Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 21.12.1905, Blaðsíða 2

Reykjavík - 21.12.1905, Blaðsíða 2
242 REYKJAVÍK Mokkur orð um bátahreyfívélar. Eftir Bjarna Þorkclsson skipasmið. Það hafði lengi fyrir mér vakað, að bregða mér til Danmerkur, til þess að kynna mér þar notkun steinolíu- hreyflvéla í bátum og framtíðarálit það, sem þar væri á þeim. Því fremur fann ég sterka hvöt hjá mér að láta úr þessu verða, að ég um nokkur undanfarin ár hefl staðið fyrir sölu á vélum þessum frá einni vóla- verksmiðjunni í Danmörku, og því með auglýsingum mínum hvatt menn til að nota vélarnar í flskibáta, jafn- framt og ég hefl undanfarin ár smíð- að allmarga báta, stærri og smærri, undir þær. Loks var það og ástæða fyrir mig, að mér hafði hugkvæmst nokkur breyting á vélunum, en henni gat ég ekki fengið á komið, nema með því, að finna til viðtals verk- smiðjueigendurna. Lét ég því þessa ætian mína eigi iengur undir höfuð leegjast og tók mér far utan til Dan- merkur í öndverðum síðastl. mánuði. Kom ég til Kaupmannahafnar 21.f.m. Þó að dvöl mín í Danmörku gæti eigi orðið nema rúmir 8 dagar, þjTk- ist ég hafa nokkurs vísari orðið um það, sem ég leitaði upplýsinga um, og fengið fram hrundið einum veru- legasta þætti erindis míns: nauðsyn- legri breytingu á þeim oiíuhreyflvél- um, setn ég hefi útsölu á. í sam- bandi við þetta get ég þess, að ég hafði í höndum mikilsverð meðmæii frá stjórnarráðinu, sem urðu mér til inna æskilegustu nota. Danmörk er líklega það land, er einna mest, ef ekki állra mest, notar steinoliuhreyfivólar, og má víst teija, að Danir hafi fyrstir orðið til að nota þær. Varð ég þess og skjótt var, að danskir sjómenn hafa þegar fengið mikla reynslu fyrir vélunum og jafn- hliða þekking á þeim. Morguninn eftir að ég kom til Hafnar fór óg með járnbrautarlest yfir ti) Jótlands og alla ieið til Esbjærg. í þeim bæ eru 3 olíuhreyfivéla-verksmiðjur og sjávarútvegur mjög biómlegur og miJc- ill. í skipakvínni þar Jágu 100 þil- skip. sein öll ganga þaðan til fiski- veiða, vetur og sumar. Öll eru skip þessi með steinolíu-hreyfivél. Stærstu vélarnar hafa 24 hesta afi og 8 mílna hraða á vöku. Veiðarfæri þau, sem mest eru notuð á skipum þessum, ern smábotnvörpur, lóðir og svo nefnd „Snurvaad“. í skipakvínni vóru og nær 200 opnir bátar allir með oJíu- hreyfivélum. Bátar þessir eru að sumu leyti notaðir til þess að leggja á þeim Jóðir frá þilskipura, sem á veiðum eru, en annars er þeim haldið til fiskjar, og er „Snurvaad" aðallega notað á þeim sem veiðarfæri. Sjó- mennirnir í Esbjærg, sem eru yfir höfuð alúðlegir og kurteisir, gáfu mér allítarlegar upplýsingar um sína reynsJu á olíuhreyfivélunum, hverjar þeirra væru endingarbeztar, auðveldastar til umhirðu og heppilegastar í fiskibáta. Þeir Sögðust hafa reynslu fyrir olíu- hreyfivélum frá þessum 3 verksmið- jum í Danmörku: „Dan“ í K.höfn, „Alpha“ í Friðrikshöfn og C. Molle- rups þar í Esbjærg. Kváðu þeir all- ar þessar olíuhreyfivélar hafa sína kosti, en enginn efi væri á því, að haldbeztar og traustastar væru þær frá verksmiðju C. Mollerups, enda mundu þær með þeím breytingum og bótum, sem þær væru að taka, vera inar langhagkvæmustu, hvort heldur vera skyldi í þilskip eða opna báta til fiskiveiða. í Esbjærg er helming- ur allra oliuhreyfivéJa í bátum og þil- skipum frá þessari verksmiðju. Að öðru Jeyti gátu þeir þess, að „Dan“- oiiuhreyfivélinni, sem elzt væri af slíkum vélum dönskum, og þeir ann- ars hrósuðu, væri