Reykjavík - 07.04.1906, Blaðsíða 2
58
íl J!j i iV A i J A.
Nýtt Kyrkjublað fylgir sannarlega illa
tíœanum. Ef það hefði haft dálítið meiri
þekkingu á kaþólsku kyrkjunni og það
hefði lesið ið langa hréf páfans, sem mót-
mælir harðlega aðskilnaðarlögunum frönsku,
þá hefði það sjálft getað dæmt um þetta
málefni og gefið lesendum sí'num ástæð-
urnar fyrir mótmælunum, án þess að sækja
fróðleik sinn til Charles Loyson. Og var
þá ekki óhugsandi að sú raun hefði á orð-
ið, að það hefði farið líkt fyrir því, eins og
inum prótestantisku ensku hyskupum eða
hyskupakyrkjunni ensku, er á allsherjar-
Synodus sinni, er nýlega var haldin, ákvað
í einu hljóði að mótmæla harðlega oisókn-
um gegn kaþólsku kyrkjunni á Erakklandi.
Bréf þess efnis sendu þeir kardínála
Richard í París.
Nýtt Kyrkjublað fyrirverður sig ekki fyrir
að hafa þessi orð eftir heimildarmanni sínum :
„Eyrir 30 árum var ið veraldlega vald
páfans trúarsetning; nú er það að eins til
í endurminningunni".
Veit Kyrkjublaðið annars, hvað trúar-
setning er í kaþóisku kyrkjunni?
Það væri fróðlegt að vita,hvenær kaþólska
kyrkjan hefir viðtekið þessa trúarsetning
um veraldlegt vald páfans. Nýtt kyrkju-
hlað ætti að geta frætt oss um það, því
að eigi má ætla að blaðið tilfæri setningu
og leitist við að gera hana trúanlega fyrir
lesendum sínum, ef það veit að hún er ó-
sönn eða tómur hugarburður
Annar fróðleikur, sem Nýtt, Kyrkjublað
færir lesendum sínum eftir Charles Loyson,
er þessi:
„Trúin á ið andlega vald páfa hefir
einnig rýrnað tilfinnanlega11.
Er það vottur um rýrnun, að Leo XIII.
gat stofnað 90 ný byskupsdæmi, og að
Pius X. hefir, síðan hann varð páfi, stofn-
að 3 erkibyskupsdæmi, 7 byskupsdæmi, f
„Prelat,ur“, 5 postulleg „Vicariöt11 og 6
postullegar „prefectúrur11 ?
Ber það vott um afturför að meðlimir
kaþólsku kyrkjunnar eru nú sem næst
300,000,000, eða fleiri en nokkru sinni fyrr?
Mótmælendur, sem skiftast í ótal hjá-
leíta sérflokka, eru allir til samans tæplega
einn þriðji hluti afþessari tölu. Hver sór-
flokkur mótmælenda fyrir sig er þannig
einungig mjög lítið brot af tölu inna róm-
kaþólsku manna.
Ber það vott um afturför, að í inu brezka
riki (nýlendurnar meðtaldar), sem talið er
„prótestantiskt“, eru nú 29 kaþólsk erki-
byskupsdæmi og 108 byskupsdæmi?
Ber það vott um afturför kaþólsku kyrk-
junnar, að svo margir stórmerkir „próte
stantar!< hverfa aftur t.il hennar, eíns og
t. d. Dr. Manning, er síðar vaið kardínáli
og erkibyskup í Westminster, Dr. New-
mann, og tveir ágætir prófessorar við há-
skólann í Oxford á Englandi, Dr. Nardy
Bittola og Dr. Drage, og einhver inn bezti
guðfræðingur „prótestanta“ á Norðurlönd-
um, Dr. Krag Tonning (í Noregi), inir
prótestantisku prestar Brockdorf, Jensen,
Niels Hansen, Koefod Hansen og margir
fleiri ágætismenn á Norðurlöndum, svo sem
greifi Holstein Ledreborg, greifi Moltke
Huidtfeldt, greifynja Ahlefeld, greifynja
Rantzau, barún Stampe-Charitius, barún
Lpvenskjold, ið nafnfræga skáld Johannes
Jprgensen, fólkþingismaður Jens Bnsk
0. s fry, o, s. frv,? Þannig mætti nefna
dæmí frá öllum löndum.
