Reykjavík - 21.09.1905, Blaðsíða 4
176
R EY KJAVÍK
Heimsendanna milli.
Friður er nú á kominn loks milli
Japana og Rúsa. Erindrekarnir rit
uðu nöfn sín undir samninginn stundu
efir nón 5. þ. m. í Portsmouth i New
Hampshire. Helztu atriði hans eru
pessi:
1 gr. lýsir friði og sátt milli Jap
ana og Rúsa.
2. gr. Rúsakeisari viðurkennir, að
Japanar eigi öllum öðrum þjóðum
fremur rétt til að hlutast til um
stjórnmál, hermál og fjármál Kóreu,
og skuldbindur sig til að amast í
•engu við ráðstöfunum þeim, er Jap-
an kann að þykja nauðsyn á að gera
í Kóreu í samvinnu við Kóreustjórn;
en rúsneskir menn þar í landi haldi
eignum og réttindum þeim sem nú
hafa þeír.
3. gr. Báðum aðilum kemur sam-
an um, að herlið beggja skuli sain-
tímis haida burt ú-r Mandsjúríi. Rétt-
ur allra einstakra manna og félaga
þar í landi skal óskerður vera.
4. gr. Leigurétt þann sem Rúsar
höfðu fengið hjá Sinverjum að Port
Arthur og Dalney [sjá herkort „Rvík-
ur“] ásamt landinu þar umhverfls
(Ljá-tung-skaga) og höfum, er þar
liggja að, láta Rúsar algerlega af
hendi við Japana; en óskerður skal
eignarréttur rúsneskra þegna, þeirra
er þar eiga hús eða aðra fasteign.
5. gr. Báðir aðilar skuldbinda sig
til, að amast ekki við neinum ráð-
stöfunum, er Síniandsstjóm kann að
gera til eflingar verzlun og iðnaði í
Mandsjúrí, en jafnt skal þar öllum
þjóðum undir höfði gert.
6. gr. Mandsjúrí-járnbrautina (frá
Harbin suður til Port Arthur) skulu
Japanar og Rúsar reka 1 sameining,
þannig, að Rúsar stýra brautinni
norður frá Kwang-tsjeng-tsí (á 45. st.
n. br.) norður til Harbin, en Japanar
brautinni fyrir sunnan. Alla braut-
ina skulu báðir hagnýta sér til vöru
flutninga og farþegja. En í notum
þess, að Rúsar fá að halda eignar-
xétti að nyrzta hlutanum, með þeim
rétti, sem þeir höfðu fengið hjá Sín-
verjum, þá skulu Japanar eignast all
ar kolanámur, þær er liggja fram
með þeirra hlut af brautinni og Rús-
ar hafa átt til þessa.
7. gr. Japanar og Rúsar skulu í
sameining reisa sameiginlega járn-
brautarstöð í Kwang-tsjeng-tsí, þar
sem brautir þeirra koma saman;
8. gr. Járnbrautirnar skulu svo
reknar, að báðum aðilum sé trygðar
óhindraðar samgöngur og verzlunar-
viðskipti hvorum við aðra, og má
hvorug stjórnin þar nokkurn tálma
fyrir leggja.
9. gr. Rúsar láta af hendi við
Japana allan suðurhlut Sakhalín eyjar
norður að 50. mælistigi. [Það er sá
hlutur, er Japanar áttu fyrr meir, en
höfðu látið af hendi við Rúsa]. Heimil
skal öllum þjóðum sigling um La
Perouse-sund og Tartaraflóa.
10. gr. er um rétt rúsneskra þegna,
sem nú eiga heima í þeim hluta
Sakhalín, sem Japanar nú eignast.
11. gr. Rúsland skuldbindur sigtil
að gera samning við Japan, er veiti
öllum japönskum þegnum rétt til
fiskiveiða í rúsneskri landhelgi í Jap-
anshafi, Okhotsk-hafi og Bærings-hafi.
