Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 18.11.1905, Blaðsíða 2

Reykjavík - 18.11.1905, Blaðsíða 2
214 REYKJAVÍK Frá. hinni hliðinnhséð. Hægrimanna-blaðið „Vort Land“ flytur 18. f. m. Iauga ritstjórnar-grein um „Mál- frelsi ríkisþingsins,“ út af því tilefni, er forseti þjóðþingsins tók orðið afDr. Birck, oins og „Rvik“ befir getið um áður. Mikill liluti greinarinnar — eða jafnvel hún öll — hvílir á þeirri kynjegu kórvillu. *ð 60,000 kr. árgjaldið til íslands (sem ekki er nema nolckur hluti af vöxtum fjár, sem Danmörk hafði sölsað undir sig frá íslandi) og önnur útgjöld til íslands úr ríkissjóði, sem talin eru í 25. gr. dönsku fjárlaganna, sé árlegá náðarveitingar til sérstakra þarfa íslands. — 60,000 kr. ár- gjaldið er nú lögbundið gjald, sem Dan- mörk hefir skuldbundið sig til að greiða, til þess á þann hátt að gera enda á öll- um eldri skuldaskiftum Danmerkur og ís- lands. Það er ekki of sagt, að vér hefð- um átt heimting á tvöföldu þvi gjaldi, svo að Danmörk hefir enga ástæðu til að kvarta undan þeim skuldaskiftum, enda ger$i ríkisþingið sjálft upp skuldaskiftin á sitt eindæmi — tók sér sjálfdæmi í mál- ínu. Vér höfum sætt oss við þetta, litið svo á, að hitt, sem vér áttum inni hjá Dan- mörk, en fengum ekki, það leggjum vér til alrikisþarfa. Sumt af því sem veitt er í 25. gr. dönsku f-járlaganna kemur íslandi alls elckert við — avo sem vísindalegur styrkur veittur ís- Ipftdingum í Danmörku til ritstarfa, er ■varða allan mentaðan heim. Sumt eru út- gjöld, sem ísland hefir jtnist litið, ýmist liær ekkert gagn af, eins og fé það som kallað er að veitt sé til eftirlits með fiski- veiðum útlendinga hér við land. Af þeim 100,000 kr. árlega fer mestalt til danskra alríkisþarfa — heræfinga á sjó. Eftirlitið vita allir að haft er að ems í hjáverkum oftast nær, oftast alveg vanhirt. Svo er Og eins og oss minni, að Danir þykist eiga rétt til sem samþegnar vorir að fiska hér Tið land — og noti þann rétt. Alt það fé, sem veitt er í þessari grein, er þvi veitt til alrikisþarfa, en ekki til sérmála íslands. Þau kostum vér sjálfir og þeim stjrum vér sjálfir. Það er því staðlausasta bull hjá blaðinu, að ráðherra íslands eigi að svara ríkisþing- inu til, hversu þessu fé sé varið, og eigi því að mæta i ríkisþinginu! 60,000 kr. árgjaldið er, eins og vér nefn- um, að eins vaxtaborgun af skuld, og Dönura kemur ekkert við til hvers vér lagnýtum það fé. Yér eigum eins full umráð yfir því eins og hverju öðru fé, sem er vor full og lögleg eign. Yfirhinu fénu sem veitt er í 25. gr. fjárlaganna, höfum vér engin ráð. Hversu þvi er varið, til þess verða þeir dönsku alríkisráðgjafar. sem yfir því ráða, að svara á ríkisþinginu. Þetta þarf að segja Dönum. en ekki OSS. Vér ættum að vita það. En af því að þjóðræðismálgögnin hér «ru svo iðulega að ala á því, að ráðherra vor láti alt eftir Dönum, gæti ekki réttar -voi-s gagnvart þeim, en láti þá teyma sig, þá er nógu gaman að heyra hversu Danir sumir líta á það mál. í þessari grein í „V. L.“ segir meðal annars svo : „Nú skulum vér ekki ganga íslandsráð- herranum, hr. Hafstein, of nærri með því að drótta að honum grun um, að hann hafi bæði útvegað undirskrift konungs undir skjal, sem að orðanna hljóðun var gagn- stætt hagsmunum Danmerkur, og þar á ofan komið því til leiðar, að bannaðar yrðu í ríkisþinginu umræður um þetta mál. En hver sá sem ekki vissi betur, hlyti þó reyndar að ætla, að svona lægi í málinu, og það því fremur, sem lögstjórn- arráðgjafinn sagði svo frá, að forseti þjóð- þingsins, hr. Thomsen, hefði hér farið cftir því, sem fyrir hann hefði verið lagt. Mikils má hann sín, þessi íslenzki ráð- herra! Hann situr í ríkisráðinu danska með lykilinn að ríkissjóði Dana og tappar duglega úr þeim sjóði til handa sínum landshluta; og hann hefir svo mjög yfir- höndina yfir þessum Sórensenum, sem sitja í danska ráðaneytinu, að hann lokkar þá til að veita [íslandij þýðingarmiklar lands- réttinda-ívilnanir, og fær þá þar á ofan til að múlbinda danska