Ber það ennfremur vott um afturför, að
meira en ein milíón Rúsa hafa verið teknir
inn í róm-kaþólsku kyrkjuna á fáum vik-
um nú nýlega? (Croix de Paris 1B/2 1906).
Ber það vott um áfturför, það sem próte-
stantiskur hollenzkur prestur segir i dag-
blaðinu „De Tijd“, hvað Holland snertir:
„Ég er fullviss um, að í inni næstu fram-
tíð muni hér verða mesta sundrung og
munu þá margir verða kaþólskir. Vér
nálgumst, tímabil, sem nefnt verður ið róm-
kaþólska.
Sagnantarinn frægi, enski, Macanley,
gem var þó „prótestant", segir í ritgerð.
um ina kaþólsku kyikju. að hún sé in
undraverðasta stofnun, sem veraldarsagan
'geti um. sakir varanleika og viðgangs síns,
gagnstætt ölium likum.
Dr. Vaitýr Guðmundsson í Kaupm.höfn
hefir stefnt .Jóni Óiafssyni ritstj. pessa bl.
til ábyrgðar fyrir ummælin: „að þessum
orðum er doktorinn víss vitandi lygari“,
sem standa í „Rvík“ VI., 61. tbl. 21. Des.
f. á. í ritstjórnargrein með fyrirsögn: „Þar
á hann heima“.
Ráðning verðlauna-gátunnar í síðasta
blaði:
Er.: „Það er hann Eldred andatrúar-
prestur11.
María: „Séra Eldred andatrúar-
prestur“.
Milli Fr. og Maríu var dregið, og kom
upp hlutur Maríu. Hún má vitja verð-
launanna til ritstj.
59 sondu ráðninguna:
„Séra Einar andatrúar-prestur“.
3 réðu svo:
„Það er hann Einar andatrúar-prestur11.
Alls komu inn 64 ráðningar (þar af 3
nafnlausar).
Gátur — ráðnar og óráðnar.
Eftir f’ingeying.
Hver hefir rætt með rökum flest
og reynst í „sannleik" mestur,
rekið Hjörsa’ á rassinn verst,
en ráðherranum þjónað bezt?
Séra Jónki Júnítara-prestur.
Hver heflr heimskað fólkið flest,
í fleðuskapnum mestur?
Hver á af illum öndum mest
og allri slíkri trúar-pest?
Séra [einhver] að ventista-prestur.
Hver er í fjandans fyigilest
„fræða“-garpui' mestur?
„Nokkrar áskoranir um frestun ritsíma-
málsins m. m eða þingrof að öðrum kosti
leyfi ég mér hér með að senda inu háa
stjórnarráði í viðbót við það sem áður er
komið — og læt þess getið um leið, að
nú eru á leiðinni nýjar áskoranir, og sum-
ar lil mín komnar áleiðis til stjórnarráðs-
ins, bæði hér úr bænum og öðrum kjör-
dæmum, um þingrof að eins og nýjar kosn-
ingar, með því að búist var við, að útséð
mundi vera um forlög ritsímalaganna . . .
Virðingarfylst.
Fyrir hönd Þjóðræðisfélagsins í Rvík
Björn Jónsson.“
Vér höfum séð eyðublöð þau er
generallinn sendi út og bréf með
þeim, og er þar skorað á menn að
senda áskoranirnar með undirskrift-
um til generalsins fyrir síðastl. Nýár,
en hann býðst til að flytja þau
stjórnarráðinu. — 27. Nóv. segir
hann, að sum bréfin séu til sín komin
„áleiðis til d'jórnarráðsihs“.
Þess er vert að get.a, að enn í dag,
7. Apríl, ei enn ekki nokkurt einasta
a-f þessum áskorunar bréfum tit skila
komið til stjórnarráðsins.
Hvað segir generallinn til þessa?
Skilvís er hann þó á bréf, maður-
inn sá.
En hvað er þá orðið af þeim?
Er þjóðræðis-lestin orðin stirð í
V íkirig’-pappann
er nú búið að reyna um land alt í fleiri ár, og hefir eft-
irspurnin eftir honum farið sívaxandi.
Þannig seldust árið 1903 að eius 2000 rullur, árið
1904 seldust 3800 rullur.