fremur gjarnt til að bila. Ég verð að geta þess, að það var mikill fjöldi sjómanna, er ég átti tal við, ýmist inni í bænum eða við skipakvína, og verð ég að ætla, að því fremur sé á áliti þeirra byggjandi. Frá Esbjærg fór ég til Fano. Þar er aJlmikill bátaútvegur, og flestir eru þeir með olíuhreyfivól ýmist frá „Dan“- verksmiðjunni eða Mollerups. Leit- aði ég þar álits sjómanna um vél- arnar; Yar álit þeirra alt á einn og sama veg, sem stéttarbræðra þeirra í Esbjærg. Að þessu loknu fór ég um vestur- strönd Jótlands svo langt, sem tíminn levfði mér'. Átti ég þar tal við fjölda sjómanna, og fóllu orð þeirra og á- lyktanir um þetta á einn og sama veg sem hinna, er áður var minnst. Ég hafði ætlað mér að fara til Friðrikshafnar og kynna mér þar verk- smiðju „Alpha“-olíuhreyfivélarinnar, en fyr en mig varði var timinn þrot- inn. Hann hafði eyðst hjá mér mjög svo í Esbjærg og í fiskiþorpunum þar í grendinni. Jafnframt og ég leitaði álits danskra sjómanna, er óg náði tali við, um olíuhreyfivélarnar, leitaði óg og álits þeirra um benzínhreyfivélarnar. Yar það samróma álit þeirra, að benzín- hreyflvélarnar væru með öllu óhæfar við fiskiveiða, og yfir höfuð mjög varasamt að nota þær í bátum. Þetta sýndi sig og, því að í þeim 450 bát- um, sem óg sá í Danmörku með hreyfivólum, var benzínhreyfivól að eins í einum þeirrá. Sá bátur var notaður að eins til smásnúninga, en ekki til fiskiveiða. Eins og ég tók fram áður hefi óg í nokkur ár staðið í viðskiftasambandi við verksmiðju C.Mollerups í Esbjærg. Fanst mér þvi eðlilegt, að óg sneri mér fyrst til þeirrar verksmiðju, í því skyni að fá gerðar þær breyting- ar og bætur á olíuhreyfivélunum, er ég áJít nauðsynlegar og sjálfsagðar, með tilliti til þess, að þær yrðu oss íslendingum sem hagkvæmastar í fiskibáta vora. Hefði verksmiðja þessi eigi viljað taka upp þessar umbætur á vélunum, var ætlan mín, að leita annara slíkra verksmiðjueigenda um það mál. En til þess kom ekki. Eftir nákvæma íhugun vélsmiðanna í verksmiðjunni, og það, að þeir báru umbæturnar undir reynda sjómenn danska, félst verksmiðjan á þær. Verða þær því teknar til greina fram- vegis. Að þessum umbótum fengnum verð ég að alíta, að olíuhreyfivélarnar frá verksmiðju C. Mollerups í Esbjærg sóu inar langhagkvæmustu og traustustu til notkunar fyrir oss, hvort heldur vera skal í opna báta eða þilskip, og verð ég sórstaklega að mæla með þeim til þess. Að vísu get ég búízt við, að sumir líti svo á, sem ég sé að ota fram mínum hagsmunum, er óg mæli með olíuhreyfivélunum frá þessari verk- smiðju. En óg hygg, að út af fyrir sig sé það nægilegt til að sýna, að ekki er svo, að eftir að ég fókk lof- oi ð verksmiðjunnar fyrir áminstum umbótum, afsalaði ég mér 2/3 pörtum af söluumboði því, sem ég hafði frá verksmiðjunni. Tilgangur minn með umbótatillögunni var að eins sá, að reyna að fá því til vegar komið, að á boðstólum yrði framvegis olíuhreyfi- vólar, er hentuðu einkarvel í fiskibáta vora. Umboðsmenn Mollerupsverk- smiðjunnar verða víðsvegar um land- ið, og auglýsa þeir sjálfsagt í blöð- unum. Þá skal óg enn geta þess, að Mollerupsverksmiðjan er hlutafólag. Skýrði stjórn þess mér frá því, að hluthafar, sem annars eru eigi ýkja margir, væru flestir úr flokki inna fjáðari og mikilsverðari borgara í Kaupmannahöfn. Það er föst von min, að eg vinni þarft verk með þvi, að fá til vegar komið handa ' oss íslendingum hag- feldum umbótum á bátabreyfivólum. Það er trú mín, að enn