Reykjavík - 21.04.1906, Side 1
Útbreiddasta blað landsias.
Upplag: 3000.
Ask) ifemlur í bænum yfir 900.
IRcvkjavúk.
Otgef. : HLUTAPÉLAGIB „Rf,VKJAVÍK„
Telefónar: Nr. 29 (Laufásv. 5)
80 (þinghúsið) — 71 (Prentsmiðjan).
VII. árgangur.
Laugardaginn 21.
Apríl 1906.
17. tölublað.
ALT FÆST 1 THOMSENS MAGASÍNl.
Ofnar og eiaavélar S*nok‘kí
Og eldavélar selur Kristján Porgrímsson.
r
70 manns, kvenfólk og karlmenn,
geta fengið atvinnu um lengri og
skemri tima á komandi sumri hjá
bræðrunum Hjálmarssonum í Norð-
firði.
Þeir, sem vilja sinna þessari atvinnu,
geri svo vel og snúi sér til mín, sem
hefi umboð til að semja við fólk um
kaupið og ráðninguna yfir höfuð.
Þess skal getið, að hr. G. Hjálm-
arsson verður staddur hór í bænum
um lokin 11. Mai n. k. [—20
Rvík, Frakkastíg 1 2, 16/4—’06.
Sig. E. Málmkvist.
t tilefni af ofanskrifaðri aug-
lýsingu er mig að hitta heima kl.
9—11 árd. og 3—6 síðd.
Sig. E. Málmkvist.
„REYKJ AVÍK“
Árg. [60 -70 tbl.] kostar innanlands 1 kr.; erlendis
kr. 1,60—2 sh.—60 cts. Borgist fyrir 1. -lúlí.
Auglgsingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,26; á 2.
bls. 1,16; á 3. og 4. bls. 1,00 [á faetákveðnum stað
á 3. og 4. bls. 1,15]. — Utl. augl. 38‘/3°/o hœrra. —
Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst.
Rit8tj6ri, afgreiðslumaður og gjaldkeri:
Jón 01h.íssoti.
Afgreiðsla Laufásvegi 5, kjallaranum.
Bitetjórn: ---„ stofunni.
Slysfarirnar.
Vel er það gert að safna fe til eft-
irlátinna ættmenna þeirra, sem drukk-
nuðu. Vonandi gefur hver, sem get-
ur, sinn skerf til þess.
Hitt er eins af góðum hug sprottið
að hugsa til samskota til björgunar-
báts hér á Reykjavíkur-höfn. En
hvort það er af jafn-miklum liyggivd-
um gert, er annað mál. — Gagn slíks
báts víst meir en tvísýnt; en mikil
þörf á björgunar-gufuskipi nokkuð
stóru. Um það verður meira iætt í
næstu viku.
Níðing-ur
einhver, íslenzkur þó, hefir síðun þinglok
í fyrra stöðugt verið að hagnýta sér það,
hve danskir blaðamenn, sem ekki skilja
mál vort, cru ókunnugir mönnum og mál-
efnum hér, á þann hátt, að hann hefir
verið að smeygja inn í livert blaðið á fætur
öðru rógi og niði um ráðherra Hannes
Hafstein og mig og jafnvel rógi um þjóð
vora í heild sinni.
Þessi óþokki kemur fram undir ýmsum
nöfnum. í haust kallaði hann sig í
„Extrabladet11 „Dr. Valtýr Guðmundsson".
Þá lýsti ég hann í „Rvík“ (21. Iies.) „viss-
vitandi lygara“ að orðum, sem hann laug
upp að ég hefði átt að segja.
Þá bregðst dr. Valtýr Guðmundsson al-
þingismaður við, sem nú hefir fyrir rétti
siðar meðgengið, að sér hafi verið kunnugt
um, að greinin í „Extrabladet11 hafi borið
sitt nafn, en hann þó ekki borið hana af
sér í blaðinu né annarstaðar, og neitar
því nú fyrir rétti, að hann hafi skrifað eða
talað það sem „ExtrabV.“ segir, að hann
hafi skrifað.
