Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 08.06.1905, Blaðsíða 4

Reykjavík - 08.06.1905, Blaðsíða 4
116 REYKJAVÍK Alexíussonar steinhöggvara, en móð- ir Lárusar skósmiðs, Málfríðar, konu sr. Ríkarðs Torfasonar, og þeirra systkina, f. 13. Nóv. 1840. Stórstúkuþing Good-Templara hófst hér á Þriðjudaginn. Strandferðahátarnlr eru hér nú báðir og með þeim fjöldi íólks úr öllum áttum. „Laura“ kom frá útlöndum 4. þ. m. Með henni kom Hannes ráðherra Hafstein og frú hans frá Khöfn og alls um 60 manns; þar á meðal fjöldi stúdenta: Bjarni Johnsen, Georg Ó- lafsson, Guðm. Jónsson, Jónas Ein- arsson, Jón Rósenkranz, Konráð Stef- ánsson, Lárus Fjeldsted, Matth. Ein- arsson, Vernh. Jónannsson, Sig. Jóns- son, Vilhjálmur Finsen, Sigurj.Markús- son, Björn Þórðarson og Magnús Guð- mundsson. Frá Marconl-fél. í Lundúnum kom hingað maður með „Laura", sem á að reyna, hvernig takast muni að koma hingað loftfregnaskeytum írá Englandi. Ætlar hann að reisa upp stöng hér einhversstaðar austan við bæinn með verkfæri til að taka á móti skeytum, en áhöld til þess að senda héðan skeyti heflr hann ekki. Crullið. Álitsskjal er nú lagt fyrir bæjarstjórnina frá nefndinni, sem kosin var til þess að ráða fram úr, hvað gera skyldi í gullrannsöknamál- inu. Vill nefndin láta leigja hluta- félagi inar væntanlegu námur og og stingur upp á að hver hlutur sé 50 kr. Vill svo láta bæjarmenn sitja fyrir að taka hlutina, en fáist hér ekki nægt fé á þennan hátt á 3 mán- um, þá skuli hlutabréfin boðin um alt land, og fáist enn eigi nóg á þann hátt á næstu 6 mánuðum, þá skulu þau seld í útlöndum. Bærinn á síð- an að fá tiilekinn hluta ágóðans, ef hann verður hærri en 5°/o- Tillaga nefndarinnar er órædd enn í bæjar- stjórninni, en verður tekin fyrir á næsta fundi. Misllngabanninu var létt af í gærkvöldi. Máinn er hér í fyrrakvöid Heigi Jónsson assistent í Landsbankanum. Gáfumaður og valmenni. Riddarar af Dbr. eru orðnir: Thor. E. Tuiiníus stórkaupmaður, D. Thom- sen konsúll, Sig. Jóhannesson stór- kaupm. í Khöfn og Thostrup, áður kaupm. á Seyðisfirði. Ojöf til Laugarnesspítala. Kaup- maður í Viborg á Jótlandi, J. Greg- ersen, sem nylega er dáinn, hefir í erfðaskrá sinni ánafnað Laugarnes- spítala 3000 kr. iiarðastrandarsýsla er veitt kand. jur. Guðm. Björnssyni, áður settum sýslumanni í Skagafjarðarsýslu. Umboð Tcitt. Þingeyrarklaust- urs umboð er veitt Árna Árnasyni á Höíðahólum, en Skriðuklausturs og Suður-Múlasýslu-umboð veitt Guttormi Vigfússyni alþm. Kyrkjumála-nefndin. Yfirdóm- ari Kr. Jónsson hefur beðist lausnar frá starfi sínu í nefndinni. „Sýningin enn“. Hr. rit8tjóri! Viljið þér ljá línum þessum rúm í blaði yðar; eg vona að þær verði inar síðustu. Hr. Jón Kristjánsson hefir i blaði yðar þózt þurfa að svara grein minni. En hann hefði heldur átt að þegja, í stað þess að sýna, að hann talar um mál, sem hann veit lítið um eða misskilur, sem fleiri. Hans íyrsta missýning er það, að rugla því saman, sem er sitt hvað. Ég hefi sagt, að aldroi hafi komið til tals að „sýna fa- miliu“, — og það var helzt þessi lygi, og annað er það ekki, sem kom öllu í uppnám. Alt annað er hitt, að íslenzkur kvenmaður kynni að vera endrum og sinnum við og skýra fyrir gestum sýningarmunina. Ég hefi verið því mótfallinn, þó ekki af því, að mér fyndist íslenzk stúlka vera of góð til þess. Enda hefir ísl. kvenmaður sjálf- krafa boðist nefndinni til þess. Hr. J. K. ætti ekki að venja sig á, eftir dæmi sumra blaða, að temja sér ósannindaþvaður eða væna heiðvirða menn óráðvendni. Það fer engum vel og sízt ungum mönnum. Ég hefi aldrei sagt, að „ég talaði ekki við svona menn“. Hér fer hr. J. K. aftur með ósannindi á aðra hönd. Ég neitaði auðvitað að koma á fundinn, sumpart af því að áskorunin var alt annað en hæ- verskleg, og í aunan stað — og það var aðalorsökin —, af því að ég vissi fyrir fram, að stúdentar mundu ekki gæta hófs og velsæmis, eins og reynd varð á. Ég hafði reynt það áður og kærði mig ekkert um, að vera á rifrildisfundi aftur, þar sem alt var garg og óp; á svoleiðis fundi kem ég ekki. En ég skal vera til taks til að ræða hvaða mál sem er i bróðerni og spekt. En dónaskap og persónulegan fjandskap er ekki til neins að sýna mér — oftar en eiiju sinni. Að eiga orðastað við hr. J. K. um hvatir stúdenta til uppþotsins, er auðvitað ekki til neins. Hitt er víst, að það er alveg satt, sem ég hefi sagt, að ftestir af þeim, sem hafa greitt atkvæði móti sýningunni, eru landvamarmenn, og það efast enginn kunnugur um, hvað þeim liafi gengið til. Það er ekki til nokkurs skapaðs hlutar fyrir hr. J. K. að bera á móti þessu, eða telja það, hvort sem heldur hann vill „ó- sannindi“ eða „lygi“. Um vistarvcru hr. Yalt.