En árið 1905 seldust full 6 0 00 rullur. — Þessi sí-
vaxandi sala er full sönnun fyrir, að VÍKING-PaPPINN
er þess verður, að honum sé gaumur gefinu, enda er
hann að allra dómi sá langbezti og hlutfallslega ódýr-
asti utanhússpappi sem hingað flyzt. Hann er búinn til
úr verulega góðu efni og sérstaklega vel »asfalteraður«,
er því bæði seigur mjög og einstaklega endingargóður,
enda hefir hann blotið verðlaun fyrir gæði sin.
Kaupið því Viking-pappa á hús yðar þegar þér byggið,
þess mun engan iðra; en gæta verður hver að þvi, sem
vill fá hann ósvikinn, að að eins sá pappi er ekta, sem
ber verzlunarmerkið: GOI>TIIAAIí, KFAKJAVÍK.
Hver til Vítis fólkið flest
fær, 02' þjónnr Kölska bezt?
Séra [eínhver] innra-truboðs prestur.
Hvern hefir volið vankað most
og vesaldómur flestur?
Hver, næst Hjörsa, kjökrar bezt
og kveinar, hlaðinn syndapest?
Séra Ræfill ríkiskyrkju-prestur.
Hver er i bænum málbein mest
og mestur hrossabrestur,
— dregur til sín fólkið flest
og fær út kvenna-tárin bezt?
Séra [einhver] allra-trúa prestur.
Hver hefir reynst hér bjarg-dufl bezt1)
við bæna og sálina lestur?
Hver hefir blessað börnin flest
og bíað við þau allramest?
Séra Friðrik flotholtanna prestur.
Vanskil á bréfum.
21. Nóv. síðastl. reit hr. þjóðræðis-
generallinn Björn Jónsson stjórnarráði
íslands á þessa leið:
!) Sbr.: „Reykjavík væri sokkin“, sagði
séra Eriðrik í ræðu um daginn. „ef það
væri ekki fyrir sök þeirra fáu heilögu, sem
hér eru i bænum“.
Þar erii duflin, sem halda. oss á floti.
(„Reykjavík“, 1905, 8. bls.).
taumi og farið að slitna aftan úr
henni?
Hann reynii' þó vonandi að koma
til skila þessum fáu nöfnum, sem
hann h'-fir fenvið.
t 1*1 örn bóndi Porleiísson.
Merkishóndinn B. P. í Vík í Héðinsfirði
(Eyjafj.s.) andaðist 0. Nóv. þ. á. Hann var
fæddur 5. Júní 1834 í Fljótum í Skagaíjarðar-
sýslu, og ólst þar upp hjá foreldrum sínuni í
guðsótta og góðnm siðuni. Björn sál. kvæntist
rúmt tvítugur Sigurlaugu Soífiu Grímsdóttur,
prests að Barði í sömu sveit, og reisti hú með
henni að Stórholti í s. s. Peim búnaðist mæta-
vcl, þótt fátæk væru í fyrstu, enda skorti hvor-
ugt atorku né ráðdeild. Gestrisni, rausn og góð
stjórn gerði heimili þeirra lijóna frægt. Pau
lijón cignuðust 9 hörn. 1 af þeim dó ungt, en
8 komust upp. Oll vóru þau mannvænleg.
Björn sál. var oddviti í mörg ár, og fórst það
starf ágadlega úr hendi. Hann var pijög vel
hagur bæði á tré og járn, og skipasmiður bezti.
Snemma lineigðist hugur hans að sjó, og
þegar á ungum aklri varð hann skipstjóri og
stundaði þá atvinnu mörg ár. Hann stjórnaði
skipi og mönnum ágætlega, og aílaði manna
hezt, enda féll þar saman þrek, dugnaður og á-
hugi.
Hann misti konu sína eftir rúma 20 ára sam-
veru, og hafði hjónahand þeirra verið ið ást-
ríkasta og ánægjulegasta. Eftir það flutti hann
að Vík í Héðinsfirði, og hjó þar rausnarhúi —
fyrst með dætrum sínum og síðan með ráðs-
konu — alt til æviloka.
