Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 21.12.1905, Blaðsíða 3

Reykjavík - 21.12.1905, Blaðsíða 3
REYKAVÍK 24.3 Einar hlýtur að vita vel, að Hannes Hafstein mundi ekki viija nýta þjón- ustu hans, þótt hanh fengi hana ó- keypis, eða jafnvel þótt hann fengi full- komnasta ómagameðlag i meðgjöf. Almenningsálitinu heflr sést yflr þetta. En það getur máske ingast enn þá, því að sagan er ekki oiðin svo gömul. En enginn efast um, að Einar hafi viljað, — ekki einu sinui Tómás trúarveili. Þar á hann heima. Dr. Valtýr viiðist, nú ekki le^gur eiga aðkvæmt i inum betri blöðum í Danmörku. í hnustfékk harm húsa- skjól í „Extrabladet" fyrir langan rógburð. Meðal annars segir hann. að Jón Ólafsson hafi la-gt niður þing- mensku umboð sitt „knúinn til þess af almenningsáliti“(!) Jafnframt hafi harm átt að segja: „Rotturnar yfir- gefa sökkvandi skip, og þær hygg- nustu fara fyrst“, og sé þetta merki þess, hversu allir yfirgefi mí ráðherr- ann. Að þessum orðum er doktorinn víssvitandi lygari. Ég iýsti yfir því við ráðherrann samstundis, að afstaða mín í stjórnmálum væri ó- breytt. í samsæti heimastjórnar- manna, sem ég var boðsgestur í næsta dag, lýsti ég inu sama. Sömu- leiðis í fyrsta blaði, sem út kom af „Reykjavík". Og doktornum sjálfum, Skúla Thóroddsen og Öllum öðrum flokksmönnum þeirra, sem spurðu mig um það, sagði ég sama. Og ég hugsaði doktorinn hefði mátt finna einhvern smjörþef af þvi i hverju blaði „Reykjavíkur", að ég væri ekki andstæðingur hr. Hannesar Hafstein. Nú sýnist doktorinn ekki eiga at- hvarf með róg sinn, sem stendur, í neinu Hafnar-blaði, nema „Klokken 12“, einu af þessum ábyrgðarlausu saurbiöðum, álíka og „Middagsposten" (sem doktorinn hefir líka fengið að skríða inn í). Hann er þá kominn heim t.il sín. í slíkum blöðum á hann heima. Þar er hann tiltölulega skaðlaus, því að þegar hann er seztur að í „Klokken 12“, þá vita Danir, „hvað klukkan slær“. Hringurinn. Það er vel þeas vert, að þess sé getið, sem kvenfélagið „Hringurinn11 er að vinna iyrir nú. Það er ckki hringlið tómt, eins og stundum vill brenna við í kven- félögum, heldur eru konur þessar að safna fé til hjúkrunar berklaveikiim, og til varn- ar gegn útbreiðslu bcrklavcikinnar. Hvat.a- maður þess mun aðallega vora frú Kristín Vidalín Jakobsson. Á alJsherjar læknafundinum, er haldinn var i Kaupmannahöfn S’.imarið 1904, dáð- ust læknar úr öllum löndum Evrópu að því, hve varnirnar gegn berklaveiki væru orðnar öflugar i Danmörku. En orsökin til þess er sú, að fyrir nokkrum áruin var stofnað allsherjar félag um alla Danmörku — Nationalforeningen svo kallaða — og gekk í það fjöldi manns uin allt land, konur sem karlar, en helzt læknar og velmegandi xnenn og konur, og geldur hver félags- maður árlega 5 kr. Félagið fær og mikinn st.yrk at almannafé. Það hefir þegar starfað mikið og eru nú komin á fram und- ir 10 befklahæli víðsvegar um Dan- mörku. Öflugasti þátturinn i starfi fé- lagsins auk hjúkrunar og hjájpar eru sótt- varnirnar. Rúmföt og íveruföt bei’ldaveikra manna eru brend að þeim liðnum, illræmdir húskofar, þar sem veikin hefir lagst að, eru rifnir niður og brendir og allri varúð beitt, við meðferð sjúkra. Berklaveikin er sannarlegur vogestur i hverju landi, þar sem hún nær að fest.a rætur, ekki svo mjög af því, hve þungur sjúkdómur hún er, sem liinu,, hve marga hún drepur. Það er gezkað á, oð, lmn drepi 7. hvern mann eða jafnvel meir. Og nú hefir húri fest rætur hjá oss, eink- um til sveita sumstaðar, og virðist æt.la að verða ekki minni vogest.ur hjá oss en viða