Reykjavík - 21.09.1905, Blaðsíða 2
77*
REYKJAVÍK
Frá herbóðum óyinanna.
Úr leyndarskjalasafninu.
i.
Þjóðræðisfél. i Reykjavík.
14. Ágúst 1905.
Auk innar miklu ritsímafjárveitingar
frá í fyrra eru á ferð gegnum þingið lög,
aem meina öllum öðrum en einkaleyfishafa
(hér: Ritsímafélaginu mikla norræna) hvers-
konar hraðskeytasamband og starfrækslu
þess, bæði milli landa og innanlands, hvort
heldur er með ritsíma á sjó eða landi, eða
þráðlausri firðritun.1) Þetta bann helzt, um
aldur og ævi, ef ritsímafélagið vill3), ogþótt
svo væri að landinu byðist annað hrað-
skeytasamband alveg ókeypis, og að hver
maður roætti nota það ókeypis, í stað þess
að nú á minsta braðskeyti (10 orð) að
kosta alt að 8 kr. 40 au. milli Reykjavík-
ur og Kaupmannahafnar t. d.
Ritsímafjárveitingin er liður í fjárlögun-
■um, sem verða jafnan að ganga sinn gang;
staðfesting þeirra verður ekki frestað.
En ónýt verður sú fjárveiting, ef ekki
fylgja henni fyrnefnd sérstök lög um bann
gegn öðru hraðskeytasambandi að viðlögð-
um háum sektum og öllum hraðskeyta-
tekjum upptækum, þar á meðal Marconi-
stöðinni við Rauðará; ella getur hún staðið
og það hraðskeytasamband haldið áfram
aukið og fullkomnað.8)
1) Þetta eru frek og ósvífin ósannindi.
1. gr. ritsímalaganna tiltekur alt verksvið
laganna, og hljóðar svo: „Lartdinu er á-
skilinn einkaréttur til þess að 'stofna og
slarfrœkja ritsíma sambönd og málþráða,
svo og hvers kyns önnur rafmagnssambönd
til skeytasendinga, á íslandi og í land-
helgi við ísland.“ — Hér ræðir þannig
að eins um firðrit.asamband eða sambönd
innantands, og til slíks sambands hefir
Ritsímafélagið mikla norræna ekki nokk-
urn rétt, því síður einka-rétt. — Ailar 17
greinir laganna ræða að eins um „sam-
hönd þau sem um ræðir í 1. gr.“ Ritstj.
2) Þetta er hégóminn einber. Ritsíma-
félaginu kemur þetta ekkert við. Samkv.
ritsímalögunum getur landsstjórnin ekki
veitt neinum lengra einkaleyfi innanlands
en um 20 ár. — Ritsímalögin hafa hins
vegar sem sagt, engin áhrif á réttinn til
að reka firðrita-samband milli íslands og
útlanda. Það samband er sameiginlegt
mál, að lögum. En sakir tillagsins frá
íslandi tókst hr. H. Hafstein að fá samn-
ingana um það mál lagða undir íslands-
ráðherra jafnhliða samgöngumálaráðherra
Dana. Afleiðing þess er sú, að það mál
verður framvegis óefað jafnan háð sam-
þykki íslands-ráðherra. — Samningurinn
um pað við St. N. er og að eins til 20 ára,
og það eru hrein ósannindi, að St. N. geti,
þótt það vildi, fengið framlenging á leyfi
sínu án samþykkis stjórnarinnar. Þeir sem
reyna að telja alþíðu trú um það, reyna
að villa sjónir fyrir mönnum með því, að
í samningnum stendur, að St. N. „geti“
fengið samninginn framlengdan — en með
hverjum kjörum, því ræður hinn samnings-
aðilinn, samgöngumálaráðgjafi Dana og
ráðherra íslands, og getur hvorugur þeirra
. gert samning um það án hins samþykkis.
Það stendur í samningnum, að vilji félag-
ið ekki að 20 árum líðnum halda áfram
að reka sæsímann tillagslaust frá Dan-
mörk og íslandi, þá missir pað símann
fgrir ekki neitt, og eignast þá Danmörk
hann (að 2/g) og ísland (að V3). En viiji
ekki Danmörk og ísland þiggja símann
fyrir ekkert og reka hann, heldur fá gjald
fyrir, þá geta þau neitað St. N. um leyfis-
framlenging engu að síður, en þá getur
fél. auðvitað tekið upp síma sinn og hirt
hann. í engu tilfelti getur fél. negtt Isl.
og Danrn. til að framlengja leyfið, ef þau
vilja ekki. Ritstj.
