Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 04.11.1905, Blaðsíða 3

Reykjavík - 04.11.1905, Blaðsíða 3
REYKJAVÍK 207 ina á 2 farrými á þvi skipi, jafn- vel fult eins vel og á 1 farrými, svo að farþegar þar oft hafa farið þess á leit að sofa á öðru far- rými, ef rúm hefir leyft. Þeir hafa að öllum líkindum ekki fund- ið »nálykt.« Að óþverrinn frá salernunum hafi runnið yfir gólfið, er gersam- lega ómögulegt. Jafnvel þó að »stúlkan« vildi hafa fyrir því, að halda opnum krönum þeim, er hleypa vatni í salernin til að hreinsa þau, eða á annan hátt reyna að fylla skálina mundi ekki dropi geta runnið út úr skálinni, með því að hún eins og skálar í öll- um þessháttar salernum, er með götum ofanvert í röndinni, svo að ómögulegt er að úr henni geti runnið. — In sjóveika stúllca hefir að likindum ekki tekið eftir þessu'. Því næsl hefir henni verið fært »fúlt vatn.« Mér er það ráðgáta, hvaðan það vatn hefir verið fengið, því ef fyrir mig hefði verið lagt, að út- vega fúlt vatn um borð, mundi ég hafa komist í mestu vandræði og ckki vitað, hvert ég ætli að snúa mér. Þessi dæmi gefa góða hugmynd um áreiðanleika þessarar aum- ingja sjóveiku stúlku, og viðlika áreiðanlegar eru aðrar umkvart- anir hennar. En finst þessari »stúlku« ekki, að það hefði átt betur við, að kvarta um alt þetta viðmigmeð- an hún var á skipinu, heldur en að koma nú al'tan að mér eftir 4 mánuði og bakbíta fólkið á skipi minu og það í nafnlausri grein, sem kemur út í blaði, sem ég aldrei mundi hafa sjeð, ef ég eigi af tilviljun hefði komið einmitt nú til íslands? Hún liafði gott tækifæri til að bera upp umkvart- anir sínar við mig, með því að ég daglega kom ofan á 2. farrými til eftirlits. — Við ritstjóra »Fjallkonunnar« ætla ég einungis að segja, að hann ætti heldur að ráðleggja óánægð- um farþegum á póstskipunum, að fara með kvartanir sínar til skipsljórans og, ef það ekki dygði, til sameinaða gufuskipafélagsins í Höfn og loksins til ins æðsta úr- skurðarvalds: ráðaneytisins is- lenzka, heldur en að eggja þá á að ráðast ódrengilega úr öruggu launsátri að mönnum, sem reyna að gera skyldu sina, þó örðug sé, eins vel og unt er. — Með þakklæti fyrir, að þér hafið viljað ljá línum þessum rúm i blaði yðar er ég vil’ðingarfylst yðar S. P. Gfílsche, í sumar skipstjóri á „Laura,“ nú skipstjóri á „Moskov“. Islands-vísur þær er hér fara á eftir, eru eftir Jón Guðmundsson búfræðing í Þistil- firði. Þær eru í kvæði, er hann flutti við vigslu Jökulsárbrúar í Ax- arfirði 19. Sept. — Þær eru svo vel og hjartnæmilega kveðnar, að vér prentum þær hér upp (eftir »Austra«): Eg veit pað, að eg er svo veikur og smár, en viljann mig brestur þó eigi að blómga þig, ísland, og bæta þín sár og berjast að síðasta degi. Eí gæti eg unnið þér eitthvað til góðs, þá uppfyltist vonanna sjóður og drjúpa eg Iéti hvern dropa mins blóðs að döggva þinn mcnningargróður. Pér helga cg ást mina, afl mitt og þor og alt, sem eg hugsa og segi, þérlielga eg feginn hvert framfaraspor sem fer cg á lifstiðarvegi. O fagurt er, eyjan mín, fjalllendið þitt, þótt fátæktar merki það beri, þér helga eg síðasta hjartaslag mitt, þér helga cg alt, sem eg geri. „8tóri-l)óinur“. Þembist ótt um jarðar-jörð,1) japlar kvæða-»blómur«,2) úr jórtri myndar jafnan spörð Jónas »Stóri-Dómur«. L ý ð u r. 1) Sbr. »ættjarðar-storð«. 