annarst.aðar, einkum i torfbæjunum, sem aldrei er liægt að sótthreinsa, svo að nokkru gagni verði. Meðan við vórum að horfa á gamanleik frúnna og frökenanna um daginn og horfa á litskrautið og Ijósaganginn á leiksviðinu, var roskinn og reyndur sveitamaður að lýsa fyrir mér berklabælunum sumstaðar til sveita hér á íslandi. Hann tók tíl einn bæ í Blöndudalnum, þar sem um 40 manns höfðu sýkst og iláið síðasta áratuginn. Og svo mun víðar. Þakkir eig'a þvi reykvík- skar konur skilið fyrir þetta. Mjór er mikils visir, og getur vel verið, að upp úr þessu spretti öflug barátta gegn berkla- veikinni hjá oss, Reynum þá undir yfir- skyni gleði og gamans að berjast gegn vogesti þessuin. Skemtun „Hringsins“ er ofurlítið spor í áttina. En æskilegast væri, að félag yrði stofnuð hér um alt land eins og i Danmörku til þess að berjast gegn berkla- voikinni, þó aldrei yrði með öðru en með útbreiðslu á þekking og meðferð berkla- veikinnar. Öflugasta vörnin gegn henni yrði eflaust sú, að kenna mönnum alment hreinlæti og varúð. Vér höfum ekki ráð á að missa 7. hvern rnann, oftast nær á bezta aldri, úr veiki þessari. Hefjumst því handa og hefjum vörnina gegn henni! ____ 1,39. HeÍTnR«,T'^*i"iri,a milli. . c/. — Loftskeyta ág;rip. líretlaiid. Campbell-Bitnnermann hefir myndað ráðaneyti. Grey virð ist vera ntanríkismálaráðfjafl, en Ed mond Fitzmauric-’, bróðir Lansdownes, gerður skrifstofustjóri (Under Secre- tary) í utanríkismála ráðaneytinu og ger lávarður jafnframt. Nýjar kos- ningar eiga að fara fram í Janúar. Rúsland. Þaðan að frétta upp- reisn í Riga og bæridur í öllum Eystrasalts-fylkjunum hafa tekið lil vopna, niyrða þeir alt sem fyrir verð- ur i Ríga og Mitau. Landeigendur flýja óðul sín og til Pétursborgar. Uppreistarmenn höfðu síðast kveikt í öllum stjórnarhúsum í Riga. Her lög voru boðuð í Riga, en tjóaði ekkert, herliðið of fáment og mátti ekki við skrílnum. Afturhaldsmenn gerðu menn á fund keisara að skora á hann að afturkalla öll frelsisheiti sín, en hann neitaði því fastlega, en kvað fyrst verða að friða landið. Herlið, sem heim kemur austan úr Asíu, hlýðir engum. Bænda uppreisnir haldast við og breiðast út um alt Rúsland. „Vort land“ og land vort. m. a. í grein um ísland 18. Okt. síðastl.: »ísland er danskt fjárveitinga- umdæmi. Hver danskur þjóð- þingismaður hefir verið með í því, að veita fé þessu fátæka eylandi, sem, því íniður, getur ekki einu sinni kostað stjórn- ina í landinu, því síður æðstu stjórn sína«. Þessi ummæli sj7na, að blaðið talar hér hlint um lit, um það sem það auðsjáanlega veit ekkert um. þau 31 ár, sein liðin eru síðan íslaiid fékk sjálfsforræði í sérmál- um sínum.hafa »danskir þjóðþingis- menn« aldrei »veitt« svo iiiikið sem einn eyri til sérmála íslands. I3ær 60,000 kr., sem Danmörk greiðir íslandi árlega, eru ekki ann- að en vextir að nokkrum hluta þess fjár, sem Danmörk hafði sölsað undir sig fiá Islandi. Danir seldu stólsgózin öll fyrir oss, en drógu andvirðið í ríkissjóð. þeir seldu og mikið af öðrum jörð- um, er ísland átti, og andvirðið fór sömu leið. Þá er móðuharð- indin lögðust á eitt með inni hai'ð- stjórnarlegu einokunarverzlun Dana til að sjúga hlóð og merg úr þjóð vorri í lok 18. aldar, svo að 5. hvert mannsbarn á landinu varð hungurmorða, þá söfnuðu útlendar þjóðir gjöfum til að lina böl manna hér; en af þeim hundruðum þús- unda króna, sem inn komu, fengu aumingjarnir úti á Islandi minst- an hlut. Hitt rann í ríkissjóð Dana. Það sem Danír drógu þannig ó- löglega undir sig af Islands fé, nam þó nokkrum milíónum. Það mundi sízt