Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 20.05.1905, Blaðsíða 3

Reykjavík - 20.05.1905, Blaðsíða 3
103 „Rætt yar nm það. hvort félagsmenn, sem selja ]and sitt og flytja burt að vor- inu, œttu tilkall til verðlauna fyrir liðið ár, og var samþykt að svo væri ekki.“ Þessi kafli af fundarskjrslunni er sérstak- lega villandi, eins og sjá má af því sem hér segir: Gjaldkeri félagsins skýrði frá því á fundinum, að hann hefði ekki viljað borga Sveini trésmið Jónssyni vinnustyrk þann — fyrir jarðabætur unnar á árinu 1903 — er honum báru samkvæmt ákvörð- un aðalfundar 1904, af þeirri ástæðu, að hann hefði flutt sig burt úr bænum á síð- astliðnu ári, og þá selt land sitt. "Vildi hann láta fundinn með atkvæðagreiðslu skera úr því, hvort honum skyldi greiða þennan vinnustyrk eður ekki. Um þetta urðu allmiklar umræður, þvi fundarmenn voru ekki á einu máli; komu þvi fram á fundinum 3 tillögur. Ein var þess efnis, að þenna vinnustyrk Sveins Jónssonar skyidi félagið borga til núverandi eiganda að landi hans. önnur tillagan var þess efuis, að Sveini skyldi sjálfum greiddur þessi vinnustyrkur frá íé- laginu. Þriðja tillagan var þess ofnis, að þessi vinnustyrkur skyldi renna í félags- sjóð. — Tvær fyrri tillögurnar vóru ekki bornar upp undir atkvæði fundarius, en síðasta tillagan var horin undir atkvæði og samþykt með 7 atkv. gegn 5 er á móti voru. Tveir fuudarmenn groiddu ekki atkvæði. Á fundinum voru alls 14 félags- mcnn mættir. Á þessu sést, að fundurinn samþykti ekkert alment ákvæði i þessu máli, fyrir ókominn tíma. Tiilögurnar vóru e k k i þannig bornar undir atkvæði. Reykjavík i Apríl 1905. Gísli Porbjarnarson. Áreiðanleiki loftritunarinnar. Ekki er efl á því, að af peim loft- ritunaraðferðum, sem til eru, þá er Marconi-aðferðin fullkomnust. Hún er sú eina enn í dag, sem reynst heflr geta flutt skeyti svo langan veg, sem er á milli íslands og næsta lands í mentuðum heimi (Færeyja). Sú aðferð, sem næst henni hefir komist, hefir að eins dregið 90 enskar mílur (vei þriðjung leiðar milli Færeyja og Austurlands). Þriðja að- ferðin (rúsnesk), sem þar kemst næst, nær enn skemmra. Um aðrar ófull- komnari þarf ekki að tala. En sá mikii meinbugur er á Mar- coni-aðferðinni, eins og öllum hinum, að enginn vegur er til að varna því, að skeytin berist öðrum í hendur, heldur en þau eru ætluð, eins þeim er sízt skyldi. Fyrir eitthvað þrem árum (eða meir) boðaði Marconi, að hann hefði fund- ið veg til að varna þessu, með því að samtóna senditól og viðtökutól, svo að ekkert viðtökutól gæti tekið við skeytum nema frá senditóli, sem væri samtónað því. Og hann þóttist geta haft yfir 2000 samtónanir, hver- ja annari ólíka. En þessar samtónanir hafa reynst bráðónýtar, og meira að segja, fræg- ir vísindamenn, sem þetta hafa rannsakað, efa nú stórlega, að nokkru sinni geti orðið auðið að varna því, að loftritaskeyti berist öðrum í hend- ur, en þau eru ætluð. Enginn hefir stutt inn mikla hug- vitsmann Marconi og ina merkilegu uppgötvun hans betur en Lundúna- blaðið Times. Það gerði samning við félagið um, að fá dagleg loftrita- skeyti hjá því frá Frakkiandi til Eng- hmds; en eftir fáa daga varð það að hætta. Reyndi svo aftur á ný nokkr- um sinnum, en varð að gefast alveg upp við það. Þá er japanska stríðið hófst, leigði Times eimskip með loftritunaráhöld- um, sem það lét vera á vakki í gula haflnu, til að