Reykjavík

Eksemplar

Reykjavík - 20.01.1906, Side 3

Reykjavík - 20.01.1906, Side 3
REYKJAVÍK 11 manni ósamboðin, þá þarf sízt að lá stjórninni, þó að hún óskaði ekki að hafa hann fyrir handgenginn ráða- naut. Þetta þætti svo sjálfsagt í hverju landí, að furða er, að ritstj. „Fjk.“, sem þekkir þó til, hversu slíku mundi tekið í jafn-frjálsu iandi sem Ame- ríku, skuli ekki sjá, hve óviðurkvæmi- legt það er, sem hann heldur fram í þessu máli. Raddir frá almenningi. I. V.-Skaftafells-sýslu, 7. Jan. Hvað segja peir sem léð hafa nöfn sín? Hr. ritstj. — Mér barst í hendur 50. tölubl. af yðar heiðraða blaði „Reykjavík11, og stendur þar á einum stað þessi spurning. Að vísu standa þar einnig svör upp á hana; en mér finst hún þurfa fleiri svör, og langar mig að biðja yður fyrir þessar línur. Það er af mér að segja, að ég er einn ■of þeim er skrifað hafa undir frestunar og þingrofs skjal „Þjóðræðisflokksins“, en hvorki af þeirri ástæðu, að „ég gerði það fyrir karlrýjuna11 eða „ég kærði mig ekk- ert“. Það sem ég sagði, er ég átti að svara þvf, hvort ég ætlaði að skrifa undir, var á þessa leið: „Ég hefi, satt að segja, lítið vit á þessu máli, því ég hefi ekkert um það lgsið nema frá annari hliðinni, en varla get ég trúað því að mennirnir láti svona óhemjulega, nema þeir hafi einhverja verulega átyllu fyrir glapræði stjórnarinn- ar og yfirburðum loftskeytanna yfir ritsím- ann, og því vii ég gjarnan fá lagastaðfest- ingunni frestað þangað til ég fengi ein- hverja hugmynd um það, sem hér er um að ræða. Og ef mér sýnist þetta eins mikil „óliæfa“ eins og verið er að telja mér trú um, þá mun ég hvorki horfa í kostnað við aukaþing né neitt annað, er að maklegleikum gæti x koll komið stjórn- inni og fulltrúum stjórnarinnar, er þessa „óhæfu“ frömdu. En nú, eftir að hafa lesið umræðurnar á þingi, um þetta mál, get ég ekki betur séð, en að það sem „Þjóðræðisflokkurinn“ barðist þar fyrir, hafi eiumitt verið „óhæfa“. Þetta er nú mín fasta sannfæring, en ég hefi engan tíma til þess að fara út í ein- stök atriði, akal að eins benda á svar Dr. Valtýs: „Ja, víst eitt ár“. Að berjast fyrir þvi með hnúum og hnjám, að landið verji stórfé til loftskeyta-sambands, en geta þó ekki tilfært lengri starfrækslu tíma þessara tækja en eitt einasta ár, það verð óg að álíta „óhæfu“ og „voða“. Hefði ég verið búinn að lesa alt það. sem ég nú er búinn að lesa, þegar þessi virðulegi áskorunar-snep'ill lá fyrir mér, þá hefði mér ekki dottið í hug að setja nafn mitt á hann; en þá hefði ég vei-ið fús til að segja: Lengi lifi ráðherrann og meiri hluti þings, en niður með „Þjóðræðisflokk- inn!“ Skafti. II. Árnessýslu, 13. Des. 1905. Sjóndepran hverfur. Hr. ritstj. — Nýmeðtekið bréf og blöð frá skipulagsnefnd félagsins „Fram“ gladdi mig stórlega. Ég hefi reynt að fylgjast með i deilumál- unum: lesið blöð beggja flokkanna með nákvæmni, þó ekki „Reykjavik“ fyrri eD nýlega. Sandrokið i valtýsku blöðunum hefir stundum gert mig sjóndapran — ég játa það —, en aldrei blindan. En eftir að hafa lesið ræðu yðar í ritsímamálinu og „Handbók fyrir hvern mann“, þá er ég heilbrigðari og heilskygnari en nokkru sinni áður, og stendur nú hjartanlega á sama, hverju rignir „frá herbúðum óvin- anna“. Ég get sagt. yður það með vissu, að þeir sem hér hafa verið stækastir móti stjórn- inni (sumir hverjir, en ekki allir), eru nú farnir að segja, að það sé „skömm að því“, hvemig stjórnin og hennar gerðir hafi vei'ið svivirtar frá byrjun af mótstöðu- mönnum hennar. Þeir sem aldrei sjá og lesa annað en „ísu“ og „Fjk.