3) Enn ein vitleysan. Fjárveiting Al-
þingis til ritsíma yrði alls ekki ónýt, þótt
Með því nú að mjög ákveðinn elmennur
þjóðarvilji er í móti áminstu einokunar
og ófrelsis bandi, hefir oss hugkvæmzt sú
aðferð til að reyna að afstýra óhæfu þess-
ari og voða, að beðið væri af kjósendum
landsins um frestun á staðfesting einka-
réttariaganna þar til er málið væri undir
þjóðina horið á stjórnskipulegan hátt —
með þingrofi og nýjum kosningum.
Það er Hans Hátign konungurinn, sem
þá bæn getur veitt. Og enginn þarf um
það að efast, að hann mundi vilja veita
hana, svo mjög sem hann ber veiferð lands
vors fyrir brjósti, ef hann vissi það vera
almennan þjóðarvilja.
En ekki getur hann veitt þeirri hæn
áheyrn öðruvísi en með ráði ráðgjafa síns
fyrir ísland og á hans ábyrgð. Fyrir því
verður að bera hana fram fyrir milligöngu
þess mauns, er nú hefir það embættti á
hendi, þótt eigi muni þykja árennilegt, eftir
undangengnum afskiftum hans af þcssu
máli. Auk þess er á það að líta, að ilt
væri að sá rekspölur kæmist á, að gengið
væri fram hjá landsins löglegri ráðgjafa-
stjórn með stjórnarmálaleitanir, þótt erindi
eigi beint til konungs sjálfs. Þess vegna
virðist óhjákvæmilegt að orða þá málaleit-
un svo, sem gert er í hjálögðu undirskriftar-
skjali, sem hugmyndin er að reyna að fá
á rituð eigin hendi nöfn sem allra flestra
kjósenda landsins svo fljótt, að hingað yrðu
komin um 20. Sept., með því að þá fer
ráðgjafinn að fara utan (27.) með lögin
frá alþingi til konungsstaðfestingar. Mundu
þá verða gerðir menn á fund hans frá
Þjóðræðísfélagínu með skjölin, svo að eng-
inn geti rengt, að hann hefði fengið þau
með skilum.
Eg er sannfærður um, að þér séuð oss
samdóma um, að hér sé svo mikið velferðar-
mál um að tefla, að yður þyki vel ver-
jandi tíma og fyrirhöfn til þess að útvega
nöfn kjósenda í yðar lireppi undir þetta
skjal með góðra manna fulltingi, — þá
vínna margar hendur létt verk — og að
endursenda það síðan sem fyr ségir með
allra fyrstu áreiðanlegri ferð. — — Votta
þyrfti neðan á skjalið, helzt af presti eða
hreppstjóra, eða þá 2 öðrum valinkunnum
mönnum, að undirskriftirnar séu réttar
(eiginhandar eða handsalaðar), og láta
þess getið um leið, hversu margir séu al-
þingiskjósendur í hreppnum, annaðhvort
nákvæmlega eða hér um bil.
í von um svo góðar undirtektir. sem
kringumstæður leyfa frekast, lýk ég máli
þessu
með virðingarf. alúðarkveðju.
Fyrir hönd félagsstjórnarinnar
Björn Jónsson
formaður.
Hr. (N. N.)
II.
Þjóðræðisfél. í Reykjavík
26. Ágúst 1905.
Háttv. kæri herra!
Vér vilfum leyfa oss að vekja athygli
yðar og yðar samverkamanna (sbr. bréf
vort 18. f. m.) á því, hve afarnauðsynlegt
er, að öflugt þjóðræðisfélag komist sem
altra fgrst upp í hverjum hreppi og hverju
kauptúni á landinu.
Það er beint skilyrði fyrir, að landsmenn
geti orðið samtaka um að verjast vel og
ritsímalögin væru ekki til. Og Marconi-
stöngin við Rauðará er sett upp í laga-
leysi og hefir að eins verið liðin, en aldrei
ley/ð; og liðin hefir hún sjálfsagt verið
að eins af því, að á hana hefir verið litið
af landsstjórninni sem vísindalega eða
verklega titrauna-stöð, og af þvi að hún
hefir ekki til þessa verið ncinum til meins.
