Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 21.04.1906, Blaðsíða 2

Reykjavík - 21.04.1906, Blaðsíða 2
66 REYKJAVÍK Höfn á þingkosningarárum, hversu ganga muni þingkosningar á eftir. Þykir allsennilegt að stjórnin nái ekki meirihiuta á þingi næst, nema með sambandi við hægri menn; En þá kembir hún varla hærur lengi úr því. (Meiri útl. fréttir næst). Landshornanna milli. —:o:— Drukknun. — Á Öndverðarnesi í Breiðavíkurhreppi fórst bátur í lend- ingu 14. þ.m., drukknuðu þar 2 menn, en 2 varð bjargað. Þeir sem af kom- ust vóru, formaðurinn Óli M. Arn- grímsson og sonur hans að nafni Valentínus. Hinir, er drukknuðu, vóru: Jónas Jónsson þurrabúðarmaður á Nesinu, og hinn Grímur, annar sonur formannsins, ókvæntur og um hálfþrítugur. Jónas sál. var tæpra 28 ára að aldri, mannvænlegur maður. For- eldrar hans vóru Jón Bárðarson og Sigríður Gísladóttir. Jónas sál. lætur eftir sig konu og 2 börn komung. —23. Marz. O. J. Manntjón enn. — Merkismaður í Grindavík ritar oss 15. þ. m.: — Herra ritstjóri! í gær fórst bátur með 5 manns hér á Járngerðarstaða- sundi í Grindavík af brimi. Varð ófært á skammri stund. Þeir sem drukknuðu vóru þessir: formaður Guðbjartur Guðmundsson, ættaður héðan úr Grindavík, nú til heimilis í Reykjavik, ókvæntur. Útvegsbónd inn Jón Jónsson á Hópi, dugnaðar- maður og drengur góður; lætur eftir sig konu og 4 börn í æsku, og far- lama föður og uppgefna tengdamóður. Hinir vóru Halldór Guðbrandsson, til heimilis í Reykjavík, ókvæntur, Guð- laugur Sigurmann Guðmundsson, ó- kvæntur, frá Hjálmholtskoti i Flóa, og loks Sigurbjörn Jónsson, ókvæntur unglingur frá Syðri-Gröf í Flóa. Að eins lík formannsins rekið upp í dag. Enskur botnvörpungur sást sökkva suður af Reykjanesi 7. þ. m. Nafn hans óþekt. Húsbruni. Baðstofa á Vogalæk á Mýrum brann 7. þ. m. Munum bjargað. Önnur hús varin. Mannalát. 2. þ. m. Ólafur Þor- bjarnarson hreppstj. á Kaðalstöðum í Stafholtstungum hálfsjötugur. — 4. þ. m. Vilhjálmur Guðmundsson verzlunarm. á Akranesi 41 árs. Reykjavík og grend. S/s „Kong Helge“ (skipstj. Jensen) ið nýkeypta skip jT/iore-félagsins kom hingað aðfaranótt þ. 17. þ. m. með fulifermi af vörum. Með skipinu var fátt farþega frá útlöndum: Halldór Guðmundsson rafmagnsfræðingur (kom frá Höfn) og nokkuð af farþeg- um frá Austfjörðum, þar á meðal: frú Sigríður HeJgason. Skipið kom við á Mjóafirði og Eskifirði, hafði þangað meðferðis 6 mótorbáta. Skipið er allstórt og álitlegt, og er sagt að það fari mjög vel í sjó. Það er enn þá lítið herbergjað fyrir farþega, en ætlast er ti) að það verði gert, er skipið kemur til Kaupm.hafnar úr þessari ferð. Aukasklp er væntanlegt hingað frá Thore-iéVdgmn þessa dagana. Það er gufuskipið „Perwie“, sem átti að fara frá Höfn 6. þ. m. til Færeyja og hingað. Alþýöufyrirlestrarnir. Á Mánu- daginn kemur 23. þ. m., kl. 83/4 að kvöldi, byrjar mag. Ágúst Bjarnason aftur á alþýðufyririestrum sínum og talar þá um sócíalismann. lÁfrjú þilskip farast. Auk slyss- ins, sem getið var í síðasta bl., hafa tvö önnur þilskip héðan úr bænum farist í ofsaveðrinu 7. þ. m. Þessi skip vóru „Emilie" (Th. Thor- steinssons) og „Sophie Wheatley" (eign Jaf. Ólafssonar, Thor Jensens o. fl.) — sbr skipaskrá „Rvíkur" (10. tbl. þ. á.). — Þessir menn fórust á „Emiiie:“ 1. Björn Gíslason (Bakka, Rvík) skipstj. hálffert. — 2. Árni Sigurðs- son stýrim., Rvík (30 ára). 