Reykjavík - 24.03.1906, Side 1
Útbreiddasta blað landsins.
Upplag t 3000.
Áskiifendur í bænum yfir 900.
IRcphjavik.
I tgef. : HLUTAPKLAQIB „RErKJAVÍK,,
Telefónar: Nr. 29 (Laufásv. 6)
80 (þinghúsið) — 71 (Prentsmiðjan).
VII. árgangur.
Laugardaginn 24. Marz 1906.
12.
tölublað.
ALT FÆST ( THOMSENS MAGASÍNI. ^
Ofiia Og eldavélar selur Kristján Porgrímsson.
n f n o r nrv e I rl o w ó I o r Játa allir að b e z t og ó dý r a s t sé hjá stcinhöggvara
U I ll d ( Ug olUaVoldl J«il. Soliítii; eða getur nokkur mótmælt því ?
„REYKJ AYÍK“
Árg. [60 -70 tbl.] kostar innanlands 1 kr.; erlendis
kr. 1,60—2 sh.—60 cts. Borgist fyrir 1. -Túlí.
Auglýsingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,26; á 2.
bls. 1,15; á 3. o’g 4. bls. 1,00 [á fastákveðnum stað
á 3. og 4. bls. 1,15]. — Útl. augl. 33l/3°/o bœrra. —
Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst.
Ritstjóri, afgreiðslumaður og gjaldkeri :
Jón Olafsson.
Afgreiðsla: Laufásvegi 5, kjallaranum.
Ritstjórn: ---„ stofunni.
Útbreiðslufundur öndunganna.
Á þriðjudagskvöldið var héldu önd-
ungarnir hér í bæ útbreiðslufund í
„Fjölni,“ og skemtu mönnum með
ævintýrum eftir H. C. Andersen, er
hann átti að hafa samið í andaheim-
inum og Jónas Hallgi-ímsson þýtt þar
fyrir hann.
Á samkomu ‘þessari gerðist Harald-
ur Níelsson cand. theol. sannleiks-
vitni þeirra öndunganna og skýrði
frá öllum tildrögum. Sagði hann
svo frá, að unglingspiltur einn Guðm.
nokkur Jónsson, er situr í 2. bekk
mentaskólans, hefði komið til sín 16.
þ. m. og ritað niður ósjálfrátt ævin-
týri þau, sem upp vóru lesin.
Ævintýrið fyrra höfðu þeir skýrt
„Kærleiksmerkið," og las Einar ritstj.
Hjörleifsson það svo upp, sem honum
væri það mjög kunnugt. Síðan las
hann upp kvæði sama efnis, og loks
ævintýri á dönsku, sem einnig átti
að vera eftir H. C. Andei'sen og nefn-
ist „Det er det samme.“.
Hvorttveggja þessara ævintýra virt-
ust eiga að vera varnarskjöl fyrir
andatrúnni og sannleiksgildi hennar.
Islenzkaða ævintýrinu svipaði til
„Stúlkunnar með eldspýtumar," þar
sem hana dreymir sig komast í himna-
ríkissæluna. Danska ævintýrið virt-
ist orkt út af efninu í erindi Stgr.
rektors Thorsteinssonar: „Á sorgar-
hafsbotni sannleiksperlan skín —“
nema hvað þetta sorgarhaf var orðið
að kærleikshafl hjá þeim öndungunum.
Það var næstum því brjóstumkenn-
anlegt að sjá, hvað Har. Níelsson
virtist sannfærður um, að alt þetta
stafaði frá andaheiminum. Honum
virtist ekki hafa dottið það i hug,
miðillinn hafi getað verið
undir dáleiðsluáhrifum (posthypnose)
°S að honum hafi verið lagt alt þetta
í munn áður í dáleiðslunni, svo og
;Skipunin um að fara til hans og gera
Þetta, Einkennilegt var það að minsta
'kosti, að Guðm. kom til Haraldar
eins 0g honum væri það ósjálfrátt,
■°g að Einar ritstj. Hjörleifsson var
■Þar bíeði á undan og eftir. Þessi
piltur, sem þeir nú nota fyrir miðil,
kvað líka þó hann sé að öðru leyti
mjög vandaður, trúa á Einar Hjör-
leifsson eins og guð sinn, og getur
það líka stafað af dáleiðsluáhrifum.
