Reykjavík

Eksemplar

Reykjavík - 08.06.1905, Side 3

Reykjavík - 08.06.1905, Side 3
REYKJAVÍK 115 Norsk blöð segja ráðgjafarnir hafi ætlað að vera við völd að eins örfáa (5—6?) daga, til að gefa konungi um- hugsunartíma, en leggja svo völdin niður í hendur stórþingsins. Þá verður engin lögleg konungs- stjórn til, er konungur er ráðaneytis- laus, og verður þá stórþingið að setja á stofn bráðabirgðastjórn. — Kon- ungur hefir þá sjálfur sett sig og þjóðina út af grundvelli stjórnarskrár- innar. Og með þvi að konungur er eini sambaudsliður landanna, þá hverf- ur sambandið, er konungur leggur þannig niður völdin. Norðmenn segja, að Svíar hafi ógnað konungi til að neita staðfest- ingar lögunum. Hann hafi og viijað, eins og skylda hans hafi verið, koma yfir til Kristíaniu til að semja við þegna sína þar, en sænska ráðaneyt- ið hafi hrætt hann frá því. „Hann er fangi í konungshöllinni í Stokkhólmi, og er það sárt og sorg- legt“, segir rammasta hægriblað Norðmanna („Aftenposten“). Norðmenn hafa ný-tekið 40,000,000 króna ríkislán, er þeir hafa lagt í varasjóð, ásamt 10,000,000 kr., er þar var fyrir, og er það hersjóður þeirra. Við búið, að Svíar þoli ekki að samband ríkjanna slitni og fari með hernað á hendur Norðmönnum. ísl. erlendis. ölafur J. Ólafsson bókavörður í Chicago (sonur Jóns ritstj. Ólafssonar) varð 4. f. m. D. D. S. (Doctor den- talis scieutiae — doktor í tannlækni- fræði) við N. W. University í Chicago. Tannlæknifræðis-deildin við þaHri há- skóla er langstærsti og nafnkendasti tanniækningaskóli í heimi. Ólafur átti á eftir kost á að verða auka-kennari (demonstrator) við há- skólann, en hann hafnaði því. Hafnardeild bókmentafél. Þar er kosinn forseti Þorvaldur Thorodd sen i stað dr. Valtýs Guðmundsson- ar, en varaforseti Bogi Th. Melsted. 'Lðgfræðispróf, fyrri hluta, hafa tekið við háskólann: Bjarni Þ. John- son (50 st.), Einar Arnórsson (70 st.), Magnús Sigurðsson (66 st.), Páll Jóns- son (62 st.) og Stefán Stefánsson (46 st.). Einar Arnórsson, sá sem hæsta einkunina fær, tekur prófið eftir að eins þriggja ára lestur og er það ó- venjulega fljótt. Maðurinn með stöngina. Ekki vitum vér, hvort hann heitir Þorsteinn eða einhverju öðru nafni þessi maður, sem Marconi-félagið sendi hingað upp nú með „Laura“, eins og getið er á öðrum stað í blaðinu. En heyrt höfum vér, að landinn kall- ar hann ýmist Þorstein stangarhögg, eða „manninn með stöngina". Hann hafði nefnilega með sér viðtökittól til að taka við loftskeyt- um og ætlar að reisa 70 álna Janga stöng, til að festa það upp á. Hann er nú að reyna að reisa hana hér á túnbletti við Reyðará. Það var heldur en ekki uppi fjöður og fit á stjórnfjendaliðinu, er hann kom. „Maður kominn frá Mar- coni-félaginu til að koma hér á loft- ritasambandi!" sögðu sumir. „Þarna er maðurinn kominn með tilboð frá Marconi-félaginu!" sögðu aðrir. „Hann Marconi er kominn!" sögðu þeir þriðju. „Vér eigum að fá dagleg símskeyti frá útlöndum hvern dag fram að þing- byrjun“, sögðu enn aðrir; „og ísafold á að fá þau öll ein, en má miðla Fj.konunni með sér“, sögðu sumir. Sannorðir menn sögðu, að ritstj. ísafoldar, svo ráðsettur stillingarmað- ur, sem hann er, hefði verið allur á hjólum og hoppað eins og togleðurs- kúla allan daginn, sem Laura kom. Menn biðu óþreyjufullir eftir fregn- miða frá „ísafold" (ekki „Fjallkon- unni“ — hún hefir ekki ráð á því) um merkisviðburðinn. En enginn fregnmiði kom. „Mánudaginn, Þriðjudaginn kerling sat og spann", — og Mánudaginn, Þriðjudaginn var Þorsteinn enski á róli með stöngina. í dag er Miðviku- dagur, og enn rólar Þorsteinn enski með stöngina. Upp er hún ekki reist enn. Hún verður það nú samt vonandi einhvern tíma. En hvað svo? Er hann bara kominn til að skemta fólkinu, þessi maður, eða hvað? „ísaf.