Reykjavík

Eksemplar

Reykjavík - 27.06.1905, Side 3

Reykjavík - 27.06.1905, Side 3
REYKJAVÍK 127 liafa séð það fyrri en dr. Valtýr birti það ófrjálsri hendi, það kom að eins af því, að enginn niaður af þeirra hendi ])að um að fáaðsjá það. — Hr. Hafstein leyfði oss, að segja frá efni þess, og sama hefði hanu óefað leyft þeim, ef þeir hefðu farið íram á það. — En það hefir ekki passað í þeirra kram. Það er yfir höfuð einkenuilegt, að þótt blöð hvervetna í heimi snúi sér til stjórnar sinnar og spyrji hana um það sem þau for- vitnar að vita, og birti það svo, þá hafa stjórníjenda-blöðin hér stöðugt forðast eins og heitan eld, að spgrjast fgrir um nokkurn hlut hjá stjórninni. Aðferð Dr. Valtýs, sem hér er lýst á eftir, cr mjög einkennileg. Hann svíkur út samnings-uppkast- ið í trúnaði, Jíirtir það svo í heim- ildarleysi og gefur pað út fgrir fullgerðan, konungsstaðfestan sam- ning, og gefur í skyn, að sú of- dirfð hafi framin verið, að afmá nafn konungsins með því að líma yfir það. Auðvitað stafaði yfirlímingin af því, að þctta var uppkast, og nafn konungs i upphafi mátti þar ekki standa fyrri en samningurinn hafði verið staðfestur af honum. En um það þagði Valtýr. Hann þurfti á blekkingunni og ósann- indunum að halda. Síðar kom það í ljós, að það var þjóðþingismaður Færeyinga í ríkisþinginu, hr. Jóanes Patursson, sem hafði fengið samnings-upp- kastið í samgöngumála-ráðaneyt- inu danska, til afnota fyrir sig og landa sína, og hafði Dr. V. G. fengið skjalið hjá honum í trún- aði og án þcss að hr. J. P. hefði hugboð um, að'það ætti að hag- nýta það á þann liátt sem gertvar. Engum sanngjörnum íslendingi hefði nú dottið í hug', að áfella hr. J. P. að neinu leyti fyrir þetta. Engu að siður hefir honum, sem elskar ísland næst ættjörðu sinni (Færcyjum), sárnað það, að vera mót vitund sinni og' vilja notað- ur af hendi þeirra manna, sem nú eru að reyna að vinna íslandi óbælanlegt tjón með lævísi og ó- drengleguni ósannindum. Því hefir hr. Patursson, að því cr yér frekast vitum alveg af sjálfshvötum, og að minsta kosti án þess að hafa átt tal eða bréfa- skifti við oss um þctta mál fyrri, sent oss grein þá er hér fer á eflir. (Uppliaf ritsímadcilunnar). Mikil, og ekki mjög sæmileg, á- rás hefir í íslenzkum og sumum dönskum blöðum verið hafmgegn ráðherra íslands að óverðskuld- uðu fyrir aðgerðir hans í ritsíma- málinu. Mér kemur ekki til hugar að fara að gera upp á milli manna í íslenzkri pólitík. En þar sem ég' liefi orðið fyrir þvi óhappi að verða, óvart og óviljandi, verk- færi í hendi þess manns, er einna fyrst hefir liafið þessa óheppi- legu ritsímadeilu, þá kenni ég mig knúðan tii að skýra frá því með fám orðum, hversu upplýsingar, sem ég hafði aflað mér í ritsíma- málinu handa Færeyingum, hafa verið illa með farnar af Dr. Valtý Guðmundssyni. Meðan ég' dvaldi á ríkisþinginu í Höfn fékk ég seint í vetur l>oð úr Eæreyjum um að reyna að koma því til feiðar, að ritsíminn yrði lagður í haf frá Noregi í stað Hjaltlands, sem til ætlað var; þvi að Eæreyingar vildu gjarnan kom- ast hjá að eiga fyrsta áfangann til útlanda á Bretlandi. Um' þetta átti ég tal við ýmsa mikilsmeg- andi menn, og' vóru llestir mér samdóma um, að betra væri