Reykjavík

Ataaseq assigiiaat ilaat

Reykjavík - 18.04.1905, Qupperneq 2

Reykjavík - 18.04.1905, Qupperneq 2
84 Gleðilegt sumarí „Reykjavík" árnar öllum sínum þúsundum af kaupendum og lesend- um góðs og gleðilegs sumars. Þetta Sumarsdagsblað verður sent um 1000 heimilum, sem annars fá ekki „Reykjavík.“ Vildu ekki þeir sem þannig fá blaðið, og annars allir vinir vorir, geta þess við aðra út í frá, að af „Reykjavík8 koma út 60—70 tölu- bl, á ári, og að árgangurinn kostar þó að eius 1 kr. Frá 1. þ. m. til ársloka kostar bl. að eins 7.3 au. ísland er ungt enn. Er ekki gaman að eiga öldung á 93. ári, jafn-heilbrigðan á sál og fjör- ugan í anda eins og Pál Melsteð? — Hjörtur Þórðarson, landi vor í Chicago, er að vérða heimsfrœgur maður. Sakir skorts á myndum urðum vér að sleppa meginkaflanum öllum af greininni, sem vór höfum tekið upp í dag um hann eftir „Vinlandi". Ef vor iitla þjóð, einar 80,000 sálir, getur framleitt tvo heimsfræga menn á hálfum öðrum áratug, þá erum vér ekki úrkynjaðir með öllu. Heimsfrægur íslendingur! Iljörtur Pórðarsou og upp götvanir hans. Ný áhöld til rafmagns-rannsókna. [Eftir »Vínlandi«]. í »Vínlandi« (III. 8) var grein- arstúfur þýddur úr dagblaði í St. Louis um rafmagnsvél eina (Trans- former), er hr. C. H. Thordarson hafði þar nokkurn tíma á sýning- unni. í grein þeirri var ekki rétt sagt frá öllu, enda er svo vanalega, er dagblöð vilja segja frá einhverju vísindalegu. I3ar er sagt að vél þessi framleiði 500,000 volta þrýst- ingar-afl á rafmagnsstraumnum, en hún getur framleitt hálfu meiri straumþrýsting en það.eða 1,000,000 volt og með fullu straummagni hefir hún nál. 150 liesta afi. En á sýningunni var ómögulegt að koma þrýstingarafli hennar hærraen 600,000 volt, því enginn útbúnaður var þar nógu lialdgóður til þess að einangra rafmagnsstrauminn, er þrýstingaraflið fór fram úr því. Sýningarstjórnin lét byggja timbur- hús eitt lítið fyrir vél þessa, norð- anvert við rafmagnshöllina,. og það- an lágu vírar frá henni á háum stólpum fram með rafmagnsliöllinni eins vel einangraðir og föng voru á. Þegar straumþi'ýsting vélarinn- ar óx til muna yfir 500,000 volt, laust niður raflogum frá vírum þeim, er út frá henni lágu, í hús- ið, sem hún stóð í, því tréð í því var aldrei vel þurt sökum loftraka, og varð því leiðari fyrir rafmagn með svo miklu þr5rstingarafli. En þrátt fyrir það þó þetta aftraði því, að vélin gæti unnið með fullu afli, tókst þó vel að sýna með henni ýmsar rafmagnstilraunir, sem aldrei hafa áður verið gerðar. Nú er vél þessi eign Purdue háskólans (ríkisháskólans í Indíana), og þar var bygt steinhús (40 X 60 fet) fyrir hana eingöngu og tilrauna- áhöld þau, cr henni fylgja. Vélin sjálf er 5,000 pund á þyngd, og er lienni komið fyrir í trékassa á kaíi í 46 tunnum af olíu, því ekkert annað en hrein olía einangrar nægilega rafmagn með þeirri þrýst- ing, sem hún framleiðir. Þessi vél var ekki á meðal þeirra muna, er hr. C. H. Thordarson hafði á sýningarsafni sínu í St. Louis. Hann sýndi hana aukreitis og hafði hana þar að eins fáar vikur. En það sem hann hafði þar aðallega til sýnis, vóru aðrar smærri vélar og ýmis áhöld, til þess gerð að rannsaka og vitskýra eðli rafmagnsstrauma og rafsegul- skauta. í flestum hérlendum vís- indablöðum rafmagnsfræðinga var meir ritað um sýningardeild hans en nokkra aðra í rafmagnshöllinni, enda vírlausa telegraf-stöðin, sjálf- tengsla-telefóninn og ið syngjandi bogaljós vóru um það leyti fátíð- ara umræðuefni í blöðum þessum: þær uppgötvanir vóru i-afmagnsfræð- ingum áður kunnar, en þessi raf- magns áhöld höfðu þeir aldrei fyr séð eða heyrt neitt um þau getið. Bezt er þeim lýst í »The Electrical World and Engineer« og eru i því blaði margar ritgerðir þess efnis. Mjög fáir íslendingar sáu sýningu þessa og ekkert hefir urn hana verið ritað í íslenzkum blöðum. .. . Stutt, en greinileg og alþýðleg lýsing á nokkrum óvanalegum til- raunum, er gerðar voru með 1,000, 000 volta transformer hans á sýn- ingunni t St. Louis, er í Marzhefti mánaðarritsins »The Electrical Age« (1905, 3 West 29 Street, New York). Auk þess sem hér er getið, hefir hr. Thordarson uppgötvað margt fleira viðvíkjandi rafmagni og raf- magnsvélum, og tekið mörg einka- leyíi á ýmsum öðrum vélum og áhöldum, er liann nú lætur smíða á verksmiðju sinni 153—159 S. Jefferson Street, Chicago. III. „€5inborgar“-verzlun 1895-1905. Ef einhver sá er andaðist hér í Rvík