En ilia er farið með aumingja pilt-
inn, ef hann er notaður þannig ósjálf-
rátt og óafvitandi til þess að-.. bera
fram blekkingar öndunga í dáinna
manna nafni. Öðruvísi er ekki hægt
að skýra fyrirburð þennan á eðlilegun
hátt. Enn þá eru sumir öndunganua
farnir að leika æði hátt spil.
Náttúrlega er ekki loku fyrir það
skotið, að pilturinn hafi getað samið
ævintýrin sjálfur, því að hann er vel
gefinn og skáldmæltur. Hann kvað
og vera mjög hlyntur og handgeng-
inn öndungunum og því ekki óeðli-
legt, að hann reyni að styðja mál-
stað þeirra bæði sjálfrátt og ósjálf-
rátt. En að H. C.. Andersen skyldi
endilega verða fyrir vali hans, kem-
ur ef til vill af því. að hann er mjög
kunnugur ævintýrunum. Að minsta
kosti hefir Guðrn. haft ævintýii
Andersens að láni i allan vetur frá
manni hér í bænum, senr á þau.
Því hefir eigandi Ævintýranna sjálfur
skýrt frá.
ÍJðcíui! annars!
Áreiðanleiki loftritunar. Oss er enn í minni,
að í sumar á þingi fullyrtum vér, að loft-
ritun hefði enn hvergi orðið hagnýtt til
frambúðar landa milli. Þær fáu tilrannir,
sem í þ᧠átt hefðu gerðar jjverið.yýiefðu
allar reynst svo óábyggilegar, að frá þeim
hefði verið horfið aftur eftir örskamma
stund.
Þetta var og er satt og rétt.
En dr. Valtýr Guðmundsson kom þá held-
ur gleiður á kreik með eitt dæmi: stór-
þingið norska hefði veitt fé til loftritun-
arsambands milli fiskivera í Noregi. —
Auðvitað hafði þetta ekkert sönnunar-
gildi, því að þetta var ekki „landa milli,“
heldur yfir tiltölulega stuttan spöl — milli
\ ereyjar og Rastar — og vita allir, að
loftskeyti komast jafnaðarlega að nóttu til
miklu lengri veg, sem sjá má af inni einkar-
fróðlegu og áreiðanlegu grein Dr. Þórðar
Þórðarsonar, er „Rvik“ flutti nýverið (eftir
„Vínlandi“).
Vér skyldum því ekki hafa farið að minn-
ast á þetta, sem í rauninni er einskis virði
til eða frá, eins og það kom fram og á
stóð, ef ekki hefði borið svo við, að vér
höfum nýverið fengið vitneskju um það
frá Noregi, hver reynd hefir par orðið á
pessari loftritunar-tilraun.
Þeir Siemens og Halske, sem hér höfðu
erindreka i sumar og öllum þótti gera
skást loltritunartilboð þá, höfðu boðist til
að koma upp stöðvum þessum í Noregi,
| og varð um það samningur ger.
Um mánaðamótin .Tan. — Eebr. þ. á fór
yfirstjóri firðritunarmálanna í Noregi norð-
ur til að „taka út“ stöðvarnar og „opna“
sambandið. En or hann hafði látið prófa
það nokkra daga, varð sú raun á, að loft-
ritun þessi væri svo ótullkomin og óvið-
unandi, að ríkið neitaði að taka verkið
gilt. Verkfærin reyndust ónotandi, og
verða þeir Siemens og Halske að íitja upp
á ný og senda norður ný og fullkomnari
áhöld og setja þau upp.
Auðvitað sanuar þetta ekkert gegn loft-
ritun í sjálfu sér, þar sem vitanlegt er, að
hún kemur að góðum notum á miklu lengrs j
færi, heldur en hér var við að eiga.