ná sem hraðast í fregn- ir og senda þær með loftiitun til næsta lands. Þetta varð þó að engu liði fyrir blaðið, því að aðrir náðu líka skeytum þess. Svo varð blaðið að hætta við þetta eftir stutta stund, Þá er Rosjdestvenski réð á botn- vörpungana ensku í Norðursjónum, fóru ýmis loftritaskeyti milli herskip- anna rúsnesku. En sum af þeim komu einnig fram á ioftritastöðvum Marconifélagsins í Poldhue á Englandi. Þau vóru fram lögð fyrir gerðardómn- urn í París og báru Rúsar ekki við að véfengja þau. Þess ber að geta, að hvorug þessi loftritun (Times’ í gula haflnu nó rúsneska flotans) var Marconi aðferð. Enn bar svo til skömmu áður en Rosjdestvenski lagði af stað austur frá Madagaskar, að brezkt herskip kom austan frá Indlandi á heimleið og var komið nær í landsýn við Madagaskar; en þá varð sá atburður, að á viðtökutól skipsins til loftskeyta komu fram ýmis skeyti, er japönsk herskip vóru að senda hvert öðru. Japanar hafa Marconi-aðferð, og skip þeirra, þau er sendust skeytunum á, vóru fyrir austan Sumatra. Þetta eru nokkur fá dæmi þess, hve afar-óáreiðanleg aðferðin er; og þetta eru dæmi, sem öllum eru kunn, því að þau hafa staðið í öllum út- lendum dagblöðum. Hvernig mundi kaupmönnum og öðrum koma það, ef keppinautar þeirra gætu hent á lofti skeyti þeirra? Sumir kunna að ætla, að ekki se hætt við slíku hér; þessi tól sé svo dýr. En það eru senditóliu, sem eru dýr, en eklci viðtökutóliu. Pau kosta ekki mikið og geta verið svo fyrir- ferðalítil, að vel má leyna þeim t. d. uppi á þaki á háu húsi. Þetta eitt gerir það ekki fýsilegt, að hafna (um 20 ár, ef til vill) áreið- anlegu firðritasambandi við útlönd með síma, en kjósa í staðinn loft- ritun, sem er alveg óáreiðanleg og oss miklu, miklu dýrari. „Meira en helmingnum.“ Það fullyrða þau stjórnfjendablöðin hér að „ekki minna en 300,000 kr.“ kosti land- símalagningin hér landsjóð, auk þeirra 300,000 kr., sem „St. N.“ leggur oss til þess fyrirtækis. Þotta þykjast þau byggja á einhverjum ummælum í Berlinga-tiðindum. Það er líka grundvöllur á að byggja — ummæli í blaðagrein, sem ekki kemur fram sam annað en lauslegt framvarp. „Berlinga- tiðindi11 hafa ekki, svo vitanlegt sé, gcrt neinar rannsóknir eða mælingar hér á landi þessu efni viðvíkjandi. En slíkar rannsóknir hafa pó verið gerðar fyrir nokkrum árum. Og vandaðir og æfðir sérfræðingar hafa gert áætlun fyrir stjórnina um kostnaðinn — ekki að eins danskir menn (ef Dana-ætum vorum er það nokkur hugléttir), heldur og norskir, og reyndum norskum mönnum er hugsað að fela verkið á hendur. Þessir menn, sem ekki tala alveg i blindni, hafa áætlað, að vér verðum að bæta 144,000 kr. við þá upphæð, sem „St. N.“ leggur fram. Auk þess er búist við 3000 kr. kostnaði til að mæla upp leiðina árið eftir að síminn er lagður, og reisa merkisteina til að marka vegaiengdina. Þetta yrði þá alls 147,000 kr. — meira en helmingi minna, en stjórnfjendablöðin vilja telja mönnum trú um. Elest skal að grýlu gert! iRepkjavík oö örenð. Dáinn er hér í bænum 11. þ. m. séra Jón Bjarnason uppgjafaprestur.lengiprest- ur i Yogi í Dölum vestra, 82 ára. Eftir að hann lét af prestskap (1891) dvaldi hann hjá sonum sínum. Böm hans á lifi eru: séra Magnúsí Yallanesi á Fljótsdalshéraði, Bjarni cand. mag. í Rvík, Helgi náttúrufræðingur i Kaupmannahöfn og Elín, gift kona á Vesturlandi. Trúloluð eru Hans Hoffmann verzlun- armaður