verði lang- nr up'pi áður en bátfiski hér við land verður afræktmeð öllu, enda er óskandi að svo yrði aldrei meðan land byggist, því eigi fá allir sjómenn á þilskipum verið, þótt vöxtur og við- gangur þilskipaútgerðarinnar sé in mestu þjóðþrif á sínu svæði. Því minni mannhætta, sem fylgir bát- fiskinu, og því minna mannafl, sem það krefur, því arðvænna mætti það verða. En eina meðalið, er þessu mætti orka, eru hentugar, hag- kvæmar og traustar bátahreyfivélar. Síðast, en ekki sízt, vil óg í sam- bandi við þetta mál geta þess þakk- látlega, að ég mætti meðal inna mörgu Dana, er ég eitthvað átt saman við að sælda áhrærandi þetta og fieira, inni mestu alúð og liðsemd. Mór var og sönn ánægja að því, að þeir sem mintust á íslendinga við mig, gerðu það með hlýjum hug. Það var ekki að heyra, að þeim þætti konungur vor hafa í neinu gengið of nærri rótti þeirra, til þess að gera íslendingum I til geðs og hagnaðar. Hitt mátti á þeim skilja, að þeim þætti það firna ógæfa fyrir ísland og framtíð þess, ef óhlutvandir æsingamenn meðal þjóðar vorrar gætu framið það hermdarverk, að ringla og trufla samvinnuhug og og þrek þjóðarinnar með ósvífnum undirróðri og blekkingum, og fyrir þann skuld gera oss heimastjórn þá, er nú höfum vér fengið, að minni happagjöf, en annars hefði verið. Munu og allir inir betri mennirnir meðal þjóðar vorrar álíta þntta ið mesta sannmæli. Mættu hór margir læra af erðum' Dana, eins og vér megum allir það eitt af þeim læra, sem gott er óg nytsamlegt, að því er kemur til landbúnaðar og sjávar- útvegs. Rvík 12/12 :— ’95. Spegillinn hans Einars, Allir vita, hvernig þjóðsögur verða til. Pétur segir Páli eitthvað, Páll segir öðrum söguna — ekki óbreytta, heldur bætir hann í eyðurnar og færir í stýlinn eftir beztu vitund, þ. e. eftir því sem honum þykir sennilegast. Svo gengur sagan mann frá manni,. breytist eins og alt í heiminum, en einn góðan veðurdag er hún búin að fá á sig fasta mynd; þá breytist hún ekki framar, en gengur óbreytt meðal þjóðarinnar mann fram af manni. Ef til vill er sagan þá orðin öll önnur en í byrjunirmi. Þá eru allir búnir að gleyma byrjuninni. Þá skiftir engu, hvort nokkur sannur við- burður liggur til grundvallar fyiir sögunni eða ekki. Ið eina, sem út- heimtisr, er, a.ð allur fjöldi manna trúi sögunni, að hún þyki sennileg. Þjóðsögurnar sýna ekki, hvað hafi gerst, heldur hvuð m'ónnum þykir trúlegt að haþ gerst. í þeim spegl- ar sig alnrenningsálit jiess tíma, er þær verða til á. Og það er oft gajn- an að líta í þann spegil. Einar Hjörleifsson hefir nú fundið'' ástæðu til að halda einni slíkri þjóð- sögu á loft í síðasta tbl. Fj.konunn- ar. Efni sögunnar er i fám orðum það, að Mr. Einar hafi boÖið Hannesv Hafstein Fjallkoriuna til kaups og boðist til að ganga í þjónustu hans sem ritsfjóri. Sagan hefir á sér öll einkenni þjóð- sögunnar. Enginn veit, hvaðan hún er runnin, eða nvort nokkur sannur fótur er fyrir henni, eu allir hafa heyrt hana — og öllum þyldr hún sennileg. Svona er nú almenningsálitið. Og falleg má Einari þykja myndin af sjálfum sór, úr því hann er að hampa speglinum og halda almenningsáljt- inu á lofti. En almenningsálitið gerir mönn- um stundum rangt til. Og svo er í þetta sinn. Það gerir Einari rangt til. Allir, sem þekkja Einar, vita, að hann er svo greindur og skynsamur, að honum getur ekki komið til hugar að Hannes Hafstein vilji kaupa blað hans og þjónustu.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.