12. gr. Báðir aðilar skuldbinda sig
til að endurnýja verzlunarsamninga
þá, er þeirra vóru á milli á undan
stríðinu, og veita hvorum öðrum þann
rétt, er þær þjóðir njóta, er beztan
hafa.
13. gr. Hvorir um sig skila hinum
föngum, og borga hvorir hinum kost-
nað, er þeir hafa af fóngunum haft.
14. gr. og 15. gr. um skilning á
samningnum og um undirskrift beggja
keisaranna undir hann til staðfestingar.
Svo eru tvær viðaukagreinar: 1.
um að báðir aðilar skuli hafa lokið
við að flytja allan her sinn burt úr
Mandsjúri innan 18 mánaða, og megi
þá engan her þar hafa, utan 15 menn
fyrir mílu hverja fram með járnbraut-
inni til gæzlu hennar; 2. um að tak-
mörkin milli norðurhlutans og suður-
hlutans á Sakhalín skuli mæld og
mörkuð.
Allir dást að sáttfýsi Jaþana og
sanngirni, að falla frá öllum kröfum
um herkostnað.
Sumir ætluðu, að friðnum væri ekki
borgið til frambúðar, er engin höft
væru lögð á að Rúsar mættu flota
hafa austur þar.
En þetta varð alt skiljanlegt, er
það varð uppskátt, undir eins og frið
urinn var saminn, að 12. Agúst höfðu
Bretar og Japanar gert með sér ngtt
bandalag, enn öftugra en áður hafði
verið, þar sem hvor þjóðin um sig
skuldbindur sig til að veita hinni lið
skilgrðislaust, ef á hana er ráðið.
Noregur. Sviar urðu við þeirri
málaleitun Norðmanna, að skipa
nefnd manna til að semja við aðra
nefnd norska um aðskilnað ríkjanna.
I norsku nefndinni eru: Michelsen
stjórnarformaður, Lavland utanrfiiis-
ráðgjafi, Berner stórþingisforseti og
Ben. Vogt fyrv. ráðgjafl. — í sænsku
nefndinni: Lundberg ríkisráðherra,
Wachtmeister utanrikisráðgjafi, Ham-
marskjöld kyrkjumálaráðgjafi, og
Staaf ráðgjafi.
Nefndirnar komu saman i Karistad
í Svíþjóð 31. f. m. og sátu enn á
ráðstefnu, er síðast fréttist. Sam-
ningar gengu nokkuð tregt, en þó
full von um að saman drægi. Eng-
in hæfa í vígbúnaðarfregnum önnur
en sú (að oss er skrifað frá Krist-
íaníu 8. þ. m.), að herstjórnir beggja
ríkjanna hafa boðið öllum leiðangurs-
skyldum mönnum, að vera við búnir
öllu, og láta vita, hvar þeir sé, ef þeir
fari nokkuð að heiman.
Landskjálftar voðalegir hafa orð-
ið á Italíu. Einn dag fórust 20
þorp, 1000 manns létu líf, en 30,000
urðu húsviltir.
oq öi'CiiD.
,Kong Trygve‘ (Emil Nielsen) kom
hingað 18. þ. m. frá útlöndum. Með
skipinu voru um 20 farþegar, þar á
meðal: Steingr. læknir Matthíasson
og systir hans, kaþ. prestur, Servaes,
og þjónn frá Belgíu. 1 nunna (St. Jós.
systir), Sigurður Halldórsson klæðskeri
og kona hans, Sig. Guðmundsson verzl.-
m., frú Ingibjörg Johnsen, fröken H.
Larsen, frú Th. Glismann, Nielsen
bakari (til Bj. Sím.), Ari Þórðarson,
1 íslendingur frá Ameríku, fröken
Hallbera Guðm.dóttir og húsfrú Jó-
hanna Jónsdóttir.
Aukaskip er væntanlegt hingað
til Thorefél. um næstu mánaðamót
(líklega s s „Perwie").
Hvort félagið er ódýrara? — Ég er í engum vafa um pað, að ,DA1V‘ er JííiO,
þrátt fyrir það, sem einhver kann að segja, enda er auglýsing „Standards11 i ,,Rvík“ tid
nokkru leyti játning um, að svo sé.