ríkisþingmenn. Þannig hrósar ráðsnildin sigri yfir — ja, yfir hverju ? — og ið fátæka ísland sezt rembilátt á háhest á inni auðugu Danmörk.11 Svo að eigi verði sagt, að vér höfum misþýtt, setjum vér hér síðara hlut þessa kafla á frummálinu: „Hvilken indflydelsesrig Mand, denne islandske Minister! Han sidder i Stats- raadet med Npglen til den danske Stats- kasse og tapper ganske klækkeligt deraf paa sín Landsdels Vegne; og han domi- nerer i den Grad det danske Ministeriums Sprensen’er, at han faar dem med til vig- tige statsretslige Indrommelser og oveni- kóbet, faar dem til at stoppe Munden paa de danske Rigsdagsmænd. Saaledes triumferer Klpgten over — ja over hvad? — og det fattige Island sætter sig stolt paa Nakken af det rige Danmark.11 Svona litur nú danskt hægrimannablað á starfsemi hr. Hafsteins,"þess sama manns, sem „ísafold“ og hennar halarófublöð bera sífelt á brýn að hanil láti dönsku stjórn- ina teyma sig og leggi réttindi og hags- muni íslands í sölurnar til að þóknast Dönum. „Enginn lifir svo öllum líki.“ Það má hr. Hannes Hafstein sanna. Meðan íslenzk blöð skamma hann fyrir eftirgefni við Dani, þá skamma dönslc blöð sína stjórn fyrir, að hún láti hr. Hafstein toga valdið úr höndum sér og auka lands- réttinda-svið íslands á kostnað Danmerkur. Notkun sjávarfallanna. Nýtt vinnuafls frambqð, rétt við Reykjavík. „Hliðsnes-ósar“ eru tvö sund, sem sitt á hvorn veg aðskilja jarðirnar Hliðsnes og Oddakot frá meginlandi Álftaness. Þessir 2 ósar mynda ina svo kölluðu „tjörn“, sem er að öðru leyti umgirt föstu landi alt í kring. Tjörn þessi er á að gezka nokkur hundruð dagsláttur að flatarmáli, og rúmar því tugi milíóna t.unna af vatni (sjó), sem fellur vtt og inn um þessa ósa á hverju sjávarfalli með feikna miklum straumþunga. Ég hefi orðið að kynnast þessum ósum s. 1. sumar, og það fremur ó- þægilega, — með því að ég hefi nefnd- ar jarðir til umráða og ábúðar — af því að þeir hindra mjög samgöngur milli eyjar þessarar og fasta landsins. En ein afleiðingin er líka sú, að ég hefi uppgötvað alveg áreiðanlega að- ferð til þess að hagnýta afl ósanna til vinnu. — Ég segi alveg áreiðan- lega aðferð, sem óg skal óhikað setja aleigu mína í veð fyrir að reynist ároiðanleg. Allir vita, að vatnsafl í vatnsmikl- um straumþungum ám er áreiðanlegt vinnuafl vanalega; og þá segir sig sjálft, að jafnmikill straumþungi af sjó, hlýtur að vera að minsta kosti eins áreiðanlegt vinnuafl, bæði af þvi, að sjórmn frýs síður en ósalt vatn, og af því hægara er að ákveða varanlegt aflmegin sjávarstrauma, en árstrauma, sem í aftaka þurkum og í langvinnum frostum geta þornað alveg óútreiknanlega mikið. En svo eru þó þrír torveldleikar, eða 3 baga- legar hindranir við notkun sjávarfalla til vinnu, umfram það sem á sér stað með notkun annars konar vatnsafls, og þau eru: 1, Mishœð vatnsins eða hækkun þess og lækkun. 2. Fall straumsins í tvœr gagnstœðar áttir (aðfall og útfall) og 3. liggindin eða straumleysið um háflóð og há- fjöru. Þessar 3 hindranir eru það sem þarf að yfirvinna við notkun sjávarfallanna sem hreyfiafls; og upp- götvun irtín liggur í því að finna hentuga og einfalda, en þó áreiðan- lega aðferð, og tiltöiulega ókostbæra til þess að afstýra þessum 3 hindrun- um. — Gildi þessarar aðferðar má sanna með verklegri smáraun (work- ing modei), ef þess þætti þurfa til tryggingar fyrir því, að afl þetta væri þess virði að kosta fé til að höndla það, sem efalaust er. Ég skal ekki fullyrða hér, hve mikið vinnuafl að hægt er að fram leiða með þessum ósum; það hefi ég ekki mælt enn þá; en óg ímynda mér að það mundi skifta m ö r g u m tugum hestafla. Og víst er um það, að þar er kostur á miklu, stöðugu og áreiðanlegu vinnuafli, og tiltölu- lega ódýru vinnuafli, til hvers sem menn svo vildu nota það; hvort til raflýsingar fyrir Reykjavík eða til einhvers iðnaðar í stórum stil. Það eina vatnsafl, sem menn hafa tekið eftir að hægt væn að notfæra fyrir Reykjavík, eru Elliðaárnar, sem eru eign útlendinga, og þess