Reykjavík

Issue

Reykjavík - 28.10.1905, Page 2

Reykjavík - 28.10.1905, Page 2
202 REYKJAYÍK Þjóðar sómi og þjóðar ósómi, Það er þjóðar sómi og þjóðar gagn, að auka frelsi sitt og sjálfstæði. Til þess þarf þjóðar hyggindi, þjóð- ar lagni — og til þess þarf, að einstaklingar þjóðarinnar sýni þá sjálfs- afneitun, að láta velferð landsins sitja í fyrirrúmi fyrir hégómaskap og sín- girni. Sérstaklega ríður hverri þjóð, sem er lítilmagni og er í sambandi við aðra þjóð. á því, er hún hefir fengið aukið frelsi, aukin réttindi, að nota þau með gætni, reyna að koma því á, að venjan veiti henni jafnvel fremri rétt og meiri, en l'ógin sjálf gera. Þetta á sér einmitt stað með oss íslendinga. Yér fengum þýðingarmikla nýja stjórnaibót 1903: ráðherra innlendan búsettan í landinu sjálfu og kosinn úr meiri hluta flokki. Þessum fyrsta ráðherra vorum hefir tekist, að færa út í framkvæmdinni rétt íslands, út yfir tóman iagabók- stafinn. Og á því ríður voru unga sjálfstæði lífið, að hér sé haidið með gætni og festu í sömu rásina, venjan fest, en hvergi út af brugðið. Hr. Hannesi Hafstein hefir margt vel tekist þann stutta tíma, sem hann hefir farið með stjórn vora. Hann hefir borið gæfu til að ráða til lykta stærsta velferðarmáli þessa lands, að því er til atvinnuvega kemur — ritsímamálinu; og að raða því til lykta á þann hátt, er íslandi var miklu hagfeldari, en nokkrum manni hafði áður í hug dottið — fá miklu betri kjftr oss til handa, heidur en þau, er Alþingi hafði heim- ilað honum að ganga að. Lagning ritsímans mun veiða sú aflstöng, er lyftir þjóð vori fram á næstu 10—15 árum til miklu meiri framfara og menningar, en nokkru sinni áður á jafnlöngn tímabili. Fyrir það — þótt ekki væri annað — mun nafn Hannesar Hafsteins Ijóma sbært í sögu vorri meðal eft irkomendanna, meðan land þetta er bygt og á sér sögu — og því skær- ara, sem hann hefir verið svo ómak- lega auri ausinn af samvizkulausum þjóðmálaskúmum einmitt fyrir þetta sitt ágæta verk. Og í þessu máli fékk hann því framgengt, að ráðherra íslands varð samningsaðili jafnframt innanríkis- ráðherra Dana, í máli, sem hingað til hafði jafnan verið með farið sem airíkismál, og er það óneitanlega að Mógum. En þetta hefir þá afleiðing,' að ólíklegt er, að alríkismáli, er sér- staklega varðar ísland, verði fram- vegis til Jykta ráðið án hlutttöku ís- landsráðherra. Satt er það, að ekki fékk hann því til vegar komið, að forsætisráðheira konungs ritaði ekki undir skipunar- bréf íslandsráðherra. En hann fékk hinu áorkað, að fá fyrst yfirlýsing forsætisráðherra Dana- veldis um það, að Danastjórn logði þann skilning í stjórnarskrá vora, að íslandsráðherra væri Danastjórn og danskri pólitík óháður, og hann ætti það undir samkomulagi við Alþingi eingöngu, hvort og hve lengi hann yrði við völd. — Og síðar tókst hon- um að fá skriflegt heitorð konungs um það, að eins og þegar hefði reynst, skyldi það og framvegis verða óvið- komandi að öllu flokkaskipun í danskri póhtík, hvort ráðherraskifti yrðu á íslandi. Þetta er blátt áfram heitorð um, að íslandi skuli stjórnað eftir þing ræðisreglunni —■ að það verði Al- þingi, sem ræður hér lögum og lof- um í landi. Þetta hefir ríkisþing Dana skilið, og viðurkent