Viljið þið kauþa góða, ódýra líftrygging, og það ættu allir að vilja, þá snúið yður
til mín. Það marg-borgar sip
Rvík 20. Sept. 1905.
1 >. ÖSTLHND.
Þingholtsstræti 23, Rvík.
Holdsveikra-spítalanum íLaug-
arnesi hefir nýdáinn kaupmaður í
Vébjörgum, Jens Oregersen, gefið
dánargjöf, 3000 kr. Gjöfin er í
skuldabréfi, trygðu gildu fasteignar-
veði í Vébjörgum.
Lausn frá embætti hefir konung-
ur veitt 2. þ. m. Þorsteini lækni
Jónssyni, R. Dbr., i Vestmanneyjum.
JL
g ÍV‘ í i
Yfirsniirfiiir
fæst keypt í
Hörmulegt slys varð hjer í fló-
anum síðasta Laugardag. Skip frá
Akranesi með 11 manns fórst þar
uppi undir Skaganum, og drukknuðu
allir. Meðal þeirra, er fórust, vóru
5 systkin (4 bræður og I systir þeirra),
börn Helga bónda á Kringlu. Enn
fremur 3 bræður frá Innsta-Vogi,
Guðm. Pétursson frá Grund, Bjarni
ívarsson, (verzlunarmanns Helgasonar)
og Arndís Kristjánsdóttir frá Kyrkju-
völlum.
með öllu tilheyrandi til fískiveiða,
sem liggur uppi í svo kallaðri
Keflavíkur-gróf, er til sölu með
aðgengilegum kjörum. Sá eða
þeir sem kynnu að vilja sinna
þessu tilhoði, eru vinsamlega heðn-
ir að snúa sér í því tilliti til und-
irskrifaðs.
Kcflavík 28. Júli 1905.
Á. 13. Ólnfsson.
Tómar
kaupir
verzl. Godthaab.
6ott, jiótt það sé litið.
Mikið er flónsins magasin,
margt þar skortir eigi;
þó er bezta brennivín
hjá BENSA á LAUGAVEGI.
Prentsmiðjan Gutenberg.
Pappírinn frá J6ni Ólafasyni.
verzl. Godthaab.
lltlSftÖGI,
Enginn selur jafn ódýra STÓLA,
B0RÐ o. fl. og Ben. S. Rórarinsson.
Ben. S. Pórarinsson kaupir hæsta
verði lieilar og hálfar FLÖSKUR.
Oft hefi ég á ferðum mínum
fengið ákafa kæling og mikið
brjóstslím; en ég þekki ekkertlyf,
sem hefír hjálpað mér eins vel
eins og Kína-Lífs-Elixír hr. Walde-
mar Petersens.
Neapel, 10. Des. 1904.
M. Gigli, kommandör.
Biðjið skýrlega um Waldemar
Petersens Ekta Kína-Lífs-Elixír.
Fæst hvervetna á 2 kr. glasið.
Varist oftirstælingar.
Stúlka óskast í vetrarvist sem fyrst;
þarf að mjólka kýr, en ekki vera við eld-
hússtörf. Ritstj. ávísar.
Fundið selskinn. Réttur eigandi má
vit.jaþess til Eyjólfs Bjarnasonar (assistents)
Thomsens Magasín.
a lierbergl til leigu, með eld-
húsi í Bankastræti 6.
Org’elspil
kennir, eins og síðastl. vetur, nokkrum
nemendum
Ingimundur Sveinsson,
Skólavörðustíg 31.
Sömuleiðis hefi ég góð orgel til sölu. [—46
Stórt uppboð
verður haldið í líárulnisinu,
Mánudaginn 35. þ. m. og
verður þar seit: Alls konar álnavara,
tilbúinn fatnaður, ýmsar járnvörur
o. m. fl.
Uppboðið byrjar kl. II. f. h. og
stenriur yfir ad eins þenna
eina dag,
Reykjavík 20. Sept. 1905.
]. p. T. Jryies verzlnn.