Reykjavík

Útgáva

Reykjavík - 22.07.1905, Síða 3

Reykjavík - 22.07.1905, Síða 3
REYKJAVÍK 141 og velmegun landsmanna, en heflr ekkert af sér brotið, og er þannig sannur fulltrúi flokksins. „Nú eru góð ráð dýr“, hugsar rit- stjóri „ísafoldar" og allir íleppar hans hór í bænum. Einar Hjörleifsson flnnur þá þjóðráð, að stofna af krökk- um, kerlingum og nokkrum kjósend- um Þjöðrœðisfélag, til þess að ögra þingi voru og stjórn, svo að alþingi „starfl sem nákvæmlegast eftir vilja þjóðarinnar í ritsímamálinu sem öð- rum málum“, þ. e. að alþingismenn láti hræða sig til þess gegn sann- færingu sinni að hlýða boði og banni „ísafoldar" eða því sem „ísafold“, „Fjósakona.n", Gæsarlappa-„Þjóðvilj- inn“ og „Ingólfur" litli telja inn eina sanna þjóðvilja. Það er harla leiðinlegt að for- maður þjóðræðisfélagsins hefir ekki vopnuðu liði á að skipa; annars gæti hann farið að dæmi Henriots, ins al- ræmda byltingaseggs og drykkjusvola frönsku stjórnbyltingarinnar, farið með vopnaðan skríl upp að þinghúsinuog heimtað framselda alþingismenn þá, sem vilja ekki dansa eftir pípu „ísa- foldar". En þingmenn skipast ekki við allar ráðstafanir þeirra og ögran- ir; þeir sitja fastir við sinn keip, að hlíta sannfæringu sinni, en hlýða eng- um hótunum oða digurmælum ísa- f ol dar-ri tstj órans. Nú er úr vöndu að ráða fyrir vesa- lings ritstjórann. Hann leggur höf- uð sitt í bleyti í kerald það ið mikla, sem stendur á barmi safngryfjunnar daunillu, sem hirðir allan úrgang prentsmiðjunnar. Hann rankar við sér, þegar hann heflr legið þar um stund, og kastar af munni fram: „Tollhækkunarfrumvarpið! — Jóhann- es! Jóhannes! Þú mín eina von og athvarf!“ Siðan fyllir hann málgagn sitt með tveim ræðum Jóhannesar sýslumanns, sem hafa það til sins ágætis, í þeim búningi, sem þær birtast þar, að hver maður með heilbrigðii skynsemi sér þegar, að inn velborni sýslumaður heflr á köflum talað alveg svart, eins og maður, sem talar upp úr svefni eða í ölæði. En fáumst ekki um það; reynzlan er ólygnust. Hérna kemur ein rúsínan, tekin orðrétt eftir „ísa- fold“: „Ég cr frr. mótfallinn af |»ví, að ckki cr liægt að líta öðru vísi A en að með þrí verði lög- leidtlur — ekki einungis verndar- tollur, heldur banntollur gegn inn- lendum1) bittertilbúningi, vindlagjörð og brjóstsykurtilbúningi“. Það er með öðrum orðum: frum- varp, sem fer fram á að liækka tolla á að/luttum vörum, gerir það ókleift að búa þessar sömu vörutegundir til í landinu sjálfu, af því að þeir, sem yrðu til þess. að búa þær til í landinu sjálfu, þurfa ekki að borga !) Auðkent af höf. neinn toll af þeim, þar sem keppi- nautar þeirra, sem pöntuðu varning þennan frá útlöndum, yrðu að gjalda allháan toll af honum. „Svart er hvítt og hvitt er svart", sagði ker- lingin, sem sá í svefnrofunum tung- lið skína gegnum skjáinn. En ritstjóri „ísafoldar" hefir auð- sjáanlega ekki fengið enn nóg af Jóhannesi, því að tbl. það sem kom út 18. þ. m. flytur enn allangan ræðu- stúf eftir inn sama skörung. Þar veifar þessi gamli Yaltýingur og landvarnar- maður 2. gr. stjórnarskránnar fram- an í þingmenn e. d. og ráðherrann, en í grein þessari er svo kveðið á, að ráðherrann skuli fara „svo oftsem nauðsyn er á, til Kaupmannahafnar, til þess að bera upp fyrir konungi í ríkisráðinu lög og mikilvægar