Reykjavík

Eksemplar

Reykjavík - 18.11.1905, Side 3

Reykjavík - 18.11.1905, Side 3
RKYk.TAVÍK 215 Skófatnaðarverzlun W. Schafer’s & Co. í Kaupmannahöfn býr til alls konar skóíwtnað, sem er viðurkendur að geeðum og með nýtízku sniði og selur hann með ínjiig lágu vordi. Af þessum góða skófatnaði eru úrvalsbirgðir í Reykjavík hjá herra Þorst. Sieurössyni Laugaveg 5. Þessar oblátudósir tjáir frú Helga Vídalín, aö séra Jens prófastur Páfsson í Görðum hafi gefið sér, er hann var eigandi Bessastaða, gegn því að kyrkjan fengi í staðinn eftirlíkingu af þeim! Petta kallar greinarhöf. býsn, og þetta eru býsn! Pessu brutli hefir auðsæilega verið haldið leyndu sem mannsmorð væri, og er það vcl skiljanlegt. En nú, er það er uppvist orðið og heyrinkunn- ugt, — hvað segir þá núverandi eig- andi Bessastaðakyrkju? Og hvað segir byskupinrf? Telja þeir þennan kjörgrip kyrkjunn- ar löglega afhentan og óafturkræfán? Eg skal ekkert á það minnast, að prestur notar þá stund, sem hann hefir að nafninu til eignarheimild Bessastaða, til að svifta kyrkjuna hennar dýrasta grip. Pað liefði raunar mátt búast við þvi, að hann félli ekki svo djúft fyrir gælum frúarinnar. Eg vil heldur ekki minnast á það, að frúin kann sér geð til að eignast oblátudósir þessar á þcnnan hátt. Pað særir sjálfsagt ekki hennar tilfinningar, að svifta islenzka kyrkju dýrum grip, enda þó að hún hefði látið brúkaða blikkdós í staðinn, og annað ekki. Ja, »blikkdósir« geta verið cftirsóttar, en ekki sem kyrkju- gripir! En jsg spy.caftur: hvað segir byskup? og hvað segir eigandi Bessastaða- kyrkju? Vilja þeir ekki gera tilraun til að út- vega kyrkjunni aftur þessar oblátu- dósir, sem afhentar eru, og skila frúnni svo aftur hennar dósum? Gefendurnir »tilleggja« kyrkjunni þennan grip »fyrir legstað foreldra sinna«. Peir ætlast til, að hann sé geymdur í kyrkjunni til minningar um foreldra sina, efns og legsteinar eru lagðir á gralir framliðinna tíl minning- ar. Eigandi Bessastaða virðist að því leyti ekki eiga meiri rétt á að farga þessum grip frá kyrkjunni, lieldur en legsteinunum af leiðunum i kyrkjugarö- inum. Eg verð liiklaust að lialda því fram, að afhending menjagripa kyrkna eða sala þeirra, sé með öllu óheimil, enda þó að svo niætti iíta á, sem heimilt væri að farga frá kyrkjum þcim hlut- um, sem keyptir hafa verið til þeirra fyrir árstekjur þeirra, gegn hæfilegu gjaldi. Nú stendur svo sérstaklega á, að nefndar oblátudósir bera það skilmerki- lega með sér, í hverju skyni þær eru »tillagðar« Bessastaðakyrkju. Pær eru með öðrum orðum afhentar henni til gcymslu; og var því með öllu óheimilt aö farga þeim á nokkurn hátt; ekki einu sinni þó að kyrkjunni hefði verið greitt of fjár, auk heldur með því lúa- lagi, sem hér var beitt, og sem vonandi á sér engan líka í allri inni svörtu sögu um förgun kyrkjugripa og annara kjör- gripa frá íslandi. Ja, hvað segir byskupinn? og livað segir Skúli? — og livað segja núlifandi ættingjar og afkomendur Ólafs Step- licnsen? S. M. Heimsendartna milU. —:o:— „Reykjavík" 15. Nóv. 1905. Stórtíðindi. JF'innlarul alfrjtilst. Fimiland. Meðan alt Rúsland logar í einu uppreistarbáli og flóir í einu stóru blóðbaði, hafa Finnar um síðustu mánaðamót gert upp- reist á sinn hátt: stöðvað allar járnbrautaferðir til Rúslands, og að síðustu allar skipaferðir til