fyrir Færeyinga, að fá simann lagðan út frá Noregi. En margir ætluðu afnframt, að þessu yrði ekki auðið að koma fram. Skömmu síðar brá ég mér snöggva ferð til útlanda. Merkur maður, sem ég' liitti á þeirri fei-ð, sagði mér, að Dr. Valtýr Guð- mundsson hefði einhvern tíma talað um símalagning útfráNor- egi. Þetta sagði ég íslendingi, sem ég af hending hitti á sömu ferð, og ráðgerði hann að við skyld- um báðir tala við Dr. V. G. í Höfn. Nokkru síðar hittumst við þrír í Höfn. Kom oss saman um, að heppilegt væri, ef þess væri kost- ur, að fá endastöð ritsímans ffutta frá Hjaltlandi til Noregs. Við vissum þá ekki, hve langt málinu var komið áleiðis, og lauk sam- fundi okkar við það, að liver okk- ar skyldi reyna að afla sér upp- lýsinga um, hvort auðið væri að lá nokkra breyting á þessu. Því miður var ráðherra íslands þá ekki í Höfn. Eg fór því fyrst á skrifstofu þingsins, til að vita, livort ég gæti fengið þar eintak af samnings-uppkastinu. Mér var vísað þar með boðbera til skrif- stofu fjárlaganefndarinnar; en J)ar var énginn viðstaddur. Þá talaði ég við samgöngumála-ráðgjafann og bauð hann mér að fara á stjórn- arráðsskrifstofu sína, og þar fékk ég citt eintak af samnings-upp- kastinu. Nú fundumst við þrír aftur (Dr. V. G., hinn íslendingurinn og ég) og hafði ég þá uppkastið með mér. Mér gat ekki komið til hugar að uppkastið, sem ég hafði fengið orðalaust í stjórnarráðinu og hefði' getað fengið á skrifstofu þingsins, ef J)að hel’ði verið J)ar handbært, gæti verið nokkurt laun- ungarmál. Auk þess fanst mér ég með því betri samvizku gæti sýnt uppkastið bæði Dr. Valtýr og hinum íslendingnum, þar sem eina ástœðan, sem ég vissi til að vér þrír hefðum til að kynna oss skjalið, var sú, að vita hvort enn væri auðið að fá breyting á enda- Stöð l’itsímans. (Framh.). HeÍTnsendanna milli Stríðið. Orrustan mikla í Mand- sjúríu, sem vér gátum um síðast að til stæði, var nú byrjuð. Al- drei hefir fyrri svo víðlent bar- dagasvið verið í heimi: vígvöll- urinn er hér 400 enskar mílur á lengd, alla leið frá Kóreu, yfir þvert Mandsjúri og vestur að Mongólí. Japanar haía mikið yfir hálfa milíón manna á að skipa. 21. þ. m. komu fregnir að aust- an frá báðum bliðum. Voru Rús- ar þá farnlr að siga undan, og einkum hraktir aftur í báða fylk- ingararma — eins og við Múk- den —; sér í lagi var Misttsjenkó hershöfðingi, er stýrði Kósakka- liði miklu, hrakinn mjög á hæl og hafði áður mist ógrynni liðs. Svo segja siðustu fregnir aust- an, að kólera geisi skæð í Rúsa- liði og sé þegar um 50000 manna sjúkir eða látnir úr henni — 100 deyja á dag. Noregur. Svíþjóð. 20. þ. m. var aukaþing Svía sett. Stórþing Norðmanna hafði sent ávarp til konungs og aukaþingsins — fara vingjarnlegustu orðum til kon- ungs og Svia, en tjá þeim, að óhugsandi sé að Noregur hverfi nokkurt fet frá sínu ráði. — Ivon- ungur mælti svo til þingsins, að sér væru þetta sárir dagar, en kvað ekkert vit í því að ætla að neyða Norðmenn til að halda sambandinu áfram; það væri einskisvert, ef það væri ekki með fullu samþykki l)eggja J)jóðanna. Mæltist því til að Sviar sýndu stilling og drenglyndi í málinu. Stjórnin sænska lagði til við þingið, að það heimilaði henni að semja við Norðmenn