fyrir 30 árum, mætti nú lita upp úr gröf sinni, mundi hann ekki þekkja borgina sína aftur. Komumanni, sem hefði ekki séð Reykjavík síðustu 3 árin að eins, mundi bregða 1 brún að sjá ham- skiftin, sem búðirnar hér hafa'tekið á þeim tima. Af stórverzlunum bæjarins er Edin- borg sú næst yngsta, en framfarir hennar bera þó ekki vott um þrótt- leysi bernskunnar, heldur um fjör og táp æskunnar. „Edinborg“ heldur enn búðinni, sem'hún byrjaði i, en heflr bætt við sig fleiri húsum síðan, og nú síðast reist sér alveg nýtt hús, nýja búð fyrir dúkvöru og glysvarning. Ég fór hér á dögunum að skoða hana og mætti eiganda hennar i dyrunum. Húsið nýja er al. á lengd, 18. al. á breidd, tvíloftað með turni, svo vandað að efni og smíði sem frekast er unt. Asgeir Sigurðsson reisti sér fyrir fám árum íbúðarhús hér, ið prýði- legasta ásýndar í bænum, og má af því sem mörgu fyrirkomulagi í inni nýju búð sjá, að hann er smekk- maður. Miðstöðvar-hitun með vatnshitun gengur um alt húsið, eigi að eins inn í herbergin uppi og niðri, heldur um allan ganginn. Niðri er húsið alt ein búð — sú stærsta á landinu. Þar er bákn mik- ið á miðju gólfi og heitir Cash Be- gister á ensku. Það tröll er með þeirri náttúru, að þá er maður borgar eitt- hvað, hvort sem hann borgar í réttri upphæð eða fær „til baka“, þá sýn- ir tröllið upphæðina og skýtur upp miða með upphæðinni á prentaðri, og geymi kaupandi miðan, fær hann 5 kr. fyrir ekkert, þá er hann hefir á lengri eða skemri tíma safnað saman miðum upp á 100 kr. En fyrir hvern búðarmann er sérstök skúffa, sem alt fer í, það er hann hefir selt fyrir dag hvern. Alt er tröllið úr stáli og eir á tréstandi, og er kyn, hversu það vinnur hugsandi manns verk. Ég hefi séð mörg af þeim í Vesturheimi — því að þaðan eru kynjatröll þessi ættuð — og spurði ég Ásgeir, hvort hann hefði fengið anda hjá uppvakninga-félaginu eða púkameistaranum, til að setja í tröll- ið. En hann afneitaði sterklega allri púka trú, og bauðst til að kryfja tröllið og sýna þess innra mann, að þar byggi engin fjölkyngi í. Annan slíkan peningakarl heflr hann sett í gömlu búðina. Þessi skurðgoð hans eða gullkálfar kosta 1800 kr. hvor um sig. Ég tók eftir því, að gluggarnir í búðinni vóru smekklegar skreyttir, en maður á hér að venjast. Erlendis eru sérstakir menn, sem leggja fyrir sig þá list, að koma vörum fyrir í gluggum, og kallast þeir windoiv- dressers á ensku. Ásgeir heflr fengið sér einn slíkan frá Skotlandi. Uppi á lofti eru skrifstofur með norðurhlið, on vörugeymslu-herbergi að sunnan, og gangur í miðju að endilöngu. — Efst uppi er Hliðskjálf; þaðan skygnist Ásgeir um heim allan eins og Óðinn. Þaðan er útsýni gott í allar áttir yfir bæinn og höfnina. Eftir að hafa skoðað almennu skrifstofuna settist ég inn í ina minni; það er helgidómur Ásgeirs. Fór ég þar að spyrja hann spjörun- um úr um .vöxt og viðgang „Edin- borgar“-verzlunar: „Hún er nú 10 ára gömul", sagði hann. — „1895 seldi hún útl. varning fyrir kr. 42,754.08, en keypti engar innlendar. „Árið sem leið (1904) seldi hún hér í Reykjavík og á útibúum .sínum á ísafiiði, Keflavík og Akranesi útl. vörur fyrir kr. 591,227.22, og keypti innl. vörur fyrir yflr 1 miljón króna (1,180,702.98). í tolla og útsvar borgaði hún 1904 kr. 33,583.68. En í vinnulaun og kaup greiddi hún sama ár kr. 118,- 931.04“. „Edinborgar“-verzlun selur alt fyrir peninga út í hönd og kaupir ísl. vörur allar fyrir peninga út í hönd. Hér er ein verzlun önnur, sem ég veit að muni selja enn meira af útl. varningi, en só tekið tillit til kaupa Edinborgar á ísl. vöru, þá verður hún að umsetningunni til stærsta verzlun landsins. (Umsetningin 1904 alls kr. 1,771,930.20, eða yfir l3/4 miljón króna). Edinborgar-verzlun mun hafa orðið einna fyrst til að taka gömlu vöru- skifta-verzlunina heljartaki og með því stutt að því að koma verzlunar- laginu í heillavænlegra horf. Hún fiytur inn í landið meiri pen- inga en nokkur önnur verzlun. Hún hefir unnið og vinnur þarfa- verh í verzlunarsögu landsins, Peripateticus. lúLlvi míi gleyma Mililðíii í TH0MSENS MAGASÍNI, þegar sumargjaflrnar eru keyptar, Þar fást alls konar liiiKgöj^ii, sór- lega vönduð. Stolar frá kr. 1,7.3— ISorð, mjög margs konar. Járiirimi, liapiiarúm, Vöggur, lioininódur, skápar og alls konar hirzlur, Speglar, Málvíírk o. m. fl. Húspláss til leigu frá 14. Mai við Hverfisgötu nr. 42.

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.