Ritstj.
dyggilega mjög ískyggilegum árásum þeim
á þjóðræði vort, sem nú bryddir á, og
eiga fyrir sér að magnast, ef ekki er við-
nám veitt í tima.1)
Það er ráðið til þess, að þjóðin finni til
máttar síns og megins, og að hún ali með
sér vel vakandi meðvitund þess, að það er
hún, sem á að ráða högum sínum og mun-
um, og að hún getur það vel, ef henni er
alvara og hún liggur ekki á liði sínu —
alvara að láta ekki þröngva kosti sinum
méð gerræði og yfirgangi af hálfu inn-
lendra eða útlendra valdhafa.
Auk þess viljum vér nú benda á, hve
víðtækur er ætlast til að sé verkahringur
Pjóðrœðisfélaganna, ef svo þykir hlýða,
sbr. 1. gr. laganna: efta —- — hagsæld
pjóðarinnar í hvívetna. Þar í felst sér-
hvað það, er til framfara horfir landi og
lýð, andlegra og líkamlegra (efnalegra)
framfara. Þar er ekkert undan skilið.
Reglulegar samkomur, t. d. 1 — 2 sinnum
á inánuði, væri mjög vel til fallið að hvert
félag reyndi að hafa, til þess að ræða slík
mál o. s. frv. Það eykur fjör og áhuga,
vekur menn til umhugsunar og gerir þá
samvinnufúsari en ella, ef rétt er með far-
ið, hvar sem samvinnu verður komið að.
Inn mikli og ávaxtasami samvinnufélags
slcapur Dana í atvinnumálum styðst mjög
við þess kyns reglubundnar samkomur.
Enginn skyldi láta letjast af aðkasti og
ámælum þeirra, er hafa imugust á þannig
vöxnum félagsskap, af miður lofsverðum
hvötum oftast nær. Slíkt láta allir sjálf-
stæðir hugsandi menn sér í léttu rúmi
liggja.
Ég ítreka loforð félags vors hér um
hvers konar leiðbeining og stuðning þessu
máli til eflingar, og kveð yður
með einl. alúð og virðingu.
Fyrir hönd félagsstjórnarinnar
Björn Jónsson
formaður.
Hr. (N. N.)
III.
Þjóðræðisfél. í Reykjavík.
27. Ágúst 1905.
Háttvirti kæri herra!
Nú eru lögin um ritsímaeinkarétt, þessi
sem nefnd voru í bréfinu frá 14. þ. m.,
gengin gegnum þingið, og ríður nú
injög á, að ekki bregðist áskorana-drífa
hingað frá sem allra flestum kjósendum
landsins um frestun á staðfesting þeirra
m. m., eins og farið var fram á í téðu
bréfi. Það er síðasta og öflugasta, í alla
staði lögmæt og réttmæt tilraun til að af-
stýra þcim voða, sem hér vofir yfir.2) Það
1) Við þetta cr það að athuga, að eng-
i/ln hefir sýnt neinn tilverknað til að
stofna þingræði (= þjóðræði) íslands í
hættu, nema hr. Björn Jónsson og þeir
félagar hans með þessu tiltæki sínu. (Sbr.
síðasta blað „Reykjavíkur"). Ritstj.
2) Hver er þessi voði?
Voðinn er sá, að landssjóður fái tekjur
(umfram kostnað) af símalagningunni
innanlands hér og þar.
Það er staðreynd nú í öllum löndum,
að ritsímar baka rikjunum nokkurn kost-
nað umfram tekjur (víðast hvar), cða gefa
af sér mjög litlar beinar tekjur. Óbeini
hagurinn nemur auðvitað alstaðar stórfé.
Svo mun og verða hér á landi; millilanda-
síminn og landsíminn geta oft á einum
degi unnið landinu margfall meira arð,
en til hans er kostað á heilu ári. En
talsímar gefa livervetna ágóða. Ef nú
engin lög eru um simasamband innanlands,
getur hver einstakur maður eða hlutafélag
rakað þessum ágóða í sinn sjóð. En
samkvæmt ritsimalögunum á tandið forrétt
á að kom'a upp símasamböndum, og getur
því landssjóður fengið drjúgar lekjur af
því, og þó gert notkunina ódýrri en ein-
stakir menn og félög venjulega gera.
er tilraun, sem er litt hugsanlegt að ekkí
komi að tilætluðum notum, ef hún er nógu
rækilega gerð, þ. e. undirskríftum safnað
nógu fljótt og nógu rækilega. Því nú er
meðal annars dönskum blöðum farið að
þykja nóg um gjörræði ráðgjafa vors, og
ráða þau honum til að rifa seglin í tíma.S)
En dönsku almenningsáliti virðÍ8t hann
bera miklu meiri virðingu fyrir en íslenzku.
