefur nýjum kaupendum mikinn kaupbæti og út- sölumönnum góð sölulaun. Eina blað- ið á öllu Vesturlandi. Utgefandi er Kr. H. Jónsson á ísafirði. KauDiö „Yestra“! Auglýsiö i „Yestra“. Undirskrifuð hafa keypt og notað Kína-Lífs-Elixír herra Waldemars Petersens og erum vér svo ánægð með þennan ágæta og óviðjafnanlega bitter, að vér finnum ástæðu til að lýsa opinberlega yfir því. Það er í sannleika inn bezti, áhrifamesti og kröftugasti heilsubitter, sem tii er, og hefir alla þá eiginleika á hæsta stigi, sem æskilegir eru og heimta má í inum allra beztu bitterum. Af hugulsemi við meðbræður vora bætum vér því við, að Kína-Lífs- Elixír ætti ekki að vanta á nokkru heimili. Marie Dahl, J. Andersen, Laust Bendsen, Laust Nielsen, Lyngby, P. Mörlc, Dover, Peder Nilsen Opsyns- mand, Agger, Niels Christensen, Je- strup, Chr. Josepsens Enke, Koldby, Thomas Chr. j Andersen, Helligsöe, Niels Olsen, Ginnerup, Mariane And- ersen, Dover, \ Paul Slæt, Ginnerup, Jesper Madsen, Refs, M. Jensen, Ginnerup, Martin Petersen Bjerggaard, Hurup, J. Svendborg, Dover, Peder Tygesen, Ydby, Jen Hommelse, Dover, Peder Kjær, Ginnerup, Anders Dahi- gaard Nielsen, Mads Christenson, Vesterby og J. K. P Eriksen, Dover. Veðurathuganir i Reykjavík, eftir Sigríbi Björnsdóttur. 1905 Marz Loftvog millim. Hiti (C.) -U -4-3 *o 8 r3 t-i 3 *o a> í> Ö bc cð a GQ Úrkoma 1 millim. j Fi 16. 8 730,0 4,9 N i 7 2 728,5 5,1 NW i 10 9 727,1 4,7 0 10 Fö 17. 8 735,0 4,8 NE í 5 6,2 2 738,7 .5,1 ESE í 9 9 738,8 4,6 E í 10 Ld 18. 8 745,2 4,5 SE i 6 1,6 2 748,3 6,5 E ’ í 7 9 750,1 4,5 SE í 10 Sd 19. 8 752,5 2,7 E í 9 2 747,9 5.6 NE 2 8 9 740.6 2,7 E 1 10 Má 20. 8 735,8 3.8 SSE 2 10 13,7 2 742,5 4.6 S 2 4 9 738,7 2,5 S . 2 10 Þr 21. 8 731,1 1,7 0 8 25,5 2 736,4 4,0 S 1 5 9 740,2 0,7 S 1 10 Mi 22. 8 723,6 2,7 ENE 2 10 3,6 2 728,1 1.8 S 2 4 9 727,9 2,3 SE 2 8 Karlmannsfafnaði saumar ávalt lyrir lægstu borgun Ragnhildur Sigurðardóttir, Grjótagötu 10. [—16. Prifin og vönduð stúlka, sem er vön innanhússtörfum, óskast í vist frá 14. Maí á gott heimili hér í bæn- um. Hátt kaup. Ritstj. ávísar. W 'Slfsáósfiaríöfiur ágætrar tegundar eru til sölu í Görðum á Alftanesi. Ka,upendur flýti sér; spírunartíminn fer í hönd. Prentsmiðjan Gutenberg. Pappirinn frá Jóni Olafssyni.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.