útlanda, tekið ritsíma og talsíma til Rúslands á sitt vald, hnept í varðhald í heima- húsum þeirra landstjórann og fylk- isstjórana, en ekkí liflátið nokkarn mann, enda bönnuðu landstjóri og fylkisstjórar þeim Kósökkum, er þeir höfðu til varnar sér, að skjóta á fólkið. Rúsakeisari, sem jafnframt er stórhertogi á Finnlandi, brá við snemma í þ. m. og gaf út auglýs- ing, er nemur úr gíldi allar tilskip- anir hans, þœr er gerðar hafa verið siðan 1899 og komu i bága við frelsi og stjórnarskrá landsins, svo að Finnar hafa nú fengið alt sitt fulla lögbundna frelsi. Svo kveð- ur hann ið forna löggjafarþing Finna til þingsetu 20. Des. og heitir að leggja fyrir það frumvarp um almennan kosningarrétt, og að all- ir embættismenn í Finnlandi skuli bera ábyrgð gagnvart þinginu. Með þessu verða Finnar frjáls- ari, en nokkru sinni áður. Mikill fögnuður var um alt Finnland og öllum verkföllum var að létta þar af. Ósntt var það sem »ísaf.« breiddi vit í fregnmiða í fyrradag, ’að 12. og 13. þ. m. liefði átt að ganga til atkvæða um það, livort Noregur ætti að verða konungsríki eða þjóðveldi. Engin tillaga til stjórnarskrárbreytingar hefir þar verið upp borin, en Noregur er konungsríki samkvæmt stjórnar- skránni. — I’jóðræðisliðið norska vildi láta gera Noreg að þjóðveldi með almennri alkvæðagreiðslu kjós- enda. En sú aðferð er ekki lög- leg þar og var henni engu sint. Það sem atkvæði vóru um greidd Sunnudaginn og Mánudaginn, sein var, 12. og 13. þ. m., var það eitt, hvort þjóðin vildi staðfesta álykt- un þingsins um, að bjóða Karli Danaprinz konungdóminn. Er eng- inn efi á að allur þorri þjóðarinn- ar hefir staðfest það. En það tek- ur sjálfsagt viku að ná saman öllum atkvæðum úr hverri bygð landsins. — Rétt í þessu kemur Marconi- skeyti, er segir samþykt að kjósa Ivarl, en atkvæðagreiðsla öll eigi frétt enn. Frá Rúslandi eru inar hörmulegustu fréttir. Keisarinn hefir þar gefið þingi fult löggjafarvald, en uppreistirnar og blóðsúthellingarnar lialda þar áfram í sama mæli sem áður. 30. f. m. kvaddi keisari Witte t.il að vera forsætisráðherra sinn og mynda ráða- neyti eítir hætti þoirra ríkja, er þingbundna stjórn hafa. Skrá sú yfir ina nýju ráð- gjafa, er dönsk blöð fluttu 1. þ. m., er hégómi einn, þvi að 7. þ. m. var ráðaneyt,- ið enn eklu fullmyndað, en talið að skrá 3'fir meðlimi þess mundi birt verða 9. eða 10. þ. m. Witte gengur með alefli að þvi að koma á frjálsri þingbundinni stjórn. 2. þ. m. kvaddi hann til fundar við sig 30 ritstjóra i Pétursborg, en þar hafði þá ekkert blað út komið i nokkra daga. Tjáði hann þeim, að allri ritskoðun væri af léttog fult prent- frelsi innleitt, og kvaðst hann hafa bann- að öllum yfirvöldum að gera neitt þessu frelsi til takmörkunar. Pað væri nú ein- lægur vilji keisarans að koma tafarlaust á frjálsri stjórn í rikinu, og kvaðst hann skyldn að því vinna af alefli og heilum htig, og skoraði á þá að styðja sig í þessu og reyna að sefa hugi manna. — Ritstjór- arnir tóku þessu kuldalega, sögðu þjóðina hafa svo oft fengið fögur loforð, er jafnan hefðu verið svikin, að þeir yrðu að sjá betri trygging fyrir efndunum nú, áður en þeir gseti stutt stjórnina. Witte hélt þá enn langa ræðu, tjáði þeim, að ríkið væri alt í uppreistarbáli, og stjórn- in væri máttlaus til að stöðva það, nema hún nyti aðstoðar allra góðra krafta