fjarri að vér hefðum 1874, er fjárskilnaðurinn varð, átt rétt til 180,000 kr. í ársvöxtu af því fé. En Danir gáfu oss stöðulögin á sitt eindæmi, án vors samþykkis, og tóku sér þannig sjálfdæmi í málinu, og þeir ákváðu þetta 60,- 000 kr. fasta árstillag til íslands um aldur og ævi, og úrskurðuðu, að með því væri öll eldri skulda- viðskifti ríkissjóðs og landsjóðs »á enda kljáð«. (St.lög 2. Jan. 1871*). Stöðulögin ákváðu og, hver væru sérmál vor oghver mál sameiginleg. Sérmálum vorum áttum vér að stjórna og kosta þau, en sameig- inl. málum áttu Danir að stjórna og kosta þau. Danir átru og að kosta æðstu stjórn íslands í Kaup- mannasöfn (o: ráðaneytið). En þeir sluppu lélt frá því, þar eð þeir létu oss aldrei hafa sérstakan ráðherra, en fólu það þeim Nelle- mönnum, Goosum og Rumpum, sem þeir liöfðu sjálfir fyrir dóms- málaráðgjafa, að heita líka íslands- ráðgjafar, og borguðu þeim aldrei neitt fyrir titilinn. En er vér fengum innlenda stjórn, tóknm vér og á oss kostnaðinn til ráðherrans. I stöðul. var á kveðið, að póst- ferðir milli Danmerkur og íslands væri sameigið mál og að Danir kostuðu þær. En livernig hefir farið um efndirnar á því hjá Dön- *) 4 árum áður höfðu þeir boðið oss 120,000 kr. fasta-tillag, en Alpingi vildi þá ekkí þiggja. um ? Á fjárhagstímabilinu, sem jrfir stendur. leggja Danir 40,000 kr. til þeirra, en vér 75,000 kr. á ári, og erum vér þó 80,000 manns að eins, en Danir 2,000,000. En Danir héldu uppi svo ófullnægj- andi samgöngum, að oss var nauð- ugur einn kostur. Eftir eðli sínu er ritsímasam- band milli Danm. og ísl. sameig- inlegt mál og ættu því Danir að kosta það einvörðungu að réttu lagi. — En hvernig er það í fram- kvæmd? Danir borga til þess 54,000 á ári, en vér 35,000 kr.1 Þannig borgum vér árlega um 100,000 kr., sem Danir œtln að borga samkvæmt stöðulögunum, sem þeir hafa sjálfir sett. Þar sem »V. L.« telur oss til gjalda 100,000 kr. árlega til um- sjónar með fiskiveiðum, þá er í fyrsta lagi sú skylda á Dönum, því að landhelgissvæði íslands er danskt landhelgissvæði, sem Danir hafa jafnan rétt oss til að veiða á, enda nota þann rétt. í ánnan stað verðum vér oftast við litið eftirlit varir, nema með hreinum undantekningum (eins og vikur- nar, sem Schack var hér) enda er skipið aðallega kostað til að vera herœ/inga-skÍY). Fyrir strandmæiingar og land- mælingar Dana liér erum vér þeim einlæglega þakklátir, og það eins þótt vér sjáum, að þær eru ekki einvörðungu sprottnar af velvild til vor, heldur eru meðfram gerðar til hagsmuna þeim dönsku kaup- mönnum í Höfn, sem hafa 11/2—2 milíóna króna hreinan arð af verzlun við oss, auk allra hags- munanna fyrir útgerðarmenn skip- anna dönsku, sem flytja varning- inn til vor og frá oss. Enda liöf- um vér ekki knúið Dani til þessa, heldur liafa þeir gfert það sjálf- krafa. [Þetta er aðalinntak dönsku greinarinnar i siðasta blaði. Sú grein fer í hendur 60—70 blaða á Norðurlöndum]. 1) Auðvjtað höfum vér, með því að lála símann ' lenda við Austurland, fengið 300,000 kr. hjá simafélaginu. En það er ekki rikissjóður. sem það greið- ir, og ekki Danastjórn að þakka. Barna- '4;' .. daiDtskór U"- h ódýrir hjá Lrírusi G. Lúðvigsstjni. Játvarður Bretakonungur skrifar öll sín bréf á Royal Parchment-pappír frá verksmiðju peirri, sem ég hefi einka-út- sölu fyrir hér á landi, — 120 póstp.arkir og 100 umslög af Roy. Parchm. í öskjum kostar 2 kr. JÓN GLAFSS0N. Galocher hefir einhver tekið í van- gá. Ritstj. ávis. missanda. Danska hl. »Vort Land« sagði

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.