Til Danmerkur er nú á leið nefnd manna
úr Vesturheimseyjum Dana í þeim erind-
um, að fara fram á að þeir sleppi þeim
við Amerikumenn (Bandaríkin) með því
að eyjarnar eigi þá miklu meiri þrifa von.
Eigum vér nú, spyrja þau, að fara svo
með íslendinga, að þeir fari að láta sér
detta slíkt í hug? Þau koma með þessa
spurningu í sambandi við fréttirnar af
bændafundinum hér 1. Ágúst, er þeim
finst allmikið til um, inum óháðu blöð-
um i Höfn, og bæta þvi við: Hvað ger-
um vér, ef íslendingar taka sama tilbragðs
og Norðmenn, og ganga til atkvæða um
skilnað?4)
Vér megum ekki láta þetta ráð ónotað,
þ. e. almennar undirskriftir undir áslcor-
unina um frestun á staðfesting ritsímalag-
anna o. s. frv„ pó að það kosti ítrekaða
fyrirhöfn. Ekki töldu Norðmenn eftir sér
að fjölmenna á skilnaðar-kjörfundina.
Vara verður kjósendur við að láta let-
jast af blekkjandi fortölum eða öðrum á-
hrifum þingmanna þeirra. sem stjórninni
fylgja, er þeir koma heim i héruð, né af
hótunum eða svivirðmgum máltóla hennar.
Þeir eiga að vera upp úr því vaxnir og
hopa hvergi frá réttum málstað.
Neyti ekki þjóðin sjálf allra löglegra
ráða til að verjast rangindum þeim og á-
nauð, er henni eru búin, þá á hún engrar
viðreisnar von.
Ég treysti yður og samverkamönnum
yðar til að ganga vel og vasklega fram
þessu máli til stuðnings og framkvæmdar,
þann veg, sem segir í áminstu bréfi frá
14. þ. m.
Með virðingarf. alúðarkvoðju.
Fyrir liönd félagsstjórnarinnar.
Björn Jónsson
formaður.
Hr. (N. N.)
IV.
Þjóðræðisfél. i Reykjavík.
31. Ágúst 1905.
Háttv., kæri herra!
Kvisast hefir, að stjórnræðismenn, ráð-
gjafaliðið a þingi, hafi nú bundist öflug-
um samtökum og almennum, bæði sin í
í millum og við sína bandamenn utan þings,
um að útrýma eftir mætti þjóðræðisblöð-
unum í landinu, til þess að eiga þau ekki
Petta er voðinn, sem hr. Björn Jónsson,
þjóðræðis-generalinn, vill afstýra. Undir
pelta er verið að tæla menn til að skrifa.
Mikið ættjarðarástarverk(!) eru þessir
menn að vinna!!
3) Hver eru þessi dönsku blöð? Vérstu
hægri-rótarblöð, sem Dr. Valtýr á mök
við, og önnur mótstöðublöð stjórnarinnar i
Danmörku, sem ekkert pekkja hér
til, nema það sem þau fá ritað héðan frá
Valtýingum afjlygum, rangfærslu og ósann-
indum.
4) Það er heldur drengilegt verk, að
Ijúga í útlend blöð, sem ekkert þekkja liér
til, og reyna þannig t.il að láta pau vinna
á móti, og, ef auðið væri, bera ofurliða
ályktanir Alþingis, sem gerðar eru með
nær 8/4 en 2/s atkvæða löggjafarþings vors.
Mundu þess finnast dæmi í nokkru þing-
frjálsu landi í heimi, að litill minnihluti
þjóðarinnar, sem ekki hefir nema */4 at-
kvæða á þingi, rcyni til að fá brotið á
bak aftur vilja þjóðþingsins, og svifíst ekki
að leila liðs hja útlendri pjóð, til þess
að traðka rétti sinnar eigin pjóðar?
í hvcrju öðru landi væru slíkir mcnn
kallaðir föðurlands-svikarar.