3. Árni Guðmundsson, þurrab.m. Akran. (44). — i. Ásgeir Ólafsson vm., Rvík (19). — 5. Guðjón Guðmundsson, vm. Rvík (26). — 6. Guðjón Ólafsson lausnm. Patreksf. (23). — 7. Guðlaugur Ólafs- son vm. Bakka, Rvík (19). — 8. Guðm. Bjarnason þbm. Akran. (22). — 9. Guðm. Guðmundsson Im. Patreksf. (30), — 10. Guðm. Guðmundss. vm. Rvík (25). — Guðm. Jónss. þbm. Rvík. (22). — 12. Guðm. Kristj.s. vm. Akran. (15). — 13. Guðm. Magn.s. þbm. Akran. (59). — 14. Guðm. Þorst.s. þbm. Akran. (49). — 15. Hannes Ólafss. þbm. Akran. (23). — 16. Krist- inn Jónss. vm. Rvík (17). — 17. Krist ján Guðm.s. bóndi Akran. (53), faðir nr. 12. — 18 Kristján Magn.s. b. Akran. (51). — 19. Ólafur Eiríksson þbm. Rvík (37). — 20. Ól. Ólafsson þbm. Akran. (47). — Sigurður Jónss. þbm. Akran. (35). -— 22. Stefán Bjarnason vm. Túni, Hraung.hr. (20). — 23. Stef. Böðvarss. b. Faliandast. Hrútaf. (29). — 24. Þorst. Bjarnas. vm. Akran. (17), bróðir nr. 8. Á „Sophíe Wheatley" fórust: 1. Jafet Ólafsson skipstj. Rvík (33 ára). — 2. Eyvindur Eyvindsson stýrim. Rvík (26). — 3. Steindór Helgason vm. Rvík (36). — 4. Guðni Einarss. Im. Brandshúsum, Rvík (31). — 5. Þorvarður Karelss. b. Gíslholti Rvík (32). — 6. Þórður Eyvindsson vm. Eyrarb. (23). — 7. Ól. Eiríkss. vm. Hæli Eystrahr. (19). — 8. Steinn Steinsson vm. Grund, Skorrad. (27). — 9. Arnbj. Sigurðss. vm. Eyrarb. (39). — 10. Jón Bjarnason b. Klöpp Rvík (29). — 11. Jón Sigurðss. vm. Rvík (17). —■ 12, Sig. Jónsson lm, Krurnmshó]um,||BOTgarhr. (26). — 13. Sig. Kristjánss. vm. Árgilsstöðum Rvs. (22). — 14. Jón Hákonars. vm. Haukadal, Dýraf. (21). — 15. Þorberg ur Eggertss. vm. Keldudal, Dýraf. (21). — 16. Guðfinnur Þoivarðsson vm. Rvík (56). — 17. Jón Guðmundsson vm. Kyrkjubólsdal, Dýraf. (22). — 18. Gísli Steindórss. vm. sama bæ (24).— 19. Gisli Hallsson b. Rvík (35). — 20. Kristj. HeJgason vm. Hestanesi, Kjós (17). — 21. Gísli Gíslas. vm. Hösk uidarkoti (21). — 22. Matth. Sumar- Jiðas. vm., Grund, Skorradal (28). — 23. Konráð Magnúss. vm. Rvík (19). — 24. Þorvaldur Gizurarson vm. Viðey (19). „Emilie“ var 85 tons, „Sophie Wheatly" 81 t. Bæði þessi skip vóru í flóanum utarlega, er veðrið byrjaði, en rákust undan veðri upp á Mýrar. Þar hefir rekið ýmislegt af þeim, en nær alt molbrotið. 67 manns hefir farist alls á þess um 3 pilskipum, og 5 fórust í Grinda- vik síðasta Laugard. — alls 72 menn. 10 lík, sem rak upp í Viðey af „Ingvari,“ vóru jarðsett hér í gær. Af hinum þilskipunum hafa engin lík rekið enn, svo að spurst hafi. Kviknað í sklpi. ll.þ.m.kvik- naði í þilsk. „Nelson" af ísafirði hér á höfninni; var verið að bræða stál- bik niðri í hásetaklefa. Gat brann á hlið skipsins og þilfar varð að brjóta upp til að koma slökkvidælum að. í fyrra kviknaði hér líka í við bik- bræðslu niðri í hásetaklefa og skemd- ist maður við þann bruna. Frá lóndum i Höfn. Hér eru kaflar úr tveim bréfum, sínu frá hvorum manni. 7. 6. Maí. Ég var á stúdenta- félagsfundinum á Laugard. var. Þar talaði Guðmundur Jæknir Hannesson um aðskilnaðinn. Meðal annars sagði hann. að þetta stjórnarfyrirkomulag, sem vér nú hefðum, og alt annað fyrirkomulag, sem um væri talað, það fengjum vér með því, að sélja sjúlfstæfti vort fyrir sjál fsstjórn, og sagði hann, að Jón Siyurðsson hefði hyrjaö á þessum óföynuði. Minst var á þessum fundi á íslend- ingabrags-greinarnar í „Extrabladet" og var þjóðræðismönuum og Jand- varnarmönnum, er ég heyrði um þær tala, meinilla við þær, skömmuðust sín fyrir þær og vóru hræddir um að þær yrðu til að stórspilla fyrir þeirra flokki heima. — Þá var og á þeim að heyra, að þeim væri Ssárilla við andatrúarvitleysuna heima, sem þar væri orðin að pólitísku flokksmáli, og gramdist þeim að þeirra flokks blöð skyldu hafa tekið þá fásinnu upp. Ekki þorði Valtýr að koma á fund- inn, því að hann hafði sama daginn látist andæfa. að