Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 08.06.1905, Blaðsíða 2

Reykjavík - 08.06.1905, Blaðsíða 2
114 REYKJAYÍK KR. KRISTJÁNSSON, SkólaTÖrðustlg 4, smíðar manna bezt húsgögn og gerir yið Afgreiðslustofa „Rcykjavikur“ er nú á Laufásvegi 5. Telefónar ,.Reykjavíkur“ eru: Mr. 29. Afgreiðslustofan (og ritstjórinm Laufásv. 5. Hr. 80. Ritstjórinn (Landsbókasafnið). Telefón prentsmiðjunnar er Nr. 71. — Xaupendur í bænum, sem ekki fá blaðið með skilum, gera oss greiða með því að láta afgreiðslustofuna vita það sem fyrst. — Þeir kaupendur, sem hafa skift um bústað, eru beðnir að gera aðvart í afgreiðslustofuna (Laufásvegi 5). Ritsíminnn. „Bráðabirgða-fjárlög! “ „Fjáreyðsja af landssjóði án heim- ildar Alþingis!“ Þetta klingir við hjá málgögnum stjórnarfjanda. Hvað er satt í því? Alþingi hefir veitt fé (35000 kr. á ári um 20 ár) til símasambands (o: sæsíma) milli íslands og útlanda. Ekki tjáir að þræta því, með því að það hefir veitt verið þing eftir þing í fjárlögunum. Gegn þessu hefir Stóra norræna ritsímafélagið skuldbundið sig til að leggja 300,000 kr. til lagningar land- síma um ísland. Og meira en þetta þarf landsím- inn ekki að kosta. Það þarf ekki einn eyri úr landssjóði til þess að leggja hann — ef menn láta sér nægja einfaldan járnþráð, eins ogvel má við una. Þó að ráðherrann hafi keypt staura þá sem nauðsynlegir eru, þá þarf þeirra til símalagningarinuar, hvern- ig sem henni verður liagað, og ekki þarf að verja — og ekki hefir verið varið — einum eyri úr landssjóði fyrir þá. En þá varð að panta þegar í haust, er leið, ef lagningunni átti að geta orðið lokið sumarið 1906. Því að svo langan tírna-lekur það að gagn- taka þá með fúavörnunar-áhurði. Landsímann má því leggja án þess að veita neitt sérstaklega til þess dl landssjóði. Og í hverju er þá riðið í bág við fjárveitingarvaid Alþingis? Hitt er annað mál, að miklu trygg- ara og endingarbetra, og því til lang- frama ódýrara, er, að hafa bronzi- þráð, og hann tvöfaldan, í stað járn- þráðar. Fram á það fer ráðherrann í frum- varpinu til fjárlaga, sem lagt verður fyrir þing í sumar. En það kostar um 144,000 kr. rneira. Það er á þingsins valdi að veita þetta fé eða ekki. Yilji það ekki veita féð: gott og vel, þá verður því heldur ekki varið til þessa og þá fáum vér lakarí sím- ann. En engum þingmanni mun bland- ast hugur um, að það sé margfalt betra, að taka dýrari og betri þráð- inn, þó að hann kosti 144,000 kr. meira. En, sem sagt: það er á þingsins valdi. Ráðherranum hefir aldrei til hugar komið, að gera þingið forn- spurt um nokkurn hlut í þessumáli. Hann hefir að eins gert samning samkvœmt fjárveiting Alþingis — ekki neitt þar um fram. Öll stóryrðafroðan er hér því bygð á uppspuna stjórnfjenda Dlaðanna. Þetta er þeirra vanalega aðferð: Ijúga fyrst, að hitt eða þetta hafi verið gert, og byggja svo á lyginni róg og skammir. Loftritun eða simritun á landi, Hvort er betra? Setjum svo, sem ekki er, að loft- ritun væri jafn áreiðanleg og símritun, og að hún yrði ekki dýrari — samt sem áður yrði hún