Óþokki þessi ritar þannig í dönsk blöð
undir nafninu Dr. Valtýr Guðmundsson,
og lætur líka blaðamenn tala við sig undir
því nafni og skýra frá lygum sinum og
rógi. Það mætti því virðast sem hann sé
nokkuð nærgöngull við nafna sinn alþingis-
manninn, að stela þannig nafni hans undir
níð, róg og ættjarðarsvik. En úr því að
alþm Dr. V. G. lætur sér það í léttu rúmi
liggja, og notar sjálfur þess á milli sömu
blöðin fyrir málgögn, þá er það ekki mitt,
að vanda um fyrir hans hönd.
Síðan farið var að lýsa dr. V. G. opin-
berlega lygara að rógi þeim sem „Extrabl.“
birti undir hans nafni, og alþm. Dr. V. G.
er farinn að synja fyrir faðernið fyrir rétti,
þá er óþokkinn • farinn að breyta um nain,
og kallar sig nú Arvid.
í Extrabl. 28. f. m. fræðir hann Dani
um það, að „Hafstein ráðherra og fjölskylda
hans“ eigi blaðið „Reykjavík“. Sannleik-
urinn er sá, að eign hr. Hafsteins i „Reykja-
vík“ nemur víst 5 hlutum af 120.
Ritstjóri „Rvíkur“ segír Arvid að hafi
fyrst og svæsnast hafið máls á og haldið
fram aðskilnaði íslands og Danmerkur.
Sannleikurinn vita lesendur „Reykjavikur“
að er sá, að „Reykjavík“ varð fyrst allra
blaða til að mótmæla aðskilnaðarheilaspun-
anurn.
„Fyrir tæpu ári var honum [Jóni Olafs-
syni, ritstj. ,,Rvíkur“] sýndur sá sómi, að
konungur kaus liann til þingmanns“, segir
óþokkinn, og heldur svo áfram:
„Vér skulum nú gefa sýnishorn af þeirx-i
frekju, sem hann sýnir í að æsa landa
sína gegn Danmörku:
Islendinga-bragur
Vakið, vakið, verka til kveður ...“ o. s. frv.
Svo kemur hann með stirðbusalega þýð-
ing á kvæðinu1). Svo er látið í veðri vaka,
að kvæðið sé orkt nú sem herhvöt fyrir
aðskilnaðar-flokkinn. Meðal annars segir
þessi Arvid eða fals-Valtýr, eða hvað hann
er réttast nefndur:
„Að [aðskilnaðarjhreyfingin hefir svo
mikið og öflugt fylgi þar [á íslandi], er
einmitt því að þakka að þessi vinur og
stuðningsmaður ráðherrans hefir gengið í
brjósti fylkingar til forvígis henni“.
Allir vita, að Ísíendingabrag orkti ég
19 ára drengur 1869, þá er æsingar stóðu
hæst hér í landi og vér áttum í höggi við
Dani, því að pá vóru það fulltrúar þjóðar-
innar á ríkisþingi, er sátu yfir rétti vorum,
og því ekki tilefnislaust að hatur var meðal
þjóðanna.
Þessa liefi ég ekki drrlið Dani; meðal
annárs hefi ég í all-langri ritgerð í „Poli-
tiken“ 25. Júb' 1898 skýrt frá Danahatrinu,
sem hér var um 1870. Þar hefi ég m. a.
D Þá var óliku betri þýðing, sem út
kom af kvæðinuí „Fædrelandet“ voriðl870.
1. Bleyta skal grjónin í mjólk eða rjóma,
og láta það standa minst hálfa klukkustund.
Eftir þann tíma er það tilbúið til neyzlu,
Sykur má láta á eftir vitd.
2. Með smjöri og salti.
Velgja skal grjónin á pönnu, hella þvi
næst brœddu smjöri á þau og hrœra vel
saman, láta það síðan inn í bakaraofninn
dálitla stund; áður en borðað er, má strá
dálitlu af satti á það.
„Puffed R ic e“ kostar 45 aura pakklnn.
„P uffed Rlc e“ fæst að eins í
Verzl. EDINBORG.