En það sýnir óneitanlega annað — hve j
vandur Dr. Valtýr er að röksemdum fyrir |
reynslu loftritunar og áreiðanleika. ’ |
Fáir íræðimenn, þeir er bezt bera skyn
á þetta mál, efa það, að einhvern tíma j
komi sú tíð, að loftskeyti megi senda. að
að minsta kosti á nóttu og þegar skilyrði j
eru annars góð, yfir svo mikla fjarlægð, j
að takmörk verði því varla sett. En þeir
eru og allir jafnframt á einu máli um það,
að enn sem komið er sé loftritun á æði
ófullkomnu tilraunastigi, og að það sé enn
alls óvíst, hve langt líða muni þar til er
hún t. d. kemst svo langt, að reiða megi
sig á hana á mjög löngu færi. Ef dæma
skyldi eftir, hve seinar hafa verið fram-
farirnar til þessa, mundu það geta orðið
margir áratugir.
En hitt skiftir meiru, að þeir sem mest
og bezt hafa kannað málið, örvænta um
nokkra útsjón til þess, að auðið verði að
koma í veg fyrir, að hver, sem vill reisa
sér viðtökuáhald, geti náð skeytunúm.
Því er það skiljanlegt., að riki og félög
hvérvotna í heimi eru nú sem óðast að
leggja ný síma-sambönd bæði á sjó og landi,
en nota hvergi loftritun, nema eins og
neyðarúrræði, þar sem öðru verður fyrir
einhverja sök ekki við komið.
Áreiðanleiki loftskeyta. 2. þ.m.
hafði símað verið frá Kaupmannahöfn,
segja dönsk blöð, til Marconistöðvar-
innar í Poldhue, og hafði stjórnin
danska beðið hana að senda upp
hingað loftskeyti um heimboðið til
þingmanna, og var það gert þann 3.
þ. m., en ekki hefir það skeyti fram
komið, fremur en svo mörg önnur,
sem menn vita nú með fullvissu nm,
að aldrei hafa hingað náð, þótt send
hafi verið, og munu þó öll skeytin
hingað vera endurtekin 2—3 kvöld
hvert eftir annað.
— Eftir að þetta var ritað, höfum
vór fengið áreiðanlega vitneskju um,
að 8. þ. m. tók Marconi-félagið að
sór til flutnings hraðskeyti frá heild-
sala í Höfn til atvinnufólags hér í
bænum. Heildsalinn reit þeim svo
sjálfur nú með síðasta póstskipi, og
kveðst vona, að þeir hafi fengið það.
— En það hefir aldrei fram komið.
Þannig vitum vér þá um 2 hrað-
skeyti einstakra manna á einni viku
(2. og 8. þ. m.), sem félagið hefir
sent með loftritun, en ekki komið
fram.
Hve mörg af skeytum þeim er
fólagið sendir fyrir sjálft sig, koma
aldrei fram, frá því er enginn til að
segja.
En áreiðanlegt væri, að verða að
eiga mikið undir þvílíku sambandi!
Ástæðulaust ámæli. ísaf. ámælti
mjög ráðherra Vorum fyrir það, að
hann skyldi ekki hafa sent hingað
loftskeyti um útfarardag konungs,
heldur hefði prívat-maður (hr. Ó. Ól-
afsen, af firmanu H. P. Duus) orðið
til þessa. Vér getum nú frætt blaðið
á því, að það var beint eftir beiðni
ráðherrans að hr. Ólafsen sendi skeyt-
ið um þetta. í skeytinu sjálfu stóð
og: „skýrið blöðunum. frá“ („com-
municate newpapers“), og það gerði
viðtakandi hér líka, og ætti ísaf. að
vera þakklát fyrir þá hugulsemi.
\
Afturfór í öðru lífi.
í dag vóru sungin hér erfiljóð yfir
Jóni sál. Jónssyni frá Stóradal, og
þótti það nýlunda, að tvö löngu dáin
skáld annað danskt og hitt íslenzkt,
H. C. Andersen og Jónas Hallgríms-
son, höfðu gengið í íélagsskap um að
koma þessum erindum saman í anda-
heiminum. Þau vóru prentuð (hér í