ýs Guðm. í nefndinni og atgerðir hans þar vil ég ráða hr. J. K. að tala sem minst og sem lægst. Ég þekki það alf betur en hann, en ég skal ekki skýra hér frá því. Afskifti stúdenta af Valtý í vetur eru ann- ars svo kátbrosleg, að þeim ætti að vera annast um að breiða yfir þau sem fyrst og sem bezt. Ef ég áliti það þess vert að fara út i frekari röksemdafærslu og vottleiðslu um, hvað ég hefi sagt um sýninguna, gæti ég það vel. Ég hefi „hreint mjöl í mínum pok- um“. En ég álít það óþarft; landvarnar- blöðin og valtý8ku blöðin taka eins og allir vita „engum sönsum“, og reyndin hefir sýnt, að þeir stúdentar, sern hafa sogið i sig „móðurmjólkina11 úr þeim blöðum, gera það heldur ekki. Yið sjálfbirgingsskap og heimsku megnar enginn og jafnvel ekki guðirnir að berjast. Kaupmannahöfn 26. Maí 1905. JFinnur Jónsson. ísafoldar-lygi er það, eins og m. fl., að síðasta „Rvík“ flytji „svívirðilegan austur á landsyfirréttinn". Ég sagði að eins málssögu rétt og samvizkusamlega samkvæmt réttar- skjölum. Ég sýndi fram á, að dóm-. urinn væri ranglátur, en tók jafn- framt skýrt fram, að mér dytti ekki í hug að dómurunum væri það sjálf- rátt eða víssvitandi. Er það „svívirðiiegur austur“ á nokkurn mann, að segja, að hann hafi gert rangt ósjálfrátt og ekki víss- vitandi? Nú er hætt að bora eftir vatni — ekkert vatn á 160 feta dýpi. En gull alla leið frá 118 til 160 feta djúpt — meira eða minna. En fasteignir allar í bænum, eink- um lóðir, stíga hratt í verði. Lóð, sem ekki hefði verið yfir 1500 kr. virði 30. Maí, var seld fyrir skömmu fyrir 15000 kr. Einstakir menn, sem peninga eiga eða lánstraust hafa, kaupa upp alt hvað þeir geta af lóðum. Það er minst séð enn af þeirri verðhækkun, sem hér verður á fast- eign. óRBanósvinnustöfa °g JióRavarztun Arinbj. Sveinbjarnarsonar er ílntl á Laugayeg 41. Talsínii 74. H vítasunnu-brennivín og hvítasunnu-bjór hefir ei neinn á landi hér eins gott. og Ben. S. Þór. Ooncert í Báruhúsinu heidur víólínistinn P. 0. Bernburg með aðstoð frk. Kristrún- ar Hallgrímsson og hr. B. Þorláks- sonar á annan í Hvítasunnu 12. Jimí, kl. SV2 síðd. Aliir þeir, scm eiga hjá mér prjón, eru bcðnir að vitja þcss hið fyrsta, því ég fcr úr bænum um næstu mánaðamót. Kristín Thorlacíus. forfaíir mannkynsins. Adain Þorgríinsson, er byrjaður að verzla í kjallara húss- ins nr. 26 á Grettisgötu. Hann selur ýmiss konar nauðsyn- legar vörur iágu verði. Vandaðar vörur. Engin kaupsvik. | „Ó ðinn^ flytur í þremur fyrstu tölubl. þessar myndir: Kristján konung IX., Hannes Hafstein ráðherra, Ragnheiði Hafstein ráðherrafrú, Steingr. Thorsteinsson rektor, enska skáldið Byron, fjóra af helztu herforingjum Rúsa og Japana, ullarverksmiðjuna „Iðunni“ í Reykjavík. verður slátrað hjá mér fyrir há- tíðina; og að öðru leyti fást, eins og vant er, ýmiss konar matvæli sælgæti til heimilisþarfa í * kj ötbúð Jðns Pdrðarsonar. Vel æfður og reglusamur vcrzlniiarinaður, sem talar og skrifar þýzku og fleiri tungumál sækir um pláss helzt við stærri verzlun hér í bænum. Með- mæli til sýnis ef óskast. Tilboð merkt P. O. sendist prentsmiðju Gutenberg. Síðan ég var 25 ára gamall hefi ég þjáðst af svo illkynjiiftu maga- kvefi, að ég þoldi naumast nokkurn mat og hafði enga ró á nóttunni, svo að ég var nær ófær til allrar vinnu. Þótt ég leitaði læknishjálpar fór heilbrigði mín stöðugt versnandi og var ég orðinn úrkula vonar um að fá nokkra bót á þessu er óg reyndi Waldemar Petersens Kína-Lífs-Elixír. Aí því er mér nú albatnað og hefi ég fengið matarlystina aftur. Síðan hefi ég altaf haft flösku af Kína- Lífs Elixír heima hjá mér og tel það ið bezta liúsmeðal, sem til er. Prentgniiðjan Gutenberg. Pappírinn frá Jóni Ólaíssyni.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.