Reykjavík

Eksemplar

Reykjavík - 20.01.1906, Side 2

Reykjavík - 20.01.1906, Side 2
10 REYKJAVÍK ,fræ8slnmáta-umsj&nin‘. Með þessari yfirskrift flytur „Fjk.“ ritstjórnargrein 12. þ. m. (5. bls.) Fyrst eetur blaðið þess, sem satt er, að í fjárlögunum síðustu standi þessi fjárveiting (í 13. gr. B., VI, b, 5): „Til kostnaðar við umsjón með 9 fræðslumálum landsins og undir- búnings ráðstafana, ogregiugerða, er stjórnarráðið setur þar um, 2500 kr. — 2500 kr.“ (hvortárið). En blaðið getur ekkert um, hvernig á þessari grein stendur, svona orðaðri — hefir, ef til vill, ekki athugað það. F.n það er nú einmitt nauðsynlegt, til að ftkilja veitinguna rétt. Upphaflega stóð í fiárl.frumvarpinu á sama stað (nema hvað töluliðurinn var þá í 13. gr. B., VI. b, 4): „Þóknun til umsjónarmanns yfir barnaskólum og alþýðufræðslu 2500 kr. — 2500 kr. (hvortárið), og var veitingin upphaflega set.t í samræmi við frv. til laga um fræðslu barna; því að samkvæmt því varð til verksvið fyrir slíkan mann. En er það var sýnt, að fræðslufrumvarpið niuuúi ekki ná íram að gauga sakir ónógs úndirbúnings, var veitingunni breytt á þá leið, sem nú er í fjár- lögunum — því fremur, sem stjórn- inni er nauðsynlegt að hafa nokkurt fé til umráða t.il að geta borgað þá aðstoð, sem henni kann að vera þörf á „til undirbúnings ráðstafana og reglugerða“ um fræðslumál, einkum þar sem n. d. með rökstuddri dag- skrá skoraði á stjórnina, að loggja fræðslu-frumvarpið á ný fyrir næsta þing í nýni, endurskoðaðri mynd. Stefán Stefánsson 2. þingm. Skagf., vildi binda fjárveiting þessa við nafn Guðmundar Finnbogasonar, en ráð herrann lagði á móti þeirri till. og sagði m. a. svo um hana: „Það er alveg rétt athugað af háttv. 2. þm. Skagf., að fjárveitingin til um- sjónar með fræðslumálum er hvorki ætluð Guðmundi Finnbogasyni eða nokkrum fyrirfram ákveðnum manni, heldur mun stjórnin, þegar þar að kemur, taka sér þann mann til að stoðar, sem hún álítur bezt fallinn til þess starfa og hefir bezt traust á, af þeim sem í boði eru. Háttv. þm. Skagf. vill losa stjórn- ina við þá fyrirhöfn, að veija sér aðstoðarmanninn, og binda fjárveit inguna við tiltekið nafn, ákveðinn mann. Honum er þannig meira um það hugað, að tiltekin persóna fái atvinnu við þetta, heldur en hitt, að einhver eftirlitsmaður sé, án mann- greinarálits; því ef fjárveitingin væri bundin við nafn, eins og hann vill, og dæi þessi tiltekni maður, þá væri engin heimild til að nota féð sem borgun handa öðrum. Það væri með öðrum orðum ekki lengur laun fyrir opinbert starf hver sem það vinnur, heldur bitlingur eða persónuleg laun til eins manns“. Svo bætir ráðherrann því við: „Ég ætla mér hér ekki að fara neitt út í það að meta verðleika Guðmundar Finnbogasonar. Hinu held ég föstu, að það er prinsíp-rangt að taka fram fyrir hendurnar á stjórn- inni í þessu efni. Hér er um starf að ræða, sem stjórnin þarf að fá gert, hvort sem G. F. nýfur við eða ekki. Það er nákomið samvinnustarf við stjórnina, starf, sem stjórnin ein ber ábyrgð á. Ég treysti því svo sann- girni og dómgreind háttv. þingd., að hún felli þessa brtill. 