“ í gærkvöldi segir, að hann sé kominn til að „venja almenning við “ firðrita-skeyti. Það er eftir hennar undirlagi. Hún óttaðist að villimennirnir, landar sínir, gengju af göflunum alveg, ef þeir fengju ekki undirbúning með ófullkomnum loft- ritaskeytum áður en þeir fá fullkomið samband með síma. Hann átti tal nýlega við hr. Götsche, skipstjóra á „Laura“, í margra votta áheyrn, og sagði, að hann væri ekki kominn hingað til annars en að gora rannsóknir um, hvort auðið væri að koma orðsendingum hingað frá Skot- landi; frann væri al!s elclú kominn til að gera nein tilhoð um firðritunar- samband milli landanna; ]>að gæli fé- lagið ekki gert, gæti ekki kept við sœsíma um trygt samband — því síðnr um samband yfir land. Þetta er vottanlegt. Um það þarf ekki að deila. Landshornanna tnilli. Atkvæðatalan við þingkosning- una á Akureyri var þessi: Magnús með skipurn frá inu sameinaða gufusklipafélagi er nú niður sett eins og hér segir: Milli Aðra lei 1. plássij 2.plássi. 5. dekk. Báðar gildir 1. plássi leiðir, 6 mán. 2. plássi. Kr. Kr. Kr. Kr. Kr. Kaupmannahafnar og íslands 65 45 115 80 Leith og íslands 65 45 n 115 80 Færeyja og austurlandsins norð- ur að Vopnafirði 34 18 12 36 27 Færeyja og annara hafna á íslandi 36 27 18 54 45 Reykjavík, 5. Júní 1905. C. Zimsen. Afgreiðslumaður. kaupm. Kristjánsson var kosinn með 120 atkv., en Guðm. læknir Hannes- son fökk 77. Frá Seyðisfirði. „Austri" frá 27. f. m. segir þar kalda tíð og rosasama. En 31. f. m. er kominn þar góður afli; hafa mótorbátarnir þá undan- farna daga fengið 4—500 af vænum fiski í hverri ferð út. 30. f. m. fékk sá báturinn, sem hæst aflaði, 1075, en annar 775 og telur „Austri" það hæstan afla, sem menn muni þar á opna báta. Lagarfijóts-báturinn er nú full- smíðaður, og á hann að fara eftir fastri áætlun um efri hluta Lagar- fljóts í sumar, frá fljótsbotni og út að Egilstöðum á Völlum. Fr. Gísla- son úrsmiður á Seyðisfirði hefir smið- að bátinn og þykir hafa vel tekist. Báturinn er smíðaður niðri á Seyðis- firði. Á svo að halda honum þaðan norður á Héraðsflóa og uppeftii fljót- inu, en það er ógreiðfær vegur og verður að draga bátinn á landi all- langa spotta á tveim stöðum, fyrst fram hjá Steinboga svo kölluðum, því þar er klettur í miðju fljóti, sem ekki verður fram hjá komist, og siðan fram hjá Kirkjubæjarfossi. Að bát þessum verður mikil samgöngubót, ef hann kemst klaklaust þangað sem honum er ætlað að komast. Prestskosningar. í Sauðaness- prestakalli er sr. Jón Halldórsson á Skeggjastöðum kosinn prestur; fékk 40 atkv., en sr. Árni á Skútustöð- um 12 og sr. Jón á Stafafelli 1. í Staðarprestakalli í Aðalvík er sr. Magnús R. Jónsson á Tjörn kosinn með 50 atkv., kand. Ásg. Ásgeirsson fékk 8 atkv. „Tóti“ heitir gufubátur, sem bræð- urnir H. S. Bjarnason konsúll og P. Bjarnason kaupm. á ísafirði hafa ný- lega keypt og ætlaður er til ferða um ísafjarðardjúp. Bátaábyrgðarfélag eru útvegs- menn við Eyjafjörð að stofna fyrir forgöngu Páls kaupm. Bergssonar í Ólafsfirði. Mótorbátum er að fjölga í Eyjafirði og segir „Nl.“ að í sum- ar verði þeim haldið þar út 12 eða 13. Lausn frá prestsskap hefir sr. Davíð Guðmundsson á Hofi í Hörgár- dal fengið 31. f. m.; hefir verið prestur í 45 ár. ísfregnirnar, sem bárust hingað fyrir skömmu, þarf enginn að óttast. Skálholt varð á suðurleið hvergi vart við ís. Manualát. 8. f. m. dó Þorsteinn Jónsson á Brimneshjáleigu í Seyðis- firði, f. 1864. 16. f. m. dó á Akureyri Þórný Jóns- dóttir, lengi ráðskona hjá Hansen sál. lyfsala. 28. Apríl siðastl. dó Þorsteinn Jóns- son á Brekkuborg í Breiðdal, tengda- faðir Fr. Wathnes á Seyðisfirði, f. 1820. 20. f. m. drukknaði Helga Indriða- dóttir yfirsetukona á Gilhaga í Skaga- fjarðarsýslu í Svartá; var á heimlelð frá konu, sem hún hafði setið yfir. 21. Apríl síðastl. dó Leó bóndi Hall- dórsson á Rútsstöðum í Eyjafirði. 28. f. m. dó Teitur Andrésson tómt- húsmaður á Seyðisfirði, fimtugur. 20. f. m. dó á ísafirði ekkjan F. M. Vedholm, f. 1869. 5. f. m. dó á Skeggjastöðum á Jökul- dal Þorvaldína Jónsdóttir, dóttir Jóns bónda þar, um þrítugt. 9. f. m. dó ekkjan Margrét And- résdóttir á Uxahrygg á Rangárvöll- um, f. 1846. lRe\>ftíav>ík oö örcnö. Sáttanefndarmaður er kosinn Klemens Jónsson landritari í stað Jóns Magnússonar skrifstofustjóra, er baðst lausnar. Dáin er hér 23. f. m. húsfrú Sig- urlaug Friðriksdóttir, kona Lúðvígs

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.