Reykjavík

Útgáva

Reykjavík - 27.06.1905, Síða 4

Reykjavík - 27.06.1905, Síða 4
128 REY-KJAVÍK ir ferðamenn, um 20, og Wilhj. Ste- fánsson, stúdent frá Harward-háskóla. Með „Ceres“ var fjöldi farþega, þar á meðal Helgi Jónsson grasafr. frá Khöfn, Einar Jónsson myndhöggvari, er verður hór í sumar, Ásgr. Jónsson málari, til Vestmanneyja, stúdentarn- ir: Björn Pálsson, Björgólfur Ólafs- son, Guðm. Einarsson, Bjarni Jóns- son, Jón Magnússon, Jón Kristjánssón, Guðbr. Björnsson og Stefán Jónsson. Af útlendum ferðam. má nefna: Greifinnu Mörner og dóttir hennar, frá Sviþjóð, Dr. Vogt, frá Bresiau, kaupm. Ring, frá Þýzkalandi, tvo þýzka jarð- fræðinga, sem ætla að liggja úti í Ódáðahrauni í sumar. Ennfremur danskir búfræðingar, er ætla að ferð- ast hór um land. Enn voru þar enskir og þýzkir ferðamenn. „Vesta“ kom í gær norður um land írá útlöndum. Með henni vóru þingmenn margir af Norðurlandi og Vesturlandi. Fundahöld og málgögn lyginnar, Þau málgögn eru full affunda- höldum um þessar mundir, en meinbugir eru nokkrir á skýrsl- um þeirra; þagað um fundi, sem þeim þykir hagkvæmt að neína ekki; flokksfundir flokksbræðra þeirra dubbaðir upp i að heita þingmálafundir og annað þar fram eftir götunum. Þannig er sagt frá, að amtráðsfundur bafi farist fyrir í Stykkishólmi, sem er til- bæfulaust. xJar var haldinn amt- ráðsfundur, eins og til stóð, og fór þar alt mjög vel fram, og pólitiskir andstæðingar fundar- stjóra fundu þar sérstaka livöt til þess að tjá honum þakkir sínar. Af »þingmálafundi« í Rangár- vallasýslu bafa málgögn þessi mikið sagt og römmum ávítum fundarmanna í garð þingmanna sinna og stjórnarinnar. Þessi »fundur«, sem meira að segja er kallaður »þingmálafund- ur«, var nú svo til kominn, að landvarnar-sýslumaðurinn þar hafði á manntalsþingumim brýnt það fyrir mönnum, hver kostn- aður og ómak það væri fyrir kjós- endur alment að sækja þing- málafundi, og talið bezt l'ara, að að bve rbreppur kysi 2—3 fulltrúa, og beðið þingheim að lofa sér að iilnefna þá fyrir þá. Þetta er mælt að fundarmenn í hverjum breppi hafi látið efbr honum og útnefndi hann svo skoðanabræður sína úr bverjum hreppi. Þess þarf naumast að geta, að þingmenn sýslunnar átlu engan þátt í þess- um fundar-skrípaskap. Hinsveg- ar höfum vér heyrt, að síra Egg- ert Pálsson alþm. hefði ætlað að halda almenna þingmálafundi siðar, en af þeim höfum vér ekki frétt enn. Ekki er betri frásögnin um þing- málafundarhald ír Ulafsvík. Þar liafði séra Helgi Árnason útnefnt fáeina menn úr fáeinum hrepp- um, 4 úr einum, 2 úr öðrum, til þess að koma á þingmálafund kl. & að kvöldi dags. Ekki var þó alþingismaður sýslunnar látinn vita af því fundarhaldi, þótt stadd- ur væri á staðnum, fyrri en hálfri stundu eftir að fundurinn átti að vera hyrjaður, en þá var hann hundinn við réttarhald, sem vfir stóð. Alþingismaður Snæfellinga liélt þingmálafundi á fjórum stöðum í kjördæminu, Ólafsvik, Hellum, Stykkishólmi og Sandi. Þar vóru samþyktar í ritsímamálinu þess- ar tillögur. í Ólafsvík, Hellum og Stykkis- hólmi: »Fandurinn er hlgntur rit- síma lagningu, en skorar á al- þingi, að gœta þess, að landinu verði ekki reistur hurðarás um öxl með fjárframlögum í því efnk. Á Sandi: »Fundurinn skorar á Alþingi, að gœta þess vandlega, að land- inu verði ekki reistur hurðarás urn öxl með fjárframlögum til ritsíma«. Þessar tillögur voru samþykt- ar með öllum atkvæðum i Ölafs- vik, Hellum og Sandi; í Stykkis- hólmi með 15 atkv. gegn 7. í undirskriftarmálinu: »Fundurinn álítur [að] undir- skriftarmálið [sé og nafi reynzt] formsspursmál, er ekki sé mikið gerandi úr«. Samþykt í ólafsvík og að Hellum í einu hljóði, í Stykkishólmi með öllum atkvæð- um gegn 3. — Orðin í hornklof- um stóðu í Stykkishólms sam- þyktinni, en ekki liinum. Á fundi