stjórn- arráðstafanir". En nú er ráðherrann einu sinni búinn að bera frv. þetta upp fyrir konungi í ríkisráði og stend- ur það hvergi, að hann eigi að gera það tvisvar eða vera viðstaddur, er konungur undirskrifar frv. Yér hefðum talið það skiljanlegt, ef dönsk stjórn hefði haldið þessari grein á lofti, er um íslenzk sórmál er að ræða. En hitt þykir oss furða, að íslendingur, og meira að segja maður, sem hefir tjáð sig mótfallinn ríkisráðssetunni, skuli geta fengið sig til að gera það, þar sem hér er þegj- andi og eftir því sem ráðherrann skýrði frá, með fullu samþykki kon- ungs og ríkisráðsins stigið í „praxis" spor, sem hugsanlegt væri, ef rétt væri á haldið, að gæti smá-leyst okk- ur með tímanum alveg undan ríkis- ráðsákvæðinu, að vér ekki nefnum það, hversu mikla fyrirhöfn og fó það sparaði landi voru, ef slik staðfest- ingaraðferð tíðkaðist oftar, þó ekki væri nema til bráðabirgða og síðar yrði að staðfesta (korroborera) fyrri staðfestinguna. En fyrst lagamaðurinn Jóhannes taldi sór skylt að hreyfa þessari mót- báru, þá skulum vór trúa honum fyr- ir því, að hór kemur til greina stjórn- skipunarlagaleg venja, sem oftsinnis hefir verið brúkuð í JJanmörku. í annan stað skulum vér trúa bæði honum og Birni ritstj. Jónssyni, sem mun fyrir löngu vera búinn að gleyma því litla sem hann eitt sinn lærði í lögum, fyrir því, að undirdómaxa, ber ekki að rannsaka, hvernig lög eru til orðin, heldur að eins að dæma eftir þeim lögum, sem þing og kon- ungur hafa samþykt. En að kon- ungur undirskrifl tollhækkunarfrv. dregur víst enginn í efa. Það er og ekkert annað en að þyrla upp ryki í augu fáfróðs al- mennings og fákunnandi ritstjóra, er hinn mikli ræðuskörungur skýrskot- ar til 44. gr. stjórnarskránnar. Þar er svo lcveðið á: „Dómendur skulu í embættisverk- um sínum fara einungis eftir lögun- um“. Þar stendur ekki eitt orð um til- búning laganna á „stjórnskipunarlaga- legan hátt“, eða nokkur aðgreining á lögum og stjórnskipunarlagalegum lögum, eins og sýslamaður er að gera í ræðu sinni af hugviti sínu og lög- speki. En rifstj. bregðast þessi krosstró sem önnur tré og nú er að eins eitt örþrifaráð fyrir hendi að sinni, þar til ritsíminn kemur, og það erundir- skriftarmálið. Með einum 7 nöfnum synti það í formi þingsáiyktunartil- lögu inn á þingið, en vansóð er, hvort enginn í sjöstjörnunni fellur frá á freistingartímanum og segi svo eins og Yaltýingur einn sagði hór um daginn: „Undirskriftarmálið er nú orðið hálflélegt vopn, en nota flest í nauðum skal“. Ég skal síðar sýna hvað ritstjóran- um heflr gengið og gengur til þessa samblásturs og örþrifsráða gegn þingi og stjórn um leið og ég athuga reikn- ingsskipti prentsmiðju-eiganda B. Jónssonar við landssjóðinn. Kári. Hvað vilja þeir? Alþingið síðasta var óspart á fó; það var kallað milióna-þingið. Tekju- halli verður talsverður á þessu fjár- hags-tímabili; því að þótt tekjurnar hafl orðið nokkuru meiri en útgjöld- in, þá vanlar þó mikið til að þær hrökkvi fyrir þeim. Og þó vóru allfæst af útgjöldunum, sízt þau er nokkru námu, óþörf. Þarfirnar aukast ár frá ári. Það fylgir vaxandi menning og framförum. Almennu lands-þarfirnar vaxa. Og hvert einasta kjördæmi landsins kem- ur til Alþingis með beiðni um fó í sínar þarfir úr landssjóði. Þjóðin vill láta þingið styrkja úr