2) = blóðmör (léttmetis-fæða, ærið vatnsborin). Einveldis-brask Bjarnar Jónssonar. [»Austri« 23. okt.j. Vér börðumst fyrir því um 20 ár undir stjórn Jóns Sigurðssonar, að fá fullkomið löggjafarvald handa alþingi voru, að fá þvi framgengt, að ekkert yrði að lögum, nema það sem alþingi samþykti. Vér fengum því framgengt með stjórnarskránni frá 1874, að ekk- ert verður að lögum (í sérmálum vorum),sem alþingi ekki samþykkir, og að flest verður að lögum, sem alþiugi samþykkir, en ekki alt; sum- um lögum alþingis hefir verið syn- jað staðfestingar. Af því kviknaði óánægja; vér sá- um þess glögg merki, að alþingi vort hafði ekki fult löggjafarvald. Annað var það og, sem kveikti óánægju. Það, að landstjórn vor var ekki í samræmi við vilja og óskir meiri hluta alþingis og hugs- aði ekki um að haga framkvæmd- um sínum eftir slíkum óskuin frelcar en henni sjálfri sýndist. Vér liófuni því nýja baráttu 1881 undir forustu Benedikts Sveinsson- ar í þeim tilgangi að fá þcssa tvo galla á stjórnarfarinu leiðrétta: 1. fá loku skotið fyrir laga-synjanar og 2. fá stjórnina samræma meiri hluta löggjafarþingsins. Vér fengum ineð stjórnarbótinni Skófatnaðsu verzlun W. Scháfer's & Co. í Kaupmannaliöfn býr til al!s konar skó.utnað, sem er viðurkendur að gæðum og með nýtízkil srtiði og selur hann með mjög lágu verði. A.f þessum góða skófatnaði eru úrvalsbirgðir í Reykjavík hjá herui f*«rsí. Sií>urössyni Laugaveg 5. frá 1903 leiðrétta þessa tvo galla, og settar þær tryggingar fyrir ó- skertu löggjafarvaldi alþingis, sem venjulegt er að setja í stjórnlögum landa með þingbundinni stjórn. Og vér fengum meira; vér feng- um í konungsboðskap til alþingis 1905 yfirlýsing um, að landstjórn- in skuli verða i samræmi við al- þingi. Dönsk pólitík skuli þar ekki ráða lengur. Vér höfurn þannig fengið það tryggt, að löggjafarvaldið er fult og óskert í höndum alþingis og að landstjórnin starfar og fram- kvæmir vald sitt í fullu samræmi við meiri hluta löggjafarþingsins. Alþingi vort hefir þannig fengið bæði töglin og hagldirnar í öllum sérmálum vorum og ráðandi áhrif á alla framkvæmd málanna. — En nú þykir einum íslendingi al- þingi vort vera of voldugt! Þessi íslendingur er Björn Jóns- son, ritstjóri ísafoldar. Hann vill nú með aðstoð kon- ungsvaldsins svifta alþingi löggjaf- arvaldinu og taka það sjálfur í sína sterku hönd. Hann hefir, með aðstoð skósveina sinna, búið til einveldisstöðu handa sér með nýjum félagsskap, sem hugsunin er að nái um land alt. [Pramh.] tJjóRasafn Jóns Þorkelssonar rektors verður selt við opinbert uppboð í Reykjavik síðara hlut Janúarmán. 1906. Uppboðsdagur verður aug- lýstur síðar. Prentuð skrá yfir bæk- urnar er til sýnis: á ísafirði hjá hr. Þorvaldi Jónssyni fyrv. héraðslækni; á Akureyri hjá hr. Frb. Steinssyni bóksala, og á Seyðisfirði hjá lir. Lárusi bóksala Tómassyni. HúSg’ögn, ínfKiA úrval, ágætt verð, hjá Ben. S. Þórarinssyni. NÝR FISKUR, NtiiíuiigHi' 8 au. pd. og smálúdur 12 au. pd. Rjúpur 25—30 au. Nýtt flesk 65—75 au. pd. Nýtt kjöt 24—25 au. pd. Reykt flesk 75 au. pd. Lifrarpósteik í dósum 1.25. Kæfa 35—40 au. pd. Svið 50 au. pd. Lundabaggar 40 au. pd. Rullupylsur 50 au. pd. Smjör 80—90 au. pd. Margarine í pundspökkuin, alveg eins g o 11 og smjör, 45—65 a. pd. Matardeildin. THOMSENS MAGASÍN. Með s/s »Kong Trygve« komu nýjar, ágœtar víntegundir, Slierry, Portvín, Madeira o. fl. frá Albert B. Cohn. Vínin eru rannsökuð á inni al- þektu efnafrœðisstofu Dettefsens & Megers, og aftöppuð undir hennar umsjón, og getur ekki betri trygg- ing fengist fyrir gæðum þeirra, enda eru þau ljúífeng mjög að þeirra dómi, er reynt hafa. Kjallaradeildin. s Nú er góður ís á tjörninni, og ekkert er hollara né skemtilegra en að renna sér á góðum skautum, en þeir fást beztir í Thomsens M a g a s í n i, alt frá 7 5 au. og upp í 10 kr. Gamla búðin.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.