“, eru verstir; við þá er marga erfitt að tala. Þeir eru nefnilega b 1 i n d i r. Eg mun hér eftir sem hingað til styðja heimastjórnar-flokkinn eftir mætti, en á nú miklu hægara aðstöðu eftir en áður. G. Heimsendanna milli. „Kong Inge“ flutti oss útl. blöð til 15. þ. m„ en vér höfum ekki enn getað lesið þau t-il hlítar. Rtisland. Uppreisninni heldur á- fram og hryðjuverkum þar í landi. þótt sumstaðar ha.fi stjórnin getað bælt óróann niður með hlífðarlausri hörku. — 24. Apríl er mælt að þingið (Duma) muni koma saman. Bretland. Þar vóru kosningarnar sem óðast að fara fram. Flestir bjuggust að vísu víð, að nýja stjórnin fjálslynda (Campbell Bannermann’s) mundi merja af að fá meiri hluta. Við því sem nú virðist vera fram að koma, hjóst víst enginn. Svo sýnist sem einingar-menn og íhalds menn ætli að verða eins og undir snjó- flóði í kosningunum: Ba.lfour, fráfar- andi stjórnarforseti. náði ekki einu sinni endurkosning í Austur-Man- chester, og skorti stórmikið til, og hefir hann þó verið þingmaður þess kjördæmis yfir 20 ár. Þrir aðrir af ráðgjöfunum í ráðaneyt.i hans urðu og undir hver i sinu kjördæmi. Churchhiil lávarður, einn af undirráð- gjöfunum í nýja ráðaneytinu, náði með miklum atkvæðamun kosning i Norður-Manchester, er jaínan hefir verið talið eitt öruggasta kjördæmi einiugar manua. — 17. þ. m. höfðu svo staðið kosnmgarnar (segir loft- skeyt.i í gær), að stjómarliðar höfðu kosið 193 þingmenn, en mótstöðu- flokkutinn (Balfour’s) eina 52. í llelgíu hefir það vakið mikið umtal, að það heflr komist upp, að konungurinn þar hefir fyrir ári síðan hálf kvænst (vígst til vinstri handar, sem kallað er] einhverri ótiginni konu. Landshornanna milli. Flensborgarskólinn. Nýtt skólahús ætlar skólanefudin að reisa á næsta sumri (Fjk.). Taugaveiki megu hefir gengið í Hafnar- firði um hi-íð og ýmsir úr henni dáið, þar á meðal: J6n Bergur Sveinsson (Bjarna- sonar prests á Stafafelli); Guðm. Jónsson skipstjóri og kona hans Guðrún Ólafsdótiir frá Bygggarði, og barn þeirra hjóna. f Hallgrímur Jónsson dbrm., fyrv. alþm., í Guðrúnarkoti andaðist í svefni aðfara- nótt 18. þ. m. Hann var mei'kur maður og vel að sér ger. Torfastaða prestakall (Árn.s.) veitt cand. theol. Eiríki Stefánssyni samkv. kosningu safnaðar (41 af 67 atkv.). Landeyja-þing veitt séra Þorst. Benedikts- syni í Bjai'nanesi. f Frú Guðrún Jónsdóttir, kona séra Arnórs á Hesti, andaðist 6. þ. m. t Sigurður Finnsson bóndi á Hamri i Borgarhreppi er látinn. Vörugeymsluhús Jakobs Björnssojxar kaup- manns á Svalbarðseyri bi'ann 27. f m., hús og vörur vátrygt. Fokin hús. Holtskyrkja i Fljótum fauk 12. f. m., fárra ára gömul, kostaði 6000 kr. Mikið af viðum óbrotið, önnur hliðin heil að mestu. Orgelið lítt skemt. — Þinghús Ax-narneshi'epps á Hjalteyri fauk í sama veðri, og á Hömrum í Hrafnagilssveit hús, sem í smíðum var. Raflýsing segir „Lögr.“ að Eyrbekkingar og ölfusingar ætli að koma upp hjá sér — nota aflíð úr Reykjafossi. Afli mikill og góður í Höfnum og á Miðnesi. 