og ungfrú Guðrún Kristjánsdóttir (Þorgrimssonar lcaupmanns); Gunnar Sæ- mundsson stúdent og ungfrú Elísabet Tóm- asdóttir frá Yöllum i Svarfaðardal. Barðastrandasýsla. Um hana sækja lögfræðiskandídatarnir Guðm. Björnsson, Karl Einarsson, Sigurður Eggerz, Magnús Jónsson og Tómas Skúlason. Hckla hefir enn tekið 5 botnvörp- unga við veiðar í landhelgi fyrir sunnan land, 3 af þeim þýzka. Fór með einn inn til Seyðisfjarðar, en. 4 til Vestmannaeyja. Sekt eins 75 pd. sterl., en hinna 60 pd. Afli og veiðarfæri upptækt. Hlaðafli er nú í Vestmannaeyjum. Hlutir 20—30 kr. á dag. Landshornanna miUi. — :o: — Frönsk fiskiskúta strandaði 5. þ. m. á Hörgaeyri í Yestmannaeyjum. Menn björguðust. Þorlákshöfn. Hún er nú seld Ste- fáni Steinholt, kaupmanni á Seyðisfirði. Jón bóndi í Þorlákshöfn keypti aftur Stein- holt í Seyðisfirði með tilheyrandi verz n arhúsum. Mannalút. 22. f. m. andaðist Þorsteinn Einarsson Thorlacius á Öxnafelli i Eyja- firði, hálfáttræður, faðir séra Einars í Saur- bæ á Hvalfjarðarströnd. 27. f. m. andaðist Jón bóndi Jónsson á Munkaþverá í Eyjafirði, á áttræðisaldri. Skip á hvolfi, mannlaust, en hlaðið timbri, rak við Loftsstaðahól 12. þ. m. Reykjarfjarðar-verzlun hefir Jakob kaupmaður Thorarensen leigt C. Jensen, 8em undaniarandi hefir verið við verzlun á Patreksfirði. Ritsíminn. Verkiræðingarnir, sem hingað komu með „Kong Trygve“ um daginn og eiga að ákveða legu landsímans, eru nú lagðir á stað norður um land. Lagningin á þráðnum kvað eiga að byrja héðan frá Reykjavík i Ágúst. Yfir Hvalfjörð kvað eiga að leggja símann i sjó. Sjúkraskýli. Af sýslusjóði Árness- sýslu eru kvenfélagi Eyrarbakka veittar 200 kr. til sjúkraskýlis mót 100 kr. framlagi af hreppsfé. Kynbótabú hafa Árnesingar stofnað á Fjalli þar í sýslu með styrk úr sýslusjóði, Lýðháskóla er Sigurður Þórólfsson, áður forstöðumaður Búðardalsskólans, að setja upp í Bakkakoti í Borgarfirði. ----m • m------- Veðurathuganir i Reykjavík, eftir Sigbísi B.töensdóttur. 1905 Maí Loftvog millim. Hiti (C.) -fJ -- ■s *o > G bo ci s m CÖ • S S O IZ •Þ a Fi 11. 8 752,9 3,7 0 8 2 755,5 5,7 0 6 9 760,2 5,7 0 3 Fö 12. 8 759,3 4,8 E 1 10 2 756,0 6,7 E 1 10 9 755,9 8,4 SE 1 9 Ld 13. 8 764,1 7,5 S l 5 0,6 2 762.8 10.0 S 1 8 9 758,5 7.5 ssw 1 10 Sd 14. 8 758,6 6.9 sw 1 7 9,4 2 761,2 7,6 sw 1 8 9 763,0 5,1 s 1 9 Má 15. g 761,8 7,8 NE 1 10 0,3 2 758,6 8,5 SE 1 10 9 755,1 8.9 SE 1 10 Þr 16. 8 752.3 9,6 SE 1 2,4 2 754,3 9,6 S 1 9 757,4 7,2 sw 1 10 Mi 17. 8 765,6 7,9 sw 1 10 0,5 2 767,8 8,1 sw 1 10 9 768,1 10,5 E 1 10 Gufuskipafél. „ Thore" S|s „Kong Trygve" fer héðan til Færeyja og útlanda (Leith og Kaupm.hafnar) miðvikudaginn 24. Mai kl. 6 siðdegis. Skipið kemur hingað aftur 20. Júní. Með skipum „Thore“-félagsins er langó- dýrast fargjald til og fiá íslandi. Áreiðanlega gott og yandað KARLmiA&A§.GULIÍK fæst keypt með mjög sanngjörnu verði hjá N. B. Nielsen, Austurstrœti 1. Karlmanna- kvenna- og barna- STIGVEI, mjög góð og falleg, fást nú áreiðanlega ódýrust hjá frú l.árii B. líielson, Austurstræti 1. 4 SJÓMENN duglegir geta nú þegar fengið pláss á þilskipi. Ný veiðiaðferð. Hátt kaup. Semja má við Tnjggva Gimnarsson. Vegna mislingasóttarinnar á aðra hlið og fyrirhugaðrar kirkju- byggingar á liina er fermingu ungmenna í Fríkirkjusöfnuðinum frestað til haustsins. Rvik ao/6—’05 Ólafur Ólafsson.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.