landssjóði atvinnuvegi, samgöngur, mentun o. fl. Það er því ótvírœður vilji þjóðarinnar, að útgjöld landssjóðs fari vaxandi. En „eyðist hvað sem af er tekið“, segir máltækið. Landssjóður getur ekki til langframa staðist sívaxandi útgjöld, nema tekjurnar vaxi jafn- framt. Annars tæmist hann. Því er óhjákvæmilegt að auka tekj- ur landssjóðs. — Þjóðin vill það — hlýtur að vilja það, úr því hún vill að hann leggi sífelt meira og meira fram. Hver sá sem vill, að eitthvað sé gert, hlýtur að sjálfsögðu að vilja afleiðinguná af þeirri gerð. En tekjur landssjóðs verða ekki auknar nema á einn veg: með auk- num álögum. Álögur á landsmenn til landssjóðs (= tekjur landssjóðs) má auka á tvennan hátt: annaðhvort leggja á nýjar álögur, eða auka inar gömlu. Það er að sjálfsögðu enn varhuga- verðara, og því þarf miklu rækilegri og lengri íhugun, að leggja á nýjar á- lögur, en að auka inar eldri. Reynsla er jafnan nokkur fengin um eldri álögur, hvernig þær koma niður í framkvæmdinni; hversu þeim er unað; í stuttu máli, hversu þær hafa geflst. Þetta skortir um nýjar álögur þ. e. álögur á nýja gjaldstofna. Það er viðurkent af öllum, að nú muni vera þörf orðin á, að íhuga öll skattamál og tollmál landsins. En það er ekkert áhlaupaverk, og engin von að stjórn, sem er nýkomin að völdum og heflr því fjölmiklu og margvíslegu að sinna, geti annað því á fyrsta ári. Jafnlítt er þess von að þing, sem á svo annríkt sem hér og hefir svo stuttan starfstíma, geti gefið sig að slíku undirbúningslaust. Hvað átti þá stjórn og þing að gera til að bæta úr fjárþurð lands- sjóðs? Flausturs-breytingum á grundvöll- um skatta eða tolla var óviturlegt að hrapa að. Hitt virtist einsætt að hækka eina eða fleiri álögur án þess að raska grundvellinum. Þessi var jafnan aðferð gamla Gladstone’s, og þótti hann afburða- fjárstjórnarmaður. Yxi gjöld um tekjur fram, var það jafnan ófrá- víkjanleg regla hans, að hækka tó- bakstoll og víntoll um fleiri eða færri áura eftir þörfura og leggja 1 penny eða lJ/2 á sterlingspund hvert af tekjuskattinum. Þessa hækkun lét hann svo einatt af nema aftur á næsta þingi eða jafnsnart og betra jafnvægi komst á tekjur og gjöld. Yér verðum því aðtelja, að stjórn vor hafi viturlega að farið, að fara ekki að óundirbúnu máli fram á að leggja álögur á nýja gjaldstofna, held- ur að fá í bili hækkaða tolla vora af aðfluttum vörum um 30 aura á krón- unni. Hlutfallinu milli tollanna á vöru- tegundunum er með því að engu raskað. Tekjur landssjóðs varð að auka. Enginn getur neitað því. Hvaðan átti þá fremur að taka féð? Mundi alþýða óska svo innilega, að ábúðar- og lausafjárskatturinn hefði heldur verið hækkaður? Eða mundi hún hafa þráð svo sárt, að útflut- ningsgjald af sjávar-afurðum hefði fremur verið hækkað? Það er ekki hætt við að neinn maður kveði já við því. En þá er líka ástæða til að spyrja þá menn, sem börðust móti tollhækk- un þessari: hvað vilja þeir? Þörf landsins á tekju-aukanum játa þeir, og á engan annan veg benda þeir. Svo lítur út eins og þessir menn hafl ekkert markmið annað, en að spilla af fremsta megni hag lands og þjóðar og sporna við öllum lagfær- ingum og framförum, alla tíð meðan maður úr þeirra flokki er ekki við völd. „Á engan annan veg benda þeir“,

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.