1?eph|avih oq grenö. Trúlotanir: Ungfr. Kristín Guð mundsdóttir frá Þorfmnsstöðum og Einar Helgason garðyrkjum. í Rvík. Ungfr. Steinunn Hjartardóttir frá Austurhlíð og kaupm. B. H. Bjarna son í Rvik. Ungfr. Kristjana Jónsdóttir og Kristinn Magnússon skipstj. í Rvík. Ungfr. María Sigurðardóttir (fanga- vaiðar) og Vigfús Guðbrarxdsson klæð skeri. Maunalát: 3. þ. m. andaðist hús- freyja Margrét Árnadóttir ekkja Jón- asar Helgasonar organista. Dáinn er hér í bænum 16. þ. m. Friðmh Oíslason ljósmyndari, f. 1870, sonur Gisla heit. Stefánssonar, kaupm. i Vestmanneyjum. Hann lætur eftir sig konu, Önnu, dóttur Thomsens fyr kaupm. í Vestm.eyjum. Að Friðriki er in mesta eftirsjá. Hann var vandaður maður, prýðilega greindur, ötull og duglegur, vinsæll og vel metinn af þeim sem kyntust honum, fastlyndur og trygglyndur. Hann var upphaflega hreystimaður, bezti glímumaður, fimur í björgum og við íþróttir. En síðari árin bilaði heilsa hans (lungnatæring), og loks varð iungnabólga banamein hans. Hann var áhugamaður um stjórnmál, þótt stillilega færi, og verður seinfylt skarð það er hann lætur þar eftir sig. Botnvörpuugur enskur kom hér í fyrra dag. Var 9 daga, á leið frá Hull. Hann segir Mitchell botnv.skip- stjóra, er lagt hafði út snema á Jóla- föstu á nýju skipi, talinn af. Hann var mörgum hér að góðu kunnur. „Kong Inge“ kom í morgun. Lesið augl. til „Austfirðinga*. Smjorsala erlendis. G. Gíslason & Hay í Leíth fengu 6 hálftunnur smjörs frá Hvítárvöllum með síðasta skipi. Það seldist á 100 sh. cwt, eða 83 au. u netto; gerir með verðlaun- um 93 au. Höfn fyrir Reykjavík. Sam- kvæmt áskorun frá kaupmannaráði Reykjavíkur hefir bæjarstjórnin veitt 4000 kr. til að fá skozkan eða norsk- an hafnar-verkfræðing til að rannsaka, hvar tiltækilegast sé að gera höfn fyrir Reykjavík og áætla kostnað. Jarðarför Páls Ólafssonar fór fram 3. þ. m. Veðurathuganir i Reykjayík, eftir Sigrídi Björnsdóttub. Jan. 1906 Loftvog millim. d í *o Sh *c o > &> a S*-» GG a . S s -►5 S Pi 4. 8 741,9 1.7 N 1 4 2 745,3 1,3 NW 1 3 9 748,7 0.6 0 5 Fö 5. 8 749,4 0.6 NNE 1 4 2 749,8 0.8 NE 1 5 9 749.4 0.7 NE 1 10 Ld 6. 8 749,4 0.0 0 9 4,43 2 749,9 —0.4 NE 1 5 9 747,9 —0,3 NE 1 10 Sd 7. 8 741,4 1.5 NE 1 10 0,3 2 739,9 2,7 NE 1 10 9 7 2.7 Má 8. 8 730,4 2.3 E 1 10 4,5 2 730,8 2.9 SE 1 7 9 728,5 SE 1 9 Þr 9. 8 729,1 2.5 0 10 4,8 2 728.6 2.9 NE 1 10 9 727.8 1,5 0 10 Mi 10. 8 730.2 2.3 0 9 6,35 2 734,4 —0.4 NW 1 6 9 736,5 - 1,0 SW 1 4 SAMKOMUHÚSIÐ BETEL við Ingólfstræti og Spítalastig. Samkomur verða haldnar framvegis eins og hér segir: Sunnuaaga: Kl. 2 e. h. Sunnudagaskóli. Kl. ö1 /s e. h. Fyrirlestur. Miðvikudaga: Kl. 8. e. h. Biblíusamtal. Laugardaga: Kl. 11 f. h. Bænasamkoma og biblíulestur. Kirkjusálmasöngsbókin verður viðhöfð. Allir velkomnir á samkomurnar. [tf. Vinsamlegast 1 >. Östíund. Kaupendur Hauks hér í bænura, sem hafa haft bústaðaskifti og ekki fengið síð- ustu tölublöðin, geri svo vel að vitja þeirra. á afgreigslustofu Hauks. $laðbera 2—3 vantar „Reykjavík", unglinga eða fullorðna. Góð borgun. Gefi sig fram í Afgreiðslunni. „FRA1“ heldur fund Fimtud. 25. þ. m. í G. T,- húsínu. Jón Ólafsson talar um fast- eignaskattskenning H. George. eru áskrijenður „Keykja- víkur“ í bxnum nú, 175 i /rnessýslu, 111 i Kang- árvaliasýslu o. s. jrv.

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.