til að sefa hugi manna og vekja traust á stjórninni. Landstjórar, lögreglustjórar og önnur yfirvöld í borgum og bæjum hlýddu sér ekki, en væru í liði með Ignatieff-flokk- num og stórfurstunum, er hötuðu stjórn- frelsið, og þeir æstu lýðinn til spellvirkja með ýmsum lygasögum, þvi að þeim væri um að gera að hindra það, að sér tækist að friða landið. Þá gætu þeir sagt keisara, að nú sæi hann, að aldrei hefði verr gengið en siðan frelsið var boðað. Velferð alls landsins væri undir þvi komin, að óspekt- um linti og lýðurinn þægi frelsið með friði. Hann vonaði því, að blöðin legðust þvi eigi á mót stjórn sinni meðan hún sýndi engin merki á einlægnis-skorti. Næsta dag komu öll blöð út i Péturs- borg, og studdu flestöll stjórnina einlæg- lega, nema blaðið „Rus“ og eitt eða tvö sósíalista-blöð. Annars linti lítið óspektum næstu daga. f Odessa einni er sagt að búið sé að myrða fleira fólk, en myrt var i París í allri stjórnarbyltinguuni miklu. 6. og 7. þ. m. virðist þó hafa verið að draga úr uppreistinni á sumum stöðum. •Re\)fílavtk oq grenö. Víxla-fölsun. í fyrri viku vóru 2 menn hór (járnsmiður og sjómaður) teknir fastir fyrir að hafa falsað nafn hr. Sigurðar Þórðarsonar á Skóla- vörðustíg undir nokkra víxla, er þeir höfðu selt bönkunum hér: íslands banka 3 víxla, en Landsbankanum 2. Járnsmiðarinn er Skúli Guðmundsson, og mun hann nokkurn veginn uppvis orðinn; hinn er grunaður um hlut- töku og heitir Guðmundur Gíslason, fyrrum skipstjóri, fremur ungur maður og hefir haft heldur gott orb á sér. Grunur mun leika á um 1—2 víxla enn þá. Enginn af víxlunum má stórvægilegur heita. Þjófnaður. — Á næstsíðustu ferð „Hóla“ hingað suður var stolið pen- ingabuddu með um 140 kr. í af far- þegja. Þjófurinn, Björn að nafni, varð uppvís suður í Keflavík. — Á síðustu. ferð „Hóla“ suður var enn stolið, en. ekki höfum vér frétt að það só upp- vist orðið, hver stal. — Þessa viku var á s/s „Reykjavík" á leið héðan til Keflavikur stolið peningabuddu (með um 40 kr.) og er maður tek- inn fastur fyrir grun um það, en hefir ekki meðgengið enn. — Hér í bænum hefir einn verzlunarþjónn (út- lendur) í Thomsens magazíni verið tekinn fastur fyrir þjófnaðargrun. Eru próf haldin yfir honum nær dag- lega, en þeim ekki lokið enn. Húsbruni. Síðla kvölds 10. þ. m. kvikuaði í Félagsbakaríinu hér og brann það á svipstundu til ösku; í- buðarhúsið því tilheyrandi brann og. Latínuskólahúsið með geymsluhúsi, fjósi og leikfimishúsi vóru í bráðn hættu, en varð þó bjargað, með þvx að austangola, sem á var, lygndi að kalla og færðist heldur í suðurátt. S/s jFirdaMrá Thore-fól. kom hing- að 14. þ. m. með kol til Duus-verzl* unar. Með því bárust oss norsk blöð til 3. þ. m. og skozk blöð (mörg) til 7. þ. m. S/s Yesta fór héðan til útlanda, 11. þ. m. og örfáir farþegar með. S/s Kong Trygve (Emil Nielsen) lagði á stað til útlanda 11. þ. m. hlaðinn ísl. vörum, með honum fóru um 20 farþegar, þar á meðal: Sigurjón Olafsson snikkari, Guðm. Guðmundsson áður fullm., Björn Ól- sen kaupm. (Patreksf.), Bjarni Þor- kelsson skipasmiður, stud. art. Gísli J. Ólafsson (ritstjóra), Magnús Thor- berg skrifari, Jón Jóhannesson Zoega snikkari, Bjarni Jónsson snikkari frá Galtafelli, Einar Jónsson (frá ísaf.) Mortensen danskur rakari, Þorleifur

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.