2. þm. Skagf. og láti stjórnina hafa frjálsar hendur í þessu efni“. (Alþ.tíð. B, 380. dlk.). Og 2. þm. Skagf. lét sér segjast og tók aftur tillögu sína. Degi síðar segir ráðh., að hann ætlist ekki til að tvískifta umsjön- inni með lýðskólunum, en að hann viiji ekki vera „háður neinni einokun að því er snertir aðstoð í ýmsum öðrum kenslumálum“ (Alþ.tíð. B„ 1967. dálk.)1 „Það liggur í hlutar- ins eðli“, segir hann (1. c.), „að stjórn- in verður að taka sér til ráðaneytis mann, sem hún getur virt og borið traust til“. Endurtekur hann það enn, að það er stjórnin, og hún ein, sem ber alla ábyrgð, hefir allan „veg og vanda“ af starfi ráðanauts síns, og verður því að hafa frjálst val. Yér höfum nú skýrt frá, hversu fjárveitingin varð orðuð eins og hún er, og af hverri ástæðu. Hún veitir fétil tvenns: 1. umsjónar meðfræðslu- málum landsins, og 2. undirbúnings ráðstafana og reglugerða, er stjórnar- ráðið setur þar um. Veitingin til „umsjónarmanns yfir barnaskólum og alþýðufræðslu" var alveg feld burt, enda hafði hún verið miðuð við það, að fræðslulögin næðu fram að ganga á þingi. Hér er í þeirri fjárveiting, sem „Fjk“ sjálf til færir, ekki um neitt eitt starf að ræða, neinn einn fast- an starfa. „Til að gegna starfa þeim sem hér er um að tefla, hefir verið settur, eftir því sem fullyrt er hér í bœnum, skólastjóri Jón Þórarinsson í Hafn- arfirði". Það er dalítið einkennilegt þetta, að flytja ósanna fregn, þar sem al- veg var fyrirhafnarlaust og kostnaðar- laust að vita rétt. Ekki þurfti nema an spyrjast fyrir í stjórnarráðinu. Ritstj. hefir fón og stjórnarráðið líka, svo að ritstj. þurfti ekki einu sinni að standa upp at stólnum. Hér var því engin afsökun fyrir að kjósa helzt heimildir Gróu á Leiti. Því að Jón Þórarinsson er ekki „settur til að gegna því starfi, sem hér er um að tefla“. Hefði hann verið það, þá hefði honuin að sjálf- sögðu verið veittar þær 2500 kr. um !) Síðar í rseðunni er prentTÍlla í 9. 1. a. n.: „hefir“ fyrir „hafi“, eins og hand- ritið af ræðunni sýnir. árið, „sem hér er um að tefla“. En svo er ekki. Hins vegar hefir ráðherrann samið við hr. skóiastjóra Jón Þórarinsson um að hann láti ráðaneytinu í té aðstoð sína og ráð í ýmsu er að fræðslumálum lýtur, og fær hann auðvitað þóknun fyrir það, en ekki helming þess fjár, sem veitt er á áðurgreindum tölulið fjárlaganna. „Fjk.“ segir nú, að J. Þ. sé „nýt- ur maður og góðs. maklegur“, en samt sé það óhæfa að Guðm. Finnb. var ekki veitt upphæðin, 2500 kr. Ástæðan helzta á að vera sú, að honum hafi verið ætlað þetta starf bæði af þingi og stjórn. Þetta er nú ósatt, að vér ekki segjum sannleik- anum gagnstætt. Einn þingmaður (Stefán á Möðruv.) vill binda veiting- una við nafn hans sem bitling. En er ráðherrann mótmælir því, tekur hann till. sína aftur, og ráðh. tekur skýrt fram, að hann (ráðh.) hafi „ekkert það gefið í skyn“, en gefi „neina átyllu til að ætla“, að G. Fb. „standi öðrum nær til að verða tek- inn til þessa starfs".1) Og samkvæmt þessum ummælum veitti þingið féð. Önnur ástæðan fyrir, að það hafi verið „óhæfa“, að gera þetta ekki að bitling handa G. Fb., heldur veita af því það sem þurfti fyrir starf, er sú hjá „Fjk.“, að hann hafi verið erlendis „missirum(I) saman“ fyrir landsfé, til að „fræðast um alþýðu- mentun". En nú hefir Jón Þórarins- son bæði verið erlendis „missirum saman" í sama tilgangi, og auk þess farið erlendis síðan, en auðvitað fyrir sína peninga, en ekki landsfé, og ætti það varla að telja honum til miska. Þá segir „Fjk.