skilnaðarmálinu í „Extrabl.,“ svo að hann hefði átt örðugt með að verða því fylgjandi um kvöldið — en auðvitað vóru þó þá liðnar heiJar 5 klukkustundir frá því blaðið kom út! II. 6. Maí. „ —---------Ég hjó eftir einu hjá ræðumanni (Þorkeli Þorkelssyni). Hann sagði það væri sorglegt, hvað frammistaða andstæð- ingaflokksins heima væri orðin aum- leg. Það væri auðsjáanlegt, að alt væri, því miður, að fara í hundana fyrir þeim sameinuðu, en stjórnar- mönnum ynnist mikið á. Hann sagð- ist hafa fengið bréf víða að heiman með 'þessum leiðindafréttum. Svo væri nú þetta síðasta glappaskot, að maður, sem mundi vera í stúdenta- félaginu og væri landvarnarmaður, mundi standa. -á bak §við þessa sví- virðilegu árás á ráðherrann og meiri- hlutann í dönskum blöðum [hann var þar að tala um þýðinguna á ís- lendingabrag og þau ummæli, að hann væri orktur nú], og þetta hlyti að verða heimastjórnarmönnum gott vopn heima á íslandi.“ Y endetta. Ritað ósjálfrátt af N. N. Júdas gamli gekk mjög þungbiýnn um gólf á skrifstofu sinni og raulaði drauga- lega í Passíusálmunum sálminn um afdrif nafna sins sáluga. í þessu var rjálað hægt við dyralokunni og hurðin opnuð og inn læddist, hljóð- laust sem köttur, flóttalegur maður og ská- renndi augunum til allra hliða; gætti þá naumast annars en ins hvíta í augunum. „Nú! Komdu sæll, Efíaltes“, mælti Júdas og spurði, hvort hann hefði nokkrar ný- jungar að færa. „Já, störmerkar fréttir. Enn hefir nýskeð verið| ritað ósjálfrátt bæði í bundnu og óbundnu máli“. „Það eru ágætar fréttir. Er það Ander- sen?“ „Nei, lyfjasveinninn móðgaði hann svo mikið, að hann vildi eigi koma“. „Það var við því að búast, en hart er að þessi meðalablöndugutlssamsullaraprúðmennsku- durgur skuli eigi skilja gamla Dönsku“. „Já, víst er um það, en nú er kominn nýr maður til sögunnar“, sagði Efíaltes mjög drýgindalega. „Og hver er það“. „Móse“. „Móse! Það var ágætt, slíkt, getur haft ómetanlega þýðingu fyrir Harald. Og hvað lætur svo Móse skrifa? Lestu!“ „Og sjá, herrann var sjúkur og miklum harmi og felmti sló yfir alla. Lýðurinn barði sér á brjóst og grátur hans barst upp að hásætinu. Þá aumkvaðist Jahve yfir fólkið, og sjá, hann sendi spámann til herrans, og skipaði einum framliðnum að setja lifsins balsam í axlarlið spámannsins. Og sjá, herrann lá þannig, að hann mændi augum til himins, en spámaðurinn lagði sinn fingur í hans munn. Og sjá, lífsins balsam rann fram í fingur spámannsins og inn i munn herrans. Og sjá, þá skeði það, að herrann stóð heill upp, tók sæng sína og gekk. En fólkið söng lofgjörðar- sálma og sagði: mikill spámaður er risinn npp á meðal vor“. „Herrann! Þetta er auðskilið11, mælti Júdas „En sjáum nú til. Hvað stendur oft: „og sjá“ ? — Jú, eftir á að hyggja, það er fimm sinnuin í jafu stuttu lesmáli sem þessu. Það er áreiðanlegt að þetta @ | Jörð til kaups eða ábúðar, fh þétt við Reykjavík. ih Hálf jörðin Mýrarhús á" Seltjarnarnesi fæst til kaups ■T eða ábúðar frá 14. Maí næstk. W Jörðin fóðrar 2—3 kýr, hefir góð og mikil ver- y gögn til fiskverkunar. Uppsátur og lending, einhver ■ in allraj bezta á Seltjarnarnesi, Jörðin liggur því ágæt- ■ lega við, til að stunda þaðan sjávarútveg, hvort lreldur ■ er á þilskipum eða opnum bátum, og hrognkelsaveiði Á er þar rétt uppi ' við Iandsteina.* Q Húsakynni eru þar mikil og vönduð, flest öll ný #h eða nýleg úr timbri og steini. Eftirgjald eftir jörðina má mestmegnis vinna af V sér með jarðabótum. y Lysthafendur snúi sér sem allra fyrst til eiganda « jarðarinnar 1 Thor Jensen's 0

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.