um, hversu bezt yrði hagað skilnað- inum og skipað afleiðingum hans. Bretland. Þar hefir nefnd, sem sctt var til að rannsaka kærur gegn herstjófn Breta í Transvaal í Búastríðinu, gefið skýrslu, er ber með sér, að foringjar þar syðra liafa, eftir brottför Kitche- ners lávarðs gert sig seka i stór- kostlegri sviksemi og fjárdráttum, I svo að ódæmi J)ykja. Um íslenzku sýninguna í K.höfn ritar Mylius-Erichsen í Politiken og talar vel um; en langmestu lofsorði lýkur hann á vídalínsku munina, þ. e. gripi hr. konsúls Jóns Yídalíns og þeirra hjóna. Sama gerir »Illustreret Tidende« og flest önnur dönsk blöð, sem vér höfum séð; þykja þeir mun- ir stórmerk sýning einir út af fyrir sig. ■Landshornanna rnilli. Bráðkraddur varð 1. þ. m. uppi á Þorskafjarðarheiði Þórður Þórðar- son frá Hjöllum í Þorskafirði, um sjötugt. Frá Flateyri. Þar hefir nokkur undanfarin ár danskur maður, Thom- sen að nafni, stundað koiaveiði. Not- ar hann mótorbát við veiðarnar og veiðir eingöngu i lagnet, saltar kol- ann í tunnur og sendir til útianda. í vor hefir hann aflað mjög vel. Dálnn er nýlega Jón Pálsson á Helgastöðum í Eyjafirði, 85 ára, fað- ir Páls kennara á Akureyri. Prestssetur bruniuð. 17. þ. m. brann prestssetrið Staðarstaður á Snæfellsnesi til ösku. Presturinn, sr. Vilhj. Briem, var ekki heima ogekki annað fólk en prestskonan og tvö vinnuhjú. Prestur var á manntals- þingi. Aðeins litlu varð bjargað af innanstokksmunum og öllu meira og minna skemdu. Matvörur brunnu þar inni, um 200 kr. í peningum og ýms áríðandi skjöl; skjöl kirkjunnar þó ekki. Bærinn var vátrygður oglausa- fjármunir að einhverju leyti. Kvikn- að hafði í þekju út frá ofnpípu. Strand. Norskt timburskip, „Bir- gitte“, frá Kristjánssandi, strandaði 11. þ. m. við Skógarnes í Snæfells- nessýslu. Skipshöfnin bjargaðist í land á bátum, en skipið brotnaði. Hciðurssamsæti héldu Kjalnes- nesingar Þórði hreppstjóra Runólfs- syni í Móum 27. f. m. Hann hefir verið hreppstjóri þar síðan 1871, en lætur nú í vor af hreppstjórn og bregður búi. Ræður voru fluttar fyr- ir minni heiðursgestsins og honum afhentur að gjöf göngustafur, vel gerður, en Björn búfr. Bjannarson í Gröf orti til hans fallegt kvæði. Hafís segir „Yestri“ frá 17. þ.m. að só nú kominn suður undir Aðal- vík og hraungl inn í ísafjarðardjúp utanvert. Engan tálma fékk „Yesta“ þó af ís á suðurleið, en skamt var hann frá Horni þegar hún fór hjá. Norskir sjómenn. Þorst. Jóns- son kaupm. í Borgarfirði eystra hefir ráðið 250 norska sjómenn til Aust- fjarða í sumar fyrir sjálfan sig og aðra. Segja norsk blöð, að gufusk. „Rebekka" hafi átt að leggja á stað með þá frá Lofoten um miðjan þenn- an mánuð. Flestir þessara manna flytja með sér báta og veiðarfærr. Fargjaldið frá Noregi til Austfjarða fyrir manninn er 25 kr. og 20 kr. fyrir hvern bát. 1Re\?fcjavíÞ _og ðrenö. Samsöngur varhaldinn í Bárubúð á Laugardagskvöldið og Sunnudags- kvöldið undir forustu Brynjólfs Þor- lákssonar, söngstjóra Dómkirkjunnar. „Prógramið“ var fjölbreytt og sam- söngurinn vel sóttur bæði kvöldin, einkum þó síðara kvöldið, og létu menn vel yfir. „Botnía“ og ,,Ceres“. Þær komu báðar í gær. Með „Botníu" voru ensk-

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.