“ að G. Fb. hafi verið að fást við sams konar mál „fyrir þing og stjórn árum(?) saman“. Nóg er þar nú í lagt. Hann hefir safnað skýrslum um barnafræðslu, og gert það vel að þeirra dómi, er vit hafa á. Svo hefir hann samið upp- kast til reglugerðar fyrir alm. menta- skólann, og er það að ýmsu leyti gallagripur og ber vott um algert reynsluleysi mannsins sjálfs í þeim efnum. Uppkast til fræðslulaga-frumvarps- ins mun og verið hafa hans verk, og mun það varla honum til stórra meðmæla. Sama mun vera um frumvörp hans önnur. Verklega reynslu við kenslu eða stjórn nemenda hefir G. Fb. alls enga, því að varla er teljandi 10—11 mán- aða reynsla á honum við tímakenslu í barnaskólanum, sem lauk með því, að hann varð að gefast upp við hana. J. Þ. hefir kynt sér kenslumál svo miklu lengur en G. Fb.; hann hefir í nærfelt mannsaldur veitt forstöðu Flensborgar-skóla, og það lúka allir, sem til þekkja, upp eiuum munni 1) Alþ.tíð. B. 839—40. um, að það hafi farið honum snildar- lega úr hendi. Skólastjórn hans er viðbrugðið. — Hann hefir þannig meiri þekkingu, og óendanlega meiri reynslu í þessum efnum. Þá á það að vera óhæfa „af lands- stjórninni“(!) að ginna hr. G. Fb. til’ að þiggja landssjóðsfé í 2 ár til að ferðast út um lönd og fræðast. Landsstjórnin á nú vitanlega enga sök á þessu; hún veitti honum ekki féð, heldur þingið. Og allir vissu, að sú veiting var miskunnarverk eða sáraplástur fyrir það, að G. Fb. fékk ekki styrkinn af Hannesar Árnasonar sjóði/sakir þess að annar maður hafði betri meðmæli frá háskólakennur- unum. Það er „Fjk.“, sem knýr oss til að minnast á þetta. En engin niðrun er G. Fb. það. Þegar um tvo er að velja, verður annanhvorn að kjósa. Og einn getur verið mjög hæfur og góður, þótt annar sé enn hæfari. Ummæli blaðsins um, að J. Þ.. geti ekki, sakir skólastarfs síns, verið á ferðalagi út um land, falla um það, að hann er ekki til þess ráð- inn. Það starf kemur ekki til fram- kvæmda fyrri en fræðslulögin nýju komast á. Að kalla það „pólitíska hefnd“ á. mótstoðumanni í stjómmálum, að taka ekki G. Fb. sér til ráðaneytis i menntamálum, nær engri átt. Hann- es Hafstein hefir sýnt það, að hann: gengur ekki fram hjá mótstöðumönn- um sínum í embættaveitingum. Og hann leggur ekkert haft á undir- menn sína, hverjum þeir veiti fylgi í pólitík. Er t. d. ekki Indriði Ein- arsson ramefldur Valtýingur og þjóð- ræðismaður? En það er eitt, að vera óháður með skoðanir sínar, mál- fylgi og atkvæði, og annað, að hegða sér eins og götustrákur. Enginn ráðgjafi í nokkru landi í heiminum mundi láta sér til hugar koma að kjósa sér til ráðaneytis mann, sem gengur innan um götu- strákahóp og hefir orð fyrir þeim að hrópa: „Niður með ráðherrann-! “ Ráðanautur stjórnarinn'ar á að leggja á ráð og vinna verk, sem stjórnm á að bera ábyrgð á og hafa allan veg og vanda af. Hún verður því að geta borið fult traust til þess manns, að hann ráði henni ekki Loka-ráð, til þess að láta hana fá óvirðing og óvinsældir af, til að styðja að því að steypa henni. Undir vönduðum mótstöðumanni, sem hefir stjórn á sér og geði sínu, getur stjórn átt slíkt. En undir þeim sem ekki horfir í að leggja alment velsæmi í sölurnar, til að svala heift sinni, og hegðar sér eins og götudrengur, getur engin stjórn átt. Hafi nú starf G. Fb- í þjónustu stjórnarinnar reynst harla óviðunan- legt, svo sem raun var á orðin, og bætist svo við framkoma mentuðum

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.