Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 18.04.1905, Blaðsíða 1

Reykjavík - 18.04.1905, Blaðsíða 1
‘ tgefandi: hlutafklaoib „Kbvkjavík" Abyrgðarmaður: .Jðn Olafssok. Afgreiðandi: Sigríbub Olafsson (búð Jóns Ólafssonai', Kyrkjutorgi). IRe^hjavtk. Kostar um árið 60—70 tbl.) 1 kr. (erJendis kr. 1,R0 — 2 sh. — nO ets). Teiefónar: Nr. 29 (Aðalstr. 16) og 80(þiughúsið) — 71 (Prentsmiðjan). Útbreiddaata blað landsins. Bezta fréttebleðið. - SJpplag 3100. VI. árgangur. ÍViðjudaginn 18, Apríl 1905. 21,, A. tölubiað. rŒor. Vakir vor í blæ! Yfir svcit og sæ nú svífur boðið: að kasta blund; dansar bára blá, stökkur straumkvik á og streymir ljós yfir bleika grund. Svella segl við hún, en við sólarbrún kveðja sveina framgjarna haukleg sprund. Enn á seltu’ er svalt. Víst er vorið kalt; en vitum til, hvernig síðar fer, þegar Harpa kveður og Glóey gleður með gliti náttlöngu fold og ver, svo að klakinn þíðist og skarðið skrýðist, er skaflinn grákaldi úr því fer. Meðan ísar brotna’ og þokur þrotna’, er þörf á rosum að hreinsa til. Wí meir sem geysist, þess ljúfar Ieysist og loksins fellur svo allt í vil, og blómin glóa og börðin gróa og lilika sólroðin húsa-þil. hó að vor sé kalt, samt það vekur alt, sem veit til sigurs í hjarta manns, undir randir gelur og veg þeim velur, sem vinna sumarsins blómsturkrans. ^Heilir hildar til, heilir hildi frá« koma hermenn vorgróðurs ísalands. pumarmorgun. Vikið við vísu eftir Björnstj, Björnson. Lag eftir Södermann. Nú glóir sól yflr grænan skóg! Æskubros yflr fornum fjöllum, feginshvískur á dalavöllum! Himins gull yflr grund og sjó! Nú ljómar sól yfir hlíð og hól! Þokan beltast við bjargarætur, blóm hvei-t nývaknað hlær og grætur lofandi þig, sem gafst ljósið, sól! Nú blikar sól yflr breiðan sæ! Röðulgeislarnir glitra’ og skína glatt í bárum, sem rísa’ og dvína hægt í morgunsins milda blæ. <P. G. Og Sveinbjörn Egilsson lætur fóstur- jörðina taka með sér öll börn sín, „fugla, orma, hesta, menn og fé“, og heilsa fagnandi Sumardeginum fyrsta. Til Jóns Thoroddsens kemur sum- arið í gervi fallegrar stúlku: „Ríður Harpa í tún, roðar röðull á brún, rósurn stráir um löndin og æginn. Vakna sveinar við það, glaðir hlaupa á hlað, Hörpu vilja þeir leiða í bæinn. Þorsteinn Erlingsson sér til sumarsins „með sól í fangi, blóm við barm og bros á vanga norður í heiminn". En alt af kemur sumarið þó ekki með sól og hita. Gamii Benedikt Giöndal lýsir einu sinni Sumardegin- um fyrsta svona: Sumarilagurinn fyrsli. Hjá okkur er skammdegið svart og sólarlítið. Eti í þess stað er líka sumarið okkar lengi síbjart og ngetur- i laust. Þetta er gömui vísa um löngunina eftir sumrinu: „Senn kemur sumarið, sólin blessuð skin; víst batnar veðrið, þá veturinn dvín“. Sumarið er alt af velkomið, og því meir sem veturinn hefir verið kald- ari og skuggalegri. Svo kvað Sig- urður Breiðfjörð: „Vetrar þrumur flýja frá, fagnar guma sægur; allir fuma’ á fót að sjá „Víða um æginn vöst upp rís, veður bæi hrista, svellakragi saman frýs Sumardaginn fyrsta". Nu í ár er sumarið komið á undan sumardeginum fyrsta. Jörðin er farin að kasta af sér vetrarhaminum, og bráðum fer fjör vorsins að færast í alt, fossarnir og lækirnir að velta fram af brúnunum, jörðin að grænka, og lóurnar að syngja í móunum. Vorsins löngu dagar eru að nálgast með blómstur og bláan himin, og snjótittlingurinn fer að verða að syngjandi sólskríkju. Veturinn kveður vel og við vænt- um gleðilegs sumars. Þ. G. fyrsta sumardægur".

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.