margfalt gagns- minni. Símann (þráðinn) má nota í einu jafnt til nfsíma og faZsíma (telefón). Hvar sem vill á landinu má leggja þráð út fr á aðal-þræðinum, langt eða skamt, með litlum kostnaði og nota fyrir talsíma. Og með þvi móti má hafa svo margar talsímastöðvar á landinu, sem vera vill. Það kostar sárlítið, því að sami þráðurinn er notaður sem til ritsímans, þ. e. rit- síminn er notaður fyrir talsíma jafn- framt. Það þarf enga kunnáttu til að nota hann. En loftritunin verður að eins notuð til að senda skeyti milli inna dýru stöðva. Þar þarf á hverri stöð afar- dýran sérfræðing til að gera við, er eitthvað bilar. Og loftritastöðvar eru einlægt að smábila — daglega. Er enginn munur á Þessu? Heimsendanna milli. -:o:— Síðasta frægðarverk Japana. m oiii ger-ejflöur. Rúsar mist 20 skip. Eitt að eins sloppið til Vladivostok. Japanar að elta hin og sökkva þeim eða taka þau. Allir Jirír aðmírálarnir orönir fangar Japana. 27. f. m. var floti Rúsa kominn norður í Krusenstern sundið milli ey- janna Tsu-síma og Iki-síma, en þær liggja milli Kjúsjú og Kóreu. Togo aðmíráll lá þá með allan sinn flota i Mesampó (austantil á suður- strönd Kóreu, nv. frá Tsú-síma ey- junni). Þar hafði hann haft nú um hríð aðal-flotastöð sína. Hann fékk loftskeyti frá eyjunni (Tsú-síma) um þetta og brá þegar við með flota sinn allan. Þá er hann kom að, var floti Rúsa kominn norður úr sundinu. Þeir vóru þar með alla þrjá flota sína (1. 2. og 3. Eystrasalts-flota) og stýrðu þeim aðmírálarnir þrír: Niebogatoff (3. flotinn), Folkersham (2. flot.) og Rosjdestvenski (1. flotinn); hann hafði yfirforustuna. Rúsar stefndu norður og sigldu svo, að vígskip þeirra in miklu, átta talsins, fóru austast, en beitiskipin vestast; en í miðju vóru in smærri skip, strandvarnarskip, tundurspillar og flutningaskip. Togo sendi fyrst 60 tundurbáta að norðan inn i miðjan flotann. Tundur- bátar eru smá skip og veikbygð, og þetta 4—5 menn á hverju; en þau flytja sprengiskeyti, sem geta sett gat á stærsta vígskip undir sjávar- máli. Þessir 60 tundurbátar urðu Rús- um næsta óþarfir, skemdu og lösk- uðu skip á báðar hendur, svo að all- ur miðflotinn komst á ringulreið, en stórskipin í eystra fylkingararmi rið- luðust. Jafnsnemma hóf Tógó atlögu að vestan, en vígskipin rúsnesku áttu ó- hægt með að svara skotunum fyrir þá SÖk, að beitiskip þeirra og in smærri skip urðu á milli Japana og þeirra. Japanar höfðu og skip örskreiðari og fnllbyssur öllu langdrægari. Er þar skemst af að segja, að mörg af skipum Rúsa tóku að sökkva, en önnur urðu að gefast upp, og féll nótt yfir, er orrustan stóð sem hæst; en stjörnubjört var nóttin og héldu Japanar á fram og hröktust síðast nokkur skip Rúsa upp að Japans ströndum; en þar kom þá hver fleyta úr landi, til að bjarga skipverjunum rúsnesku. Fjögur af vígskipunum drógu upp hvítan fána, til að gefast upp; tóku Japanar tvö af þeim, en tvö vóru að sökkva, er þeir komu að þeim, og gátu þeir að eins borgið mönnunum. Hin fjögur vigskipin sukku öll með allri áhöfn. Af inum 8 vígskipum tóku