>ooooooooooooooooo<
sagt, að ég hafi þá sjálfur, eins og aðrir
ungir menn, alið þetta hatur í brjósti. En
ég benti jafnframt á, að alt þetta hefði
horfið, eftir að ríkisþingið hætti afskiftum
af sérmálum vorum; nú væri þjóðunum
farið að renna blóðið til skyldunnar.
Það vita allir, sem satt vilja segja, að
engar aðskilnaðaróskir lifa nú á fslandi
hjá skynbærum mönnum. Og að vera að
telja Dönum trú um, að hér logi alt í upp-
reisnaranda eða aðskilnaðarhug, nú er
oss rtður á að hafa sem bezt samkomulag
og efla traust þjóðanna, hvorrar á annari,
það er eitthvert svartasta níðings-
bragð við eettjörðu sína.
Um hitt, hve drengileg er aðferðin gagn-
vart mér, skal ég ekkert fást. Ég ætla
hverjum íslendingi, óvinum mínum jafnt
sem vinum, að meta puð.
Það stendur á engu, hvert níðingsverk
er á mér unnið í þessu máli Það raskar
ekki mínu góða jafnaðargeði eitt augnablik.
En sá niðingsskapur er heldur ekki aðal-
lega unninn til að vinna mér mein — og
getur það heldur ekki. En hann er unn-
inn til að reyna að skaða ráðherrrann
Hannes Hafstein. Þetta á að vera eins
konar morðkuta-stingur úr myrkrinu í bak
hans. Tilgangurinn er að rægja hann í
öðru landi, þar sem hann getur ekki borið
hönd fyrir höfuð sér samstundis, ekki fyrri
en árásin sjálf er farin að fyrnast, en búin
að eitra frá sér.
En eru þeir íslendingar margir til, jafn-
vel í andstæðingahóp hr. Hafsteins, sem
ekki hafi andstygð á ódrengskapnum og
skammist sín sáran fyrir þennan biksvarta
níðingsskap ?
J. Ól.
Heimsendanna milli.
Voðafregri!
San-prancisco í eyði!
Loftskeyti 19. þ. m. segir:
San Francisco má heita ger-
eydd af landskjálfta á Miðviku-
daginn (18. þ. m.) og eldi, sem
um geisar. Bæjarráðshöllin,
ópera-húsið, pósthúsið og önnur
heldri stórhýsi hrundu og brunnu
svo. Verzlunarhluti borgarinnar
gereyddur.
Síðustu áætlanir telja þúsund
manns drepna og þúsundir lim-
lestar Hundruð þúsunda af fólki,
agndofa af skelfmgu, hefir þyrpst
saman í lystigörðunum. Herlög-
um lýst yfir borginni. Herlið
gætir milióna virðis af eignum,
sem hrúgað er saman á strætun-
um. Slökkvilið berst við að buga
eldinn, sem tekur yflr 8 fermílur
enskar; sprengir það húsin í loft
upp, því að vatn er þrotið. —
Landskjálftar víðar á Kyrrahafs-
ströndinni, en tjónið óspurt enn.
TJiigverjaland. Þar er nú friður
á kominn aftur milli Jósefs konungs
og Ungverja. Hefir hann tekið sór
ráðaneyti af sambandsflokki meiri-
hlutans. Yekerle er forsætisráðherra,
Andrasey innanríkisráðgjafi, Kossuth
verzlunarráðgjafi o. s. frv. Kosningar
fara fram 29. Apríl t.il 8. Mai.
Noregur. Alexander Kjeltand,
sagnaskáldið snildríka (f. 18. Febrúar
1849) dó af hjartaslagi 7. þ. m.
Hann var amtmaður í Raumdæla-
amti. — Steen rektor, fyrv. stjórnar-
forseti Norðmanna, er og dáinn. Hann
var fæddur 1837.
Danmörk. Þar fóru fram í Höfn
bæjarstjórnarkosningar á 6 fulltrúum.
Báru rótnemar og sósíalistar þar hærra
hlut með hálfs fimta þúsunds meiri-
hlut yfir stjórnflokknum og hægri
mönnum. Þykir jafnan mjög mega
marka af bæjarstjórnarkosningum í