að sínu leyti með þeim atburðum, sem þar eru ný-orðnir og um var getið í siðasta blaði. Og það er ekki ómerkilegt, að ekkert land í heimi, hve sterkt og örugt sem þingræðið er þar, hefir ótvírætt konungs-orð fyrir sig að bera í því efni, nema Island eitt. Það er satt, aö liismið (undirskrift- ina) höndlaði hann ekki. Það hefði enginn getað, eins og á stóð. En kjarnanum náði hann oss til handa. Og um kjarnann er ávalt meira vert en hismið — að minsta kosti í allra annara augum en þjóðmála- skúmanna. Það sem oss reið og ríður á fremur öllu öðru, var og er það, að fá stjórnarskrá vora skilda á sem rýmst- an hátt og oss hagfeldastan. Landa- mærin eru viða óglögg eða ekki sem Ijósast ákveðin milli íslands og alrík- isins — milli vor og Dana. Konungur vor og núverandi Dana- stjórn hafa sýnt íslandi óvenjulega eftirgefni, velvild og tilhliðrun, og því er það að þakka, að réttartakmörk lands vors hafa í framkvæmdinvi færst út. Yér höfum í engu mætt, drott- nunargirni eða smásálarskap, sem vér áttum svo oft að venjast, nær ávalt að venjast, hjá hægri mönnum. En vegurinn til að njóta slíkrar framkomu af þeirra hendi er ekki sá, að sýna af sér sífelda tortryggni, stór- bokkaskap og Danahatur. Kurteisi og velvild vekur kurteisi og velvild á móti. Vér vinnum ekk- ert við að koma fram á gagnstæðan hátt gagnvart Dönum — sízt gagn- vart vinstri mönnum, sem hafa sýnt sig ósmeyka við að leyfa oss að vera sem sjálfráðastir. Það er satt, að Danir eru enn helzt til ófróðir um ísland. En hitt er líka satt, að vér erum hlægilega hársárir og spéhræddir, og höldum stundum, að vér gerum oss stóra menn og mikla með tómum hrottaskap. Það má minna á sum ummælin og sum- an gauraganginn út af íslenzku sýn- ingunni í fyrra vetur og vor. Gera nú þeir landar vorir þjóð vorri gagn og sóma, sem reyna að gera stjórn vora tortryyyilega í al- þýðuaugum með tómum ósannindum, og reyna að telja alþýðu trú um, að ráðherra vor hugsi að eins um að geðjast Dönum og leggi til þess hags- muni og sóma ísiands í sölurnar? Hitt hefir þó reynslan sýnt oss, að hann hefir með lagi náð æ meiru og tneiru undir valdsvið vort, svo að danskir hægri menn tala um, að hann teymi konung og stjórn hans lit af réttri alríkis-braut og tæli þá til að gefa oss íslendingum of lausan taum. Svo er flokkshatrið þjóðræðismann- anna blint, að jafnframt og þeir bera ráðherra vorum á brýn Danasleikju skap og uppgjöf allra réttinda, þegar þeir skrifa fyrir íslenzka alþýðu, þá rægja þeir hann, sömu mennirnir, í Danmörku við danska hægri menn og fá þá til að átelja það í ríkis- þingi Dana, að Hannes Hafstein dragi alt of mikið valdið lír höndum alrík- isstjórnarinnar undir sérmálasvið ís- lands. Er ekki þessi aðferð þjóðar-ósómi? Eru þessir menn að vinna íslandi gagn, eða eru þeir að svala illri fýsn sjálfra sín ? Lítum annars vegar á, hvað Hann- es Hafstein hefir afrekað og áunnið þjóð vorri til nytsemdar og valdauka. Lítum hins vegar á það göfug- mannlega starf, sem þjóðmálaskúm- arnir hafa fyrir stafni með látlaus- um rógi og blygðunarlausum blekk- ingum. Hvoria starf er þjóðar sómi, og hvorra er þjóðar ósómi ? Þátt í sómanum á hver sá, sem reynir að hrinda róginum og styðja góðan málstað. En