Hann var ljúfur og lítillátur og mjög hjarta-
góður og hjálpaði þeiin sem fongt áttu og hans
leituðu. Hann var maðnr skynsamur vel, ger-
hugull, sterklrúaður og guðhræddur. Hann var
laglegur maður ásýndum, frísklegur og glaðieg-
ur, og mjög þrekmikill, bæði í meðlæti og mót-
læti og í öllu sinu starfi. Hann var mjög is-
lenzkur i anda og þjóðrækinn, hreinlyndur og
hisptirslaus, trvggur og vinfastur. Hann var
eitt ið elskuverðasta gamalmenni, sí-ánægður
og bliðlyndur, og sífelt vel hugsandi og vel tal-
andi um guð og menn. Pað var ætíð það góða,
sem honum hafði lilotnast i lífínu, og alt það
góða, sem hann átti í vændum, er hann var
stöðugt að hugsa um og liorfa á, en aldrei neitt
ilt eða erfitt. Margir ástvinir og ættingjar eiga
honum á bak að sjá, og þar á meðal 6 börn
hans, sem eftir lifa og þreyja ástríkan föður
með trega og tárum.
Blessuð sé hans minning 1 K.
Landshornanna milli.
—:o:—•
Böðvsir Jóii8S0n cand. phil. frá
Sveinsstöðum hefir keypt EinarsneS
á Mýrum og reisir þar bú í vor. [Dagf.']
Fr. Haligrímsson kaupm. á Eski-
flrði heflr keypt þilskip í EngJandi,
er hann ætlar að halda til fiskjar.
í Höfn í Hornafirði ætlar Gunnl.
Jónsson frá Seyðisf. að reisa nýja
verzlun í vor.
Félög. Á Eskifirði er leikflmifélag
10 ára gamalt; söngfólag er þar ný-
stofnað (Arni Jónasson, Svínaskála)
og arnað á Seyðisfirði (Kristj. læknir).
Reykjavík og grend.
E/s ,,Tryggvi kongnr“ (E. Nielsen)
fór hóðan til útlanda 31. Marz, og
með honum þessir farþegjar: Halvor-
sen byggingarmeistari, ungfrúrnar:
Guðrún Smith, Guðrún Norðfjörð,.
HeJga Thorsteinsson, Vilborg Jóns-
dóttir, frú Ragnh. Eyjólfsdóttir (Þor-
kelssonar úrsmiðs) o. fl.
Alþingi eitt. Ráðherrann fékk í
gærmorgun loftskey.ti (fyrir meðal-
göngu H. P. Duus) frá Hafnar-skrif-
stofu ísl. ráðaneytisins, og er þar til-
kynt tvímælalaust, að það só Alþingi
íslands eitt, sem konungur bjóði heim
í sumar, en ekki lögþingi Færeyinga,
sem danskt hægra-blað var að vekja
orð á.
Hjónabami. 31. f. m. vóru hér
gefin í hjóuaband af dómk.prestinum:
Gestheiðnr Arnadóttir, Hverfisg. 16,
og trésm. Páll Snorrason s. st.
Mannslát. . . f. m. andaðist hér
ekkjan Guðný Jónsdóttir, fædd að
KáJfafelli 1828. Hún vnr dóttir sóra
Jóns Sigurðssonar, er dó í Kálfholti
og var gáfumaður og skáldtnæltur
vel.1) Guðný giftist ung Jóui Ein-
arssyni, -Jónssonar, Einarssonar, Jó-
hannssonar, í Þórisholti í Mýrdal.
Þau hjón bjuggu lemrst að Fossi í
Mýrdal, unz Jón dó 1880, en hún
brá húi 1882. 12 síðustu ár sírt var
hún hjá Hjalta syni sínum. Hún
var mjög heilsubiluð 1877 og jafnan
síðan lasburða. — 7 börn eignuðust
þau hjón og lifa 3 þeirra: Jónathan
homöópati i Mýrdal, Einari málari í
Eyjafirði, og Hjalti skipstj. í Rvík.
Guðný sál. var vel gefin kona til
líkama og sálar, greind vel og hag-
mælt, sem hún átti ætt til, en fór
dult með það. Hún átti lengi við
þröngan efnahag að búa, en var ó-
venjuleg hreinJætis og myndar-kona,
gestrisin í fátækt sinni og fjörið mikið.
Flskiskíp allmörg hafa komið inn;
þau hafa aflað yfirleitt heldur vel.
Hæst eru: „Hafsteinn" (Jón Ólafsson)
11,000; „Swift" (Hjaiti Jónsson) yfir
10.000. Mörg skip höfðu frá 7,000
og þar yfir. Sum 4,000-—7,000.
Aflinn er með allravænsta móti.
!) Eftir hann eru meðal annars falleg
eftirmœli eftir ,lón Thoroddsen skáld,
prentuð í „Baldri“.