vegna iíklega fyrir utan yfirráð landsmanna til allra hluta. En í Hliðsnes-ósum er, að óg held, miklu meira afl í boði en í Elliðaánum, og jafnara og vissara afl, og auk þess mun það vera talsvert nær miðdepli Reykja- víkurbæar en Elliðaárnar, og svo er það enn þá eign íslendinga og lík- iega falt með góðum kjörum t.il notkunar nú þegar. Ég skal hér taka það fram, að þótt nota megi víðast hvar sjávarstrauma að einhverju leyti sem hreyfiafl til raflýsingar og annarar vélavinnu með þessari minni áminstu aðferð, þá er þó ekki auðvelt að afstýra liggind unum nema þar sem stendur sérstak- lega vel á til þess, að því er strand- lagið stertir, líkt því sem er við Hliðsnes-ósa; enda er ekki óhjákvæmi legt að afstýra liggindunum við not- kun sjávarfalla, nema við þau störf, sem þurfa að halda áfram stanzlaust alveg nætur og daga, svo sem t. d. raflýsing. Væri ekki skynsamlegt fyrir bæjar- stjórn Reykjavíkur að gera í tíma ráðstafanir til að láta rannsaka, hvort þetta afl í Hliðsnes-ósunum er ekki þess virði að höndla það til raflýs- ingar fyrir bæinn, áður en einstakir menn fá hagnýtingarrétt á því til ann- ara nota? í sambandi við það má benda á, hvernig einstakur fátækur maður hefir með lítilli lækjarsprænu komið á stofn raflýsing í Hafnarfirði, auk þess sem hann þó notar sama aflið til að knýja trévinnuvélar sínar á daginn. Reykjavík, í Nóv.^1905. S. BFJónsson. Félagið „FRAM“ heidur fund í Goodtemplarahúsinu Fimtudag 23. Nóv., kl. 8 síðd. Umræðuefni: Hafnarmál Reyltjavíkur. Hvers eigum vér að kreljast af bæjarfulltrúum vorum í vetur? Félagaskírteini verður að sýna við innganginn. Stjórnin. Verndun fornmenja og gamalla kyrkjugripa. Skírnis 3. hefti í ár flytur meðal ann- ars grein eftir Matthias Þórðarson stúdent »um verndun fornmenja og gamalla kyrkjugripa«. Það var orð í tíma talað að vara menn við pví, að farga fornmenjum úr landi,enhvetjaþátil að haldaekki þeim ósóma áfram að rýja kyrkjur, og land- ið í heild sinni, öllum þessum gripum„ sem hingað til hafa legið lausir fyrir hverjum útlendingi, sern hefir haft löngun til að safna þeim. Grein þessi má nieð engu móti falla í þagnargildi. Hún grípur á kauni, sem þarf að skera svo að dugi. Þad þarf að brýna fyrir mönnum aftur og aftur. Iivílíkur þjóðar- ósómi það er, aO láta sig engu skifta forngripi og aðrar fornmenjar landsins. Þeir útlendingar, sem rýja kyrkjurnar og aðra að þessum gripum, sem í aug- um liverrar mentaðrar þjóðar eru þjóðar-dýrgripir, greiða með glöðu geði eitthvert lítilfjörlegt gjald fyrir þá, og eru víst þakktátir seljandanum í svip- inn; en þeir fyrirlita þá i hjarta sínu fyrir ræktarleysið við þjóð sína og land. Aumkva þá líka fyrir einfeldnings- skapinn og mentunarleysið. Grein Matthíasar er svo góð ádrepa, að hún verður ellaust mörgum minnis- stæð, og þannig gerir hún gagn sem aðvarandi rödd. F.n liér þarf að gera meira. Forn- gripasafnið verður að hafa svo mikið fé með höndum, að það megi við því að kaupa gripi háu verði. Ný og hentug löggjöf gæti og eflaust komið að nokkru haldi. En um fram alt má þá ekki gleymast að framfylgja þeim lögum, sem sett eru. Það er furðanlegt, að Stjórnarbréf l»/4 1817 skuli hér enga stoð hafa veitt, þar sem það bannar skýlaust að farga forngripum frá kyrkjunni, ncma með byskupsleyfi. Það lítur út lvrir, að byskupinn »liði svo margt, sem hann leyfir ekki«. Af förgun einstakra gripa, sem áður nefnd grein nefnir, virðist ein afhend- ing eftirtektaverðust. í greininni stend- ur svo: »Síðast, og þó ekki sízt má nefna giltar oblátudósir úr silfri, mesta kjör- grip; þær eru stórar (c. 5" að lengd, 4" að breidd, og 3" að hæð) og standa á 4 fótum, allar skrautlega grafnar og gerðar af mikilli list. Á lokið er grafið: y>Tillagt Bessastaðakirkju af Amtmanne Olafe Stephenssyne og frú Sigríði Magnúsdóttur Fyrer Legstað peirra for- eldra Sáluga Amtmanns Magnúsar Gísla- sonar og Frúr Pórunnar Guðmunds- dóttur, saml þeirra tveggja dœtra A° 1774«.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.