vóru: á Sandi 40—50 kjósendur; að Helluin 25 (þar af greiddu 23 atkv.), í ulafsvík 30— 40; í Stykkishólmi 30—40 þegar flest var. Svona er rétt sagt frá úr þessu kjördæmi. — Á þingmálafnndi í Reykjavik var samþykt með 143 gegn 88 atkv. svolátandi tillaga: »Fugdurinn skorar á alþingi að ráða ritsímamálinu til Igkla 'á þann hált, að Iiegkjavík kömist í hraðskegtasamband við sem flesta staði innanlands og í sem örugg- asl samband við Ónnur lönd«. Þessa tillögu skýrði tillögumað- ur, alþm. Guðmundur Björnsson, þannig, að ritsímasamhand við útlönd væri það eina, sem örugt væri, enda hlyti loftskeytasam- ið að verða oss dýrara, sem yrð- um að borga það aleinir. Innan- lands væri talsími það eina, sem gæti fullnægt þörf vorri fyrir að tengja marga staði á landinu saman án tilfinnanlegs kostnaðar, því að bronzeþræði landsímans mætti jafnframt nota til talsímun- ar. Enginn maður gat því vei ið í vafa uni, með hverju hann greiddi atkvæði, er þessi tillaga var hor- in upp. I illaga frá Jóni Jónssyni sagn- fræðing um að hafna ritsímasamn- ingi þeim sem gerðurer, var feld með 136 atkv. gegn 131. Valtýzku blöðin hafa síðan hald- ið því fram, að einhverjir hafi þar greitt atkvæði, sem ekki vóru kjósendur. Hafi svo verið, hlýtur það að vera á þeirra flokks á- byrgð, þvi að hann kaus fundar- stjóra: ráðherraefni þeirra Valtý- inga, yfirdómara Kristján Jónsson. Sannast að segja hyggjum vér mjög lítið háfa um þetta verið; að minnsta kosti sáum vér að eins einn mann greiða atkvæði, sem ekki var kjósandi; það var lækninganemi einn, sem fylgdi Valtýingum að málum i atkvæða- greiðslunni. Á fundi þessum vóru þeir látn- ir fara upp á pall, sem ekki vóru kjósendur. Ritstjóri Fjallkonunn- ar hefir ekki kosningarrétt hér, en ófáanlegur var fundarstjórinn til að vísa honum upp á pallinn, heldur lét hann sitja meðal kjós- andanna, og má vel vera, að hann hafi einnig greitt atkvæði; vér sá- um ekki til hans undir atkvæða- greiðslunni. — Á Lágafellsfundinum mætti rit- stjóri þessa blaðs og fékk þar mál- frelsi. Þar snerist alt í höndun- um á þingmönnum, svo að til- laga þeirra i ritsímamálinu var feld með þriðjungs atkvæðamun. Daginn eftir héldu þeir fund í Hafnarfirði og létu þar fundinn veita þeim Bj. Kr. og Dr. V. G. ó- takmarkað málfrelsi, en kjósend- um að eins leyfi til að tala einu sinni í 5 mínútur. Alþingismað- ur Ágúst Flygenring, sem er þar kjósandi, notaði þær 5 mínútur snildarvel, en svo var tekið af honum orðið í miðju kafi. — Svona var nú frjálslyndið á þeim fundi. Rétt í þessu herst oss sú fregn, að séra Eggert Pálsson hafi hald- ið fund að Seljalandi og væri þar hrundið öllum þeim markleysum sem »inir útvöldu« sýslumanns- ins höfðu samþykt áður á ílokks- fundi sínum. Á Akureyri var þingmálafund- ur haldinn og tillögur hér um bil þær sömu sem á Hrafnagilsfund- inum samþyktar með 60—70atkv. gegn 20, og liöfðu þó Valtýingar gert sitt ið sárasta til þess að koma sínu máli fram. Þingmenn eru nú að koma í bæinn í dag og næstu daga og mun þá sannfréttast, hve réttorð og getspök valtýsku málgögnin hafa verið. — Norður-ísafjarðarsýsla. Þaðan segja valtýzlcu bluðin ályktanir gegn ritsíma og stjórn samþykktar í einu hlj. — Sannleik- urinn er, að fundur fyrir N.íf. var baldinn í ísafj.kaupstað. Þar vóru um 50 kjósend- ur (kaupstaðar og sýslu); margir greiddu ekki atkv. En úr N.-ísafj.sýstu vóru par einir 8 kjósendur. 1 ísafj.kaupstað samþykktu ?,? kjósendur á fundi, som haldinn var í pukri, tillögu gegn ritsímasamningnum. Rétt á eftir kom ráðherrann þangað og var honum fagnað af 30 kjósendum á samkomu, og sýslum. M. Torfason (áður þingmaður í liði Yaltý- inga) lýsti yfir í nafni allra þar saman- kominna þökk til ráðherrans fyrir öll hans stjórnarstörf. ísafjarðar-kaupstaður hefir þannig tjáð sig stjórninni fylgjandi með 30 atkv. gegn 23. — Eyfirðingar héldu annan þingmála- fund á Möðruvöllum, og þrátt fyrir at- göngu Stefáns kennarra var allur meiri hlutinn á sama málisem Hrafnagilsfund- urinn (sömu tillögur). — S. d. var þingmélafundur á Akuregri. Sama niðurstaða sem í Eyjaf., með eitthv. 