Japanar þannig 2, en söktu 6. Vígskipin, sem Japanar tóku, voru Orel og Nikolai I. Alla þrjá aðmírálana tóku Japanar til fanga. Fyrir víst vissu menn 31. þ. m. (er síðustu fregnir ná tiJ), að Japan- ar höfðu sökt 5 beitiskipum, 1 strand- varnarskipi og 2 flutningaskipum; nokkur beitiskip tóku þeir líka, en óvíst um hve mörg. Eitt beitiskip, 2. flokks, slapp undan meðan á orustunni stóð og náði norð- ur til Vladivostok. Eitt strandvarnar- skip og einn tundurspillir gátu borgið sér inn á sínverskar hafnir og lögðu þar niður vopn. Eitthvað af skipum meir og minna löskuðum hélt undan í orrustulok, en Japanar vóru að elta þau, er síðast fréttist. Að því má vísu ganga, að miklu fleiri skip reynist sokkin, er öll kurl koma til graíar, heldur en enn var vissa fyrir. Svo mikið er víst, að Rúsar eru nú herflotalausir í Kyrrahafi. Sumar fregnir segja, að Japanar hafi mist eitt beitiskip í orustunni, en aðrar fregnir bera það til baka. Sum- ar fregnir segja að þeir hafl mist meiri hlutann af þessum 60 tundurbátum, er áttu svo góðan þátt í sigrinum, en aðrar fregnir, og þær frá Tokio, segja, að þeir hafi mist eina 10 af þeim. Svo míkið er víst, að tjón þeirra hefir verið svo yfirgengilega lítið, að- það er varla teljandi. Svo segja fróðir menn, að á allri leiðinni Rúsa hafi hvergi verið svo- hentugt fyrir Japana að ráðast á þá,. eins og þarna norður við sundið. Þar eru straumar miklir og venjulega úfinn sjór; enda er svo sagt, að vigskipin miklu rúsnesku veltust mjög á hliðar,. og því færu margar sprengikúlur Japana niður um þilfar þeirra, er þau blöstu höll við í rugginu. Þá telja menn að Rosjdestvenski hafi farið mjög rangt að, er hann lét öll vígskip sín vera öðrum megin.. Mikið hefir og um gert, hve hraustir Japanar eru og fimir og hver snildar- maður Tógó er, og nokkuð, hve ó- vanir sjómensku og sjóhernaði Rúsar eru. Foringjar Rúsa gátu ekki lesið merkin, er gefin vóru í orrustunni, og sumir skutu sig þá í örvænting. En skipsmenn, er fallbyssunum áttu að þjóna, urðu svo frá sér af því, hve- skotvísir Japanar vóru, að þeir stukku fyrir borð og drektu sér, heldur en^ að standa fyrir kúlum þeirra. Yfir 3000 höfðu Japanar tekið til fanga þar, en ekki komin full tala allra enn, sem bjargað varð. Talið- þeir muni verða fleiri áður en lýkur. Norcgur. Eftir að báðar deild- ir stórþingsins höfðu samþykt kon- súla-lögin í einu hijóði vóru þau lögð fyrir konung til staðfestingar. I.ögðu ráðherrarnir fastlega að honum að staðfesta þau. Enhannlasupp skrif- lega rökstudda neitun. Þeir settu honum fyrir sjónir, að afleiðingin aí neitun hans hlyti að verða, að sam- bandi jíkjanna yrði slitið. Enginn ráðgjafi, enginn Norðniaður gæt.i ritað undir staðfestingarneitunina með hon- um. Sá Norðmaður, sem það gerði, vœri ættjarðarlaus maður á samri stund. Síðan beiddust allir ráðgjafarnir lausnai’, en konungur neitaði að veita þeim lausn, því að hann kvaðst vel vita, að hann fengi engan Norðmann til að takast ráðgjafastörf á hendur..

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.