þátt í ósómanum á hver sá, sem af leti eða vanhirðu skeytir ekki um að kynna sér sannjeikann, en gleypir með samvizkulausri Jéttúð hverja lygi og róg, sem á borð er borinn fyrir hann. Það er ekki ábyrgðarlaust! Botnlausi hylurinn. „Dýpra og dýpra“, sagði Andskotinn; „það kemur ekki upp aftur að eilífn“. Jónas Hallgrímsson. Botnlaus hylur má trúgirni og ein- feldni nokkurs hluta alþýðu vera, ef hann fyllist aldrei af þeim látlausa ofaníburði lyga og blekkinga, sem ísafold og halarófu-blöð hennar spýja án afláts eins og eldgoss-hraunflóði. „Hingað og ekki lengra!" hafa skynbærir menn aftur og aftur sagt við sjálfa sig, er þeir sáu einn nýjan vígahnött lyginnar, stærri en nokkurn áður, falla eins og stjörnuhrap niður í hylinn. Þeir hafa hugsað, að lengra yrði ekki komist. En — sú von hefir jafnan brugðist. Nú síðast steypa þessi blöð nýjum og stærri loftbjörgum lyganna, en nokkru sinni áður, ofan i hylinn. „Tsafold" lagði fyrst á stað með lygina, en svo tóku halarófublöðin við og köstuðu sömu lyginni hvert um sig í sama hylinn — trúgirr.i almennings. Vér skulum taka hana fyrst í þeirri mynd, sem „Þjóðv." býr hana í 23. þ. m. Hann segir svo: „Það var Ijóta glappaskotið, sem ráðherra vorum og þing- mönnum hans varð á, er þeir orðuðu 4. gr. laga um ritsíma- og talsima o. fl. á þessa leið: „„Nú eiga einstakir menn „„eða félög hraðskeytasam- „„bönd, sem á stofn eru kom- „,,in og starfrækt hafa verið- „„fyrir 1. Júlí 1905, og er þá „„rétt að þeim sé haldið á- „„fram, eins og að undan- „„fötnu, ef eigendur óska.““ „Með þessu ákvæði er Marconi- loftskeytastöðinni í Reykjavík, sem tók til staifa 26. Júní s. 1., veittur ótvíræður réttur til þess, að halda áfram starfi sínu, eins og verið hefir“. Svo mörg eru þessi orð. Oss hefði ekki kynjað að ejá þau eftir annað eins laga-höfuð eins og er á ritstj. „ísafoldar". En oss blöskrar, að Skúli Thoroddsen, sem bæði er ógeggjaður maður og ekkert „barn í lögum“, skuli ekki fyrirverða sig að látæ aðra eins dæmafáa vitleysu frá- sér fara. En hann er nú orðinn eins og sófl-skaft í klofi Bjainar Jónssonar, sem ríður honum gandreið hvert sem hann vill. Tvennir gerast tímarnir. Vér liöfum nú í síðasta tbl. „R.- víkur“ prentað upp orðrétt öll „lögin um rit.síma, talsíma o. fl.“, og ekki undanfelc svo mikið sem punkt eða, kommu. Hver sem vill hafa fyrir að lesœ lögin, eða þótt ekki væri nema 1. gr. þeirra, getur gengið Úr skugga; um, að þau hljóða að eins um „rit- símasambönd og málþráða, svo og; hvers kyns önnur rafmagnssambönd t.il skeytasendinga á ísiandi og í landhelgi við íslaml*4. Til annais ná þau ekki, og gátu ekki heldur náð eftir eðli sínu — snerta því alls ekki samband landa niilli. Eins og allir vita, var hér 26. Júní í vor sett upp af Marconi-félaginu stöng með viðtökutóli á. Stöngin var sett upp án nokkurrar heimildar land- stjórnarinnar eða ríkisstjói-narinnar. Nú er hór tvenns að gæta. 1. Samkvæmt alþjóðarétti um’all- an heim er það engum heimilt að setja upp eða halda uppi (,,starfrækja“) firðritunarsambandi ríkja milli, nema með heimild ríkisstjórna þeirra, er hlut eiga að máli. Slík heimild er veitt ánnaðhvort með einkaleyfi eða.

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.