50 atkv. gegu 20. Ekki vanst Guðmundi Hannessyni þar meira á. — S. d. var fundur á Ljósavatni. Sig. Hjöil. ritstj. mætti þar. En niðurstaðan eins og í Eyjaf. og Akureyri. I Sllður-Múlas. vóru þrír fundir (Breið- dal, Reyðarfirði, Völium). Samþ. trausts- yfirjýsing til ráðherrans og Jýst yfir, að hann hefði gert skyldu sfna Jögum samkv. i ritsimamálinu. — Af 4. fundi (syðst í sýslunni) ekki komin fregn enn. Af þeim sýslum, sem enn er sannfrétt úr, hefir að eins minni hlutinn alls verið gegn ritsímamáiinu, og það sumt sýslur með pukurs-fundnm eða þar sem fylgis- mönnum ritsímans hefir verið sgnjað mál- frelsis. Appelsínur nýkomnar Amtmannstig 5. Gunnþ. Halldórsdóttir. Týnt: Ur með sportfesti. Finnandi skiii afgr. Rvkr. Islendingar erlendis. Lagapróf, fyrri hluta, hefir tekið við háskólann í Khöfn Guðm. Ólafs- son með II. eink. Ásgrímur Jónsson, ísl. málarinn í Khöfn, seldi nýlega málverk af Þjórs- árdal fyrir 800 kr. Málverkið vartil sýnis á Charlottenborgarsýningunni. ýiL?)címt annatJö! Launpukur kalla málgögn lyginn- ar það, að ráðherrann hefir ekki birt orði til orðs saranings-uppkastið við „Stóra norræna“, eða troðið upp á þau óbeðið eftirritun af því, áður en samningurinn var staðfestur af kon- ungi, en látið sér nægja, að hver maður, sem þess æskti, fengi að sjá hann, og leyft að birta alt inntak hans. Sjáif þykjast málgögn þessi hafa ný boð með hendi um loftritun —- en þau forðast sjálf að birta þau, svo að eigi skuli auðið vera að fá upplýsingar um þau. Þau þykjast jafnvel hafa tilboð frá frönsku félagi, sem þau forðast að nefna — svo að enginn eigi kost á að grenslast eftir, hvort það félag sé ábyrgðarbært fyr- ir krónu-virði, eða að eins heybuxa- félag, dubbað upp „fyrir tiifellið". Þetta er nú ekki launpukur! Dirfska. Á þingmálafundi á Lágafclli vitnaði Dr. Yaltýr Guðm. í tölublað af „Nationaltidende11, sem hann kvað „standa nærri“ Stóra norr. rits.fél. [Það hefir nú reyndar verið aðalathvarf Dr. Yaltýsj. Það hefði komið út um það leyti hann fór frá Höfn með grein um ritsímamálið, sem vor- ið hefði sér samdóma í öllu (um yfirburði loftritunarinnar, og að ísland ætti að nota hana). Næst eftir honum stóð upp Jón Ólafs- son alþingism., dró tölublaðið af „Nat.tid.“, sem Yaltýr hafði vitnað í, upp úr vasa sín- um, og las upp kafla á dönsku og þýddi jafnframt á íslenzku. Það kom þá í Ijós, að þar stóð, að loftritun MarConi væri enn í þeirri bernsku, að engiri tiltök væri að ljyggj a á henni loftritasamband milli landa. Ódýrara væri að vísu að koma henni upp (milli Janda að eins þó), en miklu dýrari rekstur og viðhald. Blaðið þykist heldur ekki svo visst um, að stjórnarandstæðing- unum á íslandi sé svo mikil alvara með tröllatrúna, sem þeir þykist hafa á loftrit- uninni; gefur í skyn, hún muni vera agn til að veiða menn til að hafna ritsímasam- ningnum og steypa Hafstein ráðherra. »Pessi grnnur vor veiktist heldur ekki«, segir bh, við að tata við Dr. Valtý Guð- mundsson, forkólf sljórnarandstœðinga. Hann játaði, að »pað mundi að visu vera dálítið hœttuspih fgrir ísland að bgggja hraðskegtasarnbahd við útlönd á loftritanum. Loks segir blaðið, að Dr. V. G. hafi gefið í skyn, að þá er Hafstein ráð- herra væri steypt með því að hafna sam- ningnum við St. N., mundi eftirmaður hans fá heimild Alþingis til að semja á ný við St. N. með betri kjörum. Prentsmiðjan Gutenberg. Pappírinn frá Jóni Ólafssyni.

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.